Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 1
68 SÍÐUR 91. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Líbýuvélarnar fjórar í Brasilíu: Herinn hyggst kanna farminn Rio de Janeiro, 23. aprfl. AP. BRASILÍSKI herinn hefur nú um- kringt flugvöllinn í borginni Manaus á Amazon-svædinu, þar sem þrjár líbýskar flugvélar, sem eru á leið til Nicaragua og fengu leyfi til milli- lendingar í Brasilíu, eru, og komast hvergi. Þá hefur verið skýrt frá því, að farmur fjórðu vélarinnar, sem lenti í borginni Recife, verði einnig kannaður. Vélarnar voru sagðar með sjúkragögn innanborðs, en öruggt er talið að farmur þeirra sé ein- göngu vopn. Bjó brasilíski herinn sig undir það, að opna vélarnar í dag til þess að fá endanlega úr því skorið hvort farmurinn væri sá, sem hann er sagður vera. Að sögn yfirvalda í Brasilíu munu hermenn afferma allar vél- arnar, „með eða án samþykkis Líbýustjórnar", og kanna farm þeirra. Kunngert hefur verið, að öll hergögn, sem finnist, verði gerð upptæk, en flugvélunum leyft að fljúga áfram með annan farm sinn. Talsmaður Líbýustjórnar hefur á hinn bóginn sagt, að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir að vélarnar verði opnaðar, en skýrði ekki frekar frá því hvaða ráðum yrði beitt til þess. Kína-Víetnam: Enn er mannfall í landamæraskærum Peking, 23. aprfl. AP. KI'NVERJAR sögdust í gær hafa fellt 17 víetnamska árásarmenn í þremur bardögum við landamærin, þar sem róstusamt hefur verið að undanfórnu. Segja Kínverjar her- Alþjóða gjald- eyrissjóðurinn: Stórlán til Uruguay- stjórnar Washington, 23. aprfl. AP. TILKYNNT var í gærkvöld, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði samþykkt að veita Uruguay 408 milljóna dollara lán til þess að hjálpa yfirvöldum til að standa straum af skuldbindingum sínum. Þar með hefur sjóðurinn lán- að S-Ameríkuþjóðum 14 millj- arða dollara á undanförnum mánuðum. Stærsti hluti þeirra lána hefur farið til Brasilíu, 5,8 milljarðar dollara, og til Mex- íkó, 3,9 milljarðar. Uruguay-stjórn gaf það lof- orð við veitingu lánsins að reyna að koma verðbólgunni í landinu niður og jafnframt að lagfæra hallann á vöruskipta- jöfnuði landsins, sem var hrika- legur á síðasta ári. flokka Víetnama hafa farið yfír landamærin með skothríð og eyði- leggingu. Þar með hafa Kfnverjar til- kynnt um 37 Víetnama sem þeir hafa fellt síðustu vikuna. Kínverjar ásökuðu Víetnama í gær um að stórauka hernaðar- umsvif sín á landamærunum til að draga athygli heimsins frá hern- aði sínum í Kambódíu. I opinberri tilkynningu vöruðu Kínverjar Ví- etnama við því að halda slíku áfram, því það væri hættulegt að „leika sér að eldinum". Kínverjar lýstu yfir að ekkert mannfall hafi verið í þeirra röðum. Lagt í brekkurnar* Ungur skíðakappi býst til að hefja keppni á Andrésar Andar-leikunum sem standa yfir á Akureyri. Þetta árlega raót er fjölmennasta skíðamót sem haldið er hér á landi, en keppendur nú eru 370 talsins. Ljósm. Skaptí Haiigrímsson Samkomulagi um brottflutning erlendra herja rniðar lítt: Líbanonstjórn segir þolin- mæði sína senn á þrotum _é ■ n.__n 41> Stór olíuflekk- ur stefnir nú á Puerto Rico San Juan, Ibierto Rico, 23. aprfl. AP. GÍFURLEG olíubrák berst óðfluga að ströndum Puerto Rico. Uppruni og gerð olíunar eru ókunn, einnig dýpt brákarinnar, en lengd hennar er 160 kílómetrar. Mikill viðbúnaður er nú í Puerto Rico vegna þessa, en óljóst er hvenær olíubylgjan skellur á ströndinni. Reirut, Líbanon, 23. aprfl. AI’. AMIN Gemayel, forseti Líbanon, sagði í gær, að hann myndi aldrei skrifa und- ir neitt það plagg eða samþykkja neitt, sem tryggði fsraelsmönnum rétt til að hafa heríið við gæslu á líbanskri grund. Átti yfirlýsing Gemayels ekki síður við aðra erlenda heri, svo sem Sýrlend- inga. „Heldur myndum við láta vera að undirrita plögg og hafa ástandið óbreytt heldur en að leyfa öðrum herj- um, en þeim líbanska, að ráða hér ein- hverju," sagði hann við fréttamenn og gaf ótvírætt í skyn að viðræðurnar um brottflutning herja frá landinu eigi stutt eftir í strandið. Gemayel sagði, að ísraelsmenn gerðu það að meginkröfu að þeir myndu hafa 2—300 manna lið í suð- urhluta landsins til að verja norður- landamæri sín fyrir hugsanlegum árásum Palestínumanna. Þetta sagði Gemayel alls ekki koma til mála, Líbanir hefðu ekki áhuga á því að suðurhluti landsins yrði annar „vest- urbakki" eða „Golan-hæðir“. Sagði Gemayel það einnig fráleitt að líb- anski útlagaherforinginn, Haadad, fari með stjórn Suður-Líbanon. „Líb- anonmenn munu ekki ræða neina þá lausn sem gæti ógnað sjálfstæði landsins. Viðræður eru í gangi við Sýrlendinga og Palestínumenn, um að þeir sjái sóma sinn í að aðstoða nú Líbani í viðleitni þeirra við endurreisa sjálfstæði landsins með því að kalla herlið sín frá landinu. „Við munum enga gagnrýni þola frá Arabalöndunum um hvaða stefnu við framfylgjum, þau hafa ekki hirt um að aðstoða okkur í erfiðleikum okkar," sagði forsetinn. Saeb Salam, fyrrum forsætisráð- herra landsins, tók undir þessi orð Gemayels í gær og hvatti hann til að slíta samningaviðræðunum. „Kröfur Israela eru fáránlegar og gersam- lega óaðgengilegar og Bandaríkin hafa ekki þrýst nægilega á ísraela að kalla herlið sitt heim,“ sagði Salam. í tímaritinu A1 Moskatbal var í gær haft eftir ónefndum talsmanni ríkisstjórnar Líbanon, að lykillinn að lausn vandans væri nú hugsan- lega í höndum Sýrlendinga, sem hafa 40.000 manna herlið í austur- og norðurhluta Líbanon. „Það er ekki ótrúlegt að Sýrlendingar taki þá ákvörðun að kalla herliðið ekki heim ef ísraelsmenn bera eitthvað úr býtum við samningaborðið. Hvað sem því líður, er ljóst að brottflutn- ingur Sýrlandshers verður ekki ræddur fyrr en síðasti Israelsmaður- inn er á bak og burt frá Líbanon," sagði talsmaðurinn. Fangi tekinn af lffí í Alabama: Fyrsta dauðadómi fullnægt í 18 ár Atmore, Alabama, 23. aprfl. AP. DAUÐADÓMI yfir hinum 33 ára gamla John Louis Evans III var full- nægt í gær, er hann var tekinn af hTi í rafmagnsstólnum í Alabamaríki. Evans er sjöundi fanginn f fangelsum Bandarikjanna, sem tekinn er af lífi í rafmagnsstól eftir að dauðarefsing var tekin upp að nýju í Bandaríkjun- um 1976. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn í 18 ár, að maður var tekinn af lífi af yfirvöldum í Alabama. Holman var dæmdur til dauða fyrir morð á veðmangara 1977, en dómnum ekki fullnægt fyrr en nú. Aftakan átti að fara fram snemma i gærmorgun, en var frestað um rúmlega hálfan sólarhring þar sem talið var að gögn hefðu fundist, sem gæfu tilefni til þess að mál hans yrði tekið upp að nýju. Svo reyndist hins vegar ekki vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.