Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRlL 1983 5 Fjallað verður um optiknám I Sunnudagsstúdíóinu og m.a. rett við Bergstein Stefinsson optiker, en i þessari mynd er hann að mita gleraugu i einn viðskiptavina sinna. Sunnudagsstúdíóið kl. 20.00: Optiknám og skólaljóð Á dagskrá kl. 20.00 er Sunnu- dagsstúdíóiA — Útvarp unga fólksins. Guðrún Birgisdóttir stjórnar. — Ég held áfram með skólakynn- ingarnar sem hófust fyrir páska í Sunnudagsstúdióinu, sagði Guðrún — og að þessu sinni verður fjallað um optiknám. Til þess að fræðast um það ræddi ég við tvo sérfræðinga á þessu sviði, þá Gunnar Þór Benja- mínsson og Bergstein Stefánsson. Þá verða lesin skólaljóð, til huggunar fyrir þá, sem nú eru á kafi í prófum. Bréfalesturinn verður eins og venju- lega, svo og fréttirnar, en að öðru leyti er þátturinn ennþá galopinn í báða enda og allt óákveðið með efni. Nemendur úr Tónskólanum ( Garði leika á bjöllur. Stundin okkar kl. 18.10: Hundauppeldi, bjölluleik- ur, umferðarmál og KFUM Á dagskrá sjónvarps kl. 18.10 er Stundin okkar. Úmsjónarmenn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Asa ræðir við Pál Eiríksson geð- lækni um hunda og hundauppeldi, en hann er mikill hundaræktarmaður. Nemendur úr Tónskólanum í Garði leika lög á bjöllur. Jónína Guð- mundsdóttir stjórnar. Fylgst verður með fundi í KFUM- heimilinu við Amtmannsstíg og þar ræðir Ása við Hreiðar Örn Stefáns- son og tvo stráka úr KFUM. Sýnd verður Öskubuskumynd og Smjatt- pattarnir verða á sínum stað, Elías Auðarson (Haraldsdóttur) og Val- dísar (Óskarsdóttur) heldur áfram að vera húslegur heima hjá sér og fjallað verður um umferðarmál. Það eru þau Ása og Kalli brúða sem kynna þessa síðustu Stund vetrar- dagskrárinnar. Ása H. Ragnarsdóttir og Páll Eiríksson ásamt hundinum Snata. Samvinnuferðir-Landsýn býður nú ein íslenskra ferðaskrifstofa upp á beint leiguflug til Portoroz i Júgóslavíu, - bessarar kyrrlátu og gullfallegu sólar- strandar. Þangað hafa islendingar fjölmennt árum saman og ekkert lát er á vinsældum Portoroz á meðal beirra sem kiósa sér rólegt sumarleyfi á góðum stað með góðu veðri, góðri gistingu og fyrsta flokks aðbúnaði á allan hátt. Munið hina víðfrægu heilsugæslustöð Dr. Medved. Feneyjar, Bled o.fl. Skoðunarferðirnar frá Portoroz eru engu likar. Við minnum sérstaklega á dagsferðirnar til Feneyja og tveggja dag ferðirnar til Bled-vatnsins og Plitvice-bjóðgarösins. Petta eru örugg- lega ferðir sem líða fólki seint úr minni. Gisting Á hinum góðkunnu hótelum Grand Palace og Neptun bjóðum við að venju gistingu með hálfu fæði. Á Apollo er hins vegar boðið upp á sérstök fjöl- skylduherbergi með morgunverði. Orlof aldraða 23. maí Portoroz hefur lengi verið vinsæll áfangastaður í orlofsferðum aldraðra. Við bjóðum tvær slíkar ferðir til Porto- roz, dagana 23. maí og 5. september. Skipulagningu og umsjón þeirra ferða annast Ásthildur Pétursdóttir. Dæmi um verð Ef tekið er mið af vegalengdum og dvarlartima eru Portoroz-ferðirnar vafalítið einhver alódýrasti feröamögu- leikinn í ár. Við nefnum hérdæmi um verð fyrir hjón með tvö börn sem dveljast í 3 vikur í fjölskylduherbergi með morgunverði. Pau panta fyrir 1. maí og tryggja sér þannig aðildar- afslátt og með því að greiða ferðina að fullu tveimur vikum fyrir brottför fá þau 5% staðgreiðsluafslátt. Fullt verö, 4x13.800 Aðildarafsl. fullorðinna 2x1.200 Aðildarafsl. barna 2x600 Barnaafsláttur 2X2.500 Afsláttur alls 5% staðgrelðsiuafsl. Rétt verð kr. 55.200 kr. 2.400 1.200 kr kr. kr. 5.000 8.600 kr. 46.600 kr. 2.330 kr. 44.270 Afsláttur nemur því alls kr. 10.930, eða um 20% af verðlistaverði. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Vor og hækkandi Á dagskrá sjónvarps kl. 21.10 vetrarins verður litast um á er Glugginn. Þáttur um listir, sýningu Ágústs F. Petersens menningarmál og fleira. Um- listmálara og brugðið upp sjónarmaður: Áslaug Ragnars. ljósmyndum eftir Pál Reyn- í þessum síðasta þætti isson, en hann mun halda sól í Glugganum ljósmyndasýningu á Kjar- valsstöðum innan skamms. Meginhluti þáttarins verður helgaður vori og hækkandi sól. Fimm skáld yrkja fyrir þáttinn um vorið: Matthías Johannessen, Þorsteinn frá Hamri, Steinunn Sigurðar- dóttir, Vilborg Dagbjarts- dóttir og Thor Vilhjálmsson. Þá verður í Glugganum flutt tónlist tengd þessari árstíð. Flytjendur eru Lára Rafns- dóttir, Sigríður Ella Magn- úsdóttir, Ólafur Vignir Al- bertsson, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Guðný Guð- mundsdóttir og Snorri Sigfús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.