Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 þess. Samkeppni hans og jafn- aldra hans, Johannes Poulsen, er enn í minnum höfð. Þeir voru jafnokar og leikarar í fremstu röð. Samkeppni þeirra á sér ekki hliðstæðu í danskri leiklistarsögu, en seinna var enginn talinn standa Reumert á sporði. Sam- leikur Reumerts og leikkonunnar Bodil Ipsen í Dagmar-leikhúsinu er einnig í minnum hafður. Hæfileikar Reumerts náðu há- marki á árunum 1922-30, m.a. í verkum Moliere. Mikið lof var bor- ið á raunsæja túlkun hans. Hann naut sín bezt í skapgerðarhlut- verkum, en ekki eins vel i róman- tískum hlutverkum eða ástarhlut- verkum. Reumert lék m.a. Akitofel i „Hinum útvöldu", Herodes í „En Idealist" og Mikkel Borgen í „Orð- inu“ eftir Kaj Munk. Þannig átti Reumert drjúgan þátt í velgengni Munks og verka hans. Smám saman fór að bera meira á Reumert í gamanhlutverkum og grátbroslegum hlutverkum frem- ur en hreinum sorgarhlutverkum. Hann var mikill aðdándi Frakka og lék sem gestur i París. Hann kom oft fram i kvikmynd- um og í útvarpi, þótt hann nyti sin miklu betur á leiksviði. Hann sendi frá sér endurminningar sín- ar 1940 („Masker og Mennesker"). Wasche vildi að Kaj Munk yrði fórnað, en var þó ekki einstreng- ingslegur í afstöðu sinni. Loks var komizt að niðurstöðu þegar dr. Werner Best gerði grein fyrir at- kvæði sínu, síðasta atkvæðinu og því sem réð úrslitum. Best kvaðst greiða Kaj Munk at- kvæði, þar sem hann „hefði svo mikla ánægju af Poul Reumert sem leikara" eins og hann komst að orði. Og það varð úr. Ákveðið var að lífláta Kaj Munk og Poul Reumert slapp með naumindum. Skotinn í bakið Hráslagalegan janúarmorgun, 4. janúar 1944, heyrðu Kaj og Lise Munk í tveimur bifreiðum sem renndu í hlað á prestsetrinu í Ved- ersö. Dauðasveitin leyfði hjónun- um að kveðjast. Að svo búnu fóru útsendarar hernámsstjórnar Þjóðverja með skáldprestinn í hinztu ökuferð hans. Morguninn eftir, ö.janúar, fann bóndi nokkur sundurskotið lfk Kaj Munks á þióðveginum milli Silki- borgar og Arósa. Hann hafði verið skotinn í bakið nokkrum sinnum. Morðingjarnir höfðu fleygt líkinu í skurð hjá herragarðinum Hörbylunde skammt frá Silkiborg. Kaj Munk: Aðdiun á honum breytt- ist í hatur. lömbum: Kaj Munk og Poul Reum- ert.“ Merkur leikari Vart þarf að kynna Poul Reum- ert, þann mikilhæfa leikara og ís- landsvin. Á þessu ári er þess minnzt að eitt hundrað ár eru lið- in frá fæðingu hans. Jafnframt eru um þessar mundir 20 ár síðan Anna Borg, kona hans, lézt með sviplegum hætti. Hún fórst í Hrímfaxa-slysinu við Osló 14. apr- íl 1963. Faðir Reumerts var kunnur leikari og rithöfundur. Móðir hans var þekkt ballettdansmær. Hann kom fyrst fram 1902 í Konunglega leikhúsinu, í smáhlut- verki í leikritinu „Þegar við vorum 21 árs“. Hann var ekki fastráðinn við „hið Konunglega" fyrr en 1911 og lék í öðrum leikhúsum fram að þeim tíma. Með leik sínum f „Doll- araprinsessunni" 1909 varð hann eftirlæti danskra leikhúsgesta. Frammistaða hans í Konung- lega leikhúsinu fór strax fram úr björtustu vonum forstöðumanna Illa útleikið lík Kaj Munks þar sem það fannst í skurði við þjóðveginn milli Silkiborgar og Árósa i Jót- landL Dr. Best þótti Reumert góður leik- ari. Reumert og prófessor Meulengracht. Atkvæði dr. Best Hvert mannsbarn í Danmörku þekkti Poul Reumert og Kaj Munk. Báðir voru mikilsvirtir og kunnir fyrir alvöru og heiðarleika. Á fundi þeim sem ráðamenn nazista í Danmörku héldu til að ákveða hvaða „menningarmann" skyldi taka af lifi til að hræða þátttakendurna í andspyrnunnni gegn Þjóðverjum greiddi SS-for- inginn Milner atkvæði með því að Reumert yrði tekinn af lífi. Hann vildi að Reumert yrði fyrir valinu, þar sem aftaka hans mundi vekja meiri andstyggð en aftaka Munks, sem helzt kom til greina auk Reumerts. Bjarne Nielsen Brovst segir: „1 samtölum mínum við frú Lise Munk hefur mér skilizt að þau hjónin hafi gert sér grein fyrir því strax í nóvembermánuði, að dauðadómurinn hafði verið felld- ur. Nokkrar duldar viðvaranir, sem Munk sinnti þó engu, höfðu borizt frá stjórnvöldum, meðal annars í mynd bréfa frá kirkju- málaráðuneytinu. Mikilvægur kafli í bók minni fjall- ar um afstöðu hjónanna einmitt á þessu tímabili. Þar koma fram margar glænýjar upplýsingar, sem ég vil þó helzt búa einn yfir þangað til bókin kemur í bóka- verzlanir." Djúpivogur: Þingmenn og ráðherrar sungu og sögðu sögur Djúpavogí, 20. apríl. HÉR HEFUR geysað norðanátt síð- ustu dagana. Um síðustu helgi var hvasst, en bjartviðri hefur verið að mestu og jörð er alauð. Þetta veður hefur ekki valdið tjóni svo að vitað sé, enda erum við vanir því að duglega blási í norðanátt hér fram úr dölunum. Helzt er að það hafi sett strik í reikning ferðaáætlana frambjóð- enda, en þeir voru hér sfðastliðinn laugardag og héldu almennan stjórnmálafund, voru hressir og skemmtilegir að venju og sögðu brandara. Starfsmannafélag Kaup- félags Berufjarðar og Búlandstings hélt veglega árshátíð síðastliðinn laugardag. Var hún haldin í kaffi- stofu frystihússins og okkar gamli góði snilldarkokkur, Haraldur Teitsson, kom frá Hornafirði og var matur hans hreint frábær. Skemmtiatriði voru að hluta heima- fengin, en skemmtinefnd barst óvæntur liðsauki þar sem alþing- ismenn og ráðherrar tróðu upp, sungu og sögðu skemmtisögur og var gerður góður rómur að frammi- stöðu þeirra. Ekki mun ég greina frá nöfnum þeirra, þar sem það gæti talizt hlutleysisbrot þegar svo stutt er til kosninga. En grunur leikur á að þeir hafi aflað sér ekki svo fárra atkvæða með þessari frammistöðu sinni og mættu fleiri taka þá sér til fyrirmyndar þegar kosið verður í annað sinn. Rúsínan 1 pylsuendan- um var svo hinn síungi skemmti- kraftur ómar Ragnarsson, sem flaug til Hornafjarðar og ók síðan fram og til baka 200 kílómetra leið í norðanroki eins og þau gerast hvössust á þessum slóðum. Var Ómari ákaft fagnað og hafði hann sitthvað í pokahorninu til skemmt- unar eins og hans er von og vísa. Ekki er annað vitað en Ómar hafi komizt heilu og höldnu úr þessu ferðalagi enda dregur enginn öku- leikni hans í efa þó aðstæður séu ekki sem skemmtilegastar. Hús gamla skólans, 60 ára gamalt steinhús, var brennt og brotið niður fyrir helgina. Það hefur lengi þjón- að hlutverki sínu í þágu byggðar- lagsins en á nú að víkja fyrir nýju húsi, sem Landsbanki Islands reisir. Næg vinna er hér og nokkuð af aðkomufólki í fiskvinnu, bæði út- lendu og innlendu. Vonum vð að sem flest af þessu fólki staðfestist hér enda stendur fámenni oft litlum sjávarþorpum fyrir þrifum. Við von- um svo bara að vel vori þar sem nú lítur út fyrir að saman muni frjósa sumar og vetur. Fréiuriuri. r * • • Operan á Norðurlandi ÍSLKNSKA óperan leggur af stað í leikför/ söngrór um Noröurland sunnudaginn 24. aprfl með barnaóper- una „Búum til óperu", eða „Litla sótar- ann“, eftir Benjamin Britten. í frétt frá óperunni segir að fyrsta sýning verði á Blönduósi mánudag- inn 24. apríl kl. 14.00, síðan verði sýnt á Akureyri á þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag kl. 15.00 og kl. 18.00 alla dagana og loks í Hafra- lækjarskóla á föstudag kl. 15.00 og kl. 18.00. Alls taka 30 manns þátt í förinni, þar af 12 börn. Leikstjóri er Þórhild- ur Þorleifsdóttir. Þýðingu söngtexta annaðist Tómas Guðmundsson. Hljómsveitarstjóri er Jón Stefáns- son og sýningarstjóri Guðný Helga- dóttir. Söngvarar eru: Eliaabet Waaga, Árni Sig- hvataaon, Stafén Guömundaaon, Gfali Guö- mundaaon, Ólatur Einar Rúnaraaon, Hratn- hildur Björnadóttir, Sólveig Arnaradóttir, Halldór Órn Ólafaaon, Steinunn Þorateina- dóttir, Elíaabet Erlingadóttir, Siguröur Pétur Bragaaon, Marta Guörún Halldóradóttir, Gunnar Freyr Árnaaon, Þorbjörn Rúnaraaon, Guöbjörg Ingólfadóttir, Steinunn Þórhalla- dóttir, Ragnheióur Þórhalladóttir og Arnar Helgi Kriatjénaaon. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska óperan fer í slika ferð norður í land og segir í frétt óperunnar að fyrir- tæki sem stutt hafi íslensku óperuna til þessarar ferðar séu: Útgerðarfélag Akureyrar, Kaupfélag Eyfirðinga og Iðnaðardeild Sambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.