Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 26
FINNLAND
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
25
„Aukningin verður að
koma erlendis frá“
— segir Björn Owren, markaðsstjóri útflutningsdeildar Arabia
og Nuttajarvi, dótturfyrirtœkja Wdrtsila
Margir munu eflaust kannast við
vörumerkin Arabia og Nuutajárvi, en
færri vita sennilega að þetta eru í raun
aðeins dótturfyrirtæki Wártsilá-risa-
firmans í Kinnlandi. Hjá þvf vinna um
17.000 manns og í fyrra var velta þess
3,9 milljarðar marka. Meira en helm-
ingur veltu fyrirtækisins er fólginn í
geysilcga fullkomnum skipasmfðaiðn-
aði. I»á framleiðir fyrirtækið einnig
þekktar tegundir dieselvéla og velta
þeirrar deildar fyrirtækisins var í fyrra
tæpar 800 milljónir marka. Af þessu
má glöggt ráða, að postulíns- og gler-
framleiðsla Arabia og Nuutajárvi er
einungis tiltölulega smár hluti heild-
arveltunnar.
Að sögn Björn Owren, markaðs-
stjóra útflutningsdeildar Arabia,
nam útflutningur fyrirtækisins til
íslands tæpri einni milljón finnskra
marka í fyrra. Merkilegt nokk
reyndist glerið frá Nuutajárvi vera
stærri hluti útflutningsins en postu-
línið frá Arabia. Auk þess flytur
fyrirtækið inn hreinlætistæki til
landsins í töluverðum mæli.
Wártsilá-fyritækið er stofnsett
árið 1934 og hér á árum áður var
fjöldi listamanna stolt Arabia-verk-
smiðjanna. Verksmiðan hafði þá á
sínum snærum og þeim voru gefnar
frjálsar hendur við listsköpun sína,
en fyrirtækið hafði einkarétt á
hugmyndum þeirra ef það vildi nota
þær. Með tíð og tíma lagðist þessi
siður af, en margir minnast þess enn
í dag þegar erlendum ferðamönnum
voru sýnd húsakynni lista-
mannanna, sem bjuggu í húsnæði
verksmiðjunnar og höfðu þar einnig
vinnuaðstöðu.
„Arabia stendur mjög föstum fót-
um á finnskum markaði," sagði Owr-
en. „Um 65% framleiðslunnar fór á
innanlandsmarkað á síðasta ári, en
um 35% á erlendan markað. Stærsti
hluti útflutningsins fór á Svíþjóð-
armarkað, en Norðmenn keyptu
einnig mikið af okkur. Þá hefur upp-
bygging markaðar í Japan, Banda-
ríkjunum, V-Þýskalandi og Ástralíu
verið markviss á undanförnum árum
þótt hægt hafi farið.
Auðvitað hefðum við kosið að
þróunin hefði verið hraðari, en get-
um samt vel við unað. Vfðast hvar í
Kla.ssi.sk glerskál frá Nuutajárvi.
Þetta er ný tegund postulíns, sem Arabia hefur verið að framleiða. „Óskap-
lega erfitt í framleiðslu," segir Owren, „vegna næfurþunns postulíns í dropa-
löguðu götunum í bollunum og undirskálunum.11
Evrópu hefur orðið talsverður sam-
dráttur, en eftirspurn eftir t.d.
gjafavöru frá okkur hefur aukist
talsvert. Við leggjum mesta áherslu
á vörur, sem eru nútímalegar í útliti,
án þess þó að vera á neinn hátt
framúrstefnukenndar, hafa gott
notagildi og eru ekki mjög dýrar. Ef
við skiptum verðinu niður í fjóra
undirflokka er markmiðið að vörur
okkar séu sem flestar í 2. verð-
flokki."
Alls starfa nú um 700 manns að
postuínsframleiðslunni hjá Arabia
og hefur fjölda starfsfólks fækkað
nokkuð á undanförnum árum vegna
síaukinnar tæknivæðingar. Undan-
farin ár hafa verið mikill umbóta-
tími í sögu verksmiðjunnar og mikl-
ar framkvæmdir hafa átt sér stað.
Þrátt fyrir þetta var afkoma verk-
smiðjunnar betri en nokkurar ann-
arrar á Norðurlöndum innan sama
framleiðslusviðs á síðasta ári.
„Það liggur alveg fyllilega ljóst
fyrir hjá okkur, að viljum við auka
umsvifin á einhvern hátt verður sú
aukning að koma erlendis frá. Mark-
aðurinn í Finnlandi er orðinn býsna
mettaður þótt enn megi vafalaust
bæta þar á, en sé til langs tíma litið,
er það útflutningsaukning sem við
bindum mestar vonir við,“ sagði
Björn Owren.
SC
„Kaupmaóurinn á horninu" í dæmigerðu finnsku sveitaþorpi. Lítil verslun, ein af
fjölmörgum á vegum SOK.
framleiddi fyrir 82 milljónir marka
1 fyrra. Aðeins brot af því var flutt
úr landi, eða 2%.
Rætur SOK liggja til landsbyggð-
arinnar. Það voru bændur sem
komu fyrirtækinu á fót fyrir næst-
um 80 árum, en eðlilega hefur
starfsemin tekið á sig aðra mynd
eftir því sem tímar hafa liðið fram.
Forseti fyrirtækisins er í dag Viljo
Luukka, en hann lætur af störfum i
júnilok.
Alls mun SOK hafa á sinum
snærum 2.000 minni verslanir, auk
margra stórra vöruhúsa og vöru-
markaða. Heildsöluveltan var i
fyrra um 9,6 milljarðar marka, en
15,6 milljarðar marka f smásölu.
Mikið átak hefur verið gert til þess
að endurnýja verslanir „kaup-
mannsins á horninu" á undanförn-
um árum og hafa um 1.000 verslanir
verið færðar í nútimalegra horf.
Útflutningur SOK hefur aukist
mjög markvisst undanfarin ár, en
er þó enn aðeins brot af heildar-
veltu fyrirtækisins. Aðalmarkaður
þess er eðlilega innanlands, en unn-
ið hefur verið skipulega að aukinni
hlutdeild á erlendum mörkuðum.
„Að mínu mati er SOK hinn
kjörni vinnustaður fyrir fólk sem
hefur einhvern metnað í starfi,"
sagði Salovaara. „Sjálfur byrjaði ég
sem venjulegur skrifstofuþræll í
Tampere fyrir meira en 10 árum, en
hef með dugnaði komist í þá stöðu,
sem ég gegni nú. Ég er hreint ekk-
ert einsdæmi því fjöldinn allur af
fólki nýtur reglulega stöðuhækkana
fyrir vel unnin störf. Vilji menn
vinna sig upp á við eftir lýðræðis-
legu kerfi, þá er SOK rétta fyrir-
tækið.“
Úrvalskonfekt frá l’anda. Helmingur
innflutnings SOK til íslands í fyrra var
súkkulaði frá Panda-verksmiðjunum.
HJÁ OKWJR NÁ GÆEMN f GEGN
Við hjá Ramma h.f. í Njarðvík notum eingöngu úrvals við frá Norður-Kirjalalandi
(Karelia) í Finnlandi. A svo norðlægum slóðum vaxa trén hægt. Arhringir trjánna liggja því
þétt — viðurinn verður betri en annars hefði orðið raunin. I sögunarmillu Nurmeksen Saha
er viðurinn flokkaður eftir gæðum og útliti. Við kaupum af þeim eingöngu I. flokk.
Og við notum ekkert annað timbur. Kröfur okkar eru því mun meiri en þær sem gerðar
eru samkvæmt íslenskum staðli IST 41. Þar ná ákvæðin aðeins til þeirra flata sem eru
sýnilegir. Hjá okkur ná gæðin í gegn.
*NURMES* NUR*MES
NURMES
I. FLOKKUR
2. FLOKKUR
3. FLOKKUR
ga
uiöaverksmiðja
NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945