Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakiö. eirri kenningu hefur löngum verið haldið á loft að lýðræðisleg stjórn- skipan tæki að gefa sig ef verðbólga færi yfir 20%. í meira en áratug höfum við íslendingar búið við slíkt verðbólguástand án þess að kasta þeim stjórnarháttum fyrir róða sem enn eru stað- festir í kosningunum um þessa helgi. Við getum þó bent á dæmi þess að vegið hafi verið að valdi þeirra manna sem við kjósum á þing með þeim hætti að virð- ingu löggjafarsamkundunn- ar hafi verið misboðið. Þegar ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar greip til sam- ræmdra efnhagsaðgerða í febrúar 1978 lenti verka- lýðshreyfingin í þeirri stöðu að hún varð að flokkspóli- tísku verkfæri. Gripið var til aðgerða gegn lögum frá al- þingi í því skyni að brjóta ákvarðanir þess á bak aftur. Eftir kosningarnar sumarið 1978 hófst síðan hið mikla sjónarspil sem greinilega er forsenda þess að Alþýðu- bandalagið haldist í ríkis- stjórn, sjónarspil sem við er- um nú að súpa seyðið af. Stjórnarmyndunin í febrúar 1980 var með þeim hætti að gengið var þvert á ýmsar þær leikreglur sem almennt hafa verið viðurkenndar. Yf- irlýst kappsmál þeirra, sem að myndun stjórnarinnar þá stóðu, var að sigrast á verð- bólgunni, sem gjörsamlega mistókst. Ríkisstjórnin missti meirihluta á alþingi í ágúst 1982 en ákvað engu síður að sitja áfram. Þingið var aðgerðalaust og ný verð- bólguholskefla blasir við, meiri en nokkru sinni síðan 1914 þegar hafist var handa við að mæla verðbólgu í landinu. Hér í blaðinu hefur verið birtur listi yfir þau lönd sem á undanförnum árum hafa orðið að þola 100% verðbólgu og þar yfir. í þeim hópi er aðeins eitt ríki fyrir utan ís- land sem við lítum á sem lýð- ræðisríki í almennum um- ræðum, ísrael. Tyrkir náðu stjórn á óðaverðbólgunni eft- ir að herforingjar ýttu stjórnmálamönnunum til hliðar. í Ghana ríkir nú sannkallað neyðarástand sem hefur magnast eftir heimkomu hinna brottreknu frá Nígeríu. í Argentínu og Bolivíu er glímt við stjórn mála með ofbeldi. Það hefur hvorki verið litið á Brasilíu né Costa Rica sem nein fyrir- myndarríki af þeim sem vilja hefja lýðræðið til mestrar virðingar. Alhæfingar eiga ekki við þegar borið er saman ástand í einstökum ríkjum. Hitt er víst að ólíku er saman að jafna, aðstæðum hér á landi undanfarin ár og í ísrael. Við Islendingar lifum í góðum friði við alla okkar nágranna og þurfum ekki að verja um það bil þriðjungi af þjóðar- framleiðslu okkar til hernað- arútgjalda eins og ísraels- menn gera. Þvert á móti má segja að síðan 1976, þegar full yfirráð fengust yfir 200 sjómílna lögsögunni, hafi átt að vera auðveldara hér á landi en áður að hafa þá stjórn á sókn í auðlindir þjóðarinnar að þær nýttust með skynsamlegum hætti og innan þeirra hóflegu marka sem menn verða að laga sig að til að lifa ekki um efni fram. Við kunnum að hafa af- sannað þá kenningu að lýð- ræðislegir stjórnarhættir þoli ekki óðaverðbólgu um langan tíma. Hitt eigum við eftir að sanna fyrir sjálfum okkur og öðrum að unnt sé að rjúfa vítahring verðbólg- unnar og sníða þjóðarbúinu stakk eftir vexti á grundvelli þeirra ákvarðana sem kjós- endur taka með atkvæði sínu. Eitt einkenni þess ástands sem hér hefur myndast er að stjórnvöld eru svo önnum kafin við að verj- ast áföllum frá degi til dags, að þeim gefst ekki ráðrúm til að móta skynsamlegar leiðir að þeim langtíma markmið- um sem leiða til raunveru- legrar verðmætamyndunar og bættra lífskjara á traust- um grunni. Eins og menn muna þá benti margt til þess að sú ríkisstjórn sem mynd- uð var í febrúar 1980 hefði talsverðan byr meðal al- mennings. Stjórnin færði sér þennan byr alls ekki í nyt. Velgengni stjórnmálamanna í átökum við verðbólguna ræðst af hæfni þeirra til að laða fram krafta allra lands- manna til sameiginlegs átaks, þar sem engum er ofboðið heldur leggist þung- inn jafnt á alla eftir efnum og ástæðum. Tekst þetta að kosningum loknum? Kjós- endur ráða miklu um það með atkvæði sínu og stjórn- málamennirnir móta svo andrúmsloftið við myndun ríkisstjórnar. Það mun reyna á innviði íslenskrar stjórnskipunar næstu daga og vikur. Miklu skiptir að umræður stjórn- málamanna, þegar kosninga- úrslit liggja fyrir, einkennist af þeirri miklu alvöru sem við þjóðinni allri blasir. At- vinnubrestur er á næsta leiti ef ekki verður skynsamlega á málum tekið. Deilur um aukaatriði verða að víkja fyrir þeirri staðreynd að samhæfa þarf kraftana til að ráðrúm gefist til stefnu- breytingar. Fjölmiðlamenn gegna hér miklu ábyrgðar- hlutverki því að spurningar þeirra og áherslur eru oft til þess fallnar að leiða hugann að þeim aukaatriðum sem geta kannski verið meira spennandi, ef svo má að orði komast, en þau mál sem eru raunveruleg viðsfangsefni þeirra er bjóða fram krafta sína til að leiða þjóðina. Inn- viði stjórnskipunarinnar er ekki aðeins að finna á al- þingi, í stjórnarráðinu, dómskerfinu, bönkunum og öðrum slíkum stofnunum. Ekkert þjóðskipulag er öfl- ugra en fólkið sem myndar það. Hver og einn verður því að líta í eigin barm og huga að því hvað hann geti lagt af mörkum en ekki bíða eftir frumkvæði annarra. Innvið- irnir munu bresta ef þjóðina skortir skapfestu og vilja til að sníða sér stakk eftir vexti. Nú reynir á innviðina ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | Reykjavíkurbréf | $♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 23. apnl ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦t Kosninga- baráttan Þegar þetta er skrifað ganga kjósendur að kjörborðinu og ákveða hverjir skuli fara með stjórn iandsins. Kosningabaráttan var ekki löng þótt aðdragandinn að kosningunum hafi verið langur, því að allt frá því í ágúst 1982 hefur við blasað að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hefði ekki meirihluta á þingi og hefði þess vegna ekki afl til neinna þeirra úrræða sem nauðsynleg eru miðað við hinar hrikalegu aðstæður i þjóðarbúinu. Baráttuaðferðirnar fyrir kosn- ingar hafa verið að breytast smátt og smátt hér á landi. Þær þróast auðvitað í samræmi við tækni og lífshætti. í því efni er sjónvarpið það tæki sem auðveldar stjórn- málamönnum mest að ná beint til kjósenda, ef svo má að orði kom- ast. Erfitt er þó fyrir sjónvarpið að finna það form á útsendingum sínum fyrir kosningar sem sam- einar það tvennt að gera öllum listum jafnt undir höfði en vera samt þannig að það laði að sér áhorfendur. í þessu efni verðum við líklega að sætta okkur við það, að mínútuteljarar setji mönnum skorður og ekki nema endrum og eins takist að lyfta umræðunum upp úr næsta tilgangslausu stagli. Vinnustaðafundir voru ófram- kvæmanlegir fyrir nokkrum árum þegar menn höfðu það fyrir sið að fara heim til sín á matmálstímum og mötuneyti voru ekki eins al- geng og nú. Bein tengsl við kjós- endur eru sjálfsögð og það er í samræmi við kröfur tímans, þótt frítími sé nú meiri en áður, að stjórnmálamennirnir kalla ekki á fólk til fundar við sig heldur leita fólkið uppi. Næsta skref á þessari braut verður að gengið verður til fundar við háttvirta kjósendur á heimilum þeirra og frambjóðend- ur ávarpa þá í dyragættinni eða er boðið að ganga í stofu. Bréfritari fylgdist fyrir nokkr- um árum með kosningabaráttu í Bretlandi. Var þá meðal annars farið með Roy Hattersley úr Verkamannaflokknum, sem síðar var kunnur hér vegna afskipta af útfærslu landhelginnar í 50 mílur, um kjördæmi hans í Birmingham. Gekk frambjóðandinn milli húsa ásamt með flokksfélögum úr hverfinu og voru fluttar ræður á götuhornum. í þeirri ferð gafst einnig færi á að hlusta á Lord Carrington, síðar utanríkisráð- herra Ihaldsflokksins, flytja kosn- ingaræðu á kvöldfundi í skólahúsi í úthverfi London. Vandræðalegt fámenni var á fundinum og var hann mun áhrifaminni en ferðin með Hattersley um göturnar í Birmingham. Aö nota fundi En þótt fáir sæki slíka flokks- fundi frambjóðenda í Bretlandi eru þeir engu að síður nauðsynleg- ir, því að þar í landi nota stjórn- málamenn fundi með öðrum hætti en hér. Útdráttur úr ræðum manna er sendur á fréttastofur og til fjölmiðla og séð til þess að í fréttatilkynningunni sé að finna að minnsta kosti einn punkt sem örugglega veki athygli og verði því sagt frá því í einhverju blaðanna eða útvarpi. Þar með er tryggt að fundurinn nýtist til hins ýtrasta þótt fáir sæki hann. Blaðamenn í hinum fjölmennari löndum láta sér nægja að fylgja flokksleiðtog- um eftir á ferðum þeirra en að öðru leyti má segja, að fjölmiðlar séu mataðir af flokkunum, ef hægt er að nota svo óvirðulegt orð um upplýsingamiðlun í lýðræðisþjóð- félögum. Starfsaðstaða blaðamanna að þessu leyti er mjög mismunandi eftir löndum. í Noregi til dæmis er það háttur manna sem efna til funda að senda hinni sameigin- legu fréttastofu þar í landi, NTB, útdrátt úr ræðum eða frásagnir og annast hún síðan miðlun þeirra til hinna fjölmörgu blaða um landið allt. Það fer síðan eftir mati rit- stjórna á hverjum stað, hvað af efninu er notað og þá hvernig. Bréfritari hefur heyrt erlenda blaðamenn ræða það í sinn hóp, að mjög auðvelt sé til dæmis að vinna pólitískar fréttir í Vestur-Þýska- landi, því að bæði á vegum opin- berra aðila og flokkanna séu starf- ræktar skrifstofur sem hafi það hlutverk eitt að svara fyrirspurn- um fjölmiðla og láta þeim efni í té að eigin frumkvæði. Upplýsingamiðlun er forsenda þess að lýðræðislegir stjórnar- hættir þróist með eðlilegum hætti. f því efni skiptir mestu að menn geti borið traust til þeirra sem koma upplýsingum á framfæri og þeir sýni í verki að því sé aðeins haldið á loft sem rétt er og unnt að staðreyna. Þeir sem leggja sig fram um að hafa áhrif á skoðanir almennings átta sig einnig á því að tiltölulega auðvelt er að rugla dómgreindina með því að slá á strengi tilfinninga. Það er engin tilviljun að uppruni orðsins „dis- information", sem kalla mætti lygafréttamennsku, hefur verið rakinn austur fyrir járntjald til Moskvu, þar sem hópar manna vinna þau auvirðilegu verk að spinna lygavef til að rugla íbúa lýðræðislandanna í ríminu. Það er hlutverk ábyrgra fjölmiðla að sjá til þess að slíkar lygaherferðir beri ekki árangur og vara almenn- ing við þeim. Slæm land- kynning f tengslum við kosningarnar hefur nokkur hópur erlendra blaðamanna komið hingað til lands. Þeir sem við þá hafa rætt vita hve erfitt það er að skýra fyrir þeim stöðuna í efnahagsmál- um og það sem framundan er að kosningum loknum. Verðbólga á heimsmælikvarða er að sjálfsögðu staðfesting á stjórnleysi og engin auðveld úrræði eru til þess að komast úr þeim óæskilega heims- metahópi. Eins og fram kom í skoðanakönnun Hagvangs hf. telja menn stjórnleysið og upp- lausnina þriðja alvarlegasta málið hér á landi fyrir utan þætti í efnahagslífinu. Morgunblaðið hefur valið þann kost fyrir þessar kosningar að reyna að leiða mönnum stöðu efnahagsmálanna fyrir sjónir með því að láta teikna skýringamyndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.