Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 21
Finlandia-húsið í miðborg Helsinki er eitt af þekktari verkum Alvar Aalto. FINNSKUR ARKITEKTUR, HÖNNUN OG ALVAR AALTO Nafn Alvar Aalto og Norræna hús- ið er vafalítið órjúfanleg heild í hug- um margra íslendinga og það ekki að ástæðulausu. Aalto teiknaði á sfn- um tíma Norræna húsið og allt fram til dánardægurs var hann talinn fremsti arkitekt Finna. Til þess að komast í fremstu röð arkitekta í Finnlandi þarf meira en margan grunar. Ekki aðeins hafa Finnar átt fjölda mjög hæfra manna í þessari stétt, heldur hafa og verk þeirra varpað ljósi á mennina að baki þeim. Nægir þar að nefna byggingar eins og Fin- landia-húsið í Helsinki, sem Aalto teiknaði og Temppeliaukiokirkku, sem þeir Timo og Tumo Suomala- inen teiknuðu fyrir rúmum tveim- ur áratugum. Síðarnefnda bygg- ingin er ekki aðeins undur frá sjónarhóli byggingarlistar, heldur og sannkallað listaverk. í raun þarf ekki að leita að byggingum til þess að sjá finnskt hugvit og formfegurð fara saman. Nægir þar að grípa til hluta, sem notaðir eru á heimilum til daglegs brúks, s.s. leirtau og fatnað. Það er nokkuð sama hvert litið er, hönnunin lætur ekki að sér hæða. En víkjum aðeins að Aalto á ný. Hann fæddist í Kuortane f Ost- erbotten þann 3. desember 1898 og ar elstur fjögurra systkina. Þegar hann var fimm ára gamall flutti hann með foreldrum sínum til Jy- váskylá og þar hóf hann skóla- göngu sína. Móður sína missti hann þremur árum síðar. Móð- urmissirinn var honum mikið áfall því þau höfðu alla tíð verið mjög samrýnd, ekki hvað síst vegna þess að faðir hans dvaldi langtímum að heiman vegna vinnu sinnar. Aalto hóf nám við menntaskól- ann í Jyváskylá árið 1908 og var þar til vors 1916. Hann átti f erfið- leikum með námið vegna orð- blindu, en þessir erfiðleikar komu ekki í veg fyrir að hann gæti sinnt uppáhaldsgreinum sínum, leikfimi og teikningu, af heilum huga. Teikningar hans frá skólaárunum hafa vakið mikla athygli og marg- ir hafa undrast hvf hann lagði ekki málaralist fyrir sig f stað arkitektúrs. Haustið 1916 hóf hann nám f arkitektúr við Tekniska Högskol- an í Helsinki og hann lauk þaðan prófi 1921. Tveimur árum eftir að Aalto lauk prófi fluttist hann aft- ur til Jyváskylá og opnaði þar teiknistofu. Hann kvæntist arki- tektinum Aino Marsio, sem unnið hafði á stofu hans, en hún lést 1949. Árin í Jyváskylá voru mikill af- kastatími hjá Aalto. Auk verk- efna, sem stofa hans fékk, tók hann þátt í fjölda samkeppna. Hann hlaut sín fyrstu verðlaun fyrir teikningar að bókasafni í Viipuri 1927 og þessi verðlaun voru m.a. hvatinn að því að hann flutti til Turku því hann vildi vera nær þungamiðju byggingafram- kvæmdanna f Finnlandi. Þótt Aalto legði meginárherslu á teikningu húsa kom að þvf að hann sætti sig ekki við þá fjölda- framleislu innanstokksmuna, sem ríkti í landinu. Hann hóf því að teikna húsgögn úr beygðum við, auk lampa og vasa. Upprunalega var þetta fyrir bókasafnið í Viip- ori. Fleiri arkitektar voru sama sinnis og Aalto og upp úr þessu skapaðist fólki sá möguleiki að fá húsgögn í hús sín í stíl við útlit þeirra. í sameiningu stofnuðu Alvar og Aino fyrirtækið Artek, sem hún rak. Þetta fyrirtæki sá um fram- leiðslu húsgagna og annarra muna, sem Aalto hafði teiknað. Sagt hefur verið, að allar bygg- ingar Aalto eftir 1950 beri sama svipmót og sumir hafa að hluta til tekið undir þá skoðun. Við nánari athugun kemur hins vegar berlega f ljós hið mikla samspil byggingar og umhverfis í verkum hans. Ekki væri gerlegt að flytja byggingarn- ar frá einum stað til annars án þess að þær misstu stórlega svip sinn. Þetta er atriði, sem margir hafa ekki leitt hugann að. Verkefnin, sem Aalto voru feng- in á síðari hluta ævi hans, voru nær óþrjótandi. Hann teiknaði t.d. menningarmiðstöðina í Helsinki, listasafnið í Álaborg og eitt stærsta verkefnið sem hann fékkst við var skipulagning Tölö- svæðisins í Helsinki. Þar var ætl- unin að byggja m.a stóra verslun- ar- og menningarmiðstöð. Fin- landia-húsið, sem er stærsta ráð- stefnumiðstöð á Norðurlöndum og teiknað af Aalto, var fyrsta bygg- ingin, sem lokið var við á þessu svæði. Byggingunni lauk rétt fyrir dauða Aalto 1976. Nútímaþjóð, stolt af sinni fortíð og lítur framtíðina björtum augum Þótt ótrúk-gt kunni aó v >öast er almenn þekking íslendinga á Finnlandi næsta takmörkuó. Kemur þar e.t.v. til fjarlægóin á millí landanna og mun minni tengsl á tnilli íslands og hinna Noróurlandanna, en sennilega er ekki fjarri lagi að ætla, að misskilniegur og þá um leið vanþekking valdi því að tengslin á milli landanna e, u ekki sterkari en raun ber vitni. Sjálfir segja Finnar, að ekki þurfi að fara lengra en til Noregs til að finna fólk, sem gengur um í þeirri trú, að í Finnlandi sé allt morandi í sovéskum hermönnum og að finnska þjóðin geti sig hvergi hrært án heimildar frá rússneska birninum. Ekkert fer eins mikið í taugarnar á þeim og misskilningur af þessu tagi. Finn- ar eruákaflega stolt þjóð og um- fram allt stoltir af sínu frelsi. Blm. vissi sjálfur næsta lítið um Finnland umfram venjulegan grunnskólalærdóm, sem ennþá sit- ur fast í kollinum, merkilegt nokk, áður en honum var boðið í viku- ferð til þúsund vatna landsins á vegum finnska utanríkisverslun- arsambandsins. í ferðinni lagðist allt á eitt um að breyta viðhorfum blm. til þessarar fjarlægu „grann- þjóðar". Ekki aðeins land og þjóð, heldur og hlýlegt viðmót, nútíma- legt viðhorf til allra hluta og þá ekki síðast en síst finnsk matar- gerð. Finnland er fimmta stærsta land Evrópu og alls 337.000 ferkílómetrar að stærð. Þar af er Lappland um 100.000 ferkm. íbúar Finnlands eru hins vegar ekki að sama skapi margir miðað við stærð landsins, rétt eins og hér á íslandi. íbúarnir eru rúmlega 4,0 milljónir og 94% þeirra hafa finnsku að móðurmáli, hinir sænsku. Um 60% íbúanna búa í borgum og bæjum, 40% í strjál- býli og sveitum. Tæplega 93% þjóðarinnar eru Lútherstrúar, 7% tilheyra ýmsum öðrum minni trú- arflokkum. Þúsund vatna landið hefur Finnland ekki verið nefnt að ósekju. Enginn veit með vissu fjölda stöðuvatnanna í landinu. Stundum er talað um allt að 500.000 vötnum, en oftast eru þau talin á bilinu 60—62.000. Alls eru stöðuvötnin um tíundi hluti stærðar landsins og 17 þeirra eru meira en 200 ferkílómetrar. að flatarmáli. Langsamlega stærst er þó Saimaa-vatn, 4400 ferkílómetr- ar. Á aðalvatnasvæði landsins þekja vötnin sums staðar frá 20—50% landsins. Helsinki er höfuðborg landsins með 500.000 íbúa. íbúatölum ber hins vegar ekki fyllilega saman í heimildum og veltur það að sögn kunnugra á því hvort nærliggj- andi úthverfi eru talin með. Temp- ere er önnur stærsta borgin með um 170.000 íbúa, þá kemur Turku með litlu færri, síðan Lathi með um 100.000 íbúa, Oulu, Pori, Ku- opia, Jyváskylá og Lappeenranta með tæplega 60.000 íbúa. Finnar eru upprunalega ættaðir frá Austur-Evrópu og talið er víst, að fyrstu íbúar landsins hafi kom- ið þangað í þjóðflutningunum miklu fyrir fjöldamörgum öldum. Um leið og þessir nýju landbyggj- ar hösluðu sér völl, hröktu þeir Lappana norður á bóginn og nú eru aðeins 2.000 hreinræktaðir Lappar í Finnlandi. I kjölfar raða krossferða tóku Svíar völdin á Finnlandi á tólftu öld og héldu yfirráðum sínum allt fram til ársins 1809 er þeir urðu að láta landið eftir í hendur Rússa. Finnar lýstu yfir sjálfstæði sínu árið 1917 en í kjölfarið fylgdi blóðug borgarastyrjöld áður en stjórnarskráin var opinberlega staðfest árið 1919. Finnar hafa verst allra Norður- landaþjóðanna orðið út í styrjöld- um á þessari öld. Sjálfir áttu þeir í styrjöldum við Rússa árið 1939—1940 og svo aftur 1941 — 1944. Þá tók slagur við Þjóðverja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.