Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
29
Afmæliskveðja:
Þorvaldur Sigurðs-
son Akranesi
Þorvaldur er fæddur á Akranesi
24. apríl 1933 og þar ólst hann upp.
Foreldrar hans voru hjónin Jónína
Eggertsdóttir, Böðvarssonar
smiðs í Hafnarfirði. Er hún þann-
ig afkomandi Böðvars Högnasonar
prestaföður. Böðvar var fjórði
sonur Högna Sigurðssonar, sem í
22. lið var kominn af Þorgeiri
Ljósvetningagoða. Þess hins sama
er á Alþingi fslendinga i júnimán-
uði árið 999 kvað upp örlagarík-
asta úrskurð í sögu þjóðarinnar,
að allir menn á landi hér skildu
kristnir vera og trúa á einn Guð
Föður, Son Hans og Anda Helgan.
Þessi ætt er ein stærsta á Islandi
og margir göfugir menn eru i
þeirra röð.
Faðir Þorvaldar var Sigurður
Sveinm Vigfússon, Magnússonar
frá Jörfa á Akranesi. Stóð heimili
þeirra hjóna lengst af á Akranesi
og settu þau svip á bæinn og stóri
barnahópurinn þeirra. Þau hjón
voru virtir borgarar og lögðu mik-
ið af mörkum við uppbyggingu
kaupstaðarins. Þau eru bæði látin.
Þorvaldur var vel af Guði gerð-
ur og hlaut góðar gjafir Drottins í
vöKgugjöf. Hann var frfskur og
tápmikill strákur, sem tekið var
eftir. Gagnfræðaprófi lauk hann
16 ára og settist svo síðar í Versl-
unarskóla fslands. Þar nam hann í
þrjá vetur og hætti að svo komnu
námi. Þar hefst harmasaga vinar
míns og frænda. Hann velur sér
félagsskap við Bakkus og kynntist
hann harðri þjónustu hans um
árabil. Þorvaldur hafði alla hæfi-
leika til forráða. Nú skiptir hann
um störf og er bæði til sjós og
lands. Man ég hann á Andvara VE
101 með Þorleifi Guðjónssyni frá
Reykjum í Eyjum. Um árabil var
Þorvaldur á togurum frá Reykja-
vík. Allt voru þetta heiðarleg störf
og gagnleg.
Andlegur hagur Þorvaldar tók
breytingum við að kynnast starfi
Hvítasunnumanna. Kristján
Reykdal mun fyrstur manna úr
okkar röðum hafa lagt lóð sitt á
vogarskálarnar, Þorvaldi til hjálp-
ar, síðan komu Ásmundur Eiríks-
son og kona hans, Þórhildur Jó-
hannesdóttir. Síðar Glenn B. Hunt
og fleiri. Foreldrar Þorvaldar
stóðu heilshugar með í bænum
sínum um sigur fyrir drenginn
sinn. Fyrir þeirra orð leitaði hann
Drottins.
Árið 1972 kvæntist Þorvaldur
Guðrúnu Magnúsdóttur frá Sauð-
árkróki og gekk hann jafnframt
börnum hennar í föður stað. Þetta
varð mikið gæfuspor fyrir Þor-
vald. Sá sem eignast góða konu,
eignast gersemi, kvað hinn vísi
Salómon. Annar spekingur sagði
að góð kona væri ýmist ankeri eða
segl. Virðist mér Guðrún hafa orð-
ið hvoru tveggja fyrir Þorvald
sinn.
Þorvaldur lagði sig mjög fram á
árunum 1972 og 1973 um stofnun
Samhjálpar Hvítasunnumanna,
sem allt fram á þennan dag undir
Jasskvöld
á Naustinu
VEITINGAHÚSIÐ Naust stendur
fyrir jasstónleikum á mánu-
dagskvöld.
Þar koma fram kvartett
Kristjáns Magnússonar, b5 og
jassgítarband tónlistarskóla
FÍH, en það hefur þá sérstöðu
meðal íslenzkra hljómsveita, að
í því eru fjórir gítarleikarar.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
rtt i i, iii ——u
./\skriftar-
síminn er 830 33
forustu óla Ágústssonar hefir
unnið mikið og gagnlegt starf til
hjálpar og uppbyggingar alkóhól-
istum.
Þorvaldur og Guðrún flytja til
Svíþjóðar og þar leggur Þorvaldur
fyrir sig skólanám. Vitanlega
kominn af léttasta skeiði. Sat
hann i Maríannelund og las þar
guðfræði. Frá þeim skóla réðst
hann til Samhjálpar Hvítasunnu-
manna í Svíþjóð, Lewi Pethrus
stiftelse. Sú stofnun er stórveldi á
sínu sviði, undir stjórn forstöðu-
manns, Eriks Edin. Mörg krafta-
verk til mannbóta hafa átt sér
stað í þeirri stofnun.
Ein deilda sænsku Samhjálpar
er í Drottningargötu 33, Gauta-
borg. Þar er Guðrún húsmóðir
heimilisins og Þorvaldur og dóttir
þeirra, María, starfsfólk.
Þrisvar sinnum hefi ég gist á
því heimili og séð það með glöggu
auga gestsins. Það fer ekkert milli
mála, að þarna nýtur Þorvaldur
sin. Miðlar hann af biturri margra
ára reynslu, frá fangbrögðum
Bakkusar og svo til þess að vera
frelsaður frá þeirri áþján til dýrð-
arfrelsis Guðsbarna.
Ég vissi oft um tóma pyngju og
þröngan kost hjá Þorvaldi hér
heima. Ég hefi einnig gist núver-
andi heimili hans og átti ég ekki
orð yfir góðum högum þeirra
hjóna. Sjaldan hefi ég séð það bet-
ur að „guðhræðslan er mikill
gróðavegur" eins og þar í heimili
Guðrúnar og Þorvaldar.
Hugheilar hamingjuóskir
streyma til Þorvaldar Sigurðsson-
ar frá Akranesi við þessi tímamót.
Hamingjuóskirnar streyma til
mannsins sem átti bágt, en sneri
við til fylgdar við Jesúm Krist. Þá
veittist honum allt. Því þannig
hljóðar fyrirheit Drottins: „Leitið
fyrst Guðs ríkis og þess réttlætis,
þá mun allt annað veitast yður að
auki.“
Heimilisfang Þorvaldar Sig-
urðssonar er Paprikagatan 36
42447 Angered, Svíþjóð.
Einar J. Gfslaaon
AUGLÝSINGAÞJONUSTAN HF.
liLlcynninj
CJm leið og við fögnum sumrí minn-
um við viðskiptavini og aðra sem til
okkar eiga eríndi á hinn hefðbundna
opnunartíma okkar yfír sumarmánuð-
ina. Nú opnum við kl. 8.00 að morgni
og hættum kl. 16.00.
RENAULT BILL FRAMTIÐARINNAR
Renault 9 var valinn
bíll ársins 1982 í Evrópu
og bíll ársins 1983 í U.S.A.
Við ættum að geta treyst fulltrúum 52 bíla-
blaða til að velja rétt.
Besta trygging sem þú getur fengið fyrir
vali góðs bíls- og hagkvæmri fjárfestingu
á tímum sparnaðar.
Renault 9 er ódýr „stór bíll“ sem eyðir
ótrúlega litlu. Það þarf ekki að hugsa það
mál lengi til að finna svarið. . .
Renault 9 er bíllinn fyrir þig.
Gerð Vél Eyðsla Verð
R9TC 48 din 5,41 210.000
R9GTL 60 din 5,41 231.000
R9GTS 72 din 5,41 248.000
R 9 Autom. 68 din 6,31 239.800
Gengi í apríl '83
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
ek: