Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 44
1
____iiglýsinga-
síminn er 2 24 80
.skriftar-
síminn er 830 33
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
Kjörstjórnir lögðu kapp á
að ljúka kosningu í gær
Um 40 er-
lendir blaða-
menn fylgj-
ast með kosn-
ingunum
UM 40 útlendir blaðamenn eru
komnir hingað til lands til að fylgj-
ast raeð Alþingiskosningunum, og
hafa þeir aldrei verið líeiri, sam-
kvæmt upplýsingum Tómasar Karls-
sonar í utanríkisráðuneytinu.
„Mikill meirihluti þeirra kemur
frá Norðurlöndunum, en einnig
eru blaðamenn frá Japan, For-
mósu, Spáni, Vestur-Þýzkalandi,
Sviss, Bretlandi og Bandaríkjun-
um, svo dæmi séu nefnd, en auk
þess eru fréttastofurnar stóru með
menn hér vegna kosninganna,"
sagði Tómas.
Tómas sagði að margir blaða-
mannanna hefðu verið hér upp
undir viku, og t.d. væri fjögurra
manna lið frá sænska sjónvarpinu
búið að vera hér frá í fyrri viku, og
hefði þegar sent frá sér þrjá þætti
til sýningar ytra.
Blaðamennirnir áttu í gær fund
með fulltrúum stjórnmálaflokk-
anna á Hótel Sögu. Þar gerðu
talsmenn flokkanna grein fyrir
stefnu flokkanna og helztu kosn-
ingamálum.
Finnsk vika
Sérstök finnsk vika hefst formlega í
Keykjavík á morgun, 25. apríl. Verður
þar gefin örlítil innsýn í finnska menn-
ingu, ýmsar iðnaðarvörur svo og mat-
væli.
Þá munu fjölmörg finnsk fyrir-
tæki kynna vörur sínar á meðan vik-
unni stendur yfir og efnt verður til
finnskrar vörukynningar í um 70
fyrirtækjum í borginni. Sýndar
verða finnskar kvikmyndir, bók-
menntakynning verður alla vikuna í
Norræna húsinu og haldnar verða
tískusýningar svo eitthvað sé nefnt.
Morgunblaðið hefur útbúið sér-
stakt kynningarblað um Finnland af
þessu tilefni og er það að finna á bls.
19—26 í blaðinu í dag.
UM hádegisbilið í gær var jafnvei
útlit fyrir að tækist að Ijúka Alþing-
iskosningum í gærkvöldi, en í sam-
tölum við formenn yfirkjörstjórna í
Norðurlandskjördæmi vestra og
Austurlandskjördæmi kom fram að
hugsanlegt væri að nýta þyrfti dag-
inn í dag, sunnudag, til kosninga.
Átti þetta einkum við um Þverár-
hrepp í Norðurlandskjördæmi
vestra og Dalatanga í Austur-
landskjördæmi. Kjörstjórnir lögðu
alla áherslu á það að Ijúka kosn-
ingu í gær, enda voru allir aðalveg-
ir þá færir. í gær kom fólk á kjör-
stað á bílum, snjóbflum, vélsleðum
og bátum. Kjörsókn var víðast hvar
góð. í Reykjavík höfðu 8.970 kosið
á hádegi í gær, tæplega 3.000 fleiri
en á sama tíma í kosningunum
1978.
Á Vestfjörðum bjuggust menn
við að tækist að ljúka kosning-
unni og svipaða sögu var að segja
frá Norðurlandskjördæmi
eystra, en þar hafði veður skánað
á þeim svæðum sem helst var
óttast að kosning tefðist, en það
var í Þistilfirði og Öxarfirði.
Á Veðurstofunni fengust þær
upplýsingar um hádegisbil í gær
að veður á landinu væri gott og
útlitið fyrir daginn ágætt. Að
vísu var veður hálfleiðinlegt við
norðausturströndina, en fór
batnandi og var búist við að það
yrði gott með kvöldinu. Þá var
veðurspáin fyrir daginn í dag,
sunnudag, góð og spáð björtu og
hægu veðri.
Guðmundur Sigurjónsson, for-
maður yfirkjörstjórnar í Vest-
fjarðakjördæmi sagði í gær að
veðrið þar vestra væri ljómandi
gott, sól og blíða og eini staður-
inn í kjördæminu sem hugsan-
lega gæti sett strik í reikninginn
sagði Guðmundur vera í norðan-
verðri Strandasýslu, en þar færi
veður þó batnandi. Þar var nokk-
ur ófærð vegna þess að ekki hef-
ur verið hægt að moka þar, en
sagði Guðmundur að það horfði
tii betri vegar.
Egill Gunniaugsson, formaður
yfirkjörstjórnar í Norður-
landskjördæmi vestra, sagði í
gær að norðaustan kaldi væri, en
bjart og ekki skafrenningur.
Taldi Egill ekki ósennilegt að
menn yrðu að nýta heimild til
kosninga í dag, sunnudag, því í
einni kjördeiid, Þverárkjördeild,
er allt fullt af snjó og átti reyna
að koma kjörgögnum í kjördeild-
ina í gærmorgun. Sagði Egill að
á fimmtudag hefði verið reynt að
ryðja veginn út í hreppinn, en
menn hefðu orðið að hverfa frá
vegna snjókomu og skafrennings.
Ragnar Steinbergsson, for-
maður yfirkjörstjórnar í Norður-
landskjördæmi eystra, sagði að
útlitið í kjördæminu væri fremur
gott og að allt benti til þess að
kosningu yrði lokið. í gærmorgun
var logn og gott veður í Þistil-
firði og Öxarfirði, en þar hefur
veðrið verið hvað verst að undan-
förnu. Á Akureyri var hríðar-
mugga í gærmorgun, en hún
hamlaði hvorki flugi né sam-
göngum á landi og taldi Ragnar
veðrið þar ekki til trafala. Búist
var við að snjóbílar yrðu notaðir
til þess að sækja kjósendur á
Grímsstaði, en ekki var talið að
reynt yrði að moka þangað. Á
Langanesi var útlitið frekar gott
og ekki búist við að kosning þar
frestaðist.
Bogi Nilsson, formaður yfir-
kjörstjórnar á Áusturlandi, sagði
útlitið frekar gott og að verið
væri að opna í nyrstu sveitirnar í
kjördæminu. Gott veður kvað
hann í Vopnafirði og í Borgar-
firði og taldi Bogi líkur á að tæk-
ist að ljúka kosningunni, en hann
benti á að það væri á valdi kjör-
stjórnanna hvort kosningu yrði
hætt, og væri hægt að búast við
því að á einhverjum stað væri
kjörstjórn, sem teldi kosninga-
þátttöku ekki næga og að ein-
hverjir hefðu ákveðið að kjósa í
dag, sunnudag. Bogi nefndi að í
minnstu kjördeildinni, Grund-
arkjördeild á Dalatanga, væru
sex kjósendur, og hafði í gær-
morgun ekki tekist að koma kjör-
gögnum þangað, en bjóst Bogi við
að þegar tekist hefði að koma
kjörgögnum þangað, yrði kosið
þá þegar og kjörgögn send til
baka.
Sigfús Schopka fiskifræðingur:
Þorskurinn hrygnir ekki í
Faxaflóa nú vegna kulda
„VIÐ URÐUM í þessum leiöangri varir við þaö sama og fiskveiðiflotinp,
að það er mun minni þorskgengd á miðunum við Suðvesturland en í
fyrra. Hugsanleg skýring þess er óvenju lágur sjávarhiti, sem veldur því
að fiskurinn er seinn til hrygningar. Það er til dæmis það kalt í Faxaflóa,
að inn á hann gengur enginn þorskur til hrygningar í bili,“ sagði Sigfús
Schopka, fiskifræðingur, meðal annars er Morgunblaðið innti hann eftir
niðurstöðum rannsóknarleiðangurs Bjarna Sæmundssonar, sem lauk
fyrir skömmu.
„Það hefur ekki verið eins
mikill sjávarkuldi hér á suðvest-
urmiðum og nú síðan 1976.
Svona sjávarkuldi dregur úr
vaxtarhraða fisksins og hann
verður seinna kynþroska og
þessi einkenni höfum við orðið
varir við á seinustu árum. Vegna
þessa verður afrakstur stofnsins
eðlilega minni. Á árunum 1977
til 1980 var annar hver 6 ára
fiskur orðinn kynþroska, en árin
1981 og 1982 var það ekki nema
fjórði hver þorskur. Á fyrra
tímabilinu voru 80% 7 ára
þorsks kynþroska en á því síðara
aðeins 50%. Þar sem sjávarkuldi
virðist vaxandi má búast við því
að enn þá minna af 7 ára þorski
verði kynþroska i ár. Hvað ald-
ursgreiningu fisks úr þessum
leiðangri varðar og hvernig
1976-árgangurinn kemur út í afl-
anum nú, er ekki hægt að segja
enn, þar sem ekki hefur verið
unnið úr gögnum okkar. En það
sem af er vertíð hefur hans orðið
minna vart en búizt var við. Þeg-
ar niðurstöður liggja fyrir í lok
vertíðar, verða spár um þróun
stofnsins endurskoðaðar í ljósi
þeirra," sagði Sigfús.
Albert Stefánsson rannsóknamaður og Sigfús Schopka fiskifræðingur
vega og meta þorskinn um borð í Bjarna Sæmundssyni.