Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 22
FINNLAND
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
21
Vestræn áhrif æ
meiri í finnskri
matargerðarlist
„Frakkar eru þekktir um heim all-
an fyrir sína matargerðarlist og eitt
sinn er ég var þar lærði ég málshátt á
þann veg, að allur fiskur synti þrisvar
um ævina. Fyrst í vatni, þá i smjöri og
loks í víni. Það er nokkuð til í þessu
hjá Frökkunum, sagði Jarl Lund-
ström, eigandi Karl König-veitinga-
hússins er blm. heimsótti hann til að
fræðast ögn um finnska matargerð-
arlist.
Karl König er af mörgum talið
besta veitingahúsið í allri Hels-
inki-borg og eru Finnar þó þekktir
fyrir allt annað en lélegan mat. Á
matseðlinum er að finna skemmti-
lega blöndu fisks og kjöts, en Finn-
ar leggja yfirleitt ekki síðri áherslu
á fiskrétti en kjötrétti.
Að sögn Lundström hefur finnsk
matargerðarlist breyst talsvert á
síðari árum og áhrif vestrænna
ríkja orðið æ meiri. Menn skyldu
þó ekki hallast að því að allt sé
vont, sem að austan kemur. Rúss-
arnir, sem Finnar hafa alla tíð haft
mikið samband við — neyddir eða
ótilneyddir — höfðu á öldum áður
mikið samband við Frakka og víða
má finna frönsk áhrif í rússneskri
matargerðarlist.
Hreindýrakjöt er líkast til það,
sem helst flokkast undir þjóðar-
rétt, en síld og ýmiss annar vatna-
fiskur er einnig ofarlega á óska-
lista Finnanna og þá ekki síður
ferðamanna, sem um landið fara.
Lundström var þó á þeirri skoð-
un, að ekki skipti höfuðmáli hvað
væri á matseðlinum. Gæði matar-
ins, þjónusta og þá loks umhverfi
væru allt þættir, sem tengdust
saman og legðust á eitt um að gera
viðskiptavininum máltíðina sem
ánægjulegasta. Af þessum þremur
þáttum mætti helst vera án um-
hverfisins. Væri maturinn eða
þjónustan hins vegar ekki góð
þyrfti ekki að gera ráð fyrir að
viðskiptavinurinn kæmi aftur.
Finnar baka einnig afbragðsgóð
brauð. Sjálfur er Lundström lærð-
ur bakarameistari og hefur m.a.
kynnt sér brauðgerð Islendinga og
telur hana vera með því ailra besta
sem gerist. Finnar flytja m.a. út
brauð, aðallega rúgbrauð, til Sví-
þjóðar og segja sjálfir að öll sænsk
brauð séu meira og minna bragð-
laus; spurningin sé aðeins um sæt-
leika þeirra.
Helsinki-búar fara ekki mjög oft
út að borða í þeim skilningi sem við
íslendingar leggjum í orðtækið. Að
sögn Lundström er nokkuð um það
að fólk fari að borða í hádeginu, en
oftlega einungis fyrir þær sakir, að
boðið er upp á mjög ódýran mat-
seðil, stundum vegna sérstakrar
kynningar á ákveðinni vörutegund.
Vilji menn borða úti í Helsinki á
kvöldin kostar það minnst 70—80
mörk, en fer allt upp í 200—250
mörk á stað eins og Karl König.
Að sögn Lundström er sam-
keppnin á milli finnskra veitinga-
húsa og annarra matstaða af er-
lendum toga í Helsinki ekki mjög
mikil, einfaldlega vegna þess að fá
veitingahús sérhæfa sig í erlendri
matargerð. Franskt, grískt og
nokkur spænsk veitingahús er þó
þar að finna og svo mun ítalskt
vera í byggingu.
Svo aftur sé vikið að sfldarrétt-
unum sagði fylgdarmaður minn,
Runar Kockberg, að hér á árum áð-
ur hefði það ekki verið óvanalegt að
sjá um 50 mismunandi síldarrétti
samankomna á einu og sama borð-
inu. Þá sagði Lundström algengt,
að Svíar bæðu sérstaklega um síld
er þeir kæmu á Karl König, og síld
án snaps ... „óhugsandi", sagði
Lundberg.
við, en honum lauk við endalok
síðari heimstyrjaldarinnar.
Hið langa valdatimabil Svía í
Finnlandi hefur vissulega sett
mark sitt á þjóðina. Réttarkerfið
dregur mjög dám af því sænska,
svo og ótalmargt annað.
Á finnska þinginu, sem nefnist
Eduskunta á finnsku, eiga 200
þingmenn sæti í einni deild. Kosn-
ingar eru haldnar á fjögurra ára
fresti og er kosningaldur 18 ár.
Kosið er hlutfallskosningu og það
kerfi hefur tilhneigingu til að
leiða af sér marga flokka. Alls eru
stjórnmálaflokkarnir 11 talsins og
fyrir síðustu kosningar höfðu þrír
þeirra aldrei komist á þing. Mikl-
ar hræringar voru á hinn bóginn í
finnskum stjórnmálum í vetur og
svo fór, að tveir þessarra flokka
náðu sæti á þingi. Annar var
flokkur Pekka Vennamo, sem al-
mennt er litinn hornauga af öðr-
um stjórnmálaflokkum, og hlaut
hann mjög óvænt fylgi.
Þegar þetta er ritað var ekki bú-
ið að mynda nýja stjórn í Finn-
landi eftir kosningarnar í mars.
Flest þótti þó benda til þess að
mjög svipuð, ef ekki bara sama
stjórn, tæki við völdum. Það
myndi þýða að Kalievi Sorsa úr
flokki sósíaldemókrata yrði áfram
forsætisráðherra og Pár Stenbáck
frá sænska þjóðarflokknum yrði
áfram utanríkisráðherra.
Forseti Finnlands er nú Mauno
Koivisto, sem tók við að Urho K.
Kekkonen fyrir um ári síðan.
Kekkonen hafði þá verið forseti
frá því 1956. Reyndar var hann
endurkjörinn forseti til 6 ára þann
1. mars 1978, en varð að láta af
embætti í fyrra af heilsufars-
ástæðum. Allt frá því Koivisto tók
við völdum hefur virðing hans og
vegsemd farið ört vaxandi og hvar
sem blm. kom, tjáðu Finnar hon-
um, að vart fyndist vinsælli maður
á meðal finnsku þjóðarinnar en
Mauno Koivisto.
Forsetinn er kjörinn samkvæmt
sérstöku kerfi. Alls eru 300 menn
kjörnir með sama fyrirkomulagi
og í þingkosningum, til þess að út-
nefna forseta. Forseti Finnlands
hefur umtalsverð völd og sam-
kvæmt stjórnarskránni er honum
veitt umboð til að móta utanrík-
isstefnu landsins.
Finnar hafa alla tíð óskað eftir
því að vera utan við pólitíska
togstreitu á alþjóðavettvangi. Þeir
eru hlynntir slökunarstefnunni í
samskiptum ríkja og styðja áform
um að draga úr hernaðarkapp-
hlaupinu. Samskipti Finnlands við
hin Norðurlöndin hafa alla tíð
verið góð og Finnar gerðust aðilar
að Norðurlandaráði 1956, árið eft-
ir að þeir gengu til liðs við Sam-
einuðu þjóðirnar. Finnska þjóðin
hefur ítrekað undirstrikað hlut-
leysi sitt á alþjóðavettvangi með
því að bjóðast til að halda ýmsar
alþjóðlegar ráðstefnur, sem miða
að auknum friði í heiminum. Næg-
ir þar að nefna SALT-viðræður
Bandaríkjamanna og Sovétmanna
á árunum 1970 og 1971, auk ann-
arra ráðstefna um afvopnun og
frið.
rv/s
FINNAfíNIR
KOMA
finnsk ma
25-30.APRÍL
FINNSK TONLIST.
Norræna húsið,
23. apríl kl. 13:00
Matti Tuloisela og Gustav
Djupsjöbacka kynna finnska
tónlist.
Norræna húsið, 24. apríl kl.
20:30
Tónlistarkvöld með Matti
Tuloísela og Gustav Djupsjö-
backa.
Norræna húsið, 25. apríl kl.
21:00
Tónleikar finnsku vísnasöng-
konunnar Barböru Helsingius.
Hótel Borg, 26. apríl kl. 20:30
Vísnakvöld með Barböm
Helsingius og Vísnavinum.
Hótel Loftleiðir, 27. og 28. apríl
kl. 21:00
Barbara Helsingius syngur í
Blómasal.
FINNSKAR BÓKMENNTIR.
Sýning á finnskum bókum
í Norræna húsinu
25. - 30. apríl.
Opin kl. 9 - 19 daglega.
FINNSKAR KVIKMYNDIR.
Kvikmyndasýningar í Norræna
húsinu 26. - 29. apríl kl. 16 -
17 daglega.
FINNSK VÖRUSÝNING
Á HÓTEL LOFTLEIÐUM.
Sýning á finnskum framleiðslu-
vömm í Kristalsal Hótels Loft-
Ieiða.
Sýningin er opin sem hér segír:
27. apríl kl. 12 - 20
28. apríl kl. 11 - 20
29. apríl kl. 11 - 16
VÖRUKYNNINGAR í
VERSLUNUM.
í tengslum við finnsku vikuna
munu Qölmargar verslanir efna
til sérstakrar kynningar á
finnskum vömm dagana 25. -
30. apríl.
Áhersla er einkum lögð á að
kynna húsgögn, glervömr, raf-
suðuvélar, matvæli og tísku-
fatnað frá Finnlandi, en einnig
mun Fálkinn hf. standa fyrír
hljómplötukynningu í tilefni af
heimsókn Barböm Helsingius.
Húsgagna- og húsbúnaðarsýn-
ing verður í verslun Krístjáns
Síggeirssonar frá 26. apríl og
fram til 8. maí.
FINNSK
MATARGERÐARLIST.
Gómsætir finnskir réttir fram-
reiddir af finnskum matreiðslu-
mönnum á Hótel Loftleiðum
dagana 26. - 30. apríl.
Finnskt kvöld í Broadway 29.
apríl. Sérstakur finnskur
matseðill og finnsk dagskrá.
FERÐAKYNNING
í NORRÆNA HÚSINU.
Sýning á finnskum vegg-
spjöldum og ferðabæklingum
dagana 25. - 30. apríl.
Opið daglega kl. 9-19.
TÍSKUSÝNINGAR.
Finnskar tískusýningar verða á
eftírtöldum stöðum og tímum:
HótelLoftleiðír, Ráðstefnusalur:
27. apríl kl. 17:00
28. apríl kl. 14:00 og 17:00
29. apríl kl. 14:00 og 17:00
Hótel Loftleiðir, Blómasalur:
27. apríl kl. 20:30
28. apríl kl. 20:30
30. apríl kl. 20:30
Veitingahúsið Broadway;
29. apríl kl. 21:30 og 24:00
FINNSKmm FINNSK i i
VIKA W VÓRUKYNNING