Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 24
FINNLAND MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 23 því, að það var ekki að ástæðu- lausu að Tampere var kölluð Manchester Finnlands, slíkur var iðnaðurinn þar í borg. Ein- hvern veginn æxlaðist það svo, að Linna varð tengiliður við er- lenda sérfræðinga, sem komu til verksmiðjunnar þegar nýjar vél- ar voru keyptar erlendis frá og tengdar. Þannig náði hann fót- festu í ensku og þessi aukna kunnátta hans átti sinn þátt í því að auka á sjálfstraust hans og draga úr feimninni. Þegar fram liðu tímar gerðist Linna virkur þátttakandi í menningarlífinu í Tampere og gekk í Mákelá-hringinn. Þetta var opinn bókmenntaklúbbur, sem hafði aðsetur í aðalbóka- safninu í Tampere og komið á fót af Mikko Mákelá árið 1945. Hringur þessi átti vafalítið sinn þátt i því að auðga menning- arlífið í þessum mikla iðnað- arbæ. Enda er nú svo komið, að fjöldi rithöfunda er ættaður frá Tampere og nægir þar að nefna Hannu Salama, Tytti Parras, Lauri Viita, Eila Pennanen, Alex Matson og Eeva-Liisa Manner. Heilsubrestur hefur komið í veg fyrir meiri afköst Linna á undanförnum árum en ella hefði verið. Þótt veikindin hái honum að vissu leyti er andinn óbugaður og Linna er ætíð jafn fús til við- ræðna. Til þess að hressa upp á líkamann stundar hann jóga. En Linna ber vissar áhyggjur í skauti varðandi framtíðina. Hann óttast að tæknin verði orð- in slík áður en varir, að fólk missi atvinnuna í stórum stíl. „Ég hef ekkert á móti vélvæð- ingu, en sá möguleiki er vissu- lega fyrir hendi að tæknin ræni fólk atvinnunni. Hvað gerist ef fjölda fólks er gert að ráfa um göturnar í stað þess að vinna? Hefur þjóðfélagið gert eitthvað til þess að búa sig undir slíka þróun? Frá mér séð er ekki um neina lausn að ræða. Það verður að auka hlutdeild almennings í eign og rekstri fyrirtækjanna ef heimurinn á að geta mætt vandanum, sem fylgir þverrandi orkulindum. En með einkaeign- inni fæðist óttinn um fjárhags- legt tap og um leið missa verka- lýðsfélögin áhrifamátt sinn.“ FIN GR ALEIKUR sagt frá Kimmo Kaivanto, einum fremsta málara Finna í dag Kimmo Kaivanto við eitt verka sinna. „Það eru til tvær aðferðir við listsköpun. Önnur mótast af meðvitaðri þörf, hin af einhvers konar veikleika. Veikleiki sálar minnar fær útrás í listsköpun- inni,“ segir einn af þekktustu listmálurum Finna í dag, Kimmo Kaivanto. Kaivanto er rétt rúmlega fimmtugur að aldri og hefur vakið mikla athygli fyrir af- burða vald sitt á mismunandi aðferðum og stefnum innan mál- aralistarinnar. Margir hafa undrast hvernig einn og sami maðurinn hefur farið að því að ná slíkri fullkomnun í jafn mörgum og ólíkum aðferðum, en sjálfur segir Kaivanto að kannski megi skýra það með þeirri staðreynd, að hann sé í raun tvær persónur; annars veg- ar maður tjástíls (Expression- isti) og hins vegar maður full- komnunar. Þessa tvo eiginleika megi sjá í öllum hans verkum. A sjötta áratugnum aðhylltist Kaivanto Kúbisma í list sinni og verk hans einkenndust af skær- um litum og mjög fastmótuðum vinnubrögðum. Flóðalda óform- leika gekk yfir Finnland á sjöunda áratugnum og Kaivanto var einn af fyrstu málurum F’inna til að taka upp vinnubrögð í anda hans. Undir fána óformleikans gafst Kaivanto kjörið tækifæri til að koma tilfinningalegum og ljóð- rænum þáttum listar sinnar á framfæri. Myndefni hans grundvölluðust á hreinleika og sakleysi náttúrunnar, eins og hún kom honum fyrir sjónir við sumarbústað hans í Ruovesi. Samhliða listmálun á sjöunda áratugnum tók Kaivanto til við gerð höggmynda. Vann hann verk sín einkum í tré og brons og viðfangsefni hans voru yfirleitt eitthvert þeirra stórvandamála, sem að heiminum steðjaði. Eitt af þekktari verkum hans frá þessum tíma, Neðanjarðarborg- in,er unnin í tré og sýnir hvernig listamaðurinn ímyndar sér að verði umhorfs eftir að kjarn- orkustyrjöld hefur eytt öllu lífi á jörðinni. Straumhvörf urðu á ferli Kai- vanto eftir að honum var boðin þátttaka á Bíennalnum í Feneyj- um 1968 til þess að sýna „sak- leysisleg" landslagsmálverk sín. Hvort það var boðið á þessa sýn- ingu eða eitthvert annað atvik er ekki vitað með vissu, en stíllinn hjá Kaivanto tók stökkbreyting- um upp úr þessu. Á sýningum, sem Kaivanto efndi til bæði 1969 og svo aftur 1971, kom berlega í ljós hæfileiki hans til að túlka hina ýmsu þætti mannlegs eðlis, s.s. ótta, reiði, sektarkennd mannkynsins gagnvart styrjöldum og ofbeldi, auk þess sem honum var mengun sérlega hugleikin á þessum tíma. Fáir eru taldir standa honum á sporði á þessu sviði í röðum finnskra málara og jafnvel þótt víðar væri leitað. Kaivanto efndi ekki til neinna sýninga á verkum sínum í rúm sjö ár og loks þegar hann opin- beraði verk sín almenningi, kom glöggiega í ljós, að málarinn hafði öðlast nýtt áhugasvið; mannslíkamann. Sjálfur segir Kaivanto, að mynd Francis Ford Coppola, Apocalypse Now, hafi haft geysileg áhrif á sig, ekki hvað síst fyrir þá sök, að í mynd- inni er áhorfandanum beinlínis borið á brýn að heillast af styrj- öldum og stríðsrekstri. Tengsl mynda Kaivanto við hermennsku mátti þó sjá miklu fyrr á ferli hans. Sýningin, sem hann efndi til 1971, bar t.d. yfir- skriftina Fingraleikur. Þar sýndi hann fingur marséra blint áfram, rétt eins og hermenn í sumum verka sinna. Annað verka hans sýndi fingur í óend- anlegri keðju og vakti svo mikla athygli, að ákveðið var að færa það yfir í höggmyndaform, sem nú skreytir anddyri ráðhússins í Helsinki. „Það, sem er mér nýtt í mál- verkinu er sú staðreynd, að myndbyggingin, samsetningin og litirnir gegna öll sínu hlut- verki í tjáningunni," segir Kai- vanto. „I nýrri myndum mínum er breiðara litasvið en áður var. Ég vil nú nota eins marga liti og mér er frekast unnt. Þó svo ég hafi aldrei litið á sjálfan mig sem litaglaðan málara verð ég að viðurkenna, að bláir litir hafa verið mér tarnir." Eftir að hafa komið víða við í myndlistinni á ferli sínum hefur Kaivanto nú aftur snúið sér að landslagsmyndum. Myndefnin eru þau sömu og þau voru á sjöunda áratugnum, en hann sleppir líkingamálinu og mynd- irnar eru gerólíkar því, sem þær voru. „Á sjöunda áratugnum var ég mjög sáttur við tilveruna. Mér fannst ég vera hluti af landslag- inu. Nú, þegar ég hef tekið til við að mála það á ný, finnst mér ég standa utan þess,“ segir Ka- ivanto. Fílharmóníusveit Helsinki á aldarafmælinu í Finlands-húsinu. þungt í vöfum. Þrátt fyrir að hljómsveitin reyndi að höfða til unnenda léttari tónlistar í vali verka sinna og meðlimir hennar lékju í leikhúsunum í Helsinki til þess að afla fjár varð verulegt tap á fyrsta starfsárinu. Þremenningarnir komust eðli- lega að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að halda áfram á sömu braut og buðu almenningi hluta- bréf í hljómsveitinni til kaups. Kajanus keypti bróðurpart þeirra. Smám saman færðist fjárhagsábyrgðin yfir á hann og á fimm ára tímabili frá 1885—1889 voru fjármál hljómsveitarinnar alfarið í höndum hans. Hljóm- sveitin naut styrks, sem reyndar hrökk hvergi nærri fyrir útgjöld- um frá hinu opinbera, en með ódrepandi áhuga sínum og mik- ilfengum hæfileikum tókst Kaj- anus að halda lífinu í hljómsveit- inni. Árið 1895 fékk hljómsveitin nýtt nafn, Osakeyhtiö Helsingin Filharmooninen, Fílharmóníufé- lag Helsinki-borgar hf. Þegar hér var komið sögu voru hljóðfæra- leikararnir orðnir 45 talsins, þar af 25 Finnar. Sjö árum síðar voru þeir í fyrsta sinn 50 talsins, en eftir það fór þeim fækkandi eða fjölgandi á víxl. Bráðabirgðasamkomulag tókst við borgaryfirvöld í Helsinki árið 1914 um að þau tækju rekstur hljómsveitarinnar að sér. Fimm ár liðu hins vegar þar til hún var orðinn fastur liður á fjárlögum borgarinnar. Hljóðfæraleikar- arnir voru þá orðnir 68 talsins. Áður en samkomulagið tókst hafði Kajanus háð grimma orrustu fyrir lífi hljómsveitar sinnar og framtíð. Hljómsveitin missti ríkisstyrk sinn árið 1911 og varð að sjá á bak honum til Sinfóníuhljómsveitar Helsinki- borgar undir stjórn Georg Schnéevoight. Allir sáu, að ógjörningur var að reka tvær svo stórar hljómsveitir í aðeins í 150.000 manna borg og svo fór að lokum að sættir tókust. Báðar hljómsveitirnar voru leyst- ar upp og ný sveit, Fílharmóníu- sveit Helsinki, stofnuð. Kajanus og Schnéevoight voru báðir skip- aðir stjórnendur, en litill vin- skapur var þeirra i millum og skyldi engan undra eftir það, sem á undan var gengið. Sennilega hefur það bjargað hljómsveitinni frá splundrun, að Schnéevoight flutti burt skömmu eftir stofnun nýju hljómsveitarinnar. Kajanus lét af stjórn hljóm- sveitarinnar árið 1932, ári fyrir dauða sinn, og hafði þá haldið um stjórnsprotann í hálfa öld. Sehnéevoight tók við hlutverki stjórnandans, en það þótti lýsa samskiptum þessara tveggja manna best þegar Kajanus lét svo um mælt fyrir dauða sinn, að öllum öðrum en Schnéevoight væri heimilt að stjórna hljóm- sveitinni við jarðarför hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.