Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 A DROrnNSMBI JUMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Gunnar Haukur Ingimundarson Séra Ólafur Jóhannsson Heimavinnandi hmfaðir — útivinnandi móðir „Ég held að konur hafi meiri tilhneigingu en karlar til að taka að sér píslarvættishlutverk. Þær eru mun uppteknari en karlar af hugtökum eins og sök og sektar- kennd.“ „Haldið þið að konur fái frekar en karlar sektarkennd gagnvart börnum sínum vegna þess að þeim hefur verið sagt það um aldaraðir, að þær beri ábyrgð á uppeldinu?" Þetta eru glefsur úr viðtali hér á síðunni. Til þess að hugleiða þessi mál nánar fölumst við eftir viðtali við ung hjón í Kópavogi, Sóiveigu Oskarsdóttur og Hilmar Baldurs- son. Sólveig er læknir, Hilmar guð- fræðingur. Þau eiga syni á öðru ári, tvíburana Tómas og Aron. Sól- veig og Hilmar hafa haft skipti á hinum gömlu hefðbundnu hlut- verkum hjóna, Sólveig vinnur fyrir heimilinu en Hilmar annast heim- ilisstörfin. Við kveðjum dyra, fáum heitt og sterkt kaffi, nýbakaða köku og brauð, sem Hilmar bakaði auðvitað, og brátt erum við komin á kaf í samtalið. Við: Hvernig skiptið þið með ykkur fjölskyldustörfunum? Sólveig: Hilmar hefur verið heima síðan 1. ágúst. Eftir að strákarnir fæddust tók ég mér níu mánaða frí og svo unnum við bæði úti í einn mánuð. Það var erfitt. Starfið var þannig að við urðum bæði að vinna meira en heilan vinnudag. Ég varð svo að halda áfram minni vinnu og það var hagkvæmast fyrir okkur að skipuleggja þetta svona að Hilm- ar ynni heima. Hilmar: Margir undrast þessa verkaskiptingu. Okkur finnst þetta hins vegar ekkert óeðlilegt. Þetta er í samræmi við jafnrétt- ishugsjón okkar, sem grundvall- ast á kristnum lífsviðhorfum. Eftir kristinni trú hlýtur algjört jafnrétti að ríkja í hjónabandi, þar á hver einstaklingur að fá að njóta sín. Það liggur við að hver einasti maður hrökkvi við þegar hann heyrir hvað ég geri. Lengra erum við ekki komin á þessari braut. Þegar ég segist sjá um heimilið spyrja margir mig hvort ég geri ekkert annað, konur spyrja þess ekkert síður. Sólveig: Hilmar þvær, straujar og bakar, hann lítur á öll heimil- isstörf sem sitt hlutverk en ég tek þátt í þeim þegar ég get. Heimil- ishaldið hlýtur að vera í höndum beggja hjónanna þegar konur fara jafnt til náms og karlar og vinna utan heimilis til jafns við þá. Hilmar: Það er alltaf nóg að gera. Heimilis- og uppeldisstörfin eru ákaflega gefandi störf. Reyndar eru verkefnin óþrjót- andi, en það er mikils virði að fá að vera með börnum sínum með- an þau þurfa hvað mest á manni að halda. Við: Heimavinnandi húsmæður tala stundum um að þeim finnist þær einangrast. Finnst þér þú einangraðri en áður, Hilmar? Hilmar: Ég hef ekki fundið fyrir því. Mér finnst ég hafa meiri tíma en áður til að fylgjast með finnst gott að vera heima. Mér finnst það gefa mér það næði, sem ég leita eftir. Við: Heldurðu, Hilmar að þessi mismunur á afstöðu þinni og þeirra, sem finnst heimilisstörfin þvingandi, stafi kannski af því að þú ert búinn að ljúka áfanga, bú- inn í námi, og húsföðurstarfið er í rauninni brautryðjendastarf, sem getur orðið öðrum til uppörv- unar? Hilmar: Það getur verið. En ég Sólveig og Hilmar með synina Tómas og Aron. því sem gerist. Og þegar ég fer út með strákana opnast okkur nýir heimar, við skoðum ýmislegt og hittum börn sem við tölum við. Meðan strákarnir leika sér heima get ég hlustað á þætti í útvarpinu og lesið tímarit. Ég hef sennilega lesið meira núna en áður. Sólvegi: Mér finnst hins vegar að ég geti ekki setzt niður til að lesa þegar ég kem heim úr vinnu á daginn. Ég er með strákunum og einnig í heimilisstörfunum frá því ég kem úr vinnunni þar til þeir sofna á kvöldin. Kvöldin get- ur maður síðan nýtt til lesturs eða annars, sem hugurinn girnist. Hilmar: Ég held að það sé tízku- fyrirbrigði að fólk eigi að vera óánægt með að vera heima. Ég held það sé auglýst upp. Mér þakka mestu veganestið, sem ég fékk úr foreldrahúsum. Þar tók ég þátt í heimilisstörfum fullum fetum. Einnig held ég að hjálpi til að baráttan fyrir jafnrétti kynj- anna er mér ákaflega hugstæð. Sólveig: Hilmar tekur líka mik- inn þátt í félagsstarfi. Hann starfar í KFUM og fæst líka svo- lítið við músík. Hilmar: Við tökum lfka sameig- inlega þátt í félagsstarfi. T.d. er- um við þátttakendur í hjónahópi, sem hittist reglulega í heimahús- um og ræðir margvísleg efni, sem okkur eru hugleikin, einkum tengd kristindómi. Við: Hvernig leysirðu málin þegar þú þarft að fara út frá strákunum, Hilmar? Hilmar: Þegar Sólveig er að Hjarta yðar skelfist ekki 3. sunnud. eftir páska Jóh. 14.1—11 Hjarta yðar skelfist ekki. Ég held að fólk leiti mjög eftir þessum boðskap. Ég held að miklu fleiri leiti að honum núna en fyrir svona tuttugu árum. Þess vegna stofnum við biblíuleshópa, bænahópa og samtalshópa innan kirkjunn- ar og samveruhópar eru stofnaðir á grundvelli annarra trúarbragða og hugsjóna. Mörgum kenningum er haldið á lofti, margar vonir vakna. En hver er sannleikurinn? Vit- um við það? Heldur ekki hver fram sínum sannleika sem hinum eina óskeikula og eftir standa þau, sem engum hópi tilheyra, ringluð og ráðþrota ellegar hæðin og sigri hrós- andi yfir ósamræminu? Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig, segir Jesús. Ég er vegurinn, sannleik- urinn og lífið, enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig. Hugleiðum það í einlægni og kyrrð. Jesús er eini vegurinn til Drottins. Látum ekki blekkjast, ekki haggast. Ef við efumst tölum þá um það við Guð og leitum eftir samtölum við fólk í kirkju okkar. Hugleiðum í dag þetta stórkostlega guðspjall í dýpt sinni og kærleika. Guð gefi okkur frið í hjarta. vinna og þegar við förum út sam- an leitum við til ættingjanna, sem eru mjög hjálplegir. Einnig höfum við stúlku, sem býr nálægt okkur og gætir oft drengjanna. Við myndum íþyngja ættingjun- um of mikið ef við þyrftum að leita til þeirra í hvert skipti sem við förum út. Við: Hvernig hugsið þið ykkur að skipuleggja störfin í framtíð- inni? Sólveig: í framtíðinni viljum við frekar skipta verkunum þann- ig, að við vinnum bæði úti og einnig heima. Ástæðan fyrir því að ég vinn úti en Hilmar heima, er ekki sú að læknar fái meiri iaun en guðfræðingar. Ég er búin að leggja út í þetta nám og ég get ekki verið langtímum fjarri starfinu. Ég vinn miklu meira en fulla vinnu núna, en ég óska ekki eftir því að vinna svona mikið í framtíðinni. Við vonumst til að geta unnið minna en heilan vinnudag hvort í framtíðinni, því það hlýtur að vera óeðlilegt ástand að báðir foreldrar þurfi að vinna úti fullan vinnudag frá börnum sínum til að komast af, eins og ástandið í þjóðfélaginu er nú. Við vonumst til að svo þurfi ekki að vera um ókomna framtíð. Við: Það er sagt að börn þurfi að vera með mæðrum sínum fyrstu árin. Hvað telur þú um það, Sólveig? Sólveig: Það er talið nauðsyn- legt að ungbörn myndi tilfinn- ingatengsl við ákveðna mann- eskju og grundvöllurinn að þess- ari tengslamyndun er lagður á fyrstu 6 mánuðum ævinnar. Eins og gefur að skilja myndar barnið mest tengsl við móðurina á þess- um tíma, þar sem hún hefur það á brjósti. Hins vegar getur önnur manneskja komið þar í stað. Ég tel að ef feður eru mikið með bömum sínum litlum, hljóti einn- ig að myndast sterk tengsl milli þeirra og barnanna. Grundvöllur tilfinningaþroska barnsins er þó ekki algjörlega lagður á fyrstu 6 mánuðum ævinnar, en talið er að fyrstu 2—3 æviárin hafi þar mest að segja. Ég tel því mikilvægt að hlúa sérlega vel að þeim á þessum árum. Þess vegna m.a. höfum við valið þessa leið í stað þess að vinna bæði úti meir en fulla vinnu og láta aðra gæta barn- anna á meðan. Við: Fer þessi verkaskipting aldrei í taugarnar á þér? Sólveig: Nei, aldrei. Margar konur öfunda mig af því að eiga mann, sem gengur í öll heimil- isstörf eins og sjálfsagðan hlut. Mér þætti erfitt að koma heim úr vinnu ef öll heimilisstörfin biðu mín. Svona getur fjölskyldan not- ið þess betur að vera heima. BIBLIULESTUR vikuna 24. Sunnudagur 24. aprfl: Jóh. 16:16—22. Jesús talar hér um, að hann fer frá lærisveinum sínum um hríð, en kem- ur aftur síðar. Hvað segir það okkur? Mánudagur 25. aprfl: Róverjab. 1:1—7. a) V. 3—4: Jesús er í senn sannur maður og sonur Guðs. b) Páli er mikið í mun að menn taki postuladóm hans gildan, með því um- boði, sem postulaembætti hafði í för með sér. Þriðjudagur 26. aprfl: Róm. 1:8—17. a) V. 14: Er skuld okkar minni en skuld Páls? b) V. 16: Athugaðu tengsl trúar og hjálpræðis. Miðvikudagur 27. aprfl: Róm. 1:18—23. a) Sköpunarverkið ber með sér ákveð- inn vilja Guðs skapara. b) Menn dýrka hið skapaða í stað skaparans — hvernig kemur það fram —30. apríl á okkar tímum? c) Reiði Guðs — Guði er ekki sama um hið illa og ranga. Fimmtudagur 28. aprfl: Róm. 1:24—27. Því er lýst, hvernig menn taka afleið- ingum þess, að hafa hafnað Guði. Hvernig hafna menn vilja hans nú á tímum? Kemur það á einhvern hátt niður á þeim, sem það gera? Föstudagur 29. aprfl: Róm. 1:28—32. Fremur ófögur lýsing á manninum — hann er nefnilega fallinn í synd. Finnst okkur þessi lýsing raunhæf um einhverja menn? En um okkur sjálf? Laugardagur 30. aprfl: Róm. 2:1—11. a) Hvers vegna eigum við ekki að dæma aðra? b) V. 4: Guð vill leiða menn til iðrun- ar og trúar á sig — en vilja menn leyfa honum það? c) V. 11: Guð fer ekki í manngreinar- álit! Hvaða áhrif ætti það að hafa á afstöðu kristins manns til allra manna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.