Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
7
„Innan skamms sjáið þér
mig ekki lengur, og aftur
innan skamms munuð þér
sjá mig...“
(Jóh. 16:16—23)
Allir vita hvað heimþrá er!
Ef við höfum ekki haft heim-
þrá sjálf, þá höfum við ef-
laust séð fólk á öllum aldri
sem hefur haft heimþrá í
einhverjum mæli. Hjá börn-
unum verður heimþráin oft
mjög mikil, ef þau þurfa að
dvelja lengi frá heimili sínu.
Stundum kemur fyrir að það
verður að senda þau heim úr
sveitinni vegna þess að heim-
þráin er óbærileg. En þetta á
ekki aðeins við um börnin.
Fullorðið fólk fær oft
óslökkvandi heimþrá, ef það
t.d. dvelur á erlendri grund
og er ekki í rónni fyrr en það
kemst heim.
Stundum talar kristið fólk
um að það hafi heimþrá til
Guðs, sem þá þýðir að það
þrái himininn, þrái að fá að
vera hjá Guði að loknu þessu
lífi. Þetta á ekki síst við um
gamalt fólk sem bíður eftir
að deyja, enda hafi það lokið
dagsverki sínu.
Guðspjall þessa sunnudags
fjallar um heimþrá, þó með
öðrum hætti en ég hef lýst
hér að framan. — Jesús er að
kveðja lærisveina sína og
segir: „Innan skamms sjáið
þér mig ekki lengur, og aftur
innan skamms munuð þér
sjá mig.“ Hann er ekki að
tala um lífið eftir dauðann,
þvert á móti, hann er að tala
um lífið hér og nú. Hann er
að tala um veröldina sem
hann kom inn í til þess að
frelsa. Jesús kom inn í þenn-
an heim með ljósið frá Guði,
hann kom með guðsríkið til
að leggja það í brjóst okkar
eins og hann sagði sjálfur.
Kristin trú er ekki trú hinn-
ar löngu biðar. Kristinn
maður á lífið hið eilífa bú-
andi í sér, sem gerir lífið hér
á jörðunni bjart og þess virði
að lifa því.
Allir menn eiga innra með
sér þrá eftir Guði, það segir
okkur öll reynsla kynslóð-
anna. Ýmsir reyna að svala
þessari þrá með allt öðru en
því sem Guð birtir okkur í
orði sínu. Þeir t.d. kasta sér
út í nautnalíf og vellystingar,
sem þó auðsjáanlega leiðir til
enn meiri tómleika.
Hin þekkta og stórfeng-
lega dæmisaga Jesú um
týnda soninn er glöggt dæmi
einmitt um þetta. Hann fer
að heiman, hann yfirgefur
föður sinn, brýtur allar brýr
að baki sér, ferðast til fjar-
lægra landa og reynir að
svala þrám sínum eftir þeim
leiðum sem hann taldi mest
heillandi. En hver varð
reynsla hans? Fann hann
hamingjuna? Fann hann sig
heima í faðmi nautnalífsins?
Nei, hann varð gjaldþrota,
tapaði öllu, var reyndar nær
dauða en lífi þegar hann
loksins fór að hugsa. En hvað
var það þá sem blundaði
innst í hjarta hans? Heim-
þrá! Þrá eftir að komast aft-
ur heim.
Heim-
þrá
Er ekki heimþráin einmitt
það að þrá að vera þar sem
maður á heima, þar sem
maður heyrir til. — Kristinn
maður á heima í samfélagi
heilagra. Strax 1 skírninni er
hann tekinn inn í samfélag
Guðs barna, hann er innsigl-
aður með merki hins kross-
festa og upprisna Drottins,
þannig að það fer ekki milli
mála hvar föðurhúsin eru.
Hin sanna heimþrá er því
þráin eftir Guði og samfélag-
inu við hann.
„Innan skamms og aftur
innan skamms." — Merkileg
setning. Jesús var að kveðja,
krossfestingin var fyrir dyr-
um og allt sem á eftir fylgdi.
Hann reis upp og birtist
lærisveinunum aftur og aft-
ur, en svo kom hann í heilög-
um anda til þess að geta ver-
ið hjá lærisveinum sínum
hverjum og einum, já hjá
kirkju sinni um alla jörð,
alltaf, undir öllum kringum-
stæðum lífsins.
Það er athyglisvert hvern-
ig Jesús notar tímann frá
páskum fram að hvítasunnu
til að kenna lærisveinunum
þá þýðingarmiklu lexíu, að
hann ætlaði sér að vera með
þeim alla daga allt til enda
veraldarinnar. Hann birtist
þeim aftur og aftur, og jafn-
vel birtist hann meira en 500
bræðrum í einu eins og Páll
postuli vitnar um í Korintu-
bréfinu hinu fyrra. Þeir urðu
að skilja að hann var nálæg-
ur þótt svo þeir sæju hann
ekki, því sýnilegur gat hann
ekki verið allsstaðar í senn.
Sú guðdómlega lausn, að
Jesús skuli vera nálægur í
kirkju sinni fyrir heilagan
anda, er hin mesta auðlegð
kristinna manna.
En hver er þessi heilagi
andi? Fyrir mörgum er heil-
agur andi ákaflega svífandi
hugtak, en ritningin fer ekki
í neinar grafgötur með það.
Heilagur andi er þriðja per-
sóna guðdómsins, andi Guðs
og andi Jesú Krists. Kristinn
maður er og á að vera must-
eri, bústaður fyrir þennan
guðdómlega heilaga anda.
Páll postuli orðar þetta ákaf-
lega sterkt, er hann segir við
Korintumenn: „Vitið þér eigi,
að þér eruð musteri Guðs, og
að andi Guðs býr í yður?“
Kristinn maður á heilagan
anda í hjarta sínu, en hann
þarf að vita það, hann þarf
að muna eftir því og lifa
samkvæmt því.
í þessu sambandi er gott
að rifja upp það sem Lúther
segir um heilagan anda í
fræðunum minni: „Ég trúi,
að ég geti eigi af eigin skyn-
semi eða krafti trúað á Jes-
úm Krist, minn Drottin, né
til hans komist, heldur hafi
heilagur andi kallað mig með
gleðiboðskapnum, upplýst
mig með gjöfum sínum, helg-
að mig og haldið mér í réttri
trú, eins og hann kallar gjör-
valla kristnina á jörðinni,
safnar henni saman, upplýsir
hana og helgar, og heldur
henni við Jesúm Krist í hinni
réttu, einu trú. í þessari
kristni fyrirgefur hann dag
hvern ríkulega mér og öllum
trúuðum allar syndir; og á
síðasta degi mun hann upp
vekja mig og alla dauða, og
gefa mér og öllum trúuðum í
Kristni eilíft líf. Það er
vissulega satt.“
Eitt af grundvallaratrið-
um kristinnar trúar er það,
að mennirnir eru skapaðir til
samfélags við Guð. Af þessu
leiðir, að maðurinn finnur
sig fyrst heima í þessu sam-
félagi. — Guð gefi okkur öll-
um náð til þess að rata heim.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Síðasta innritun
Frábærir sumarskólar í Englandi. Skrifstofuþjálfun
Mímis. Innritun fyrir næsta haust. Skrifstofan Mímis
veröur lokuö 30. apríl. Sími 10004 kl. 1—5.
Mímir,
Brautarholti 4.
Verötrygging veitir vðrn gegn veróbótgu — en hefur þú hugleitt
hversu mikla þýöingu mismunandl raunvextir hafa fyrir arösemi
þina?
Vfirlitiö hér aö neöan veitir þér svar viö þvf.
VEHCTBYGGOUR SPARNAtXJR - SAMANBUflOUR A ÁVOXTUN
Verðtrygging m.v.lanskjaravisitolu Nafn- vextir Raun- ávöxtun FjökJt ára til að tvöf raungikíi höfuðstóls Raunaukning höfuðst eftir 9 ár
Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100%
Sparisk rikissj. 3.5% 3.7% 19ár 38.7%
Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4%
100%
Verðtryggö
veðskuldabrét
Dæmi um
raunaukningu
höfuðstóls eftir 9 ár.
Verðtryggð
spariskirteinl rikissjóðs
Verðtryggður
sparisjóðsreikningur
Veröbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagslns hefur viötæka reynslu i
veröbréfaviðskiptum og fjármálalegrl ráögjöf og mlölar þeirri þekk-
ingu án endurgjalds.
GENGI VERÐBREFA
24. APRÍL 1983:
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS: p, m
1970 2. flokkur 12.959,55
1971 1. flokkur 11.264,95
1972 1. flokkur 9.770,10
1972 2. flokkur 8.282,36
1973 1. flokkur A 5.905,22
1973 2. flokkur 5.439,48
1974 1. flokkur 3.755,14
1975 1. flokkur 3.088,56
1975 2. flokkur 2.326,92
1976 1. flokkur 2.204.74
1976 2. flokkur 1.758,81
1977 1. flokkur 1.631,48
1977 2. flokkur 1.362,56
1978 1. flokkur 1.106,21
1978 2. flokkur 870,27
1979 1. flokkur 733,78
1979 2. flokkur 564,67
1980 1. flokkur 413,02
1980 2. flokkur 324,76
1981 1. flokkur 279,01
1981 2. flokkur 207,21
1982 1. flokkur 188,12
1982 2. flokkur 140,65
Meðalávöxtun umfram verðtryggingu er
3,7—5,5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVEROTRYGGD:
Sölugengi m.v. nafnvexti
(HLV)
12% 14% 16% 18% 20% 47%
1 ár 59 60 61 62 63 75
2 ár 47 48 50 51 52 68
3 ár 39 40 42 43 45 64
4 ár 33 35 36 38 39 61
5 ár 29 31 32 34 36 59
VEÐSKULDABRÉF
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU:
Sölugengi nafn- Ávöxtun
m.v. vaxtir umfram
2 afb./éri (HLV) verótr.
1 ár 96,49 2% 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92,96 2'/i% 7%
4 ár 91,14 2V4% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7 V.%
7 ár 87,01 3% 7%%
8 ár 84,85 3% 7%%
9 ár 83,43 3% 7%%
10 ár 80,40 3% 8%
15 ár 74,05 3% 8%
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLAN , RÍKISSJÓÐS phX*
C — 1973 3.340,09
D — 1974 2.872,15
E — 1974 2.021,38
F — 1974 2.021.38
G — 1975 1.339,92
H — 1976 1.224,53
I — 1976 971,46
J — 1977 867,10
1.(1. — 1981 186,83
HLUTABRÉF:
Skeljungur hf. kauptilboð
óskast.
Eimskip hf. kauptilboð óskast.
VerðbréfamarKdOiir
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lónaöarbankahú,': '■1 Sími 28566