Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
27
Maðurinn lifir ekki af brauðinu
einu saman. Að mark sé á þeim
orðum tekið í veröldinni, sannað-
ist m.a. í tildrögum að stofnun
Borgarbókasafns Reykjavíkur og
rifjaðist upp nú á sextugsafmæli
þessa safns. Það er í rauninni
mjög merkileg saga um verð-
mætamat á erfiðleikatlmum í
efnahagsmálum hjá þessari þjóð.
Frá þessu segir Sigurður Helgason
í upphafi greinar sinnar í 60 ára
afmælisriti safnsins, er kom út á
sumardaginn fyrsta. Hann segir:
„Stofnun safnsins tengist bein-
línis atvinnulífi í Reykjavík. Árið
1917 var tekin ákvörðun um að
selja 10 togara í eigu Reykvíkinga
til Frakklands. Þar með var það
trú manna að eitthvað myndi
þrengjast um atvinnu í bænum og
því var ákveðið að hluti söluverðs-
ins færi til sameiginlegra hags-
munamála bæjarbúa. Samtals var
um 135.600 krónur að ræða og var
styrktarsjóður fyrir verkalýðs- og
sjómannafélögin í bænum stofn-
settur með 100.000 króna framlagi
af því fé. 25 þúsund krónum var
varið til Sjúkrasamlags Reykja-
víkur og afganginum 10.600 krón-
um var ætlað að renna í stofnsjóð
alþýðubókasafns í Reykjavík."
Þegar menn sáu sem sagt fyrir
að þrengja mundi að almenningi
og atvinnuleysi yfirvofandi, þá var
ekki síður hugsað til þess að
fryggja andlega fæðu með aðgangi
að bókum en líkamlega með
sjúkratryggingu og styrk við
verkalýðsfélögin. Og það sannað-
ist strax að hungrið í bækur var
raunverulegt. Á fyrsta ári fór hver
bók út 24 sinnum, enda bókakostur
aðeins 1.000 bækur. Þrátt fyrir
aukna velmegun og breytingar á
högum fólks, hafa útlán bóka af
safninu farið vaxandi alveg fram
undir þetta. Úr 1,2 bindum á íbúa
árið 1923 í 11,7 bindi á íbúa i
Reykjavík 1979.
Bókin blívur, segir í fyrrnefndri
afmælisúttekt Borgarbókasafns-
ins og það rökstutt svo: „Oft heyr-
ast raddir þess efnis að bækur og
bókasöfn séu úrelt þing og ekki líði
á löngu þar til eitthvað nýtt komi
til sögunnar sem leysi það af
hólmi. 20. öldin hefur verið mikið
framfaraskeið á sviði tölvumiðl-
unar af ýmsu tagi. Á fyrri hluta
aldarinnar var útvarpið það sem
vakti furðu manna og upp úr miðri
öldinni fóru að berast fregnir af
ennþá magnaðra fyrirbæri, sem á
erlendum tungum var nefnt tele-
vision, en fékk nafnið sjónvarp á
íslenzku. Nú á allra síðustu árum
eru það svo myndbönd eða video
sem ráða ríkjum. Það er gleðileg
staðreynd að hvorki útvarp né
sjónvarp hafa veruleg áhrif á út-
lánin í Borgarbókasafni. Ríkisút-
varpið kom til sögunnar 1930, en
þrátt fyrir það jukust útlán flest
ár þar á eftir og frá 1929 til 1934
tvöfölduðust þau. Þar með má
ætla að tilkoma útvarps hafi sýnt
fram á að rúm væri fyrir aðra frí-
stundaiðkun fólks. Islenzka sjón-
varpið kom til sögunnar 1966.
Næstu árin þar á eftir benti ekk-
ert til þess að tilkoma sjónvarps
hefði afgerandi áhrif á útlán
Borgarbókasafns. Þá, eins og
raunar alla tíð, jukust útlán smátt
og smátt og frá árinu 1966 til árs-
ins 1974 rúmlega þrefölduðust út-
lán safnsins. Ahrif myndbanda-
bylgjunnar koma ekki til með að
minnka nauðsyn fyrir bókasafns-
þjónustu. Bókin kemur til með að
blíva þrátt fyrir allar nýjungar og
ekkert bendir til þess að mynd-
böndin hafi a.m.k. enn haft nein
áhrif á aðsóknina að Borgarbóka-
safni.“
Sjálfsagt hefur það haft sitt að
segja að þjónustan við lesendur
hefur aukist og fylgt tímanum í
Borgarbókasafni. Til dæmis var
tekin upp heimsending bóka til
þeirra sem ekki geta sjálfir sótt
tánsbækur í safnið undir heitinu
Bókin heim 1974, og samtímis
hafði safnið forgöngu um skipu-
legt útlán á hljóðbókum til blindra
og sjónskertra. En strax 1924 voru
tekin upp útlán til fiskiskipa, sem
mér er sagt að hvergi hafði þá ver-
ið til í veröldinni. Og eru slík útlán
í bókakössum enn í fullu fjöri.
Fróðlegt væri, úr því svona sam-
felld útlán hafa farið fram til sjó-
manna, að athuga hvers konar
bækur þeir lásu fyrir 50—60 árum
og hvort bókavalið er frábrugðið
nú. Og hvort lestrarefnið er á ein-
hvern hátt annað en t.d. skóla-
fólks. Mér er sérstaklega hugsað
til þessa, því í sérútgáfu af blaðinu
Le Monde í París, sem þrýst var i
hönd mér við innganginn á bóka-
sýningunni stóru í Grand Palais í
París um daginn og fjallaði um
bækur og bókmenntir, kom fram
að áhuginn á bókum hefði á und-
anförnum áratug þjappast saman
um nokkrar metsölubækur þar í
Iandi, alltaf á sama sviði. Og því
haldið fram að almenningur í
Frakklandi hefði, eftir að hafa
verið safnað svona í hóplestur eins
og fé í rétt til rúningar, misst mik-
ið til þessa óseðjandi forvitni í
bókalestri. Það drægi svo úr út-
gáfu af bókum, sem sé ögrun til
andlegra átaka. Þar var líka getið
um stórt bil milli þess sem menn-
ingarvitar vildu eða teldu sig eiga
að lesa og almenningi sem læsi sér
til afþreyingar. Slíkur samanburð-
ur gæti kannski gefið vísbendingu
um það, sem sumir þykjast hafa á
tilfinningunni, að bilið milli stétta
langskólagenginna og þeirra sem
fara beint út í verklegt atvinnulíf
sé að breikka hér. Að kominn sé
meiri munur á hegðunarmynstur
þessara hópa í samfélaginu en var
áður.
Nú sjáum við á tækniöld fram á
að bein upplýsingaöflun muni fara
fram í tölvum, þar sem hægt er að
kalla fram á skerminn heima eða
á vinnustað hvers konar upplýs-
ingar úr tölvubönkum. Enda vex
nauðsynlegur upplýsingaforði svo
gífurlega nú, er dregur að lokum
20. aldar, að stappar nær brjálæði.
Þekkingarforði mannkyns hefur
hundraðfaldast frá upphafi 20.
aldar og um aldamótin næstu
verður þekking mannkyns eflaust
þúsundföld. Obbinn af allri þekk-
ingu i heiminum í dag er innan við
20 ára gamall á stórum þekk-
ingarsviðum. Hann er orðinn ill-
viðráðanlegur til að geyma og
finna í bókunum einum. En um
leið tvöfaldast afrek tölvutækni á
hverju ári. Bein upplýsingaöflun á
því eflaust eftir að færast frá bók
yfir í tölvu.
En ákaflega á ég bágt með að
ímynda mér fólk setjast til að lesa
heilar bækur sér til ánægju fyrir
framan tölvuskerm. Ég held því að
bókalestur muni ekkert minnka
þótt tölvurnar taki við að draga
fram beinar upplýsingar. Kannski
á þarna eftir að vera nokkur að-
skilnaður og tölvan komi sem
hrein viðbót. Án töfra eru engar
bókmenntir fremur en ekkert
blóm er fullkomið ef það ekki ilm-
ar, sagði Arthur Symons. Og
kannski er í því fólgin sá mikli
munur á bók og upplýsingum á
tölvuskermi. Hann gerir gagn, en
honum fylgja engir töfrar. Og eins
og Þorsteinn Valdemarsson segir í
ljóði sínu Mannabörn:
Unnumst og teygum
af tærum veigum,
hlægjum og yrkjum ævintýr
af öllu sem í oss sjálfum býr
— á meðan vér megum.
eftir töflum opinberra aðila eins
og Þjóðhagsstofnunar. Er það von
blaðsins að þessi þjónusta hafi
komið lesendum þess vel. Bréfrit-
ari rak sig á það í umræðum við
erlendan blaðamann á dögunum,
að auðveldasta leiðin til að leiða
hann í allan sannleika um þróun
efnahagsmála var að sýna honum
þessar myndir. Enginn dregur í
efa að þær séu réttar og við athug-
un á þeim fer ekkert á milli mála
fyrir misskilning.
Hitt er eins vfst að eftir kosn-
ingarnar, hvernig sem þær fara,
verði þó nokkuð ritað um íslensk
málefni í erlend blöð og er ekki að
efa að lýsingin á því í hvert óefni
er komið á eftir að vekja mikla
athygli og varla telst það góð
landkynning, þegar sagt er að við
séum í hópi mestu verðbólguþjóða.
í breska vikuritinu Economist var
frá stöðu mála hér skýrt á þann
veg að við dönsuðum áhyggjulaus
á barmi eldgígs. Þetta er ófögur
lýsing á þjóð sem lifir langt um
efni fram og skuldar í útlöndum
sem svarar til helmings af þjóðar-
framleiðslu.
Af umræðum fyrir kosningar
má draga þá ályktun að almenn-
ingur hafi kannski ekki gert sér
það nægilega ljóst hve vandinn er
mikill, og framundan sé lfklega
ekki annað en blóð, sviti og tár
eins og einn viðmælenda komst að
orði. Kjördæmakynning flokk-
anna í sjónvarpssal snerist yfir-
leitt um næsta þröng málefni þar
sem ótti við atvinnubrest var þó
greinilegur. Hinar stóru línur
voru ekki alltaf dregnar af nægi-
legri festu. Þættirnir leiddu þó í
ljós eins og frásagnir blaðamanna
Morgunblaðsins af stöðu og horf-
um í einstökum kjördæmum, að
hvergi er borð fyrir báru heldur
óttast menn að atvinnuleysisvofan
eigi eftir að koma víðar við en hún
hefur gert það sem af er árinu.
Ekki deilt um
utanríkismál
Kosningabaráttan snerist um
efnahags- og atvinnumál. Utan-
ríkismál komu auðvitað við sögu,
eins og við er að búast. Var það
helst fyrir tilstuðlan Morgun-
blaðsins sem einstakir frambjóð-
endur tóku kipp þeirra vegna og
má þá sérstaklega nefna málsvara
Kvennalistans og Helga H. Jóns-
son, frambjóðanda Framsóknar-
flokksins í Reykjaneskjördæmi.
Hvorki í kynningu á flokkunum f
hljóðvarpi né sjónvarpi var utan-
ríkis- og öryggismálum hampað,
hvort heldur flokkarnir stóðu
sjálfir að kynningunni eða fram-
bjóðendur sátu fyrir svörum út-
varpsmanna.
Segja má, að ekki sé eðlilegt að
þeir flokkar sem vilja fylgja
óbreyttri stefnu í mikilvægum
málaflokki eins og utanríkismál-
um taki þau upp sem umræðuefni
að fyrra bragði nema þá til að
minna á og ítreka fyrri yfirlýs-
ingar. Hinir sem vilja breytingu
eiga að halda málum á loft til að
um þau sé rætt og í þeirri von að
þeim takist að fá meirihlutafylgi
fyrir skoðunum sínum. Þetta gerð-
ist ekki með varnarmálin í kosn-
ingabaráttunni. Alþýðubandalag-
ið setti til dæmis ekki fram nein
þau sjónarmið sem valda því að
ástæða sé til að taka tillit til sér-
visku þess í þessum málaflokki að
kosningum loknum. Þvert á móti
forðuðust frambjóðendur að
hreyfa varnar- og öryggismálun-
um. Nýju flokkarnir vildu geta
leikið tveimur skjöldum í þessum
umdeilda málaflokki til að hafa
meira svigrúm á atkvæðaveiðun-
um. Slík tvöfeldni í máli sem
þessu er auðvitað ekki boðleg og
einmitt þess vegna lagði Morgun-
blaðið sig fram um að skýra sjón-
armið flokkanna. Furðulegust
voru viðbrögðin hjá Helga H.
Jónssyni og verða þau lengi í
minnum höfð til marks um það
hvernig frambjóðendur eiga ekki
að bregðast við fyrirspurnum
blaðamanna um mikilvæg mál.
Samtök herstöðvaandstæðinga
litu þannig á stöðu mála eftir tvo
misheppnaða fundi í kosningabar-
áttunni, annan á Austurvelli og
hinn í Háskólabíói, að skynsam-
legast væri að hafa hægt um sig
gagnvart kjósendum og einbeita
kröftuni’m að ráðstefnu með út-
lendingum sem fram fer um þessa
helgi. Var greinilega ætlunin hjá
herstöðvaandstæðingum á tíma-
bili að bæta stöðu sína inn á við
með því að hampa þessum nor-
ræna fundi síðustu dagana fyrir
kosningar. En háttalag þeirra
minnti á meðferð Svavars Gests-
sonar á neyðaráætluninni sem
hann kynnti fyrir jól, þeir lögðu á
flótta um leið og bent var á áform-
in. Það er líka meira en hæpið, svo
að ekki sé kveðið fastar að orði, að
ætla að nota norrænar ráðstefnur
um mál sem næsta lítið hefur ver-
ið rætt hér á landi sem kosninga-
beitu, að vísu er það svo sem í
góðu samræmi við ruglingslegan
málflutning herstöðvaandstæð-
inga fyrr og síðar.