Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 FINNLAND Hlaupaþrístirnið úr norðrinu. Fremstur fer Finninn Ritola, þá Nurmi og loks Svíinn Wide. Þessir þrfr háðu harða baráttu í 10.000 metra víðavangshlaupi á Olympíuleikunum í París. Nurmi var hinn eini þeirra sem lamandi hitinn virtist engin áhrif hafa á. HMMSK ag FIMMSK i VIKA Hlr VÓRUKYMMIHG Paavo Nurmi á fullri ferð á hátindi ferils síns. félag með kunningjum sínum í Turku og æfði sjálfur manna mest og reyndi alltaf að æfa sig aukalega í laumi á kvöldin þegar enginn sá til. Þrátt fyrir allar æfingarnar og eljusemina lét árangurinn á sér standa. Flestir jafnaldrar hans stóðu honum á sporði. Tólf ára gamall missti Nurmi föður sinn og við það raskaðist heimilislífið. Hann varð að fara að vinna fyrir fjölskyldunni, þar sem hann var elstur margra systkina. Hann vann hörðum höndum og hafði engan tíma af- lögu til íþróttaiðkana. Þótt tími gæfist af og til var hann iðulega svo þreyttur, að hann hafði enga löngun til að æfa sig. Fimmtán ára gamall fékk Nurmi áhugann að nýju. Sam- landi hans, Hannes Kohlemain- en, hafði unnið glæsilegan hlaupasigur á Olympíuleikunum í Stokkhólmi og Nurmi strengdi þess heit að verða ekki eftirbát- ur hans. Hann tók upp æfingar að nýju og af meiri kostgæfni en nokkru sinni. Hann var athugull mjög og veitti því athygli hvern- ig aðrir hlauparar æfðu sig. Hann varð þess fljótt áskynja, að þeir hlauparar, sem æfðu sig í vondum veðrum og lélegri færð, voru yfirleitt betri en hinir. Það var fyrst árið 1919, þegar Nurmi var 22 ára að aldri, að hann vakti athygli og þá svo um munaði. Hann sigraði þá í ár- legri kappgöngu finnska hersins með fáheyrðum yfirburðum. Hann tók forystuna í upphafi göngunnar og hinir keppendurn- ir sáu hann aldrei eftir það. Árangur hans í hlaupum þetta ár var slíkur, að hann vann sér sæti í Olympíukappliði Finna, sem tók þátt í leikunum í Amsterdam. Þar bar hann sigur úr býtum í víðavangshlaupi svo og 10.000 metrunum, en varð annar í 5.000 metra hlaupinu. Næstu ár á eftir bætti Nurmi sig stöðugt. Heimsmetin féllu hvert af öðru og yfirburðir hans voru slíkir í langhlaupunum, að ekki tjóaði fyrir nokkurn mann að reyna að etja kappi við hann. Fádæma skreflengd einkenndi hlaupastíl hans og þá ekki síður undarlegur mjaðmarvindingur. Mjaðmarvindingurinn var ein- mitt orsök skreflengdarinnar. Margir þekktir hlauparar og þjálfarar sögðu stílinn ljótann og Nurmi eyða orku að óþörfu með honum, en sjálfur var hann annarrar skoðunar. Hans eigin reynsla og dómgreind yrði að ráða ætti hann að bera af öðrum hlaupurum. Líkast til stóð Nurmi á hátindi frægðar sinnar á Olympíuleik- unum í París 1924. Áfrek hans þar voru slík, að mönnum er enn til efs að þau verði nokkru sinni leikin eftir. Á sömu klukku- stundinni sigraði Nurmi í 1.500 og 5.000 metra hlaupunum og það þótt nær enginn tími gæfist til hvíldar á milli hlaupanna. Daginn eftir jók Nurmi enn á hróður sinn og þá með sigri í 10.000 metra víðavangshlaupi við ómannúðlegar aðstæður. Hitinn var 55 gráður þegar hlaupið fór fram, enda komust ekki nema 11 keppendanna 40 í mark. Margir hlutu sólsting og enn fleiri varð að leggja ör- magna á sjúkrahús. Nurmi kom 600 metrum á undan næsta manni í mark og var sá eini, sem hitinn bugaði ekki. Nurmi bætti fjórðu gullverðlaunum sínum í safnið á þessum leikum með sigri í 3.000 metra hindrunar- hlaupi. Eftir Olympíuleikana í París setti Nurmi fjöldan allan af heimsmetum, en 1926 varð han í fyrsta sinn að þola ósigur í hlaupi frá 1920. Hann vann gull- verðlaun í 10.000 metra hlaupi á Olympíuleikunum í Amsterdam 1928, en laut í lægra haldi í 20 kílómetra hlaupinu og klukku- stundarhlaupinu. Lokaheimsmet sitt setti hann árið 1931, þá 34 ára að aldri. Hann hljóp þá tvær mílur á rétt tæpum 9 mínútum. „Vegna sigra minna í hlaupum hef ég orðið fyrir því leiðinlega hlutskipti að vekja á mér at- hygli. Eg iðrast þess að vísu ekki að hafa keppt, en hinu neita ég ekki, að hégómagirnd fólks og blind aðdáun þess hefur ávallt verið mér ógeðfelld, því ég keppi ekki vegna frægðar, heldur vegna íþróttanna, bæði sem leiks og heilsulindar. Frægðin gerir mann ekki mikinn, heldur hátt- víst dagfar og rækt við skyldu- störfin." Þannig fórust Paavo Nurmi, einum frægasta hlaupara allra tíma, orð við kunningja sinn fyrir rúmri hálfri öld. STKálOÍ VITIP I Nokía stígvélum er óhætt að bjóða bleytu og snjó byrgínn. Nokía stígvél eru þrælsterkog þolín, og þau endast von ur vítí. Það er því vít í að kaupa Nokía stígvél. Handunnin gæðavara frá Finnlandi NOKIA PAAVO NURMI — lifandi goðsögn finnskra íþróttaunnenda Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Finnar hafa um áratugaskeið átt íþróttamcnn í fremstu röð. Landslagi er þannig háttað í Finnlandi, að það hcntar í flestum tilvikum betur til iðkunar skíðagöngu en t.d. svigs. Framan af öldinni voru það enda einkum skíðagöngumenn og langhlaup- arar, sem gerðu garðinn frægan. Nú hin síðari ár hafa íþróttamenn úr öðrum greinum látið æ meira að sér kveða. Nægir þar að nefna körfu- knattleiksmenn, rallökumenn, stangarstökkvara, spjótkastara og skíða- stökkvara. T.d. er Matti Nykánen heimsmeistari í síðasttöldu greininni. Þegar talað er um langhlaup- ara Finna kemur nafn Lasse Viren vafalítið fyrst upp í huga íþróttaunnanda nútímans. Hann stóð sig frábærlega á Olympíu- leikunum í Múnchen 1972 og svo aftur í Montreal 1976 þegar hann bar sigur úr býtum í 5.000 og 10.000 metra hlaupunum. Hann gerði tilraun til að endur- taka afrek sitt á leikunum í Moskvu 1980, en tókst ekki. Nafn Viren er vissulega skráð á meðal mestu afreksmanna íþróttanna í Finnlandi. Þrátt fyrir afrek hans og annarra snjallra kappa í Finnlandi kemst enginn með tærnar þar sem Paavo Nurmi hefur hælana, hvað vinsældir snertir. Nurmi, sem var á hátindi frægðar sinn- ar á þriðja áratug þessarar ald- ar, er nánast í guðatölu hjá Finnum. Nurmi fæddist þann 13. júní 1897 og var af fátæku fólki kom- inn. Fyrstu ár ævinnar bjó hann með fjölskyldu sinni í smábæn- um Loimaa í Suðvestur-Finn- landi, en flutti síðan með þeim til Turku. Hann stofnaði ungur íþrótta-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.