Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRlL 1983
Gunnar Thoroddsen og frú Vala mættu á kjörstaö fljótlega eftir aö opnað var
kl. 9. Hér sjást þau á tali viö Ásgeir Guömundsson, forstööumann Náms-
gagnastofnunar. Morgunblaöið/ EBB
Frá kjörstaö í Hafnarfirði. Markús B. Þorgeirsson netahönnuður og frú
greiöa atkvæöí. Morgunblaðið/ EBB
Reykjavík:
Kjósendur virtust
fara seint af stað
Kjósendur á höfuöborgarsvæðinu voru ekki að flýta sér á kjörstað í gærmorgun, að því er Morgun-
blaðsmönnum fannst er þeir komu við á nokkrum kjörstöðum í gærmorgun. Mest kjörsókn var í
Miðbæjarskólanum, eins og íbúar innan Hringbrautarsvæðisins séu fljótari til verka en fólk í öðrum
hverfum, einkum þó í úthverfunum.
Sennilega hefur einstök veðurblíða átt sinn þátt í
því að menn voru ekki á spretti að og frá kjörstöð-
um. „Svona blíða kallar fram ákveðin rólegheit í
fólki," sagði einn viðmælandi í Miðbæjarskólanum,
„en þau skila sér jafnvel betur, atkvæðin."
„Já, ég er ákveðinn í því hvernig ég kýs, og það var
á hreinu fyrir löngu," sagði eldri kona, sem blm. tók
tali í Miðbæjarskólanum. „Hvaða séns heldurðu að
íhaldið eigi,“ sagði ung kona við samferðamann sinn
um leið og hún vatt sér upp tröppurnar og inn í
kjördeild sína.
„Þetta leggst bara ágætlega í mig,“ sagði Albert
Guðmundsson er þau Brynhildur Jóhannsdóttir biðu
þess í blíðunni að Eyjólfur Jónsson húsvörður
opnaði Miðbæjarskólann og byði mönnum að kjósa.
Albert og Brynhildur notuðu tækifærið til að spjalla
við kunningjafólk í skólaportinu fyrir og eftir opnun,
enda enginn asi á mönnum í veðurblíðunni. Meðal
þeirra sem tóku daginn snemma voru Jón Baldvin
Hannibalsson og frú Bryndís Schram og slógu þeir
Albert og Jón á létta strengi. Einnig var Pétur
flugmálastjóri mættur á slaginu níu.
„Ég er með allt á hreinu," sagði maður á miðjum
aldri við Stýrimannaskólann. „Ég kýs Sjálfstæðis-
flokkinn og hef alltaf gert, en mér finnst Vilmundar-
fólkið hafa fengið hljómgrunn, einkum hjá yngra
fólki," sagði hann.
„Ætli maður skoði ekki seðilinn, velti honum fyrir
sér og láti þetta svo ráðast, en ég kýs ekki Alþýðu-
bandalagið eins og síðast," sagði hálfþrítug kona við
Ölduselsskóla.
„Ég held að fólk sé almennt tilbúið til þátttöku í
hörðum og raunhæfum aðgerðum til að stuðla að
endurreisn efnahagsmála, hvort sem það yrði gert
með einu höggi eða á nokkrum árum og kysi ég þá
frekar höggið," sagði fullorðinn maður við Stýri-
mannaskólann. Hann kvað eins og fólk gerði sér
betur og betur grein fyrir því hvað í vændum væri ef
blað yrði ekki brotið og tekið rösklega til hendi.
Menn hefðu lifað um efni fram og það væri farið að
bitna á fólki með ýmsu móti, og því vildu menn snúa
af þeirri óheillabraut, sem þjóðfélagið hefði brunað
eftir upp á síðkastið.
Mor^funblaöið/ EBB
Salome Þorkelsdóttir og eiginmaöur hennar, Jóel, greiða atkvæði í Hlégaröi í gærmorgun.
Þegar Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, efsti maður Kvennalistans, kom á kjörstað kl. 13 í gær, varö að innsigla
atkvæði hennar og Bytja milli kjördeilda vegna þess aö hún var nýflutt af Framnesvegi á Bárugötu. Morgunbiaðið/ kOe
Víöa mynduöust biöraöir, þegar kjörstaöir opnuðu í gærmorgun. Þessi mynd
var tekin viö Miðbæjarskólann._____________________Morgunblaðið/ kOe