Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 43 Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram greiða atkvæði í gærmorgun. Morgunblaðid/ KÖE Frá kjörstað í Mosfellssveit. Jóhann Sofusson gleraugnasérfræðingur stingur atkvæðaseðlinum í kjörkassann. Morgunbiaðið/ ebb Fyrir framan Kársnesskóla í Kópavogi, skömmu eftir að kjörfundur hófst. Morgunblaðið/ EBB Armani- tízkan á Broadway TÍZKA, sem hönnuð er af hinum fræga tízkuhönnuði Giorgio Armani, verður sýnd í veitingahúsinu Broad- way á sunnudagskvöld. Þessi sýning er í tilefni af því að verið er að kynna sérstakt ilmvatn frá Helena Rubinstein, sem Armani hefur haft yfirumsjón með samsetningu á, en ennfremur hefur hann hannað um- búðir ilmvatnsins. í Broadway verður tízkusýning, þar sem sýndur verður fatnaður frá Armani og sýningarstúlkur verða farðaðar með sumarlitum frá Helenu Rubinstein, sem dreifir ilmvatninu, sem kennt er við tízkukónginn. Förðum annast Jó- hanna Doucet, sem hér verður stödd ásamt fleiri gestum frá Hel- ena Rubinstein, og Giorgio Arm- ani, en þeir eru Claude A. Ury að- alframkvæmdastjóri og Erika Vignial greifynja, sem annast al- mannatengsl fyrir fyrirtækin. Á að leggja Víg- hólaskóla niður? EINS OG fram kom í síðustu viku efndu nemendur í Víghólaskóla í Kópavogi til mótmæla vegna þeirrar ákvörðunar skólayfirvalda þar í bænum að breyta Víghólaskóla úr grunnskóla í menntaskóla. Að gefnu tilefni sneri blaðið sér til Sveins Jó- hannssonar, skólastjóra í Víghóla- skóla, og leitaði álits hans á málinu. Sveinn sagði: „Ég er á móti því að leggja niður Víghólaskóla eða annan skóla. Ég Ingvar Helgason hf.: 188 bílar voru seldir fyrstu 3 mánuði ársins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Ingvari Helgasyni h.f.: „Vegna þess að nokkuð virðist mismunandi hvernig frá tölum Hag- stofu íslands um bifreiðainnflutning er greint í dagblöðum vill Ingvar Helgason hf. benda á eftirfarandi: Það bifreiðaumboð sem flesta bíla seldi fyrstu þrjá mánuði þessa árs er Ingvar Helgason hf. sem seldi alls 188 bíla en það samsvar- ar 13,2% af markaðshlutdeild seldra bíla. Þau bifreiðaumboð sem að á eftir koma eru: Bílaborg með 162 bíla og 12,26% mark- aðshlutdeildar, Bifreiðar og land- búnaðarvélar með alls 159 bíla og 11,05% markaðshlutdeildar, Velt- ir hf. með alls 140 bíla og 9.7% markaðshlutdeildar og Hekla hf. með alls 113 bíla og 7,8% mark- aðshlutdeildar. Mest seldi bill fyrstu þjá mán- uði ársins er Subaru 1800 fjór- hjóladrifinn. Af honum seldust alls 92 bílar og hefur Subaru 1800 því 7,4% markaðshlutdeildar fólksbíla. Næstir á eftir honum koma Volvo 244 alls 79 bílar og 6,4% markaðshlutdeildar, Dai- hatsu Charade alls 76 bílar og 6,1% markaðshlutdeildar og Mazda 929, alls 75 bílar og 6,0% markaðshlutdeildar. Mest seldi sendibíllinn fyrstu þrjá mánuði þessa árs var fjór- hjóladrifinn Subaru 700. Af hon- um seldust alls 20 bílar og hefur fjórhjóladrifinn Subaru 700 því 23% markaðshlutdeildar sendi- bíla. Næstir á eftir honum koma Volkswagen Golf alls 17 bílar og 19,6% markaðshlutdeildar, Suzuki st. 90 alls 8 bílar og 9,2% mark- aðshlutdeildar, Nissan Urvan alls 6 bílar og 6,9% markaðshlutdeild- ar og Mitsubishi L300 alls 6 bílar og 6,9% markaðshlutdeildar. Mest selda vörubifreiðin undir 3 tonnum var Volvo C202. Af honum seldust alls 20 bílar og samsvarar það 19% markaðshlutdeildar. Næstir á eftir honum koma Isuzu pic up, diesel alls 13 bílar og 12,5% markaðshlutdeildar og Nissan King Cab alls 12 bílar og 11,5% markaðshlutdeildar. Ef litið er á heildartölur vinnu- bíla hefur Bifreiðaumboðið Ingvar Helgason hf. selt flesta vinnubíla alls 46 bíla sem samsvarar 24% markaðshlutdeildar. Næstu bif- reiðaumboð þar á eftir er Veltir hf. með alls 29 bíla og 15% mark- aðshlutdeildar, Hekla hf. og SÍS með jafnmarga eða 24 bíla og 12,5% markaðshlutdeildar hvor fyrir sig.“ tel, að það verði alltof mikið þrengt að grunnskólanum. Ástandið er nefnilega hvergi nærri gott, þótt stundum sé svo látið í veðri vaka. Það er misskiln- ingur að það sé eitthvert afgangs húsnæði í austurbænum í Kópa- vogi. Við stefnum að því að skól- arnir verði einsetnir, að minnsta kosti þegar kemur upp á efra stig grunnskólans. Mjög þröngt er nú um ýmsa skólana. Digranesskóli og Snæ- landsskóli eru tl dæmis tvi- og þrísetnir. Það þarf því einnig að byggja mjög mikið við þá. Þær til- lögur sem núna liggja fyrir um að byggður verði nýr grunnskóli í austurbænum eru nú ekki burð- ugri en svo, að fyrstu árin er hon- um ætlað að vera í skúrum. Skúra- stefnan, sem svo hefur verið nefnd, er alls ekki boðleg og allra síst fyrir yngstu börnin. Þar að auki gera tillögur ráð fyrir því að mörgum bekkjum Digranesskóla verði skipt upp vegna breytinga á skólamörkum. Öll slík félagsleg röskun er óæskileg, svo að ekki sé meira sagt.“ Blaðið sneri sér einnig til Ing- ólfs A. Þorkelssonar, skólameist- ara Menntaskólans í Kópavogi. Ingólfur sagði, að ef Menntaskól- inn gæti ekki greitt úr húsnæðis- vandamálum sínum fyrir næsta haust, yrði skólinn að vísa fjölda nemenda frá. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið vegna þess að það væri á samningsstigi. ★ Haraldur Baldursson, Karl Magnússon og Einar Viðarsson, þrír Kópavogspiltar sem voru við starfskynningu á Mbl. í síðastlið- inni viku, sömdu þessa frétt. 0 INNLENT NeÖanjarðar- lestin og jazz á Borginni MÁNUDAGINN 25. apríl verður frumflutt á Hótel Borg leiksýning samtvinnuð jazztónleikum. Þeir sem að þessari sýningu standa eru Alþýðuleikhúsið og Tískuljónin — Quartetto di jazz. leikritið sem flutt verður heitir Neðanjarðarlest- in og er það eftir Imamu Amiri Baraka. Neðanjarðarlestin lýsir blíð- um og stríðum fundi svertingja og hvítrar konu í lest í iðrum New York-borgar. Höfundurinn Imamu Amiri Baraka er svartur Bandaríkjamaður. Hann fjallar um kynþáttavandamálið af mik- illi hörku, enda var hann með- limur Black Panther-samtak- anna. Leikendur í Neðanjarðarlest- inni eru tveir, þau Guðrún Gísla- dóttir og Sigurður Skúlason. Leikstjóri er Lárus Ýmir óskarsson, en Þór Elís Pálsson gerði leikmynd. Þýðinguna gerði Leikendur í Neðanjarðarlestinni, þau Guðrún Gísladóttir og Sigurður Skúlason. Morgunblaðið/ ÓI.K.M. Þorgeir Þorgeirsson. Jazzflokk- urinn Tískuljónin er sérstaklega stofnaður fyrir þessa sýningu. Flokkinn skipa Tómas R. Ein- arsson, Sveinbjörn I. Baldvins- son, Þorleifur Gíslason og Steingrímur óli Sigurðsson. Jazzinn verður leikinn fyrir, eft- ir og í sýningunni og geta sýn- ingargestir fengið framreiddar veitingar á meðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.