Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
FINNLAND
Rœtt við Lauri Prepula, forstjóra utanríkisverslunarsambands Finnlands:
„Höfum skapað okkur nafn
fyrir vandaða framleiðslu“
„SOVÉTRÍKIN eru enn þann dag í
dag langstærsti kaupandi fínnskrar
útfíutningsvöru," sagði Lauri Prep-
ula, forstjóri utanríkisverslunarsam-
bands Finnlands, er blm. raeddi við
hann í síðustu viku. Hann var þá ný-
kominn frá Leningrad, á leið til
V-Pýskalands daginn eftir, og hafði
því nóg á sinni könnu.
„Tengsl okkar við Sovétríkin eru
okkur ákaflega mikilvæg og við
höfum í kjölfar viðskiptasamnings,
sem undirritaður var fyrir nokkr-
um árum, aukið útflutning okkar
þangað stöðugt. Svíar voru lengst-
um okkar stærstu viðskiptavinir,
en hafa orðið að láta í minni pok-
ann fyrir Rússum. Bretar og
V-Þjóðverjar eru okkar stærstu
viðskiptavinir þar á eftir, en til
þessa hefur okkur ekki tekist að ná
nægilegri fótfestu í Bandaríkjun-
um.
Reyndar eru um 60 finnsk dótt-
urfyrirtæki í Bandaríkjunum og
um 25 í Kanada, en þessi markaður
er aðeins um 3% af heildarútflutn-
ingi okkar. Bandaríkjamarkaður
hefur verið mjög erfiður til þessa.“
Verulegt stökk varð ekki á út-
flutningi Finna fyrr en við stofnun
EFTA. Þá tók útflutningurinn
geysilegan kipp og síðan enn meiri
við tilkomu Efnahagsbandalagsins.
Þá var Prepula þeirrar skoðunar að
tengslin við Rússa væru ómetanleg
því þar nytu þeir tollfríðinda.
í fyrra fluttu Finnar vörur til
íslands fyrir 93,5 milljónir marka
Tólf stærstu við-
skiptalönd Finna
FINNAR skipta við fjölmargar þjóð-
ir víðs vegar um heiminn, en hér á
eftir getur að líta glænýjar tölur frá
utanríkisverslunarsambandi Finna
yfir viðskipti landsins við aðrar
þjóðir á síðasta ári. Við látum okkur
nægja að birta lista yfir 12 helstu
viðskiptaþjóðir Finna. Allar tölur
eru í milljónum marka.
Útflutn. Innflutn.
Sovétríkin 16.805 15.898
Svíþjóð 7.546 7.869
Bretland 6.828 4.712
V-Þýskal. 5.699 8.586
Noregur 3.058 1.385
Frakkland 2.486 2.023
Danmörk 2.282 1.504
Bandaríkin 2.007 3.908
Holland 1.926 1.714
Ítalía 1.134 1.707
Belgía 869 1.148
Sviss 838 1.059
eða um 370 milljónir íslenskra
króna. Útflutningur íslands til
Finnlands nam aftur á móti um 285
milljónum ísl. króna. Langstærsti
hluti þeirrar upphæðar fólst í fóð-
urvörum, en stærsti hluti útflutn-
ings Finna til okkar voru iðnaðar-
vörur á borð við pappír, timbur svo
og ýmiss vélabúnaður.
„Við erum ekki þeirrar skoðunar
að Finnar framleiði dýrar vörur al-
mennt séð,“ sagði Prepula. „Hins
vegar höfum við skapað okkur
ákveðið nafn fyrir vandaða fram-
leiðslu og það er nokkuð, sem við
viljum ekki fórna fyrir nokkurn
mun. Við teljum einnig að það hafi
sýnt sig mjög berlega, að stór hluti
vélabúnaðar, sem við höfum selt úr
landi, er mjög góð fjárfesting. Vil
ég þar sérstaklega nefna jarðbora
frá Tamrock, auk margs annars.
Við mætum mjög harðri sam-
keppni t.d. frá Norðmönnum og þá
sérstaklega Svíum í pappírsiðnaði,
en við erum almennt þeirrar skoð-
unar, að getum við boðið betri vöru
og verð en Svíar, séuum við mjög
vel settir. Samkeppnin hefur einnig
gert það að verkum, að nú er miklu
minna um norræna samvinnu en
var fyrir nokkrum árum. Þótt við
njótum harðar samkeppni frá hin-
um Norðurlöndunum er ég per-
sónulega þeirrar skoðunar, að sam-
keppni sé ákaflega heilbrigð á
frjálsum markaði.
Varðandi útflutning til fslands
höfum við ekki einsett okkur eitt
eða neitt. Við höfum hins vegar þá
stefnu að reyna að auka útflutning
okkaT til allra átta. Finnskar vörur
hafa nokkuð hátt markaðshlutfall
á íslandi því svo fá lönd telja það
vera þess virði að flytja út vörur til
þessarar fjarlægu eyju. Reynslan
hefur kennt okkur hið gagnstæða,
en sem betur fer hafa ekki margar
aðrar þjóðir gert sér grein fyrir
þeirri staðreynd, að miðað við
höfðatölu er íslenski markaðurinn
ótrúlega stór.
Helsta aukningin á undanförn-
um árum hefur orðið í finnskum
efnaiðnaði. Þetta er nokkuð sem
ekki er almennt vitað. Þá hefur
finnskur vélaiðnaður aukist hröð-
um skrefum og auðvitað stendur
timburiðnaðurinn alltaf fyrir
sínu.“
Finnar eru sjálfum sér ákaflega
nógir. Aðeins um þriðjungur allrar
heildarneyslu kemur utanfrá —
allt annað er framleitt innanlands.
Að sögn Prepula hefur uppbygging
útflutningsins verið með mjög eðli-
Skógariðnaður hefur ætíð verið mik-
ilvægasta atvinnugrein Finna. Stál-
iðnaður ýmiss konar sækir nú mjög
á.
legum og heilbrigðum hætti undan-
farin ár, en kunnugir hafa sagt mér
að það sé mjög honum að þakka, að
finnskar vörur nái nú í æ ríkari
mæli til áður óþekktra staða frá
sjónarhóli útflutningsins.
„Við Finnar lítum á okkur sem
mjög smáa þjóð og því er vafalítið
eins farið með ykkur Islendinga.
Því held ég að aukin tengsl þessara
þjóða, ekki bara innbyrðis heldur
og á öðrum mörkuðum, gætu fært
báðum aðilum stórauknar tekjur af
útflutningi," sagði Prepula í lokin.
HUSGÖGN
— GJAFAVARA
FINNSK
LISTHÖNNUN
Finnsk gæði.
linnea
Asko
5% sýningarafsláttur af öllum finnskum vörum.
r\ r.
/^sSsson hf. FINNSK26 4 -08 5
Hlln VORUKYNNING
Finnsk sýning
26.4.—08.5.
í verslun okkar, Laugavegi 13.
„Vonast eftir
útflutnings-
aukningu“
— segir Hannu Saalovara, yfirmaður markaðs-
sviðs iðnaðardeildar SOK
„Útflutningur okkar til íslands var
ekki nema um 1 milljón finnskra
marka á síðasta ári og þar af var
helmingurinn Panda-súkkulaði.
Hlutdeild okkar hefur minnkað lítil-
lega á íslenskum markaði undanfarin
ár og til samanburðar get ég nefnt að
við fluttum út fyrir 3 milljónir marka
árið 1980. Nú þegar við erum komnir
með fínnskan sendiherra á íslandi
vonast ég til að útflutningur okkar,
svo og annarra fínnskra útflytjenda,
aukist að mun,“ sagði Hannu Salova-
ara, yfírmaður markaðssviðs iðnað-
ardeildar SOK — einskonar SÍS
þeirra Finna.
Þótt líkja megi SOK að vissu leyti
við Sambandið er talsverður munur
þar á, ekki hvað síst sá, að SOK er
laust við öll pólitísk tengsl. SOK
sem er nýlega orðið 79 ára gamalt,
er þriðja stærsta fyrirtæki Finn-
lands með yfir 35.000 manns í sinni
þjónustu. Sjöundi hver Finni er
hluthafi í fyrirtækinu, en alls eru
þeir 660.000 talsins. Hlutabréfa-
fjöldinn er ótakmarkaður og hver
og einn getur keypt sér hlut. Bréfin
eru seld á 200 finnsk mörk stykkið.
Starfsemi SOK er geysilega öflug
og auðveldara er að nefna til þær
vörutegundir, sem ekki eru fram-
leiddar á vegum fyrirtækisins eða
dótturfyrirtækjanna, en allt það
sem SOK framleiðir. Þá rekur SOK
stærstu veitinga- og hótelakeðju á
Norðurlöndum, með um 60 hótel og
vel á fimmta hundrað veitingahús á
sínum snærum.
Blm. fékk að kynnast uppbygg-
ingu iðnaðardeildar fyrirtækisins,
en hún samanstendur af sex minni
deildum. Iðnaðardeildin er ein níu
aðaldeilda fyrirtækisins.
„I raun skiptist iðnaðardeildin
niður í 6 minni einingar. Til þess að
auðvelda flokkunina snúast þrjár
þeirra um matvæli og annað sem
hægt er að leggja sér til munns og
þrjár snúast um hluti s.s. fatnað,
húsgögn og eitt og annað í þeim
dúr,“ sagði Salovaara.
Á síðasta ári framleiddi mat-
vörudeildin fyrir 300 milljónir
finnskra marka og af þeirri tölu
voru ca. 13% flutt úr landi, aðallega
Panda-súkkulaði. Kornvörudeildin
framleiddi fyrir svipaða upphæð, en
nær öll framleiðslan fór á innan-
landsmarkað — aðeins 0,2% flutt
út. Þá framleiddi kaffibrennsla
SOK fyrir 195 milljónir marka —
allt á innanlandsmarkað — á síð-
asta ári. Finnar drekka allra þjóða
mest kaffi, eða um 11 kíló á hvert
mannsbarn.
Vefnaðar- og fatadeild SOK
framleiddi fyrir 180 milljónir
marka á síðasta ári og nær helm-
ingur, eða 48% fór til útflutnings.
Húsgagnadeildin framleiddi fyrir
153 milljónir og fimmtungur þess
var fluttur út. Loks er að nefna
íþrótta- og útiveruvörudeild, sem