Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
39
vel á sig komnir, þeir voru ekki
kvellisjúkir né vannærðir, þeir
entust vel og urðu yfirleitt langlíf-
ir. Var það eftirtektarvert hversu
líkamsheilsa þessara sjúklinga
var lengstum í góðu horfi.
Frá árinu 1954 var hætt að
mestu leyti að vista nýja geðsjúkl-
inga úr þessu byggðarlagi á deild-
inni, en fáeinir sjúklingar voru
teknir þangað af Kleppsspítalan-
um eftir það. Á síðustu árum hefir
sjúklingum þar fækkað mjög og
bíður geðdeildin raunar þess, að
verða lögð niður en ekki hefir
reynst unnt að vista sjúklinga
hennar annarstaðar enn sem kom-
ið er.
Nokkru eftir að sjúkraliða-
kennsla hóft við sjúkrahúsið á Ak-
ureyri lagði Jóhann fyrir sig
sjúkraliðanám í eitt ár samhliða
starfi sínu, lauk prófi og öðlaðist
full réttindi í þeirri starfsgrein.
í mörg ár aðstoðaði Jóhann
lækna við krufningar þær, sem
gerðar voru á sjúkrahúsinu.
Kynnti hann sér þau störf með
dvöl oftar en einu sinni á Rann-
sóknastofu Háskólans við Bar-
ónsstíg. Með þessari aðstoð sinni
létti Jóhann mjög á læknum
sjúkrahússins og sparaði þeim
tíma og fyrirhöfn við störf, sem
kannske lágu ekki beinlínis í
þeirra verkahring.
Yfirleitt komu störf Jóhanns við
sjúkrahúsið í góðar þarfir fyrir
starfslið þess, voru harðla gagnleg
og nauðsynleg. Með starfi sínu á
geðdeild sjúkrahússins létti hann
amstri og truflunum af lækna- og
hjúkrunarliði spítalans, svo að það
gat gefið sig óskipt að þeim verk-
efnum sem brýnni þóttu. I starfi
sínu á geðdeild sjúkrahússins naut
hann á seinni árum aðstoðar konu
sinnar, sem var hans hægri hönd
þar.
Sagt hefir verið að skáld og
listamenn séu irritabile genus, þ.e.
viðkvæmt kyn. Segja má að skap-
lyndi Jóhanns hafi verið þeirrar
gerðar. Hann var geðríkur tilfinn-
ingamaður, ör og viðkvæmur í
lund, hrifnæmur og skipti skjótt
skapi, veðrabrigði í huga hans
voru snögg. Kom honum þá að
góðu haldi, að hann átti þann
bakhjall sem eiginkona hans var.
Hún stóð við hlið hans í starfi og
lífi, studdi hann í meðvindi og
mótvindi, var alltaf í jafnvægi og
æðraðist ekki, þó að gæfi á bátinn.
Var Jóhann lánsmaður mikill í
hjónabandi sínu.
Líklegt má telja, að Jóhann
hefði náð langt á listamanna-
brautinni, ef hann hefði ungur
hlotið kennslu hjá bestu söngk-
ennurum erlendis, þá þjálfun
raddarinnar, sem söngvarar þurfa
að fá ef vel á að vera. Á síðustu
árum veittist honum sú gleði, að
upplifa það, að Kristján sonur
hans fékk menntun í söng við sitt
hæfi og hefir, svo sem kunnugt er,
hlotið mikla og verðskuldaða við-
urkenningu sem söngvari. Mun
það hafa verið Jóhanni nokkur
uppbót á því, sem hann fór á mis
við á unga aldri, því tækifæra-
leysi, sem setti hæfileikum hans
skorður á þroskaárum hans.
Sá, sem þetta ritar, átti sam-
starf með Jóhanni um langt árabil
og á ekki nema góðar endurminn-
ingar um hann. Hljóp þar aldrei
snurða á þráðinn. Nú, þegar hann
er horfinn sjónum, er hans saknað
af þeim, sem höfðu af honum
kynni. Fyrir hönd samstarfs-
manna hans eru honum vottaðar
þakkir fyrir langa og dygga þjón-
ustu við sjúkrahúsið á Ákureyri.
Ólafur Sigurösson
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgedeild
Skagfirðingafélagsins
Þriðjudaginn 19. apríl var
spilaður tvímenningur í tveimur
riðlum og urðu úrslit þessi:
A-riðill:
Björn Hermannsson —
Lárus Hermannsson Baldur Árnason — 121
Sveinn Sigurgeirsson Baldur Ásgeirsson — 119
Magnús Halldórsson B-riðill: Jón Andrésson — 116
Ragnar Björnsson Jón Hermannsson — 128
Ragnar Hansen Hjalti Kristjánsson — 117
Ragnar Hjálmarsson 113
Spilað verður á þriðjudögum
meðan aðsókn er eins góið og ver-
ið hefur og eru allir spilarar
velkomnir. Þá er spilafélögum
deildarinnar þakkað skemmti-
legt samstarf á vetrinum um leið
og öllum er óskað gleðilegs
sumars.
Frá Bridgefélagi
Selfoss og nágrennis
Tíunda og næstsíðasta umferð
aðalsveitakeppni félagsins var
sjjiluð fimmtudaginn 14. apríl sl.
Urslit urðu þessi:
Suðursveit —
Valeyjar Guðmundsd. 1—19
Sveit Brynjólfs Gestssonar —
Páls Árnasonar 13— 7
Sveit Þórðar Sigurðssonar —
Gunnars Þórðarsonar 5—15
Sveit Ragnars Óskarssonar —
Stefáns Garðarssonar 20— 0
Sveit Hrannars Erlingssonar —
Sigfúsar Þórðarsonar 0—20
Sveit Jóns B. Stefánssonar —
sveit Sigga 16— 4
Staðan að lokinni tíundu um-
ferð er þessi:
Sveit: stig
— Sigfúsar Þórðarsonar 179
— Þórðar Sigurðssonar 153
— Gunnars Þórðarsonar 140
— Brynjólfs Gestssonar 135
— Hrannars Erlingssonar 115
— Páls Árnasonar 95
— Jóns B. Stefánssonar 84
— Valeyjar Guðmundsdóttur 68
Hreyfill —
Bæjarleiðir
Board A Match-sveitakeppn-
inni er lokið með sigri sveitar
Birgis Sigurðssonar sem hlaut
229 stig. 12 sveitir tóku þátt í
keppninni og voru spilaðar 5 um-
ferðir.
Næstu sveitir:
Anton Guðjónsson 223
Cyrus Hjartarson 219
Daníel Halldórsson 213
Jón Sigurðsson 197
Guðjón Hansson 182
Meðalárangur 176
Næsta mánudagskvöld verður
bikarkeppni milli Hreyfils og
Bæjarleiða. Hefst keppnin kl. 20
í Hreyfilshúsinu.
Bridgefélag
Suðurnesja
Nú eru aðeins lokaumferðir
eftir í undankeppni meistara-
móts BFS og er keppnin sérlega
skemmtileg, 7 sveitir hafa mögu-
leika á að komast í lokakeppnina
og er staðan þessi, leikjafjöldi
fylgir með:
Haraldur Brynjólfsson 129 9
Alfreð Alfreðsson 127 9
Sigurður Brynjólfsson 124 10
Jóhannes Ellertsson 108 9
Einar Baxter 106 9
Grethe Iversen 101 8
Guðmundur Ingólfsson 98 9
Næst verður spilað mánudag.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 81960
WISAPANEL
Rásaður krossviöur
til inni- og útinotkunar
Þykkt 10 mm. Stærö 121x250 cm.
Finnsk gæöavara á hagstæöu veröi
BJÖRNINN
Skúlatúni 4. Sími 25150. Reykjavtk
HEFUR
OPNAÐ
1 Tryggvagötu við hliðina á Svörtu pönnunni
(þar sem bæjarins bestu hamborgarar fást, þið vitið).
SOUTHERN FRIED
CHICKEN bftakjúMingar
opið alla daga kl. 11-23.30.
Við höfum ekki fleiri orð um þetta. drífið ykkur
á staðinn, bragð er sögu ríkara!
IQúkObngastaðfxr
SOUTHERN
FRIED
CHICKEN
THYGGVAGOTU Sl'M116480