Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 Uppljóstranir í nýrri bók um frægasta morð hernámsáranna í Danmörku Myrða átti Poul Reumert í stað KajMimks Danski leikarinn Poul Reumert, mikill íslandsvinur og eiginmaður íslenzku leikkonunnar önnu Borg, var á „dauðalista" nazista. í nóvember 1943 átti að leiða hann fyrir aftökusveit nazista. Fulltrúi þýzku stjórnarinnar, dr. Werner Best, skarst í leikinn á síðustu stundu, eins og komið hefur fram ífrétt í blaðinu, og krafðist þess að Reumert yrði þyrmt af því að „honum þætti Reumert svo góður leikari’". í staðinn skaut aftökusveit nazista prestinn, leikritahöfundinn og skáldið Kaj Munk. Þetta er ein af mörgum uppljóstrunum, sem koma fram í bók eftir danskan lýðháskólamann, Bjarne Nielsen Brovst. Bókin kemur út í haust ogfœr nafnið "Morðið á Kaj Munk ". Eins og fram kemur í dönskum blöðum vekur það ekki síður at- hygli að í bókinni afhjúpar höf- undurinn manninn, sem var „fræðilegur morðingi" Kaj Munks, eins og hann orðar það. Þessi maður var Hans Wásche, menningarmálafulltrúi Þjóðverja í Danmörku. Hann stóð að því ásamt dr. Werner Best og SS-for- ingjanum Rudolf Milner að ákveð- ið var að taka Kaj Munk af lífi til þess að sýna að andspyrnan gegn hernámsliði Þjóðverja borgaði sig ekki. Hans Wásche er önnur aðal- sögupersóna bókarinnar af tveim- ur að því er fram kemur í blaða- viðtali við hítfundinn. Aðdáandi Hitlers „Það eru fyrst og fremst árang- ursrík bréfaskipti við dr. Werner Best, sem hafa gert það að verkum að mér hefur tekizt að grafa upp þessar nýju upplýsingar," segir hann. „í bókinni segi ég frá örlögum þessara tveggja manna, prestsins Kaj Munks og Þjóðverjans Hans Wásche, sem höfðu hitzt fyrir 1943. Það merkilega er að Munk og Wásche höfðu í grundvallaratrið- um sömu trú á „friðar-einræðis- herranum“ Adolf Hitler 1 upphafi, á árunum 1920 til 1921. Báðir voru hugfangnir af mik- ilmennum sögunnar, mönnum á borð við Cæsar og Hannibal," seg- ir hann enn fremur. „Þetta er í meginatriðum undirrót þess hat- urs, sem Wásche lagði á Kaj Munk — það að Kaj Munk, sem Wásche dáði, sveik hugsjónir æskuáranna. Árið 1920 var Hans Wásche starfandi kennari í þýzka skólan- um Sankt Petri f Kaupmannahöfn. Rétt hjá, í Larslejrstræde, bjó ungur guðfræðistúdent, Kaj Munk að nafni. Heita má víst að þeir hafi hitzt einhvern tíma um þessar mundir og það hefur örugglega gerzt f dansk-þýzka klúbbnum, þar sem rithöfundarnir Johannes V. Jen- sen og Harald Bergsted voru einn- ig tíðir gestir. Á tímabilinu 1921 til 1930 fór Wásche aftur til Þýzkalands og gekk í Nazistaflokkinn. Hann kom síðan aftur til Danmerkur áður en Hitler komst til valda. Að þessu sinni gerðist hann fastur starfs- maður þýzka skólans í Kaup- mannahöfn." Tökubarn Kaj Munk var fæddur 13. janúar 1898 í Maribo. Hann var skírður Kaj Harald Leiniger Petersen og var einkasonur sútarameistara, en missti báða foreldra sfna. Þegar hann var fimm ára tóku barnlaus Poul Reumert og Niels Bohr. „æskulýðsmálaráðherra". Það var enginn annar en Wásche, sem tók við bréfinu og svaraði þvf. Skömmu sfðar skildu leiðir þessara tveggja manna. Kaj Munk hóf upp raust sina gegn nazisman- um og dvöl þýzkra hersveita f Danmörku. Það rann upp fyrir honum að bjargföst trú hans á mannkærleika gat ekki átt sam- leið með Gyðingaofsóknum naz- ista og hann varð stöðugt ómyrk- ari í máli. Hatur Wásche á Kaj Munk jókst því meir sem Munk hafði sig f frammi til þess að mótmæla her- námi Þjóðverja. Haustið 1943 hafði andspyrnan gegn nazistum í Danmörku smátt og smátt náð hámarki. Æðstu ráðamenn nazista i Þýzkalandi og Danmörku höfðu smám saman gert sér grein fyrir því að hatur Dana á Þjóðverjum jókst með hverjum manni úr andspyrnu- hreyfingunni, sem Þjóðverjar tóku aflffi. Yfirmenn nazista vildu reyna eitthvað nýtt. Þá hófust alvarleg- ar umræður um það að finna Frí Stadilö i VesturJótíandi, skammt M Vederuö þar sem Kaj Munk rar þjónandi prestur. hjón, sem bjuggu á hjáleigu, hann í fóstur og hann tók nafn þeirra. Fósturforeldrarnir héldu hon- um að bóknámi og vildu að hann lærði til prests. Trúarlegt and- rúmsloft mótaði hann og aðstoð- arprestur, Oscar Geismar kapell- án í Tirsted, opnaði fyrir honum heim skáldskaparins. Þegar hann var 19 ára nemandi f Dómkirkjuskólanum í Nyköbing samdi hann fyrsta leikrit sitt, „Pílatus". Hann tók mikinn þátt í félagslífi stúdenta þegar hann stundaði háskólanám f guðfræði. Hann varð prestur í Vedersö á vesturströnd Jótlands 1924 og kvæntist ungri stúlku úr nágrenn- inu. Hann var mjög vel látinn og vinsæll prestur og hlaut mikið lof fyrir kvæði sín og leikrit, þótt hann væri nokkuð umdeildur. Þeir sem höfðu mest áhrif á hann voru Oehlenschláger, Ibsen og Shake- speare. Hann valdi oft söguleg við- fangsefni til að varpa ljósi á sí- gildar eða algildar hugmyndir. Dramatísk leikrit hans hleyptu nýju lffi í danskt leikhúslíf. Hann skrifaði mikið í blöð og fáir Danir þóttu gæddir eins góð- um blaðamennskuhæfileikum og hann. En hann var stundum gagn- rýndur fyrir of leikræna tilburði, sem voru m.a. sagðir stafa af þvf að hann væri prestur. Dýrkun Munks á mikilmennum var honum mikil uppspretta í leik- ritagerð, en leiddi hann út í að- dáun hans á einræðisherrum. Sú aðdáun kólnaði þegar Þjóðverjar hertóku Danmörku. Fyrsta sviðsetta verk hans, „En Idealist" (1928) lýsir baráttu og hruni ofurmennisins. Það leikrit gekk illa í fyrstu uppfærslu, en fékk góðar viðtökur þegar það var sýnt aftur tíu árum síðar. Leikrit hans fjölluðu m.a. um Hinrik VIII, prest sem er hikandi í trúnni en vill koma þjóðfélaginu að gagni með boðun trúarinnar, Mussolini og herferð hans f Ab- yssiníu, Gyðingavandamálið og c|fsóknir einræðisherra gegn anda og sannleika, Sigbrit og Kristján II, trúar- og þjóðernishreyfingu Grundtvigs o.fl. Frægasta og bezta leikrit hans er líklega „Orðið" ((1932), sem er þekkt hér á landi. Áf öðrum verk- um hans má nefna „Cant" (1931), „Hina útvöldu" (1933), sem hann kallaði kristilegasta verk sitt, „Sigurinn" (1936) og „Niels Ebbe- sen“ (1942). Þjóðverjar stöðvuðu sýningu síðastnefnda leikritsins, en það var fært upp aftur 1945. Það fjall- ar um andlegt viðnám föðurlands- vina gegn þýzkum harðstjóra. Munk sendi auk þess frá sér smá- sögur, ritgerðasöfn, ljóðmæli, safn predikana og minningarbókina „Foraaret saa sagte kommer" (1942), sem er mjög persónulegt rit. Munk var sístarfandi og tók þátt í umræðum um flest mikil- væg málefni í Danmörku, ekki sízt stjórnmál. Þátttaka hans i þessum umræðum mótaðist mjög af andúð hans á lýðræði, en þegar þýzka hernámið breytti afstöðu hans reis hann óttalaus gegn nazistum. Fimleika-nazistinn Síðustu „jákvæðu" samskipti þýzka menningarmálafulltrúans Wásche og Kaj Munk áttu sér stað þegar Munk sendi þýzku hernáms- stjórninni bréf. Þar lagði hann til að fimleikahetja, sem hallaðist að nazistum, Niels Buch Ollerup, yrði þyrfti einhvern „mikinn menning- armann" og láta hann gjalda and- spyrnunnar í stað ungra og óþekktra manna úr andspyrnu- hreyfingunni, sem höfðu verið líf- látnir fram til þessa. „Skipunin kom beint frá Berlín í októíbr/nóvember 1943,“ segir Bjarne Nielsen Brovst: „Hitler vildi binda enda á and- spyrnuna í eitt skipti fyrir öll. Mörg nöfn voru nefnd á fundi dr. Werner Best, Hans Wásche og SS-foringjans Rudolf Milner, sem var nýkominn frá austurvígstöðv- unum. Smám saman beindist talið að tveimur hugsanlegum fórnar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.