Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 Morgunblaðið/ Helgi Hallvarðsson Rússneski flotinn er nú aftur kominn á karfamiðin á Reykjaneshrygg, rétt utan landhelginnar. Nú eru þar um 45 togarar og tvö móðurskip. Hér má sjá tvo togaranna við móðurskipið og sá þriðji bíður þess að komast að. 45 rússneskir togarar á veiðum á Reykjaneshrygg FJÖLDI erlendra fiskiskipa er nú að ýmsum veiðum rétt utan landhelg- innar að sögn Landhelgisgæzlunnar, bæði á Dornbanka og Reykjanes- hrygg. 44 eða 45 rússneskir togarar eru að djúpkarfaveiðum á Reykja- neshrygg rétt utan 200 mflna mark- anna og eru þar að auki tvö stór móðurskip. Ekki er Ijóst hvernig veiðar þeirra ganga, en hafrann- sóknaskipið Hafþór er nú á leið á þessi mið til könnunar. Á sama tíma Morgunblaðið/ KÖE Prórannir eru framundan hjá stúdentsefnum. Að venju gera menn sér glaðan dag áður en próflesturinn hefst og hér má sjá líflegan hóp stúdentsefna úr Flensborgarskól- anum, sem heimsótti ritstjórnarskrifstofur Mbl. í fyrra var mikill fjöldi rússneskra togara á sömu slóðum, en íslend- ingar töldu það ekki svara kostnaði að stunda veiðar þar. Þá er fjöldi erlendra skipa á veiðum á Dornbanka, sem er vest- ur af Bjargtöngum, rétt utan mið- línunnar þar. Tveir mjög stórir þýzkir togarar eru þar, líklega á spærlings- eða kolmunnaveiðum og Frakkar, Færeyingar, Danir, Grænlendingar og Norðmenn eru þar á rækjuveiðum. Engin íslenzk skip eru þar að veiðum. ítalskur skiptinemi ber út Morgunblaðið í Keflavík: „Allir skipti- nemar fara héð- an með söknuði“ ,;Mér hefur liðið vel hér, en hingað til lands kom ég 7. ágúst. Eg reyndi að komast til Ameríku, en þegar það gekk ekki upp var ég fljót að taka því að koma hingað til lands. Ég hafði lært aðeins um ísland í skóla, til dæmis um Geysi, Vatnajök- ul og þorskastríðin,“ sagði Roberta Bianconi, 17 ára gömul ítölsk stúlka, sem dvalist hefur sem skiptinemi hjá hjónunum Davíð Eyrbekk og Sigurlaugu Gunnarsdóttur í Keflavík, þeg- ar Morgunblaðið hitti hana að máli fyrir stuttu, en Roberta hefur meðal annars borið út Morgunblaðið í allan vetur. „Skólinn hér er miklu frjáls- ari en á Ítalíu, til dæmis er hægt að velja talsverrt hvað maður vill leggja stund á, sem ekki er hægt á Ítalíu. Skólinn þar er einnig miklu formlegri, allir umgengnishættir eru miklu frjálsari hér og ég kann betur við það. Því þykir mér skólinn hér skemmtilegri og fjölbreyttari. Ég er frá 75 þúsund manna bæ á Mið-Ítalíu um 3 klukku- stunda akstur suður frá Rim- ini. Þar er nokkuð kalt á vet- urna miðað við sumrin, en varla kalt á mælikvarða ís- lendinga. Mannlífið er öðru vísi og umhverfið líka. Þar eru tré og mikið um hunda, sem eru bannaðir hér í Keflavík. Húsin eru gömul og sveitin allt í kring sem tekur við strax og komið er út fyrir bæinn. Fólkið er einnig ólíkt. Á ít- alíu er menn stressaðri heldur en hér á landi. Hér ríkir miklu meira frjálsræði, það er meira eftirlit haft með manni á ít- alíu. Fólk er hér mjög á móti ofbeldi í hvaða mynd sem er og það ber heldur ekki tilfinn- ingarnar utan á sér. Ég meina ekki að þeir séu kaldir, heldur öðru vísi, allir segja líka að lt- alir séu blóðheitir. Umferðin er gott dæmi um það, ef svínað er á ítala blótar hann og lætur öllum illum látum, en íslend- ingurinn ypptir öxlum. Heimir Hannesson, framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs: Aukinn áhugi á íslands- ferðum í Bandaríkjunum FYRSTU þrjá mánuði þessa árs komu alls 18.020 innlend- ir og erlendir ferðamenn hingað til lands. A síðasta ári var samsvarandi tala 18.064. Alls komu til landsins í fyrra tæplega 80.000 ferðalangar. Talsverðrar aukningar á ferðamönnum hingað frá Bandaríkjunum er að vænta á þessu ári í kjölfar aukinnar kynningarstarfsemi, að sögn Heimis Hannessonar, fram- kvæmdastjóra Ferðamála- ráðs. Að sögn Heimis Hannesson- ar eru fyrstu þrír mánuðir árs- ins venjulega þeir lökustu hvað þetta snertir og tölur í þeim varla marktækar þegar áætlað- ur er heildarfjöldi ferðamanna á árinu öllu. Hér sé helzt um að ræða ráðstefnur og fundahöld Bráðabirgðalagalán ríkisstjórnarinnar til útgerðarfyrirtækja: Dugir fyrir vanskila- vöxtum í einn mánuð Heildarvanskilaskuldir útgerðar eru liðlega 2.500 milljónir króna VANSKIL útgerðarfyrirtækja hafa verið mikið til umræðu að undan- förnu, en samkvæmt upplýsingum Mbl., nema heildarvanskilaskuldir þeirra um 2.500 milljónum króna. í sjávarútvegi eru nú liðlega 15.000 starfsmenn, þannig að van- skilaskuldir útgerðarinnar eru um 165.000 krónur á hvern einasta starfsmann. Það þýðir að van- skilaskuldir útgerðarinnar nema um það bil árslaunum hvers ein- asta starfsmanns útgerðarinnar. Undanfarnar vikur hefur verið mikið þjarkað um að iána fyrir- tækjunum um 120 milljónir króna, sem er aðeins dropi í hafið. Sem dæmi má nefna, að vanskilavextir af 2.500 milljóna króna vanskila- skuldum útgerðarinnar eru um 125 milljónir króna á mánuði, þannig að hið nýja lán nægir vart til að borga það. Á sama tíma og rætt er um þessar 120 milljónir króna, er að koma að gjalddaga á 500 milljóna króna láni útgerðarfyrirtækja, sem þau fengu sl. haust. Þar er afborgunin um 100 milljónir króna, en verðbætur og vextir um 200 milljónir króna. Hlíðaskóli: Lyftur fyrir fatlaða sett- ar upp í skólanum Fræðsluráð hefur sam- þykkt að setja upp palla- lyftur í Hiíðaskóla, en fatlaðir nemendur hafa átt í miklum erfiðleikum með að komast ferða sinna inn- an skólans, vegna skorts á lyftum þar. Þessi samþykkt var gerð samhljóða í Fræðsluráði og var á fundinum sam- þykkt að óska eftir því við borgarráð að bygginga- deild borgarinnar verði falið að framkvæma þessar breytingar, en bygginga- deild hefur útfært hug- myndina um byggingu lyftanna. Hér er um að ræða lyftur í báða efri stiga skólans. erlendra manna og geti þá skipt máli hvort örfáar ráðstefnur falli niður eins og varð á þessu ári. Þá sagði Heimir, að bókan- ir fyrir árið í heild litu vel út og alltaf væri nokkur aukning á bókunum í apríl. Á hinn bóginn væri útlit fyrir sömu þróun og á síðasta ári, það er að erlendir ferðamenn sæktust í auknum mæli eftir ódýrustu ferðamögu- leikunum hér og kæmi það nokkuð niður á betri hótelun- um. Þá væru nú nokkrir óvissu- þættir, sérstaklega hvað varð- aði ferðamenn frá Frakklandi vegna takmarkana á gjaldeyri þar í landi og einnig hvaða áhrif það hefði, að nú yrðu tvær ferjur í gangi á milli Islands og annarra landa í Norður-Evr- ópu. Miklar vonir væru bundnar við aukna kynningastarfsemi í Bandaríkjunum og á síðasta ári hefðu bréflegar fyrirspurnir um íslandsferðir þar aukizt um 83% og símafyrirspurnir um 25% á sama tíma og fyrir- spurnir um ferðir til hinna Norðurlandanna hefðu dregizt saman um 26%. Bein aukning ferðamanna frá Bandaríkjun- um hefði í fyrra verið 16 til 17% en 5% samdráttur hefði orðið á ferðum manna hingað frá Evrópu. Heimir sagði, að svo virtist sem þessi þróun héldi áfram og væru menn því hóflega bjart- sýnir hvað varðaði ferða- mannastrauminn hingað á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.