Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 $»r0mjjM&§iií§> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnus Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið. Hafnarfjörður Hafnarfjörður fékk kaupstað- arréttindi 1. júní 1908, fyrir réttum 75 árum. Hann hafði þá lengi verið löggiltur verzlunar- staður og var raunar helzti verzl- unarstaður landsins á fyrri hluta einokunartímabilsins, eða lung- ann af 17. öldinni. Raetur þéttbýlis í Hafnarfirði ná þó mun lengra aftur í þjóðarsöguna. Staðarins er fyrst getið í skráðum heimildum um 1400. Lega hans og góð haf nar- skilyrði frá náttúrunnar hendi, gerðu hann að einni helztu verzl- unar- og fiskveiðihöfn landsins. Enskir og þýzkir sjómenn og kaupmenn bjuggu þar um sig á 15. og 16. öld, unz einokunartímabilið batt enda á þarveru þeirra. Fyrsta tilraun íslendinga til þilskipaútgerðar var gerð frá Hafnarfirði 1753—59 á vegum Skúla Magnússonar. Árið 1794 hóf Bjarni Sívertsen verzlun, útgerð og skipasmíðar í Hafnarfirði, en hann hefur verið kallaður „faðir Hafnarfjarðar". Stytta af honun stendur í skrúðgarði Hafnarfjarð- ar, Hellisgerði. Frumkvæði Skúla og Bjarna varð kveikjan að framtaki heima- manna, sem hófu blómlega þil- skipaútgerð á 19. öldinni. Fyrsti togarinn, sem kom til landsins, var og gerður út frá Hafnarfirði 1905—1908. Árið 1915 var síðan keyptur nýr togari til Hafnar- fjarðar. Síðan hefur togaraútgerð verið gildur þáttur í atvinnulífi staðarins. Alla 19. öldina og fram á líðandi stund hafa fiskveiðar og fiskvinnsla verið hornsteinn í af- komu byggðar og bæjarbúa. Hafnarfjörður hefur ekki ein- vörðungu verið athafnabær á sviði sjávarútvegs. Fleiri og fleiri stoð- um hefur og verið skotið undir at- vinnu og afkomu fólks. Nú er svo komið að fáir staðir státa af jafn mikilli breidd í starfstækifærum. Jafnmargir Hafnfirðingar vinna t.d. í dag við ál, járnblendi, málm- og skipasmíði og við veiðar og vinnslu. Þar er og staðsettur margvíslegur þjónustu- og fram- leiðsluiðnaður, m.a. eina raftækja- verksmiðjan í landinu. Hafnarfjörður er jafnframt gamalgróinn skólabær og menn- ingarpláss. Þar hefur þróazt fjöl- skrúðugt félagsstarf og mannlíf, sem gefur staðnum reisn. í tilefni 75 ára kaupstaðaraf- mælis efndu Hafnfirðingar til fjölbreyttrar afmælishátíðar, sem þeir tengdu norrænu vinabæja- móti. Morgunblaðið árnar Hafn- arfirði og Hafnfirðingum heilla í tilefni kaupstaðarafmælisins. Þórarinn gegn Þórarni Þórarinn Þórarinsson, bezti leiðarahöfundur landsins samkvæmt flokkssamþykkt fram- sóknar, er kominn í ritdeilu við sjálfan sig í leiðurum Tímans. Deilan stendur um það, hvort sú niðurstaða í leiðara föstudaginn 26. maí 1983 hafi verið rétt, að hin nýja ríkisstjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar taki við þjóðarbúinu í verra ástandi en nokkur önnur ríkisstjórn í hálfa öld. í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins á sunnudag var bent á þessar vangaveltur Þórarins Þór- arinssonar og þessi setning tekin úr forystugrein hans: „Síðustu 50 árin hefur ríkisstjórn ekki komið til valda undir erfiðari kringum- stæðum ... " en framhald hennar var hjá Þórarni „ .. þegar undan eru skildar ríkisstjórn Hermanns Jónassonar, sem kom til valda sumarið 1934, og ríkisstjórn Stef- áns Jóhanns Stefánssonar, sem tók við völdum í ársbyrjun 1947." Skrifar Þórarinn heila forystu- grein í Tímann í gær og gagnrýnir ritstjóra Morgunblaðsins harðlega fyrir að sleppa þessari viðbót sinni við versta viðskilnaðinn í hálfa öld. Ber greinin í gær öll merki þess, að Þórarinn hafi lent í hin- um mestu erfiðleikum á heima- slóðum vegna þess að svo rækilega hefur verið vakin athygli á hinni sögulegu yfirlýsingu hans föstu- daginn 26. maí. En Þórarin Þórar- insson munar ekkert um að lenda í ritdeilum við sjálfan sig og ætti hann ekki að skamma ritstjóra Morgunblaðsins heldur þakka þeim fyrir að hafa gefið sér tæki- færi til að skrifa sig frá hinni sögulegu yfirlýsingu 26. maí, sem augsýnilega hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum sem samþykktu á flokksþinginu, að Þórarinn væri besti leiðarahöfundur landsins. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar er 19. ráðuneytið sem myndað er undanfarin 50 ár. Mið- að við allar þær sennur sem orðið hafa í kringum ríkisstjórnaskipti á þessum tíma og þær yfirlýsingar um vondan viðskilnað fráfarandi ríkisstjórna, ekki síst í Tímanum undir ritstjórn Þórarins Þórar- inssonar, er það óneitanlega mjög söguleg niðurstaða að hann skuli komast að því núna, þegar hann lítur yfir hálfa öld, að þjóðarbúið hafi aldrei verið verr komið nema kannski tvisvar á þessum tíma. í fyrra skiptið eftir kreppuna miklu og í hið síðara á óvissutímanum mikla eftir síðari heimsstyrjöld- ina, þegar eftirvæntingin var svo mikil að ekki var unnt að hafa hemil á eyðslu þess gjaldeyris sem aflað var á stríðsárunum. ítrekað skal að þessi vondi viðskilnaður nú að mati málgagns Framsóknarflokksins er meðal annars og ekki sízt afleiðing þess að framsóknarmenn hafa setið í stjórn frá 14. júlí 1971, ef undan eru skildir fjórir mánuðir í kring- um áramótin 1979/80 þegar kratar reyndu sig í minnihlutastjórn með hlutleysi Sjálfstæðisflokksins. Fram til þessa hafa margir les- endur Tímans og Þórarins Þórar- inssonar áreiðanlega verið þeirrar skoðunar, að viðskilnaður við- reisnarstjórnarinnar, samstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks, sem sat frá 1959 til 1971, hafi verið hinn versti í allri ís- landssögunni. í tilefni af stjórn- armyndun Steingríms Hermanns- sonar minnist Þórarinn Þórar- insson þó ekki einu orði á viðskiln- aðinn 1971 og verður fróðlegt að sjá hvernig hann skrifar sig frá þeirri flokkspólitísku yfirsjón á næstu dögum og vikum í ritdeilu við sjálfan sig. M/ S Edda kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn í gærkvöldi: Um 400 farþegar fóru í jómfrúferð skipsins FARÞEGASKIPIÐ Edda kom til Reykjavíkur í gærkvöldi og hélt síðan í sína jómfrúferð á miðnætti áleiðis til Newcastle í Englandi og Bremerhaven í Vestur-Þýzka- landi. Með skipinu fóru um 400 farþegar og 120 manna áhöfn, sem er að hluta til íslenzk. Það er fyrirtækið Far- skip hf. sem rekur skipið, en það er í eigu Eimskipafélags íslands og Hafskips. Edda verður í vikulegum ferðum í sumar milli Reykjavíkur, Newcastle og Bremarhaven og getur flutt allt að 900 farþega og 160 bfla. Allar götur síðan Eimskipa- ferja, smíðuð í Frakklandi 1972 félagið seldi Gullfoss árið 1973 hafa verið raddir um að æskilegt væri að hafa farþegaskip í förum milli íslands og Evrópulanda. Lengst af var talið að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir slíkt skip, en eftir að algengt varð að menn ferðuðust með bíla sína milli landa hefur viðhorfið breytzt og því var ákveðið að gera þessa tilraun yfir sumar- mánuðina. Edda er 7.800 tonna lúxus- samkvæmt ströngustu kröfum Lloyd's. Hún getur gengið 20 sjó- mílur á klukkustund og er með svokallaða stöðugleikaugga, sem draga mjög úr öllum veltingi. Skipið getur flutt 900 farþega eins og áður sagði og allt að 160 bíla. Skipið var upphaflega smíðuð til siglinga milli Stokk- hólms og Helsinki og er í raun fljótandi hótel, búið öllum þæg- indum fyrir farþega. Þar má nefna fjölbreytta matsölustaði, Frá móttökuathöfn um borö í ms. Eddu f Sundahöfn í gærkviíldi. Morgunblaðio/ Guðjón næturklúbb, kvikmyndahús, banka, símstöð, rakarastofu, læknisþjónustu og fríhafnar- verzlun. Viðkomustaðir voru vandlega valdir að sögn Farskipsmanna með hliðsjón af því, hvað væri bezt fyrir flesta farþega. Akstur á iandi kostar það mikla peninga og því var talið æskilegt að stytta akstursleiðina eins og kostur var. Bremarhaven er ákj- ósanlegur staður til að hefja Evrópuferð á og Newcastle er mjög miðsvæðis í Bretlandi. Þess má geta, að starfsfólk í veitingasölum er íslenzkt, svo og í flestum þjónustustöðvum þessa fljótandi hótels. Farskip hefur staðið fyrir um- fangsmikilli landkynningu og söluherferð erlendis undanfarna mánuði. Þar má nefna að fyrir- tækið hefur umboðsmenn í flest- um löndum Mið- og Norður- Evrópu. Það hefur tekið þátt í þremur stærri sýningum erlend- is fyrir ferðaskrifstofumenn, gefið út bæklinga á fimm tungu- málum og tekizt að f á f ram mikil og jákvæð skrif um land og þjóð í erlendum tímaritum og blöð- um. Þetta hefur m.a. haft þau áhrif, að sala hefur gengið mjög vel, enda þótt umtalsverður samdráttur sé í ferðalögum í Evrópu. Ekki er enn ljost hve margir útlendingar muni taka sér far með Eddu til og frá land- inu í sumar, en allt bendir til að þeir verði yfir 3.000 talsins. Farskipsmenn sögðu að ýmsir hefðu látið í ljósi ótta við hinn mikla fjölda erlendra ferða- manna, sem koma mun til lands- ins í sumar á eigin bifreiðum. Hefur verið á það bent, að við- kvæmum gróðri landsins og ýmsum náttúruminjum kunni að stafa aukin hætta af átroðningi fólks, sem lítið skynbragð ber á íslenzka náttúru. Farskip hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr þessari hættu. Um borð í skipinu verða þann tíma sem búizt er við er- lendum ferðamönnum hingað menn frá Náttúruverndarráði og Ferðamálaráði, sem munu veita útlendingunum upplýsingar um landið og hversu viðkvæmt það er í umgengni. Vonast Far- skipsmenn til þess að þessi ný- breytni komi bæði náttúruvernd og ferðamálum hérlendis til góða og verði til eftirbreytni öðr- um þeim, sem annast flutninga erlendra ferðamanna hingað. Edda ó.slar inn Sundin í átt *d Sundabtffn sfodegja (ga»r. Morgunblaðið/ KEE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.