Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Sfldarsöltun nemur 160.000 tunnum: Búast má við stöðvun söltunar innan fárra daga - segir í fréttabréfi frá Sfldarútvegsnefnd ÁÆTLAÐ var að í gærkvöldi yrði lokið við að salta í um 160.000 tunnur af síld og er þá eftir að salta í um 50.000 tunnur upp í gerða samninga. Síðastliðið laugardagskvöld nam heildarsöltunin 145.549 tunnum. í frétta- bréfi Sfldarútvegsnefndar, sem sent var út í gær, segðir meðal annars að búast megi við því, að stöðva verði söltun innan fárra daga. í fréttabréfinu segir ennfremur, að síldveiðarnar austanlands hafi gengið illa, það sem af er vertíð, og vonir manna um að úr rætist þar eystra fari nú dvínandi. Aftur á móti hafi veiðzt vel af smásíld annað veifið við Suðurströndina. Smásíldarveiðar hafi hafizt um miðjan október í nánd við Grinda- vík og Herdísarvík og virðist síld- in nú gengin austur um og veiðist aðallega austan Hornafjarðar. Svo sem kunnugt sé hafi mestur hluti þeirrar síldar, sem á land er komin, farið til söltunar. Áætlað Bjarni K. Bjarnason forseti Félagsdóms Bjarni K. Bjarnason borgardóm- ari hefur verið skipaður forseti Fé- lagsdóms og er hann skipaður af Hæstarétti. Aðrir í dóminum eru Björn Helgason hæstaréttarritari, skipaður af Hæstarétti, Gunnlaug- ur Briem yfirsakadómari, skipaður af félagsmálaráðherra, Gunnar Guðmundsson hdl., skipaður af Vinnuveitendasambandi fslands, og Árni Guðjónsson hrl., skipaður af Alþýðusambandi íslands. sé, að um 60% af heildaraflanum til þessa hafi verið smásíld, sem ekki hefði verið unnt að nýta til manneldis, ef fyrirframsamningar við Sovétríkin hefðu ekki náðst. Þrátt fyrir fyrirframsamninga um mikið magn af saltsíid á yfir- standandi vertíð hafi áfram verið unnið að því að ná samningum um viðbótarsölu, meðal annars við Sovétríkin. Horfur á viðbótar- samningum séu ekki góðar og bú- ast megi við að söltun verði stöðv- uð innan fárra daga, verði veiði svipuð og síðastliðinn sólarhring. Grindavík er nú hæsti söltun- arstaðurinn með 32.465 tunnur síðastliðið laugardagskvöld, en saltað hefur verið á fjölmörgum stöðum. Síðastliðið laugardags- Sfldarsöltun hjá Gjögri hf. í Grinda- vík. Morgunblaðið/ Friöþjófur kvöld var skipting söltunar eftir- farandi eftir stöðum: Siglufjöröur Olafsfjöröur Y'opnafjöróur Borgarfjörður SeyóLsfjöróur Noröfjöröur Eskifjöróur Reyöarfjöróur Fáskrúösfjöróur Stöövarfjöróur BreiödaLsvík Djúpivogur Hornafjöróur Vestmannaeyjar Þorlákshöfn Grindavík Keflavfk liafnarfjöróur Reykjavík Akranes 663 630 1.615 51 9.244 6.084 15.235 4.609 9.350 172 3.042 9.036 16.726 11.983 10.843 32.465 5.175 25 1.858 6.743 Hollustuvemd ríkisins: Hundahald í þéttbýli óæskilegt frá heilbrigðis- og hreinlætissjónarmiði „Heilbrigðisyfirvöld eru á móti hundahaldi í þéttbýli, og 75—80% íbúa einnig samkvæmt skoðana- könnunum, og ég tel sveitar- stjórnamönnum ekki stætt á öðru en að taka tillit til þessara stað- reynda,“ sagði Þórhallur Hall- dórsson, forstöðumaður hjá Holl- ustuvernd ríkisins í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. — Tilefnið var að Hollustuvernd sendi nýlega ýmsum aðilum grein- argerð um hundahald, þar sem segir að hundahald í þéttbýli teljist óæskilegt frá hreinlætis- og heil- brigðissjónarmiði. „Það er mitt mat að reynslan sýni að það sé tóm blekking að hægt sé að leyfa takmarkað hundahald í þéttbýli," sagði Þórhallur ennfremur. „Og með því að framfylgja ekki settum reglum er verið að ýta undir virðingarleysi fyrir gildandi lög- um, auk þess sem hundahald er oft orsök illvígra nágranna- deilna." í bréfi Hollustuverndar, sem áður er sagt frá, segir svo meðal annars: „Það er skoðun stofnunarinn- ar að hundahald í þéttbýli sé óæskilegt, frá heilbrigðis- og hreinlætissjónarmiði. Hunda- hald veldur iðulega sóðaskap og ónæði, auk þess sem það getur verið slysavaldur, orsakað sýk- ingu, t.d. sullaveiki, ormaveiki (spóluormar, hakaormar), hundafár (leptospirosis), eiturdoppusótt (toxoplasmosis), hringkyrfi, hundaæði, salmon- ellasýkingar og ofnæmi, sem reynst hefur vaxandi vandamál, einkum meðal barna. Reynsla þeirra sveitarfélaga sem leyft hafa takmarkað hundahald er mjög misjöfn. Víð- ast hefur ekki tekist að halda í heiðri settar reglur og fjöídi hunda hefur farið vaxandi. Þá ætti reynsla annarra þjóða af hundahaldi í þéttbýli að vera víti til varnaðar fyrir okkur Islend- inga og hvati til forvarnar- starfs." UPP MEÐ SÓLGLERAUGUN Það getur vel verið að verslanirnar við Laugaveginn séu búnar að taka niður fulla sólgleraugnastandana eftir rigningar- sumarið og setja þá bakvið. En þú skalt setja upp sólgleraugun og gangaí Kanarí- klúbb Flugleiða, Útsýnar, Úrvals og Samvinnuferða/Landsýnar! Við fljúgum til Las Palmas á Gran Canaría f beinu leiguflugi á þriggja vikna fresti frá og með 14. desember og vikulega frá 2. nóvember í áætlunarflugi um London þar sem hægt er að hafa viðdvöl í bakaleiðinni. Við bjóðum úrval frábærra gististaða: hótel íbúðir með 1 eða 2 svefnherbergjum, hótelherbergi og smáhýsi með 1 eða 2 svefnherbergjum. Við bjóðum dvöl í: 1,2, 3, 4, 6, 9 eða jafnvel 24 vikur! Við bjóðum hagstætt verð: Frá 19.460.- kr. í eina viku og frá 22.155.- kr. í þrjárvikur, miðað við 2 í hótelíbúð. 21 vika á Broncémar miðað við 2 í íbúð kostar aðeins 78.000.- kr. Þú kemur heim 9. maí! Þú sérð Kanaríeyjar í réttu Ijósi f gegnum gleraugun! URVAL ÚTSÝN Samvinnuferdir Landsýn FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.