Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Tónlistardagar Dómkirkjunnar: Arne Rodvelt Olsen held- ur orgeltónleika í kvöld Eins og áöur hefur komið fram hér í blaðinu, hefjast tónlistardagar Dómkirkjunnar með orgeltónleikum í kirkjunni í kvöld kl. 8.30. Það er dómorganistinn í Tönsberg í Noregi, sem leikur þar 11 kóralforleiki eftir Johannes Brahms, tónskáldið sem kynnt verður sérstaklega á þessum tónlistardögum. Auk forleikjanna verða á dagskránni verk eftir J.S. Bach og César Franck. Arne Rodvelt Olsen Arne Rodvelt Olsen er fæddur í Flekkefjord í Noregi 1949. Hann lagði stund á kirkjutónlist við Tónlistarháskólann í Osló og Kon- unglega danska tónlistarháskól- ann í Kaupmannahöfn. Hann lauk prófi í Osló 1972. Aðalkennari hans í orgelleik var Björn F. Boy- sen og í tónsmíðum Finn Morten- sen. Svo tók við tveggja ára ein- leiksnám í Höfn. Þar var Finn Videro leiðbeinandi hans. Hann naut þar einnig frekari tilsagnar í píanó- og semballeik ásamt tón- smíðum og hélt sína fyrstu sjálf- stæðu orgeltónleika í Kaup- mannahöfn og Osló 1974. Þá tók við dómorganistastarf í Bodö 1975—1978, en síðan í Töns- berg. Arne Rodvelt Olsen hefur hald- ið fjölda tónleika, einkum í Nor- egi, en einnig í Danmörku, Sví- þjóð, Finnlandi og Bandaríkjun- um. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til tónleika- halds. Það er von þeirra, sem að tónlistardögum Dómkirkjunnar standa, að unnendur orgeltónlist- ar fjölmenni til tónleikanna í Dómkirkjunni í kvöld og njóti þess að heyra viðurkenndan listamann frá frændþjóð okkar leika hina sí- gildu tónlist á drottningu hljóð- færanna. (Frá Dómkirkjunni.) Jólakort Styrktar- félags van- gefinna Mörg undanfarin ár hefur Styrktarfélag vangefinna gefið út jólakort. í þetta skipti eru kortin eftir myndum Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Allur ágóði af sölu kortanna að þessu sinni rennur til byggingar fjögurra raðhúsa, sem starfrækt verða sem heimili fyrir þroska- hefta. Á næstu dögum verða jólakortin boðin til kaups og er það von fé- lagsins að sölufólkinu verði vel tekið. Jólakortin eru greinilega merkt félaginu. Kortin eru til sölu í verzluninni Kúnst, Laugavegi 40, og skrifstofu styrktarfélagsins, Háteigsvegi 6. Bókaútgáfan Iðunn: Unglingabókin „Lúlla rænt“ komin út IÐUNN hefur gefið út nýja bók um mjólkurpóstinn Lúlla eftir breska unglingabókahöfundinn E.W. Hildick. Nefnist hún Lúlla rænt og er fjórða bókin um Lúlla sem út kemur á íslensku, en auk þeirra hafa tvær aðrar bækur höf- undar verið þýddar. En um efni sögunnar segir svo á kápubaki: „Varla voru þeir fyrr lentir á Kennedy-flugvelli, en þeir voru orðnir fangar miskunnar- lausra ofbeldismanna sem kröfð- ust geipimikils lausnargjalds og þess að þrír hryðjuverkamenn yrðu látnir lausir úr fangelsi. Lögreglan beggja vegna Atlants- hafs stóð ráðþrota. Hver stóð að baki ráninu? En Lúlli er klók- ur...“ E.W. Hildick hefur samið meira en fjörutíu bækur fyrir börn og unglinga. Fyrir fyrstu bókina um Lúlla hlaut hann hin svonefndu H.C. Andersen-verðlaun. Lúlla rænt þýddi Álfheiður Kjartans- dóttir. Bókin er i 29 köflum, 182 blaðsíður. Oddi prentaði. Nýja útvarpshúsið í byggingu. Járnbrautar- stöð í miðbænum - eftir Hrafn Gunnlaugsson Hér fer á eftir erindi, sem Hrafn Gunnlaugsson flutti á ráðstefnu Bandalags ísl. listamanna um listir og fjölmiðlun. Getur listin haslað sér völl inn- an fjölmiðlanna? Svar mitt er ein- falt: Listin getur haslað sér þar völl, en fjölmiðillinn sjálfur getur aldrei búið til list. Guðbergur Bergsson hefur bent á að list og fjölmiðlun séu í eðli sínu algerar andstæður, listin er eintal sálarinnar, fæðist í huga eins iistamanns, en fjölmiðillinn er framleiðslutæki hávaðans sem er ætlað að seðja allan fjöldann. Þrátt fyrir sannleikann f þess- ari hugsun Guðbergs, er þar með ekki útilokað að listin geti haslað sér völl innan fjölmiðlanna, þótt fjölmiðlarnir sjálfir verði aldrei færir um að búa til list. Ef ég heimfæri þessa hugsun upp á kvikmyndagerðina, þá listgrein sem ég tala hér fyrir, og reyni jafnvel að einfalda hugsunina enn frekar, þá lítur dæmið svona út: Fjölmiðillinn íslenska sjónvarpið er þannig uppbyggt, að það getur ekki búið til listaverk sjálft, hins vegar er ekkert sem hindrar að það geti sent út listaverk sem ein- stakir listamenn hafa búið til. En þau verk geta ekki fæðst innan veggja fjölmiðilsins sjálfs; ein- faldlega vegna þess að hann er byggður upp eins og hver annar fjölmiðill: stimpilklukkan, papp- írsflóðið, stofnanatregðan og allar þær hömlur sem fylgja slíku bákni sliga á endanum hverja tilraun til listrænnar sköpunar, hversu vel sem reynt er að standa að henni. Sú staðreynd ein, að við ráðn- ingu myndatökumanna í upptöku- sal er þess krafist að umsækjend- ur hafi símvirkjapróf, en mynd- listarnám eða þekking á myndlist skiptir þar næsta engu, segir næstum allt. Að komponera mynd og gera við símtæki — hvað á það sameiginlegt? Óteljandi dæmi í þessa veru má rekja um hvernig fjölmiðillinn er byggður upp og hvers vegna hann er í alla staði vanhæfur til að búa til listaverk. En ég sé ekki ástæðu til að rekja þau hér; að ætla sjónvarpinu að búa til kvikmyndalistaverk innan veggja sinna, er álíka fjarlægt og ætla íslenskudeild Háskólans að framleiða bókmenntir. Stofnun býr ekki til bókmenntir. Það gera rithöfundar. Sjónvarpið býr ekki til kvikmyndir. Það gera kvik- myndastjórar. En stofnun getur búið til bók, þótt sú bók verði aldr- ei bókmenntir, og sjónvarpið getur búið til „kvikmynd', en sú kvik- mynd verður aldrei listaverk. Hrafn Gunnlaugsson „Jú, einfaldlega vegna þess, að eigin reynsla hefur sannfært mig um að það eina sem sjón- varpið getur gert til að efla íslenska kvik- myndalist sé að bjóða út alla meiriháttar dag- skrárgerð til sjálfstæðra kvikmyndagerðar- manna sem geta unnið eftir þeim lögmálum sem hvert listaverk verður að lúta.“ En hvers vegna er ég að velta þessum samlíkingum fyrir mér, ég sem hef sjálfur leikstýrt og starf- að að fjölda verka innan sjón- varpsins. Jú, einfaldlega vegna þess, að eigin reynsla hefur sann- fært mig um að það eina sem sjón- varpið getur gert til að efla ís- lenska kvikmyndalist sé að bjóða út alla meiriháttar dagskrárgerð til sjálfstæðra kvikmyndagerð- armanna sem geta unnið eftir þeim lögmálum sem hvert lista- verk verður að lúta. Stofnun getur aldrei aðlagað sig þeim lögmálum. Reynsla annarra þjóða sýnir að útboð sjónvarpsefnis, og þá sér- staklega leikins efnis, hefur fætt af sér betri og fjölbreyttari verk, auk þess sem þau hafa reynst miklu ódýrari í framleiðslu miðað við gæði. Nú er starfandi hér fjöldi kvikmyndagerðarmanna sem gæti tekið allt dagskrárefni sjónvarpsins í útboðsvinnu og unnið það bæði betur og ódýrar en stofnunin sjálf. Ég vil í þessu sambandi minna á samþykkt sem gerð var á síðasta aðalfundi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda og var þessi tillaga samþykkt einróma. Tillagan var svohljóðandi: Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda skorar á menntamálaráðherra, útvarpsstjóra og Útvarpsráð að beita sér fyrir því að kvikmyndagerð verði boðin út við sjónvarpið, og á það sérstaklega við um leikin verkefni. Vonandi skilja ráðamenn þess- arar þjóðar hvert stefnir: listin getur haslað sér völl innan fjöl- miðlanna, en fjölmiðlarnir fram- leiða ekki list. Samt er verið að byKgja stærsta fjölmiðil sem risið hefur hér á landi í Nýja miðbæn- um: útvarpshúsið. Ekki stuðlar slíkt bákn að auknu frelsi eða auknu útboði. Hvers vegna er ver- ið að byggja hið risavaxna út- varpshús í Nýja miðbænum? Er þar á ferðinni hróplegasta tíma- skekkja sem ríkjandi valdakyn- slóð á eftir að skilja eftir sig? Gera menn sér grein fyrir að nýja útvarpshúsið er álíka mikil tíma- skekkja og ef reist yrði hér járnbrautarstöð. En nýja út- varpshúsið er ekki bara tíma- skekkja, því húsbákninu fylgir sú hætta, að útvega verði bákninu fóður til að melta. Og hvað verður þá um hugmyndir kvikmynda- gerðarmanna um útboð á dag- skrárefni. Það húsnæði, sem sjón- varpið býr við í dag, er meira en nógu stórt, ef ekki of stórt. Sá upptökusalur sem sjónvarpið ræður yfir stendur auður meira og minna flesta daga. Fyrir hvern er þá verið að byggja? Á útvarpshús- ið að verða stærsta minnismerki steinrunninna hugmynda sem reist hefur verið hér á landi: Hin kalda steinsteypta hönd stóra- bróður sem kyrkir allt í greip sinni. Eigi ég eina ósk til handa list- grein minni, kvikmyndagerðinni, á þessari ráðstefnu, er hún sú, að sjónvarpið hleypi lífi í kvik- myndagerðina með útboði á ís- lenskum verkefnum, en láti vera að framleiða það sem það getur ekki, og að ungir frískir ráðamenn stöðvi nú þegar byggingu járn- brautarstöðvarinnar I Nýja mið- bænum. Hrtfn Gunnlaugsson er rithöfund- ur og krikmyndnleikstjóri, og er jnfnfnmt ritari Bnndalaga ís- leaskra tistamaaaa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.