Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 34

Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Að miða ökuhraða við að- stæður — hvað er nú það? — eftir Magnús Jónsson Nú stendur yfir norrænt um- ferðaröryggisár, og mikill áróður hafður uppi í fjölmiðlum til að reyna að fækka slysum í umferð vorri. Flest er þar af skynsemi sagt og vonandi ber það tilætlaðan árangur. Þar er oft minnst á þá gömlu og góðu reglu, að miða hraða við aðstæður, og er þá vænt- anlega átt við, að tillit sé tekið til ástands vegar og bíls, umferðar- þunga, veðurs, ástands ökumanns o.fl. o.fl. Yfirleitt er þar forðast að nefna leyfðan hámarkshraða utan þéttbýlis, enda væru menn þá komnir í mótsögn við fyrrnefnda gullnu reglu. Flestir ökumenn vita, að það fer alla jafna ekki saman að miða hraða við aðstæð- ur og fara að settum reglum um leyfilegan hámarkshraða. Hér- lendis eru hámarkshraðareglur á þjóðvegum svo fáránlegar, að ekki er ástæða til að fara eftir þeim nema svartur og hvítur bíll sé í augsýn. Ég þekki a.m.k. ekki nokk- urn ökumann, sem ekki brýtur þessi lög í flest skipti sem hann er á ferð utan þéttbýlis. Brot á lögum ætti auðvitað að vera háalvarlegt mál, en ekki sjálfsagt mál eins og raun er á hér á landi. Við skulum líta á nokkur dæmi um fáránleika þessara reglna. Að- eins örfá dæmi verða tekin hér, en vafalítið mætti skrifa heila bók um ósamræmi og heimsku í títt- nefndum reglum. 1. Þegar reglan um leyfilegan há- markshraða utan þéttbýlis, 70 km/ klst., var sett, var meiri- hluti bíla þannig, að erfitt var að aka þeim öllu hraðar en 70 km/ klst. Vegir hér voru víðast svo bágbornir, að ekki var hægt að mætast nema með tilfæring- um, beygjur og blindhæðir hvar sem hægt var að koma þeim fyrir, og holur á stærð við vaskafat frekar regla en undan- tekning. Við flestar brýr voru krappar beygjur og holur og stökkbretti við brúarsporðana. Á aðalvegum landsins hefur orðið bylting á síðustu 10 árum, einkum á síðustu 2—4 árum. Nú er t.d. um þriðjungur af leiðinni milli Ákureyrar og Reykjavíkur með bundnu slit- lagi auk allra annarra bóta sem orðið hafa á þeim vegi á síðustu árum. Á allri þessari leið er há- markshraði ennþá 70 km/ klst., ef undan eru skildir fyrstu 30 km frá Reykjavík. Þetta heitir víst að taka tillit til aðstæðna. 2. Sami hámarkshraði er leyfður á niðurgröfnum, einbreiðum vegum, t.d. á Tröllatunguheiði og á tveggja akbrauta malbik- uðum vegum, beinum og hæð- arlitlum, eins og t.d. er í Hrúta- firði eða í A-Húnavatnssýslu frá Vatnsdal að Blönduósi. Þetta heitir auðvitað að taka tillit til aðstæðna. 3. Víða í þéttbýli er samræmið jafn yfirþyrmandi eða hitt þó heldur. í Reykjavík er t.d. al- mennt leyft að aka á 50 km/ klst. Á þessu er nýlega orðin breyting í gamla Vestur- bænum, og er það vel, þar sem þar hefur verið tekið tillit til aðstæðna. Hins vegar er alveg fáránlegt að á Laugavegi skuli leyft að aka á 50 km/ klst. en 60 km/ klst. á Kringlumýrarbraut. Væri það ekki ögn meira í sam- ræmi við aðstæður að hafa 30 km/ klst. á Laugavegi en 80 á Kringlumýrarbraut? Miklu meira mætti taka, en þetta skal látið nægja að sinni. Ég hef alllengi haft í huga að hreyfa þessum málum, án þess að hafa látið verða af því fyrr. Það sem kom mér af stað var atvik, sem átti sér stað í síðasta mánuði. Þá var ég tekinn fyrir ólöglegan hraðaakstur í Hrútafirði á 95 km/ klst. Þetta er venjulegur ferðahraði minn á góðum vegum „í stuttu samtali okkar kom merkilegur hlutur fram: Hefði ég verið á 90 km/ klst. var ekkert við hraða minn að athuga, þótt leyfilegur hámarks- hraði þarna væri 70 km/ klst. Bentu þeir á þá staðreynd, að færu þeir að lögum, þyrfti að stöðva hvern bíl. Einhvers staðar yrðu þeir því að setja mörkin. Mjög svo eðlileg vinnubrögð í ómögulegri aðstöðu, eða hvað?“ við bestu aðstæður, enda tel ég mig miða hraðann við aðstæður. Auðvitað var ég óhress yfir þessu og því fámáll við þá ágætu menn, sem hafa það ömurlega hlutskipti að framfylgja heimskulegum hraðareglum. í stuttu samtali okkar kom merkilegur hlutur fram: Hefði ég verið á 90 km/ klst. var ekkert við hraða minn að at- huga, þótt leyfilegur hámarkshraði þarna væri 70 km/ klst. Bentu þeir á þá staðreynd, að færu þeir að lögum, þyrfti að stöðva hvern bíl. Einhvers staðar yrðu þeir því að setja mörkin. Mjög svo eðlileg vinnubrögð í ómögulegri aðstöðu, eða hvað? Því lengur sem ég hugsaði um þetta atvik, þeim mun ákveðnari varð ég í að reyna að gera eitthvað til að vekja athygli á þessum fár- ánleika. Eg get ekki ímyndað mér, að löglegt sé að lögreglan eða ein- stakir lögreglumenn ákveði hversu mikið lögbrot megi fremja áður en þeir grípa í taumana. Eða hvernig lítist fólki á það, að inn- brot yrðu ekki refsiverð nema þýf- ið færi yfir 2000 kr., svo dæmi sé tekið? Ég hef hugleitt að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort lögreglunni sé það heimilt að veifa brosandi til ökumanna, sem þeir mæta á 90 km/ klst. en sekta þá um stórfé sem eru á 91 km/ klst., þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/ klst. Ekki .bætir það ástand þessara mála, ef önnur lögregla í öðrum umdæmum stöðvar menn við sömu aðstæður, séu þeir á 71 km/ klst. Þá er ekki einu sinni samræmi í vitleysunni. Að ak$ eftir aðstæðum er góð regla og gáfuleg, en regla um al- mennan hámarkshraða andstæða hennar hvort sem sá almenni há- markshraði er 70 km/ klst. eða eitthvað annað. Leyfilegan há- markshraða á að miða við aðstæð- ur og hann á að breytast ef niður- gröfnu krókóttu „einstigi" er breytt í breiðan, beinan og mal- bikaðan veg. Slíkur vegur er ekki betri en sá fyrri eins og ætla mætti, þar sem verið er að hækka hraðamörk úr 70 í 80 km/ klst. Hámarkshraðamörk á vegum eiga að miðast við ytri aðstæður og miðast við þær bestu. Það væri auðvitað engin skynsemi í að setja 10 á malbikaða vegi, þó stundum verði að aka þá á 10 km/ klst., t.d. í hálku að vetrarlagi. „Innri að- stæður" verða síðan ökumenn að meta, sjálfa sig og bílinn. Hafa menn t.d. hugleitt að það er hættulegra að aka Skoda á 50 km/ klst. en Mercedes á 80 km/ klst.? (Sænsk prófun frá 1979 leiddi í Ijós, að snögg hálfhrings- færsla á stýrinu í Skoda snéri ilj- um ökumanns upp.) Hafa menn athugað, hvort þeir sem eru teknir fyrir „of hraðan" akstur utan þéttbýiis séu meiri slysavaldar í umferðinni en aðrir? Hafa menn hugleitt það, að á íslandi er einhver hæsta slysa- tíðni í Evrópu, en lægsti leyfilegi hámarkshraði utan þéttbýlis? Hafa menn hugleitt, hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða lög, sem nánast enginn virðir, ekki einu sinni lögreglan né löggjafinn, hvort sem er í starfi eða utan þess? Kirkjan er nú að endurskoða lög frá 13. öld. Þarf að bíða jafn lengi eftir endurskoðun á lögum um umferðarhraða? Hafa menn hugleitt tilgang hraðaskilta meðfram vegum? Er- lendis hafa þessi skilti mikið leiðbeiningargildi. Hérlendis kitla þau gjarnan hláturtaugarnar og viðhalda kannske góða skapinu i umferðinni. Eitt skemmtilegasta skilti, sem ég hef séð í seinni tíð, var við brú yfir Norðurá í Borg- arfirði, skammt neðan við Forna- hvamm. Þar var til skamms tíma léleg brú með trégólfi og brúin byggð eftir gamla laginu: beygja og blindhæð í aðkeyrslunni. Hafði ég oft farið þarna um og ekki orðið var neinna hraðaskilta. Svo er það í eitt skipti á ferð minni milli Ák- ureyrar og Reykjavíkur, að skammt frá þessari brú birtist skilti, sem á stendur 10. Hvað er nú, hugsa ég, og snarhægi ferðina. Hefur nú gamla brúin hrunið og verður að aka ána? Allir vita að maður ekur óbrúaðar ár og spræn- ur á minna en 10 km/ klst. Svo kom sannleikurinn í ljós: Brúin var á sínum stað, og engin sjáan- leg breyting frá því síðast, er ég ók þarna um á 30—40 km/ klst. Gerði ég slíkt hið sama nú. Af hverju var ekki sett „-10“ eða „vinsamleg- ast gangið"? Eða var skiltið sett fyrir vegheflastjóra eða jafnvel hagamýs? Spyr sá sem ekki veit. Ég var í góðu skapi það sem eftir var ferðarinnar. Magnús Jónsson er reðurfræðing- ur að mennt og starfar nú sem kennari rið Menntaskóiann á Ak- ureyri. Útflutningsuppbætur 60% hærri en verðmæti útfluttra landbúnaðarvara Á síöastliðnu ári voru greiddar útflutningsuppbæt- ur 172 milljónir króna, sam- kvæmt nýútkomnum ríkis- reikningi fyrir þaö ár, á sama tíma og verðmæti útfluttra landbúnaðarvara var 107 milljónir króna. Var því mun meira greitt með þessum af- uröum en fyrir þær fékkst á erlendum markaði. Þetta kom fram í erindi sem Björn Matthíasson hagfræðingur flutti á fundi hjá Landsmála- félaginu Verði fyrir skömmu um nýjar leiðir í verðmyndun landbúnaðarafurða. í máli Björns kom einnig fram að niðurgreiðslur land- búnaðarvara hér innanlands voru á árinu 1982 806 milljón- ir króna og til samans væru „niðurgreiðslur ofan í íslend- inga og útlendinga" 987 millj- ónir króna á því ári, eða 10,3% af heildarreksturs- gjöldum ríkissjóðs á A-hluta á því ári. Björn sagði: „Menn gera sér almennt ekki grein fyrir, hvað svona stjarnfræði- lega háar upphæðir eins og 987 milljónir króna þýða, enda er ekki gott að setja þær - sagði Björn Matthíasson hagfræðingur á Varð- arfundi um verðmyndunarkerfi landbúnaðarvara MorjfunhlaAiA/RAX. Frá fundi Landmálafélagsins Varðar um nýjar leiðir í verðmyndun landbúnaðarafurða. Framsöguræður fluttu Björn Vlatthíasson hagfræðingur: „Verðmyndunarkerfí landbúnaðarins og afíeiðingar þess.“ Gunnar Jóhannesson bóndi: „Nýjar leiðir í landbúnaði" og Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður: ,.Ný stjórnunarviðhorf í landbúnaði.“ Á eftir urðu líflegar umræður og ekki höfðu allir sömu skoðanir á landbúnaðarmálum og framsögumenn. Á myndinni sést hluti fundarmanna, en Eyjólfur Konráð Jónsson er í ræðustóli. í samband við neina pen- ingastærð í heimilisrekstri. Hins vegar er hægt að bera hana saman við ýmsar stærð- ir í ríkisrekstrinum. Þá kem- ur ýmislegt í ljós. Eins og til dæmis það, að ef þessar niðurgreiðslur yrðu felldar niður, væri hægt að lækka alla tekjuskatta um 64% miðað við tölur síðastlið- ins árs. Eða, ef halda ætti í tekjuskattana, væri hægt að lækka söluskatt um rúm 27%, sem svarar því, að hann lækk- aði um ca. 6V2 stig eða niður í 17%. Á útgjaldahliðinni svar- ar þessi upphæð til um 63% af öllum ríkisútgjöldum til menntamála eða til um 28% af öllum útgjöldum til heil- brigðis- og tryggingamála." í erindi sínu ræddi Björn um ýmsa þætti landbúnað- arskipulagsins. Hann sagði m.a.: „Ég hygg, að tími sé kominn til að hverfa frá nú- verandi verðákvörðun sex- mannanefndar og taka heldur upp algjörlega frjálsan mark- að, þar sem bæði bændur væru fjrálsir að selja beint til neytenda og vinnslustöðvar væru frjálsar að keppa sín í milli. Slíkt kerfi hefði marga kosti. í fyrsta lagi mundi það sjálfsagt auka vöruval og bæta aðgang seljenda að kaupendum um leið og það væri kaupendum í hag, að seljendur sæktust eftir þeim. Það mundi hvetja hina fram-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.