Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 21 Framleiðslunni er pakkað undir nafni kaupenda sé þess óskað. Hér hefur verið pakkað fyrir McDonald’s. eru svæði þar sem atvinnuleysi hefur verið viðvarandi og er styrknum ætlað að ráða bót á slíku að einhverju leyti. Byggingu verksmiðjunnar er lokið og nú hefur að mestu leyti verið gengið frá lóð fyrirtækis- ins. Útflutningur til Bret- lands aukist verulega Bretland hefur frá upphafi starfsemi SH verið helsta mark- aðslandið fyrir frystar sjávaraf- urðir. Heildarútflutningur frystra sjávarafurða frá íslandi til Bretlands var árið 1976 innan við þrjú þúsund lestir, en árið 1982 var heildarútflutningurinn orðinn 24.352,5 lestir. Hlutdeild SH í útflutningnum árið 1982 var 61,5%. Breski markaðurinn hefur ver- ið einn mikilvægasti markaður íslendinga fyrir fiskafurðir, að sögn forráðamanna SH, og er þar einkum um að ræða ísfisk, fryst- ar sjávarafurðir, lýsi, mjöl og fleira. Fiskveiðideilur þjóðanna ollu nokkrum erfiðleikum í viðskiptum, en með samkomulagi Breta og íslendinga um 200 mílna fiskveiðilögsögu árið 1976, hófust eðlileg viðskipti að nýju. Allar aðgerðir Islendinga í fiskveiðilögsögumálum, fyrst ár- ið 1952, hafa valdið óánægju áhrifamanna í breskri togaraút- gerð, sem höfðu sterk ítök í fisk- iðnaðinum og vörudreifingu. Áttu Islendingar lengi í erfið- leikum vegna samkeppnisstöð- unnar vegna þess að þeir stóðu utan markaðsbandalaga Evrópu og þar af leiðandi hárra tolla á íslenskum fiski í Bretlandi, eftir að Bretar hófu þátttöku í markaðssamvinnu Evrópuríkja. Við lausn landhelgisdeilunnar vorið 1976 breyttist söluaðstaðan til hins betra og naut þá ísland að fullu aðildar að EFTA og samningum við EBE. Þrátt fvrir erfiðleika í sam- skiptum Islendinga og Breta af áðurgreindum ástæðum hefur SH ætíð haft sölustarfsemi á þessum markaði og unnið er að eflingu markaðsstarfseminnar í Bretlandi. Er bygging verksmiðj- unnar í Grimsby einn þáttur í þeirri viðleitni. Á síðasta ári var andvirði seldra fiskafurða SH í Bretlandi rúmlega 440,3 milljónir króna, en útflutningurinn í tonnum nam tæpum 15.000, en heildarútflutn- ingur nam 24.352,5 tonnum, eins og áður sagði. Hins vegar var heildarútflutningur SH árið 1976 til Bretlands 2.577 tonn, þannig að um mikla aukningu hefur ver- ið að ræða á þessu tímabili. Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi rekur auk verksmiðj- unnar í Grimsby 6 verslanir í London, en eins og áður er getið hefur SH selt flestar búðirnar sem reknar voru undir nafni Snax Ross Ltd. Framkvæmdastjóri verksmiðj- unnar í Grimsby er Ólafur Guð- mundsson, en í stjórn fyrirtækis- ins sitja eftirtaldir: R. Storry Deans, lögfræðingur, en hann er formaður. Aðrir stjórnarmenn eru: Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri, Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri, Ólafur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri og Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri. Þessi teikning er úr sér- stöku kynningarriti um ís- land, sem fylgdi með einu nóvemberhefta tímaritsins Time. Er myndin teiknuð af þekktum teiknara, John Thirsk, en myndin er úr hinni nýju verksmiðju SH í Grimsby. >//. i //: t i / S/ Saga Hafnarfjarðar 1. bindi komið út ÚT ER komið fyrsta bindi af þremur af Sögu Hafnarfjarðar 1908—1983, sem Asgeir Guðmundsson sagnfræð- ingur hefur skráð af tilefni 75 ára kaupstaðarafmælis Hafnarfjarðar. Skuggsjá gefur bókina út, og í frétta- tilkynningu frá forlaginu segir: Öll þrjú bindin verða milli 1200 og 1300 blaðsíður, í stóru broti, og í ritinu verða yfir 1000 ljósmyndir auk korta og uppdrátta. Saga Hafnarfjarðar er hér rakin frá upphafi og fram til af- mælis bæjarins, sem var hinn 1. júní sl. í fyrsta bindi ritsins, því sem út er komið, er eftirfarandi efni: Formáli höfundarins. Inngangur, sem fjallar um sögu bæjarins fram til 1908. Hafnarfjörður verður kaupstaður. Bæjarstjórn í Hafnarfirði 1908—1983. Hafnarfjarðarkjör- dæmi. Lögsagnarumdæmi Hafnar- fjarðar. Bæjarlandið. Krísuvík. Skipulagsmál. Fjármál. Hafnarfjarð- arhöfn. Atvinnumál. I öðru bindi ritsins er fjallað um: Rafmagnsmál. Hitaveitu. Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Slökkvilið Hafnarfjarðar. Lög- gæzlu. Skólamál. Iþróttir. Heil- brigðismál. Kirkjumál. — Annað bindi ritsins kemur út síðast í þessum mánuði. f þriðja bindi, sem kemur út í aprílmánuði á næsta ári, verður fjallað um: Stéttarfélög. Verzlun og viðskipti. Tónlistarmál. Menn- ingar- og félagsstarfsemi. Sam- göngu- og vegamál. Prentsmiðjur og útgáfustarfsemi. Félagsmála- stofnun og æskulýðsstarfsemi. Æviágrip bæjarstjóra og bæjar- fulltrúa. Myndskrá. Nafnaskrá. Heildarefnisyfirlit. Saga Hafnarfjarðar 1908—1983 verður, þegar öll þrjú bindin eru komin út, eitt mesta rit sinnar tegundar, sem út hefur verið gefið hérlendis. Fyrir utan hinn óhemju mikla fróðleik um Hafnarfjörð, sem texti ritsins hefur að geyma, segir hið mikla magn ljósmynda, korta og uppdrátta sína sögu. Myndirnar í Sögu Hafnarfjarðar 1908—1983 er sett, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar hf. Káputeikningu gerði Þóra Dal. Stjórn og trúnaðarráö Félags Velunnara Borgarspítalans ásamt hjúkrunar- forstjóra. Á myndinni eru frá vinstri: Sitjandi: Sigurlín Gunnarsdóttir hjúkr- unarforstjóri, Egill Skúli Ingibergsson formaður félagsins, Ólafur Þ. Jónsson formaöur læknaráös og yfirlæknir Bsp. Standandi: Hafsteinn Guömundsson, Gerður Hjörleifsdóttir ritari FVB, Bjarki Elíasson, Áslaug Boucher, Sr. Tóm- as Sveinsson, Elínborg Ingólfsdóttir, Bergljót Ingólfsdóttir, Brynjólfur Jóns- son gjaldkeri FVB, Otto A. Michelsen, Helga Gröndal, Gunnar Sigurösson. Á myndina vantar: Árna Grétar Finnsson, Birgi ísleif Gunnarsson, Kölla Malmquist, Sigríöi Lister, Víöi Þorgrímsson og Þóri Daníelsson. Borgarspítalanum af- hent myndbandstæki FÉLAG velunnara Borgarspítalans afhenti 11. október sl. Borgarspítal- anum aö gjöf myndbandstæki. Tók Sigurlfn Gunnarsdóttir hjúkrunar- forstjóri viö gjöfinni fyrir hönd spít- alans og sjúklinga. Tækið er ætlað til afþreyingar fyrir sjúklinga spitalans í Foss- vogi, en það verður einnig notað á röntgendeild spítalans til rann- sóknarstarfa. Þá vinnur félag vel- unnara Borgarspítalans nú að því að útvega 30 myndbandstitla með sérstöku efni til sýningar á spítal- anum. (Úr fréttatilkynninjíu.) „Margs konar dagar“ Eftir Rune Belsvik KOMIN er út ný bók eftir ungan norskan rithöfund, Rune Belsvik. Nefnist hún „Margs konar dagar" og er í þýöingu Guðna Kolbeinsson- ar. I frétt frá Æskunni, sem gefur bókina út, segir m.a.: „Bókin fjallar um krakka í fiski- þorpi í Norður-Noregi. Höfundur- inn situr í stofunni heima hjá sér og horfir yfir bæinn. Hann lýsir því hvað krakkarnir hafast að. Það eru margs konar dagar sem líða hjá ... — spennandi dagar þegar leynilögreglufélög eru stofnuð og heimsmeistarinn í hjólreiðum brunar upp brekkurn- ar ... — erfiðir dagar þegar máv- urinn veldur áhyggjum og krakk- arnir fljóta á jökum til hafs ... — kaldir dagar þegar margt frýs fast í svörtu myrkrinu — og dagar fullir af vorboðum." Bókin er 128 bls. að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.