Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 43

Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 43 Kæru Tama, Sússý, Sigga, Stína og Bjarni, þungbær harmur er að ykkur kveðinn. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar innileg- ustu samúð við fráfall ástkærs eiginmanns og föður. Biðjum við Guð að gefa ykkur styrk og hugg- un á erfiðum tímum. Veit ég, að söknuðurinn verður Bjarna einna sárastur, enda var hann auga- steinn föður síns. Eftirlifandi móður hins látna, systkinum svo og öðrum aðstandendum vottum við sömuleiðis okkar innilegustu samúð. Megi minningin um góðan dreng varðveitast. Guðmundur G. Haraldsson Miðvikudaginn 9. nóvember verður til grafar borinn Davíð Bjarnason, bifreiðarstjóri og framkvæmdastjóri Plastpökkunar sf., en hann lést fyrir aldur fram úr krabbameini eftir ótrúlega langa baráttu við þann óvin árum saman, hetjulega baráttu þar sem hann sýndi slíkt þrek og æðruleysi að með fádæmum er, gekk undir uppskurði hvað eftir annað og lét aldrei á sér heyra uppgjöf, þrek hans og karlmennska mun þeim seint úr minni líða er til þekktu. Og fram á síðustu stundu gekk hann að því sem hann hugsaði, heimili og fyrirtækinu sínu, fyrir bestu og að búa það undir það er koma hlaut. Ég kynntist Davíð fyrir alvöru þegar leiðir okkar lágu saman á Sendibílastöðinni er ég byrjaði að vinna þar 1968. Þá var Davíð þar fyrir og hafði verið þar í nokkur ár. Mér varð strax ljóst að þar fór eigi meðalmaður að verki er hann var, ósérhlífinn og ákafinn að koma sem mestu í verk leyndi sér ekki og alltaf virtist hann hafa nóg að starfa þó menn kvörtuðu um atvinnuleysi. Hann virtist fara eftir þeirri gullvægu kenningu að skilja þannig við viðskiptavini sína að þeir mættu koma aftur og byggja þannig upp stoð undir starfsemi sína, enda vann hann árum saman hjá sömu fyrirtækj- unum, svo sem Prentsmiðjunni Odda, og var það ekki létt vinna að flytja pappír og bækur allan dag- inn. Að vísu vinnst manni eins og Davíð léttara að bera þunga hluti en þeim sem eru kraftminni, en þó hefur vinnugleðin og ósérhlífnin þar meira að segja og best sé að saman fari. Davíð hafði alla þessa kosti í ríkum mæli enda var það ótrúlegt sem hann afkastaði og aldrei fannst honum að nóg væri að gert. Davíð var góður félagsmaður sem félagar hans gátu treyst í velferð- armálum stöðvarinnar og félags- málum stéttarinnar í heild. Hann var varamaður minn í stjórn Trausta, félagi sendibílstjóra, sem fulltrúi Sendibílastöðvarinnar hf. í 12 ár og sýndi það traust félaga hans, enda skildi hann þörf félags- ins og vildi veg þess sem bestan. Davíð var hæglátur í viðmóti en fastur fyrir og því traustur maður og vinfastur og drengur góður og er því stórt skarð ófyllt, þar sem hann er horfinn úr röðum sendi- bílstjóra. Fyrir 5 árum stofnsetti hann fyrirtækið Plastpökkun sf. sem hann rak og fjölskylda hans. Það er verksmiðja sem sér um pökkun á blöðum og bókum og starfar með góðum árangri. Síðustu kröftum eyddi Davíð til að endurbæta og fullgera húsið þeirra til að búa fjölskyldu sinni gott heimili með miklum myndarbrag eins og hans var von. Ég bið svo Davíð vin minn að fyrirgefa þessa fátæklegu kveðju frá mér og sendibílstjórunum, gömlu félögum hans og stéttarfé- laginu Trausta. Ég vil svo votta konu hans og börnum og móður hans og systkinum dýpstu samúð og veit þau mega treysta því að þetta sé ekki endanlegur skilnaður heldur sé hann farinn á undan til meiri starfa eins og hugurinn stóð alltaf til. Við hittumst heilir. Sigurður Jónsson Góður vinur minn, Davíð Bjarnason framkvæmdastjóri, er kvaddur burtu í blóma lífsins að- eins 43 ára gamall, eftir að hafa háð harða baráttu við sjúkdóm sem að lokum bar hann ofurliði. Ég kynntist Davíð fyrst þegar hann fluttist frá Stykkishólmi til Reykjavíkur og settist þar að með sinni fjölskyldu. í Reykjavík starf- aði hann fyrst við ýmis iðnaðar- og þjónustufyrirtæki og hvarvetna gat hann sér gott orð fyrir ósér- hlífni í vinnu, enda traustur og samviskusamur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, og var hann mikils metinn og virtur af sínum yfirmönnum. En Davíð var bæði athafnasamur og stórhuga, hann setti það mark að koma upp eigin atvinnurekstri, hóf hann akstur á sendibílastöð og kom þá fljótlega í ljós að það voru mörg fyrirtæki og stofnanir sem pöntuðu hann sér- staklega til að aka fyrir sig, um- svif hans í þessum rekstri urðu það mikil að hann varð að bæta við sig fleiri bílum til að geta þjónað öllum þeim er vildu skipta við hann. Sýnir þetta það traust sem Davíð hafði hjá viðskipta- mönnum sínum. Það eru um 4 ár síðan Davíð hætti rekstri á sendi- bílum og stofnsetti fyrirtækið Plastpökkun. Þar sá hann fram á ýmsa möguleika í framleiðslu úr plasti og svo þjónustu við inn- pökkun fyrir bókaútgefendur og fleiri. Davíð hefur ásamt sinni fjölskyldu byggt upp þetta fyrir- t Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og vlnarhug við andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og mágkonu, ÖNNU KRISTINSDÓTTUR, Gunnarasundi 8, Hafnarfiröi. Steíney Ketilsdóttir, Kristinn Ketilsson, Helga Helgadóttir, Vigdls Ketilsdóttir, Halldór Halldórsson og barnabörn, Gfslína Ssamundsdóttir, Elin Sssmundsdóttir. Lokaö eftir hádegi í dag miðvikudag 9. nóv. vegna jarðarfarar DAVÍÐS BJARNASONAR. Gúmmíbátaþjónustan, Eyjaslóö 9, Órfirisey. Lokað í dag miövikudaginn 9. nóvember vegna útfarar DAVÍÐS BJARNASONAR, framkvæmdastjóra. Plastlökkun sf., Eyjaslóð 9. tæki með mikilli vinnu og útsjón- arsemi svo aðdáunarvert er. Það er ekki bugaður né kjarklaus mað- ur sem síðustu mánuði sárþjáður ræðir um framtíðaráætlanir sinar milli þess sem hann liggur á sjúkrahúsi, en það gerði Davíð og bar hann sig ávallt vel. Það var bæði fróðlegt að hlusta á og ræða við Davíð um efnahagsmálin, vandamál iðnaðarins og fleiri stórmál sem snertir okkur öll, en með þessu fylgdist hann vel og hafði ákveðnar skoðanir á þessum málum. Margar góðar minningar koma í huga minn þegar ég lít til baka. Þar sem konur okkar eru frá Færeyjum og þekkjast vel höfum við ferðast og dvalið samtímis í Færeyjum tvisvar sinnum og hafa það verið okkur eftirminnilegir tímar, því í Færeyjum þótti okkur báðum gott að vera. Ekki er það ætlun mín að rekja ættir Davíðs, heldur að þakka honum góð kynni og ánægjulegar samverustundir á liðnum árum. Með Davíð Bjarnasyni er fallinn frá góður drengur. Ég og konan mín sendum Tömu, börnum jæirra og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúðark veðj ur. Trausti Jóhannsson Langt til veggja heiðið hátt hugann eggja brðttu sporin. Sumum veitist sú gæfa á lífs- leiðinni, að kynnast mönnum sem vekja sanna aðdáun, aðdáun sem lifir með þeim alla tíð. Kynni okkar voru ósköp venju- leg. Rétt eins og maður hitti mann, en mér varð ljóst á samri stundu, að þar fór óvenjulegur maður. Geislandi af hreysti og glettni, en samt sterkur andvari alvöru yfir allri hans athöfn og orði. Mér fannst alltaf eins og í þessum manni byggi ofurkraftur, sannur og einlægur. Þetta kom líka fram undir það síðasta. Einhver mannskæðasti vígamaður Dauðans sótti linnu- iaust að honum í mörg ár. Sú hríð var bæði löng og hörð og að sama skapi ójöfn. Vörnin var vösk, en enginn má sköpum renna. Við hittumst nokkrum sinnum í hléum og ég dáðist að jafnvægi og sálarstyrk þessa manns. Hann gekk þess aldrei dulinn að hverju stefndi. Einmitt á slíku augnabliki bar fundum okkar saman. Við vor- um að skoða húsnæði sem ég var nýfluttur í. Honum leizt vel á staðinn fyrir mína hönd og hafði orð á því, að ekki ætti að fara illa um mig þarna. Nægt væri rýmið. Sem svar við þessu hrutu fram á varir mér ofanritaðar ljóðlínur Stefáns frá Hvítadal. Yfir svip Davíðs færðist fjarrænt blik um leið og hann lauk vísunni. Hefði ég tveggja manna mátt myndi ég leggjast út á vorin. Já, sagði hann. Ja, þú segir nokkuð. Með þeim orðum kvöddumst við. Ég votta eftirlifandi eiginkonu hans og bömum samhryggð mína í minningu um góðan dreng. Jóhann Þórir Heimsókn í Fíladelfíu FIMMTUDAGINN 10. nóvember er væntanlegur til landsins Bertil Olingdahl frá Gautaborg í Svíþjóð. I heimalandi sínu og víðar er Bertil Olingdahl, mjög kunnur maður, sem kennari í Guðs orði, predikari og forstöðumaður í næststærsta Hvítasunnusöfnuði í álfunni, sem telur milli 4 og 5 þúsundir meðlima, Smyrna- kirkjunni í Gautaborg. Nokkrir fslendingar eru í þeim söfnuði. Bertil Olingdahl stendur á sextugu og er fullur starfsorku. Um mörg ár hafa verið lögð drög að því, að fá hann til íslands. Því miður hefir það ekki tekist fyrr en nú. Dvöl hans verður stutt, aðeins yfir helgina ll.ll.-13.il. Þegar sama kvöldið sem hann kemur til landsins, mun hann tala í Fíladelfíu, fimmtudags- kvöld kl. 20.30. Föstudag 11. nóvember munu verða tvær guðsþjónustur kl. 17.00 og kl. 20.30. Guðsþjónusta verður í Völvu- felli 11, laugardag kl. 16.00 og svo í Fíladelfíu um kvöldið kl. 20.30. Sunnudag 13. nóvember mun verða heimsókn til Keflavíkur og talar Bertil Olingdahl í Fíla- delfíu, Hafnargötu 84, Keflavfk kl.14.00. Eins og kunnugt er þá Bertil Olingdahl byggði Eric Ericson trúboði, það hús, en hann var lengst af með- limur í Smyrnakirkjunni í Gautaborg. Síðasta guðsþjónustan verður svo í Fíladelfíu, Hátúni 2, kl. 20.00 á sunnudagskvöld. Kór kirkjunnar mun taka þátt í guðsþjónustunum. Samkomu- stjóri verður Sam Glad. Túlkur verður Einar J. Gíslason. Fólk er hvatt til að nota þessi tækifæri til uppbyggingar og blessunar. Einar J. Gíslason. Börn á sjúkrahúsum Leiðbeiningar fyrir foreldra BÓKAÚTGÁFAN Örn og örlygur hefur gefið út bókina Leiðbeiningar fyrir foreldra sem eiga börn á sjúkrahúsum að frumkvæði Nor- ræna félagsins um þarfir sjúkra barna. Höfundur bókarinnar er sjúkraiðjuþjálfarinn Lise Giodesen en þýðingu annaðist Valgerður Hannesdóttir. Bókin kom út á fyrsta degi þinghalds Norræna félagsins um þarfir sjúkra barna, sera haldið var hér á landi í síðustu viku, en þingið sóttu fulltrúar af öllum Norð- urlöndunum. Helga Hannesdóttir læknir á Barnageðdeild Landspítalans og Halldór Hansen yfirlæknir Barna- deildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur rita inngang bókar- innar og komast m.a. svo að orði: „Það getur verið óhjákvæmilegt að leggja barn inn á sjúkrahús, ef ekki er hægt að veita því nauð- synlega læknisþjónustu á annan hátt. Og víst er það, að mörg börn fá bót meina sinna á sjúkrahús- um. Engu að síður er talið, að nær helmingur þeirra barna, sem Ingólfur Sigurðs- — Minning son Fyrir skömmu lést í borginni í sjúkrahúsi Ingólfur Sigurðsson er starfaði fyrrum á vegum Sfma- stofnunarinnar hér og vfðar. Langvarandi sjúkleiki, sem ekki fannst bót á, varð orsök þess að Ingólfur var sjúklingur mörg sfð- ustu árin, enda munu veikindi hans einnig hafa verið af völdum slyss i æsku. Fæddur var hann 27. janúar 1913 í Reykjavík og bjó hann með Guðbjörgu Bjarnadóttur móður sinni inni í Höfðaborg sfðast, uns hún lést í hárri elli árið 1968. Sig- urð, föður Ingólfs, þekkti ég ekki. Mun hann dvelja erlendis ef hann er ofar moldu. Kjörfaðir Ingólfs var Magnús Magnússon, vélstjóri, sem látinn er fyrir mörgum árum. Þrátt fyrir ýmsan andbyr á lífsleiðinni var Ingólfur oft glaður og reifur og sá björtu hliðarnar á tilverunni, þótt ekki væri auður í garði hjá þeim mæðginum var þeim óblandin ánægja, ef gestir komu á heimili þeirra og stóð þá ekki á veitingum. Þótt Guðbjörg væri lengi rúmföst sfðustu árin hélt hún heimilinu í góðu horfi og var það undravert eins og heilsu hennar var löngum háttað. Frá æskuárum okkar Ingólfs á ég góð- ar minningar og af þeim sökum hefi ég fest á blað þessar línur, því í dag, miðvikudag, er hann jarð- settur í kirkjugarðinum f Fossvogi við hliðina á móður sinni, sem hann var jafn samrýndur í lífinu og raun bar vitni. Ragnar Benediktsson dvelja á sjúkrahúsum, fái meiri eða minni eftirköst, sem haft geta miður heppileg áhrif á þroska barnanna i framtfðinni og þá jafn- vel langvarandi. Þýðing þessarar bókar á íslensku er þvf bæði for- eldrum, börnum og starfsfólki sjúkrahúsa kærkomin vegna þess, að hún veitir þeim upplýsingar, fræðslu og leiðbeiningar um þau skaðlegu áhrif, sem veikindi og sjúkrahúsdvöl geta haft í för með sér.“ Bókin Börn á sjúkrahúsum er sett og prentuð í prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. (ílr rrétUtilkynninjju } ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.