Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Okkar að bijóta blao fyrir nýja framtíð Framboðsræða Þorsteins Pálssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Á landsfundi Sjálfstsðisflokksins var sá háttur við hafður, að daginn áður en gengið var til formannskjörs fluttu þeir sem höfðu boðið sig fram raeður. Hér fer í heild ræðan sem I*orsteinn Pálsson flutti við þetta tækifæri. Ég hygg að flestum landsfund- arfulltrúum sé líkt farið og mér, að þessi landsfundur hafi fyrst og fremst vakið gleði í brjóstum og aukið bjartsýni og trú á, að við séum á réttri leið. I of langan tíma hafa önnur viðhorf sett brenni- mark sitt á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins. Þessi ánægjulegu umskipti vekja með okkur þrótt og vilja til þess að glíma við ný verkefni og takast á við mestu erfiðleika sem þjóðin hefur í langan tíma staðið frammi fyrir. Við höfum verið á það minntir, íslendingar, með óþyrmilegum hætti síðustu dægur, að við erum hluti af miklu, óræðu sköpunar- verki. Maðurinn er sannarlega lít- ils megnugur og umkomulítill, þegar þau máttarvöld sem öllu eru æðri, taka í taumana. Gagnvart því valdi eigum við lítið annað en vanmátt og trú. Að vísu er það ekki hlutverk okkar á þessum vettvangi að fjalla um þau efni. En í öllu hversdags- legu starfi er bæði hollt og hyggi- legt að hafa hugfast að sköpunar- verkinu fylgir bæði heill og böl. Nú, sem fyrr, stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd lífs- ins að miklu er ráðið án tilverkn- aðar mannsins. En eigi að síður erum við sjálfir nokkrir skaparar, þótt í smáum stíl sé. Við erum vissulega hluti af sköpunar- verkinu. En verkefni okkar er að breyta þeim heimi sem er og skapa þann heim sem verður. Við vinnum fyrir framtíðina. Tilgangur samstarfs okkar á vettvangi stjórnmálanna hér í Sjálfstæðisflokknum er að skapa það þjóðfélag sem rúmar mest heill og minnst böl. Allt sem við gerum, hvort sem það er stórt í sniðum eða smátt, breytir umhverfi okkar í ein- hverju. Þær ákvarðanir sem við tökum hér, hafa áhrif á starfið innan Sjálfstæðisflokksins og við ætlum þeim að hafa áhrif á gang- verk þjóðfélagsins í bráð og lengd. Allar athafnir okkar breyta heiminum eitthvað. í vissum skilningi erum við því alltaf á krossgötum. Óneitanlega stöndum við' sjálfstæðismenn á miklum tímamótum. Þar falla í einn far- veg atriði, er lúta að okkar innra starfi, og verkefni, sem varða framtíðarheill þjóðarinnar. Það hafa verið þverbrestir í samstarfi sjálfstæðismanna und- angengin ár. Ég hygg að andstæð- ingar okkar í stjórnmálum hafi bundið miklar vonir við þá bresti. Auðna okkar er sú, að við höfum nú fellt saman það sem áður hafði gengið í sundur. Það hefði ekki tekist nema af því að viljinn til þess var gagnkvæmur og almenn- ur og skilningurinn einn á því, að það þjónaði hugsjóninni best, að þessi mikla og margslungna borg- aralega fylking riðlaðist ekki. Til þess að þetta mætti verða, hefur reynt mest á þá eiginleika, sem frá öndverðu hafa verið und- irstaða þessa samstarfs; víðsýni og frjálslyndi. Þar hefur sérhver sjálfstæðismaður lagt mikið af mörkum. Við höfum með eigin innri styrkleika breytt vonum andstæðinganna í vonbrigði. Merki þess höfum við séð nær daglega í umfjöllun þeirra um þennan fund. Við munum ekki láta þá hlutast til um okkar innri mál hér eftir fremur en hingað tfl. Tímabil hins mikla þverbrestar í innra starfi flokksins heyrir nú sögunni til. Að því leyti stöndum við á krossgötum. Þessi kafla- skipti leggja okkur nýjar skyldur á herðar. Við þurfum að halda áfram að skapa. Við þurfum að treysta samstöðuna með því að taka tillit til allra þeirra hreyfi- afla, sem gert hafa og gera munu þennan flokk að breiðfylkingu. Við stöndum einnig á krossgöt- um í öðru tilliti, er lýtur að þeim þjóðfélagsverkefnum, sem við vilj- um vinna að og hafa áhrif á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekist á hendur erfiðari verkefni en nokkru sinni fyrr við endurreisn efnahagslífsins og uppbyggingu atvinnulífsins. Búskapur þjóðarinnar hefur orðið fyrir miklum áföllum, og okkur hafa verið mislagðar hend- ur við stjórn eigin mála. Við þessi kaflaskil í stjórnmálasögu þjóðar- innar hvílir mikil ábyrgð á Sjálfstæðisflokknum, forystu- og trúnaðarmönnum um land allt. Við höfum með ákveðnum hætti helgað þennan fund því sem við ætlum að gera fyrir framtíðina. Hver steinn í þeirri hleðslu verður lagður á þá undirstöðu sem við höfum skapað með starfi Sjálf- stæðisflokksins í meira en hálfa öld. Einkenni Sjálfstæðisflokksins voru þegar í upphafi sterk og augljós. Hann var varnarvirki þjóðlegra verðmæta, siðgæðis og festu í stjórnarháttum. Það leiddi af sjálfu sér, að for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins voru stafnbúar i lokasiglingu sjálfstæðisbaráttunnar. Þeir voru um leið boðberar og talsmenn þeirra stjórnmálahugmynda, er byggðu á einstaklingsfrelsi í því raunsanna ljósi að hagsmunir stéttanna og byggðanna í landinu færu saman. Sjálfstæðisflokkurinn varð sameiningarafl þjóðernishyggju og einstaklingsfrelsis. Vöxtur hans og viðgangur á m.a. rætur að rekja til þess, að hann mótaði frjálslynda stefnu sína á hug- myndum um sameiginlega hags- muni stéttanna og sættir milli ólíkra stjórnmálamarkmiða, þar sem frelsið er á aðra hönd og jafn- réttið á hina. Sjálfstæðismenn urðu fjöldahreyfing með því að leggja rækt við sameiginlega hagsmuni þjóðfélagshópanna en ekki sérþarfir þeirra. Að lokinni hinni stjórnskipu- legu sjálfstæðisbaráttu, vorum við enn á ný við krossgötur. Þá var það hlutverk Sjálfstæðisflokksins að varðveita frelsið og sjálfstæðið með því að gæta öryggishagsmuna landsins í viðsjárverðum og hverf- ulum heimi. Þetta var gert með því m.a. að skipa íslandi í varnarsamtök lýð- ræðisríkjanna og innan þeirra vébanda að taka upp varnarsam- starf við Bandaríkin. Á þessum tímapunkti hófu sjálfstæðismenn einnig baráttuna fyrir fullum yfir- ráðum yfir fiskimiðunum. Baráttan um framkvæmd utan- ríkisstefnunnar og landhelgis- málsins var rökrétt framhald sjálfstæðisbaráttunnar. Þar hafa sterkir stofnar í Sjálfstæðis- flokknum í gegnum tíðina staðið af sér mikil veður. í byrjun sjöunda áratugarins var enn brotið blað. Sjálfstæðis- menn héldu áfram að skapa. Á þeim krossgötum gegndi Sjálf- stæðisflokkurinn þeirri skyldu sinni að auka frjálsræði og hverfa frá hafta- og skömmtunarstjórn. Þar með hófst nýr tími í efnahags- og atvinnusögu landsins. Viðreisnartímabilið var ekki að- eins frjálsræðisskeið. Þá sýndu sjálfstæðismenn einnig fram á mikilvægi þess að veita borgurun- um öryggi með því að sýna festu og einurð í stjórnarháttum. Ég hef nú nefnt þessi þrjú dæmi um krossgötur, þar sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur komið við sögu. Vitaskuld hafa þær verið fleiri og sumar nær í tíma og rúmi. En þessar þrjár heyra til hæfi- lega gömlum tíma til þess að við getum hleypidómalaust gert okkur grein fyrir því, hvernig sjálfstæð- ismenn hafa valið eina leið um- fram aðra á grundvelli megin- stefnu og hugsjóna. Þessi dæmi sýna einnig hversu miklu máli það skiptir fyrir framtíðina að rétti- lega sé á málum haldið. Við erum sú framtíð, sem þá var í sköpun. Við njótum ávaxtanna af því sem þá var sáð. Okkur er nú ætlað að brjóta blað fyrir nýjá framtíð. Við eigum að sá til nýrrar uppskeru. Ef sáðmaðurinn stendur ekki vel að verki sínu, verða fáir til að njóta uppskerunnar. Við vitum að allar ákvarðanir marka einhver þáttaskil, en sagan ein dæmir hversu áhrifarík þau reynast. Mest er um vert að við gerum sjálfum okkur skýra og ljósa grein fyrir því að það eru ekki aðeins okkar eigin stundar hagsmunir, sem eru í húfi. Það er framtíðin, sem á allt undir því hversu vel okkur tekst að fá ávextina til að vaxa. Engum blöðum er um það að fletta, að fyrir okkur liggur nú sem fyrr að skapa, bæði að þvi er varðar stjórn efnahags- og at- vinnumála og í okkar innra starfi. Horfum fyrst á efnahags- og at- vinnumálin. Ég ætla ekki hér að ræða þau viðfangsefni í hagfræði- skýrsluformi. Það er pólitíska hlið þeirra, sem ræður úrslitum um, hvort við getum beitt brögðum hagfræðinnar til þess að ná árangri. Án langrar haglýsingar er öll- um hér inni ljóst, að efnahagslegt neyðarástand hefur knúið á um ný vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekist mikla ábyrgð á hend- ur í samræmi við það hlutverk sitt að vera hin pólitíska kjölfesta landsins. Við glímum við vanda eigin óstjórnar og búsifja, er eng- inn fær við ráðið. Mistakist þessi tilraun, er jafnljóst og nótt fylgir degi, að hér myndast þjóðfélag upplausnar og jafnvel fátæktar. Það væri óraunsætt að loka aug- unum fyrir þessum staðreyndum. Og það væri blekking, ef við boð- uðum betri tíð með blóm í haga, án þess að gera glögga grein fyrir því að við þurfum, hvert og eitt öll saman, að leggja mikið af mörk- um. Brautin að blómunum í hag- anum er ekki sú beina og breiða. Það eru gömul og helg sannindi. Stjórnmálaflokkar og stjórn- málamenn eru oft og tíðum sakað- ir um ístöðuleysi og hverfullyndi. Einmitt á slíkum tímum eins og við göngum nú í gegnum, má vilja- styrkur sjálfstæðismanna því ekki bresta. Við sköpum ekki heill fyrir framtíðina nema við göngum f gegnum erfiðleikana og náum jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Oft hefur verið til þess vitnað, að það hafi ekki verið háttur skaftfellskra vatnamanna að snúa við í miðju straumvatninu. Þeir unnu mikil afrek í hversdagslegri baráttu við öfl náttúrunnar. Það er nú hlutverk Sjálfstæðis- flokksins að vinna slfk afrek í glímunni við öfl hagkerfisins. Við snúum ekki við í miðju því straumvatni. Þó að þannig geti aðeins það eitt orðið okkur til bjargar að horfast í augu við bitrar og kaldar stað- reyndir veruleikans, er með öllu ástæðulaust að æðrast. Það þarf styrk til að standa og stikla á egggrjóti, en upp á bláu bergi blikar óskalindin. Fyrir þá sök þurfum við að beina sjónum okkar til framtíðarinnar. Og auð- vitað gerum við það með bjartsýni og baráttuhug. Þó að landið sé harðbýlt, eigum við mikla möguleika ef við látum vílið ekki draga úr okkur máttinn og trúna á getu okkar til þess að bæta lífskjörin með raunveru- legum verðmætum. Til þess að þetta megi verða, þurfum við enn á ný að skapa. Þessum árangri náum við ekki nema með miklum breytingum. Við verðum að brjótast um í nýj- ungum, takast á við ný verkefni. Við lifum á nýjum iðnbylt- ingartímum þar sem örtölvutækn- in er. Þar er verkefni. Iðnaðar- uppbygging í smáum og stórum stíl samhliða virkjun orkunnar. Aukin framleiðni f landbúnaði og sjávarútvegi. Tilhlaup inn á vett- vang alþjóðlegra viðskipta. Allt eru þetta verkefni, sem fela í sér möguleika fyrir framtíðina. En eins og fyrr eru það ekki verkefnin sem ráða úrslitum, heldur sá pólitíski grundvöllur, sem við kjósum að starfa á. Þar er hlutverk Sjálfstæðisflokksins. Við leggjum fram frjálslyndisstefnu okkar, sem á að leiða til hámarks afreksturs af því fjármagni sem við verjum til uppbyggingar at- vinnulífinu. Við viljum mest heill og minnst | böl með því að bæta lífskjör allrar alþýðu í landinu og auðga anda hennar. Allt krefst þetta ráðstafana, sem eru erfiðar f framkvæmd. I Ekkert er þjóðinni nauðsynlegra en að skilja að þá götu, sem við förum, göngum við aðeins til góðs, að hún sé vörðuð heildarstefnu. Við stöndum á krossgötum gagnvart þessum framtfðarverk- efnum. Um leið verður okkur að vera ljóst, að það þarf nokkra hug- arfarsbreytingu til þess að marka þá stefnu er leiðir til heilla og far- sældar í þessum efnum. Hagvöxturinn er blikandi óska- lindin, er bíður þeirra sem brjót- ast upp á tindinn. Hann veitir okkur möguleika til eflingar menningarlífsins og til þess að hlúa með samfélagslegum hætti að velferð borgaranna, einkum þeirra sem við erfiðastar aðstæður búa. Þetta er það stjórnmálalega viðhorf, sem verður að móta verk okkar og ákvarðanir um framtíð- ina. Það eru rótgrónar og sígildar hugsjónir okkar sjálfstæð- ismanna, sem eiga að verða afl- vaki þeirra breytinga sem nauð- synlegar reynast. Og þær eiga að vera vegvísirinn, er beinir okkur inn á þær brautir er drýgstum árangri skila. Margir óttast, að stjórnmála- flokkarnir séu ekki í reynd það þjóðfélagsafl, sem þeir áður voru og þeim er ætlað að vera. Því er haldið fram, að í raun réttri séu það önnur öfl í þjóðfélaginu, sem ráði ferðinni og hafi frumkvæði að flestum ákvörðunum er einhverju varða. Af þessu leiðir að stjórn- málaflokkarnir eru ekki álitnir frumkvæðisafl, heldur farvegur fyrir hugmyndir og vilja hópa í þjóðfélaginu, sem mótaðir eru af afmörkuðum hagsmunum. Vissulega felst sannleikskjarni í þessari gagnrýni. Hagsmunahóp- um þjóðfélagsins, hvort sem þeir eru á vinnumarkaðnum að gæta hagsmuna launþega og fyrirtækja, á velferðarsviðinu eða í menning- arlífinu, er ekki ætlað að líta ofan af sjónarhóli heildarhagsmuna. Þarfirnar verða alltaf meiri en unnt er að fullnægja. Ef stjórn- málaflokkarnir falla í þá freistni að gera það að hlutverki sínu að skammta sérþarfahópunum í stað þess að móta heildarstefnu, er hætt við að völdin færist einfald- lega frá stjórnmálaflokkunum til sérþarfahópanna sjálfra. í of miklum mæli hefur verð- bólgan verið látin slétta þá reikn- inga, sem ekki hefur reynst unnt að jafna með verðmætasköpun. Við höfum látið verðbólguna koma í staðinn fyrir hagvöxt. Það á m.a. rætur að rekja til þess að frum- kvæði og áhrif stjórnmálaaflanna hafa farið halloka í samfélagi vax- andi togstreitu sérhagsmunahópa. Þess vegna er það, að við meg- um ekki láta almenn efnahagsleg og stjórnmálaleg lögmál ríkja fyrir þrýstingi hópa, sem ekki er ætlað að bera samfélagslega ábyrgð. Einnig á þessu sviði þurf- um við að skapa með því að taka viðfangsefni stjórnmálanna al- varlegri tökum en við höfum gert. Stjórnmálaflokkar eiga vissu- lega að vera baráttutæki fólksins. En þeir eiga ekki að verða leik- soppur. Innan þeirra vébanda á mótun framtíðarþjóðfélagsins öðru fremur að gerast. Við þurfum að efla Sjálfstæðis- flokkinn í þessu tilliti. Sjálfstæð- isflokkurinn hvorki er né á að vera sporgönguflokkur einstakra hags- munahópa. Hlutverk hans er að vera virkt og mótandi frumkvæð- isafl í samfélaginu. Draumur okkar um efnahags- legar framfarir er m.a. undir því kominn að við lítum þann veg á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.