Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
Innrás og áróðurslygi
— eftir Einar
Hjörleifsson
Morgunblaðið fjallar um innrás-
ina á Grenada í forystugrein hinn
27. október sl. í þessum pistli er
ætlunin að leggja út af hugsun-
arhætti þeim, sem birtist í
forystugreininni, og ennfremur að
taka dæmi um þá áróðursherferð,
sem bandarísk yfirvöld standa nú
fyrir í þeim tilgangi að réttlæta
innrásina.
Hvar er fordæmingin?
Tökum fyrst nokkur dæmi úr
þessari forystugrein Mbl. Morgun-
blaðið segir orðrétt „ .... nauð-
synlegt er fyrir afskekkt eyríki að
búa þannig um hnúta að hugsan-
legum árásaraðila sé augljóst að
hann geti ekki mótstöðulaust lagt
eyjuna undir sig“. Innrás Argent-
ínuhers á Malvinase-eyjarnar er
tekin sem dæmi. En í stað þess að
draga þá ályktun í framhaldi af
þessu, að Bandaríkin séu hinn
augljósi árásaraðili í þessu tilviki
og innrásina beri þess vegna að
fordæma, tekur nú við gagnrýnis-
laus upptalning á ástæðum þeim,
er Reagan forseti gaf fyrir henni.
Ástæður, sem frjálslynt, brezkt
dagblað, „The Guardian", segir
vera svo veigalitlar að rífa megi
þær sundur eins og salernispappír.
Áfram heldur Mbl. og segir rétti-
lega innrásina brjóta í bága við al-
þjóðalög. Enn skortir á framhald-
ið, því í stað þess að fordæma
ofbeldisverknaðinn talar Mbl. um
eindreginn vilja Bandaríkjanna til
þess að sporna gegn útbreiðslu
heimsbyltingarinnar.
Hér viðurkennir Morgunblaðið
þá staðreynd, að innrásin brýtur í
bága við alþjóðalög, m.a.
stofnskrá Sameinuðu Þjóðanna og
sáttmála Samtaka Ameríkuríkja,
— OAS —, sem bæði ríkin eru að-
ilar að. Samt er ekki að sjá af
leiðara þessum, að innrás eins
fullvalda ríkis á yfirráðasvæði
annars sé aðalatriðið í málinu.
Vandamálið virðist að mati Mbl.
fremur fólgið í því að „ráðamenn í
lýðræðisríkjunum hafa ekki mót-
að sameiginlega stefnu um hæfi-
leg viðbrögð gagnvart ítökum
kommúnista" (orðrétt tilvitnun).
Á að skilja þessi orð svo, að hin
„hæfilegu viðbrögð" séu innrás, —
þvert á lög og rétt —, í ríki, sem
ekki haga sér að skapi Banda-
ríkjastjórnar, og að „ráðamenn í
lýðræðisríkjum" ættu fremur að
Lundúnum, 6. nóvember. AP.
BRESKA blaðið The Sundav Times
birti niðurstöður skoðanakönnunar
sem það stóð fyrir á sunnudaginn.
Markmið könnunarinnar var að at-
huga fylgi stjórnmálaflokkanna og
leiðtoga þeirra.
Niðurstaðan var sú, að íhalds-
flokkur Margretar Thatcher hefur
enn átta stiga forystu umfram
helsta stjórnarandstöðuflokkinn,
Verkamannaflokkinn. Hins vegar
hefur persónufylgi frú Thatchers
minnkað mikið að undanförnu. í
sams konar könnum sem gerð var
í júní, voru 63 prósent aðspurðra
ánægðir með frammistöðu hennar
í „erfiðum málum". Samsvarandi
styðja bandaríska ofbeldisstefnu,
en bera við að gagnrýna hana?
Hér hefur verið framið skýlaust
lögbrot með því að níðst hefur ver-
ið á fullvalda smáríki. En Morgun-
blaðið lætur ekki svo lítið að krefj-
ast þess að árásaraðilanum verði
refsað hvað þá að borið sé við að
gagnrýna hann.
Jón eða séra Jón
Við skulum grípa niður í for-
ystugrein Mbl. eftir hernaðar-
íhlutun Sovétríkjanna í Afghan-
istan í árslok 1979. í henni segir
m.a. orðrétt: „Innrás Sovétríkj-
anna í nágrannaríki sitt Afghan-
istan er enn ein sönnun þess, að
við framkvæmd á yfirráðastefnu
sinni hugsa Kremlverjar aðeins
um þrönga hernaðarlega hags-
muni sína. í þeirra huga er sjálf-
stæði ríkja og forræði þjóða i eigin
málum einskis virði í samanburði
við öryggishagsmuni Sovétríkj-
anna“ (Mbl. 5. jan. 1980). Síðar
segir: „Virðingarleysi Kremlverja
gagnvart fullveldi nágrannaríkja
sinna hefur hvað eftir annað kom-
ið í ljós“.
Eins og fram kemur af saman-
burðinum hér að ofan, er ekki
sama Jón og séra Jón. Morgun-
blaðið virðist telja það skipta höf-
uðmáli hver stendur á bak við
hernaðaríhlutunina, ekki hvað i
henni felst. Ef í ofangreindum til-
vitnunum væru alls staðar sett
inn Bandaríkin í stað Sovétrikj-
anna, Pentagon-menn í stað
Kremlverja o.slfrv. kæmum við
loksins að kjarna málsins. Vissu-
lega eru hernaðaríhlutun Sovét-
ríkjanna í Afghanistan og innrás-
in á Grenada ekki fyllilega sam-
bærileg mál, en kjarninn í þeim
báðum er þó sá hinn sami. Stór-
veldi telur í sínum verkahring að
ráðskast með málefni sjálfstæðs
ríkis og sjá með því sínum eigin
hagsmunum borgið. Viðurkenning
Mbl. á því að framið hafi verið
skýlaust brot á alþjóðalögum
verður að réttu lagi að leiða til
afdráttarlausrar fordæmingar á
lögbrjótnum. Allt annað verður að
teljast máttlaust yfirklór og rugl.
Það er ósköp báglegt að horfa upp
á viðleitni blaðsins til þess að
réttlæta valdbeitingu Bandaríkja-
stjórnar með gömlum, lúnum
klisjum um ógnanir heimskomm-
únismans.
FlugvallargerÖin —
dæmigerð áróðurslygi
En lítum nú á það áróðursmold-
tala nú var 38 prósent. 43 prósent
aðspurðra studdu íhaldsflokkinn,
en 35 prósent Verkamannaflokk-
inn. Fylgi fyrrnefnda flokksins
var hið sama og könnun í júní
sýndi fram á, Verkamannaflokk-
urinn hafði hins vegar bætt við sig
7 prósentum og er því þakkað leið-
togaskiptum, en Neil Kinnock tók
við formannsstólnum á dögunum.
Afsögn Cecils Parkinsons, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, eftir að
upp komst um framhjáhald hans,
svo og viðbrögð Thatchers við inn-
rás Bandaríkjamanna á Grenada
eru taldar meginskýringarnar á
minnkandi fylgi Thatchers.
viðri, sem lengi hefur verið þyrlað
upp í kringum eyríkið Grenada, og
sem að mestu leyti hefur hulið
okkur Vesturlandabúum atburði
þar, nema í gegnum lituð gleraugu
bandaríska fréttastofa. M.a. hefur
verið hamrað á staðhæfingu
þeirra, að flugvöllur sá, sem verið
er að byggja á Grenada, sé alltof
stór fyrir þarfir eyjaskeggja og að
hann sé ætlaður til hernaðarþarfa
Sovétmanna og Kúbumanna. Birt-
ar hafa verið spennuþrungnar
loftmyndir af þessari fyrirhuguðu
herstöð kommúnista og máluð
með dökkum litum sú ógn sem
Bandaríkjunum, mesta herveldi
heims, stafi af hernaðarbrölti 115
þús. manna þjóðar. Það er rétt, að
við flugvallargerðina hafa unnið
6—700 kúbanskir verkamenn, en
þar með er ekki öll sagan sögð, því
fjölmargir aðrir aðilar koma þar
einnig við sögu. T.d. hafa brezk
fyrirtæki lagt til rafeindabúnað,
finnsk fyrirtæki sjá um lend-
ingarljós og því um líkt, og stjórn
Venezuela, sem fáir væna um
kommúnisma, hefur veitt stjórn
Bishops stuðning með því að gefa
olíu í miklu magni til flugvallar-
gerðarinnar. Ekki má gleyma því,
að Efnahagsbandalagið veitir fé
til flugvallarins.
í sjónvarpsþætti 2. sept. sl. í
umsjá Ögmundar Jónassonar
fréttamanns kom fram, að flug-
völlur þessi liggur opinn fyrir
hverjum sem vera skal. Teikning-
ar allar liggja frammi og er öllum
frjálst að skoða þær. Nokkur
hundruð metra frá flugbrautinni
liggur bandarískur einkaháskóli,
þar sem rúmlega 600 ungir Banda-
ríkjamenn hafa stundað lækna-
nám.
Þarna fáum við töluvert aðra
mynd en þá, sem bandaríski áróð-
ursvaðallinn hefur innprentað
okkur. Hvenær hefur heyrst, að
bandarískir þegnar hafi gengið
frjálsir ferða sinna á hernaðar-
lega mikilvægu svæði, sem verið
er að breyta í kúbanska herstöð?
Þessar upplýsingar koma frá
óháðu brezku sjónvarpsstöðinni
ITV. í sama þætti kom fram, að á
sínum tíma lýsti Alþjóðabankinn
því sem algjöru skilyrði fyrir að
hægt væri að byggja upp ferða-
mannaiðnað á eyjunni, að gerður
yrði flugvöllur af þessari stærð
a.m.k. — Við allt þetta má bæta,
að skömmu eftir byltinguna á
Grenada í marz 1979 voru banda-
rísk stjórnvöld beðin um aðstoð
við að byggja upp efnahag lands-
ins eftir áralanga óstjórn
einræðisherrans Gairys. Banda-
ríkin buðu fram skitna 5000 doll-
ara og létu þar við sitja. Grenada-
stjórn leitaði því aðstoðar annars
staðar, m.a. á Kúbu og í V-Evrópu.
Sovétmenn hafa hins vegar veitt
lítinn sem engan stuðning.
Nýlenduhugsunarháttur
Sú fyrirlitning á fullveldi
sjálfstæðrar þjóðar, sem birtist í
innrásinni á Grenada, kemur t.d.
skýrt fram í fregnum, sem borizt
hafa um að Bandaríkjamenn vilji
fela landstjóra Breta á Grenada,
Paul Scoon, að annast stjórn
landsins, þangað til „frjálsar
kosningar" geti farið fram. (Hér
skal tekið fram, að landstjórinn er
persónulegur fulltrúi Bretadrottn-
ingar og hefur ekkert formlegt
vald). Grenadamönnum er með
öðrum orðum ekki treyst til þess
að ráða sínum málum sjálfir,
heldur eru örlög þeirra enn lögð í
hendur hinna gömlu nýlendu-
Einar Hjörleifsson
„Hér hefur verið
framið skýlaust lögbrot
með því að níðst hefur
verið á fullvalda smá-
ríki. En Morgunblaðið
lætur ekki svo lítið að
krefjast þess að árásar-
aðilanum verði refsað,
hvað þá að borið sé við
að gagnrýna hann.“
herra, Breta. Við getum ímyndað
okkur, að á íslandi tæki við völd-
um ríkisstjórn, sem á einhvern
hátt ógnaði bandarískum hags-
munum. Bandaríski herinn myndi
síðan sölsa undir sig völdin og fela
danska sendiráðinu að fara með
íslensk stjórnmál um sinn, meðan
verið væri að koma á „eðlilegu
ástandi". Sá nýlenduhugsunar-
háttur, sem fram kemur í slíkum
hugmyndum skýrir sig sjálfur og
er ekki svaraverður.
Reagan forseti notaði að sjálf-
sögðu valdarán hersins á Grenada
sem átyllu fyrir innrásinni, og
sagðist vilja vernda líf og limi
bandarískra borgara á eynni. Enn
er margt óljóst um þá atburði,
sem gerðust í því sambandi, og
hugsanlegur þáttur CIA, banda-
rísku leyniþjónustunnar (sem
mikið hefur komið við sögu í Mið-
# ^ *
VISNABOKIN
JV A -
IfXJNN
41
Ameríku) t.d. enn ekki kominn í
ljós. Hins vegar fletti bandaríski
sendiherrann í París rækilega
ofan af hinum hjartnæma mál-
flutningi Reagans, þegar hann ját-
aði í viðtali við franska sjónvarp-
ið, að undirbúningur innrásarinn-
ar hefði staðið yfir í hálfan mán-
uð, eða frá því áður en herinn tók
völdin í sínar hendur.
Annað dæmi um áróðurshol-
skefluna, sem fylgt hefur í kjölfar
innrásarinnar og gegnsýrir frétta-
flutning Morgunblaðsins, ríkis-
fjölmiðlanna og flestra annarra
fréttamiðla. Mótspyrnan á Gren-
ada hefur reynst mikil og töluvert
meiri en bandaríski herinn hafði
búist við. Bendir þetta eindregið
til þess að Bandaríkjamenn hafi
ekki trúað sínum eigin áróðri um
að á Grenada væri mikill fjöldi
kúbanskra hermanna. Nú hefur
bandarískum hermönnum verið
fjölgað úr 2000 upp í 6000 og enn
hefur öll andspyrna ekki verið
brotin á bak aftur. — Þess vegna
dynja þessa dagana á okkur fréttir
um sívaxandi fjölda þrælvopnaðra
kúbanskra hermanna og fund
vopnabúra í öðru hverju húsi á
Grenada. Það er nefnilega heldur
neyðarlegt fyrir bandaríska
stríðsveldið að geta ekki ráðið við
rúmlega eitt þúsund manna her
Grenada og 6—700 léttvopnaða
kúbanska verkamenn. Nýjustu
fullyrðingarnar um að innrás
Kúbumanna á eyjuna hafi verið
yfirvofandi, eru af sama toga
spunnar. Allt er þetta gert skv.
hinni gömlu reglu um að árás sé
bezta vörnin, þegar um slæman
málstað er að ræða. Síðan eru
þessar áróðurslygar matreiddar
hráar ofan í vestræna neytendur í
þeim tilgangi að hvítþvo banda-
ríska árásarstefnu í þessum
heimshluta.
Heimamenn sitja hjá
f gegnum allan áróðursflaum-
inn gengur eins og rauður þráður,
að átökin séu á milli bandarískra
dáta og Kúbumanna. Varla er
nefnt manntjón meðal óbreyttra
borgara og ekki minnst á vopnað-
ar varðsveitir borgara, sem telja
tugþúsundir manna, — sveitir sem
lengi hafa búið sig undir hugsan-
lega innrás. íbúarnir gegna með
öðrum orðum hreinu statistahiut-
verki, enda ekki taldir færir um að
stjórna málum sínum sjálfir.
Ég vil taka undir þau lokaorð
Morgunblaðsritstjórans í marg-
umræddri forystugrein þess efnis,
að „Grenadabúar fái að ráða mál-
um sínum sjálfir án þess að vera
kúgaðir til undirgefni ..." en í
stað „marxista, Kúbumanna og
Sovétmanna" setja hin raunveru-
legu ofbeldisöfl, sem eru banda-
rísk stjórnvöld undir forsæti
gamla kúrekans í Washington.
Eiaar Hjörleifsson er sálfrædingur
að menntun og hefur ferðast um
fjölmörg lönd í Mið- og Suður-
Ameríku.
Sjöunda útgáfa
af Vísnabókinni
IÐUNN hefur gefíð út nýja útgáfu á
Vísnabókinni, hinu gamalkunna safni
sem Símon Jóhann Agústsson tók sam-
an, en Halldór Pétursson mynd-
skreytti.
Vísnabókin kom fyrst út árið 1946.
Þessi útgáfa er hin sjöunda og skipt-
ir upplag bókarinnar nú nokkrum
tugum þúsunda. Hin nýja prentun
Vísnabókarinnar hefur verið vönduð
eftir föngum og eru margar mynd-
anna litprentaðar. Bókin er prentuð
í Odda og er 110 bls. að stærð.
fÚr frétUtilkvnníntniV
DREGIÐ19. NÓVEMBER,
í byggingarhappdrætti SÁÁ
Hrun á persónu-
fylgi frú Thatcher