Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
32
Þarna mun blokkin rísa, á milli Borgarleikhússins og Háaleitis, sem er ný gata á svæðinu.
VR byggir blokk fyrir aldraða félagsmenn sína:
fótsnyrtingu svo nokkuð sé nefnt.
Reykjavíkurborg mun annast rekst-
ur þjónusturýmisins og er hug-
myndin að þetta verði eins konar
þjónustumiðstöð, bæði fyrir íbúa
hússins og eins aldraða sem búa í
nágrenninu. Rekstur íbúðanna
sjálfra verður hins vegar algerlega í
höndum íbúanna sjálfra."
Kostnaöur og fjármögnun
„Samkvæmt kostnaðaráætlun í
dag er gert ráð fyrir að byggingin
muni kosta um 100 milljónir króna.
Og þá er allt meðtalið, eignarhluti
Reykjavíkurborgar, fullfrágengnar
íbúðir og lóð. Meðalverð á íbúð verð-
ur í kringum 1.640 þúsund krónur,
sem er undir verði vísitöluíbúðar.
Við höfum hugsað okkur að fjár-
magna bygginguna með láni frá Líf-
eyrissjóði verslunarmanna, bráða-
birgðaláni frá sjúkrasjóði VR, hús-
næðisstjórnarlánum, ásamt greiðsl-
um frá Reykjavíkurborg, sem fjár-
magna mun sinn eignarhluta húss-
ins. Það lætur nærri að eignarhluti
borgarinnar, það er að segja þjón-
usturýmið, verði sem næst 10 pró-
sent af heildarflatarmáli bygg-
ingarinnar. Þá er auðvitað hugsan-
legt að væntanlegir eigendur greiði
upp í byggingarkostnaðinn á sjálf-
um byggingartímanum. En þó vil ég
taka það skýrt fram, að það verður
enginn kaupandi skyldaður til að
leggja strax út fé, því við teljum
mikilvægt að þeir kaupendur sem
eiga íbúðir fyrir þurfi ekki að selja
þær fyrr en þeir flytja inn. Við kær-
um okkur ekki um að félagsmenn
okkar lendi á vergangi á meðan hús-
ið er í byggingu."
„Tímamótaákvörðun í
starfí verkalýðsfélags“
— segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR
VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur samþykkti á félagsfundi sín-
um þann 8. október að hefja í samvinnu við Reykjavíkurborg, byggingu á
6 hæða blokk með 55 söluíbúðum fyrir aldraða félagsmenn sína í nýja
miðbænum í Kringlumýrinni. Er stefnt að því að allri forvinnu, teikning-
um og annarri hönnunarvinnu, Ijúki í vetur, þannig að hægt verði að
hefja verklegar framkvæmdir næsta vor. Reiknað er með að verkinu
verði lokið árið 1986.
Tímamótaákvörðun
„Ég held mér sé óhætt að segja að
hér sé um tímamótaákvörðun í
starfi verkalýðsfélag að ræða,“
sagði Magnús. „Mér er ekki kunnugt
um að verkalýðsfélag hafi áður farið
út í framtak af þessu tagi, þótt
skyldan sé kannski hvergi meiri en
einmitt hjá stéttarfélögunum að sjá
eldri félagsmönnum sínum fyrir ör-
yggi í húsnæðismálum í ellinni.
Þjóðhagslega séð er framkvæmd
sem þessi mjög æskileg. Það hefur
skort hentugar eignaríbúðir fyrir
aldraða, sem búa í of stórum eða
óhentugum íbúðum margir hverjir.
Þessi framkvæmd er liður í að leysa
þann vanda, jafnframt því sem eldri
íbúðir losna fyrir yngra fólk, sem
varla hefur átt annarra kosta völ en
byggja nýjar íbúðir."
Fjórar stæröir af íbúðum
„Við réðum til starfsins arkitekt-
ana Gylfa Guðjónsson og Ingimund
Sveinsson og hafa þeir þegar skilað
frumdrögum að teikningum. Hér
verður um að ræða tveggja og
þriggja herbergja íbúðir, alls fjórar
stærðir, frá 63 upp í 101 fermetra.
Tíu íbúðir verða á hverri hæð, nema
á neðstu hæðinni, þar verða fimm
íbúðir ásamt þjónusturýminu, sem
verður allt á fyrstu hæðinni. Svalir
tilheyra öllum íbúðunum og er þeim
svo haganlega fyrirkomið að sólar
nýtur þar allan daginn.
Þjónusturýmið verður mjög fjöl-
breytt. Þarna verður matsalur,
fönduraðstaða, leikfimisalur, að-
staða fyrir sjúkraböð, hárgreiðslu,
Magnús L. Sveinsson
Aldraðir vilja búa
í eigin húsnæði
„Það hefur ekki verið ráðist í
þessa framkvæmd að óathuguðu
máli. I sumar gerðum við könnun á
högum aldraðra félagsmanna VR.
Það var spurst fyrir um húsnæðis-
mál, atvinnumál, heilbrigðismál og
ýmislegt fleira. Niðurstaða þessarar
könnunar sýnir það, að húsnæðis-
málin voru sá þáttur sem flestir
lögðu áherslu á að unnið væri að.
Sem dæmi get ég nefnt, að 74 pró-
sent þeirra sem svöruðu spurning-
um um húsnæðismál, töldu mjög
mikilvægt að Verslunarmannafélag-
ið ynni ötullega að þeim málum. Og
95 prósent töldu brýnt að byggja
íbúðir sérstaklega hannaðar fyrir
aldraða. Þá var það athyglisvert, að
yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem
svöruðu vildu kaupa íbúðir, eða 63
prósent, á móti 13 prósent sem vildu
leigja. Þessar niðurstöður styðja því
mjög við þær fyrirætlanir okkar að
fara út í að byggja sérstakt hús
fyrir aldraða.
Við teljum okkur því vera að
koma á móts við óskir fólks með því
að fara út í þessa framkvæmd. Þetta
er fyrirbyggjandi starf, sem dregur
vonandi úr því að fólk þurfi að fara
á opinberar stofnanir þegar aldur-
inn færist yfir,“ sagði Magnús L.
Sveinsson að lokum.
Yflrlitsteikning af byggingunni sem VR hyggst reisa í Kringlumýrinni fyrir Frumteikning af 1. hæðinni, en þar verður öll þjónustuaðstaða til húsa.
aldraða félagsmenn sína.