Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 19 „Viö höfum pakkað saman búslóöinni og hlökkum til að byrja á nýju starfi.“ Mik Magnússon og kona hans, Hanna Jóhannsdóttir, daginn áður en þau fóru til teggja ára dvalar í Kenya. „Væri ómögulegur maður alltaf í sama starfinu“ „Zwahili? Jú, við þurfum að læra þaö, það er bara vonandi að það gangi betur en með íslenskuna hjá mér,“ sagði Mik Magnússon í viðtali við blm. Morgunblaðsins daginn áður en hann flutti af landi brott til Kenya, þar sem hann mun starfa næstu tvö ár hjá upplýsinga- deild UNEP, Umhverfisáætlun Sameinuöu þjóðanna. „Við förum þrjú, kona mín Hanna og yngri dóttir okkar, Bjarndís. Enn sem komið er höf- um við ekki fengið neitt húsnæði úti, en við verðum í Nirobi og samkvæmt starfslýsingu verð ég forstöðumaður upplýsingadeild- ar, Info Terra, sem sér um upp- lýsingaöflun og miðlun um um- hverfismál. Það er svona um það bil allt sem við vitum og höfum ekki haft tíma til af hafa neinar frekari áhyggjur. Ákveðið svar fékk ég i september og síðan hef- ur verið kapphlaup við tímann við að ganga frá öllum málum. Ætli þetta sé ekki fyrsti rólegi dagurinn síðan þá. Við höfum til dæmis pakkað saman allri bú- slóðinni og komið henni í geymslu, selt eða gefið. Það er nú meira hvað maður sankar að sér af drasli. Mikið starf óunnið Aðalástæðan fyrir því að ég sótti um þetta starf var að fyrir þremur árum gafst mér tæki- færi til að fara til Afríku á veg- um Rauða Kross íslands. Hungursneyð geysaði þá í kjöl- far mikilla þurrka í Kenya og Uganda og ég vann í þrjá mán- uði við að safna upplýsingum til að miðla til þeirra aðila sem veittu fé til hjálpar. Mikið starf er óunnið í þessum þróunarlönd- Rætt við Mik Magnússon sem flyst nú til Kenya um og mig langaði því til að snúa aftur seinna og halda áfram. Nú er það orðið að raunveruleika og í þetta skipti fer ég með fjöl- skylduna með mér. Heimshorna á milli En þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég flyt búferl- um eða skipti um starf. Ég er fæddur í Skotlandi og ólst upp bæði þar og í Asíulöndum, en faðir minn var hermaður. Að loknu námi í leiklist í Bretlandi kom ég til íslands og fór að starfa í fiskvinnslu og til sjós í Eyjum. Þar kynntumst við Hanna á Sjómannadaginn og eins og sannir Vestmannaey- ingar opinberuðum við á Þjóð- hátíðardaginn. Ég settist hér að, vann á sjó á sumrin og setti upp leikrit á veturna. 1970 bauðst mér svo að að vera með frétta- þátt á ensku í útvarpinu. Þetta var tíu mínútna langur þáttur sem ég var með daglega sjö mán- uði ársins í tvö ár, og var að ég held bara orðinn nokkuð vinsæll. Starfið var mjög bindandi en ákaflega skemmtilegt, og á fréttastofu útvarps lærði ég öll grundvallaratriði í fretta- mennsku. Næst tók ég til starfa sem fréttamaður hjá BBC, en ég var þá fréttaritari þeirra hér á landi. Við flutt.um til London, en þar sem mér var falið að sjá um fréttir af þorskastríði númer tvö sem þá var í algleymingi var ég sífellt sendur til {slands. Þátta- skil urðu í landhelgisdeilunni milli Breta og íslendinga á þess- um tíma er ákveðið var að hleypa fréttamönnum um borð í varðskipin. þannig gafst bresk- um almenningi tækifæri á að sjá gang mála með eigin augum í gegnum sjónvarpsfréttir og varð það til að gjörbreyta þeirra áliti. Ég starfaði hjá BBC fram yfir þriðja þorskastríðið. Þegar það hófst var ég sendur hingað í þriggja daga ferð en til baka komst ég ekki fyrr en 15 vikum seinna, og hafði BBC þá notað frá mér rúmlega 1600 frétta- pistla. Þegar þar var komið sögu og ég farinn að dvelja meira á íslandi en í Englandi, fluttum við hingað á ný. Ég starfaði þá hjá upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna um skeið og gaf upplýs- ingar til blaðamanna um örygg- ismál meðal annars. f kjölfar þess fór ég svo til starfa hjá hernum þar sem ég hef verið að- stoðarblaðafulltrúi frá ’79 og þar til nú. „íslendingar í útlöndum” Enn er nýtt starf fyrir hönd- um og við hlökkum mikið til þess. Eg held að ég yrði ómögu- legur maður ef ég væri alltaf í því sama. Og við ætlum ekki að missa sambandið við ísland þó eitthvað verði erfitt með áskrift- ina að blöðunum. íslendingar fylgjast vel með og eru forvitið fólk. Við höfum þegar fengið svo margar spurningar um hvað sé að gerast þarna í Afríku að við sjáum ekki fram á annað en að við verðum að stofna blað, „ís- lendingar í útlöndum", og gefa út mánaðarlega, til gefa svör við þeim. Þorskafli Færeyinga fyrstu 9 mánuöi ársins: 26.000 lestir fimmtungi meiri en á sama tíma í fyrrá ÞORSKAFLI Færeyinga fyrstu 9 mánuði ársins nam um 26.000 lest- um, en var á sama tíma í fyrra um 20.000 lestir. Þorskafli Færeyinga hefir því aukizt um 'immtung frá því í fyrra. Jakup Sverre Joensen, fiski- fræðingur í Færeyjum, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að fyrr á þessu ári hefði aflinn verið orðinn um það bil helmingi meiri en í fyrra, en síðari hluta ársins hefði dregið heldur úr þorskveiðinni, aðallega vegna óhagstæðs veðurfars að und- anförnu. Á aðalfundi LÍÚ kom fram til- laga um að Islendingar leituðu eftir heimild til þess, að veiða 20.000 lestir af þorski við Færeyj- ar, en sú tillaga var síðan dregin til baka. Jakup Sverre Joensen sagði ennfremur, að sú tillaga hefði komið Færeyingum verulega á óvart. Árlegur þorskafli væri venjulega um 25.000 lestir, þannig að ljóst væri, að Færeyingar væru ekki aflögufærir á þessu sviði, þó þeir gjarnan vildu. Pauli Ellefsen, lögmaður Fær- eyja, tók í sama streng er frétta- ritari Morgunblaðsins í Færeyjum innti hann álits á þessari tillögu. Sagðist hann vonast til að ekki kæmi beiðni um 20.000 lesta þorskafla við Færeyjar frá íslend- ingum, en kæmi hún, myndu fær- eysk stjórnvöld tilbúin til að ræða hana. Fjármunir brenna upp í Söfnunarsjóði íslands: 240.000 árið 1969 3.118 kr. árið 1983 Vextir í Söfnunarsjóði til skamms tíma lægri en bankavextir, segir sr. Halldór Gunnarsson FJARMUNIR sem ávaxtaðir hafa verið í Söfnunarsjóði íslands hafa brunnið þar upp og orðið að nánast engu, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá sr. Halldóri Gunnarssyni í Holti undir Kyjafjöll- um. Hann flutti um það tillögu á nýafstöðnu kirkjuþingi að fjármagn í ýmsum sjóðum í vörslu kirkjunnar væri ávaxtað með sem bestum kjör- um og skorað var á Alþingi að lögum um Söfnunarsjóð yrði breytt eða sjóðurinn lagður niður og jafnframt yrði sjóðnum bætt tjón af völdum verðrýrnunar. í samtali við Morgunblaðið sagði Halldór að fjölmörg dæmi væru til um það hvernig fé hefði rýrnað í sjóðnum. Nefndi hann minningarsjóð sem stofnaður hefði verið árið 1939 með 1.000 krónum og aldrei hefði verið veitt fé úr og hefði hann ávaxtast í Söfnunarsjóði samkvæmt lögum um sjóðinn sem sett voru árið 1888. Árið 1939 var lambsverð 4 krónur, en er nú kr. 1500 og miðað við það, ætti sjóðurinn að standa í 400.000 krónum í dag. Ef hins veg- ar væru reiknaðir um 2% árs- vextir fra þessum tíma, eins og eru á ríkisskuldabréfum, stæði sjóðurinn í 500.000 krónum. Hins vegar er nú innistæða sjóðsins i Söfnunarsjóði nú á milii 400 og 500 krónur. Að sögn Halldórs eru minn- ingarsjóðir og aðrir minni sjóðir skyldugir að ávaxta sitt fé í Söfn- unarsjóði samkvæmt lögum, sé það ekki tekið sérstaklega fram að þeir skuli ávaxtaðir annars staðar. Sagði Halldór að til skamms tíma hefðu vextir í Söfnunarsjóði verið lægri en bankavextir, en frá því nýlega væru vextirnir þeir sömu og á almennum sparisjóðsbókum. Halldór sagði að þessi lög og sjóð- urinn sjálfur væru alveg út í hött. Menn væru hins vegar að biðja um bætur á þetta fé sem tekið væri með lögum. Halldór nefndi annað dæmi um sjóð sem gufað hefði upp í Söfnun- arsjóði íslands. Sá sjóður er minn- ingarsjóður um Árna Ingvarsson, sem gaf aleigu sína, um 240.000 krónur árið 1969 og ætlaði til styrktar kirkjusöng. Árið 1970 voru 9/io hlutar vaxta borgaðir út, en Vio vaxta lagður við höfuðstól. Síðan hefur ekki verið borgað úr sjóðnum. Árið 1970 var innistæð- an í sjóðnum kr. 240.807. Frá þess- um tíma og til dagsins í dag hefur verðgildi þessa fjár rýrnað all- verulega og í dag er inni í sjóðn- um, að meðtöldum vöxtum allt tímabildið, kr. 3.118. Samkvæmt upplýsgingum sem Mbl. fékk hjá Friðjóni Sigurðs- syni, skrifstofustjóra Alþingis, var ekki kostið í stjórn Söfunarsj- óðs árið 1981, eins á gera átti sam- kvæmt lögum, því þá höfðu ráð- amenn hug á að breyta reglum um sjóðinn. Af því varð þó ekki, þann- ig að nú er aðeins framkvæmd- astjóri yfir sjóðnum, en engin stjórn. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur bæði viðskliptaráð- uneytið og bankamálanefnd Seð- labankans lagt tila ð sjóðurinn veðri lagður niður. Hins vesgar stendur til nú bráðlega, að kosið verði í stjórn sjóðsins. Þess má að lokum geta að í 2. grein laga nr. 2 frá árinu 1988 um Söfnunarsjóð íslands segir, að til- gangur sjóðsins sé „að geyma fé, ávaxta það og auka og útborga vextina um ókomna tíð, eftir því sem upphaflega er ákveðið. Listsýning í safnaðarheimili Siglufjörður 8. nóvember. OPNUÐ hefur verið listsýning Sig- rúnar Jónsdóttur listakonu, í Safn- aðarheimili Siglufjarðarsóknar. Sig- rún sýnir þar 100 batik og vef- myndir, en þar skipar trúarleg list öndvegi. Sigrún stundaði nám í Mynd- listar- og handíðaskólanum og síð- ar í Slöjdföreningensskola í Gautaborg. Listmunir Sigrúnar hafa hlotið lof á sýningum hér á landi og beggja vegna Atlants- hafsins, til dæmis hlaut hún heið- ursverðlaun á sýningu á vegum UNESCO í Mónakó 1967. Á meðan á sýningunni stendur mun listakonan halda námskeið í myndvefnaði, rýjahnýtingu og í meðferð á textíllitum. Sýningin er opin dagiega frá klukkan 17.00 og 23.00. opið til sjö í kvöld [Ji ] Vörumarkaðurinn hf. e/ð/storg/ n mánudaga — þriðjudaga — miðvikudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.