Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 48
Bítlaæöiö * tffgtmMftfrtfe HOLLyWOOD Opiö •II kvöld Veiöiheimildir útlendinga: í endur- skoðun RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag, að cndurskoða heimildir útlendinga til veiða innan íslenzku landhelginnar. Knnfremur var þremur ráðherrum falið að fjalla um aflahorfur og áhrif þeirra á afkomu þjóðarbúsins. Þeir Geir Hallgrímsson, utan- ríkisráðherra, og Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, munu fjalla um endurskoðun veiðiheimildar erlendra ríkja, en nú hafa þrjár þjóðir, Belgar, Fær- eyingar og Norðmenn leyfi til þess, að veiða rúmlega 20.000 lest- ir innan íslenzku lögsögunnar. Halldóri Ásgrímssyni, sjávar- útvegsráðherra, Matthíasi Bjarnasyni, heilbrigðis- og sam- gönguráðherra, og Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, var falið að fjalla um vanda sjáv- arútvegsins og áhrif hans á þjóð- arbúið. Þar kemur fyrst til að ákveða aflamark á næsta ári og með hvaða hætti sóknin verður. Til dæmis hvort hægt muni að taka upp aflamark á einstök skip, áður en hægt verður að ræða af nokkurri vissu hver áhrif þessa á afkomu þjóðarbúsins verða. Lægsta tilboð 37,2% af kostn- aðaráætlun NÝLEGA voru opnuð tilboð í undir- byggingu Vesturlandsvegar í Leir- ársveit, þ.e. um 6 kflómetra við Akranesvegamótin. Kostnaðaráætlun var 12 millj- ónir og 64 þúsund krónur. Lægsta tilboðið var frá Skóflunni hf. á Akranesi, 4 milljónir og 486 þús- und, eða 37,2% af kostnaðaráætl- un. Hæsta tilboðið var frá ístaki hf. 19 milljónir og 644 þúsund. Hækkun fram- færsluvísitöl- unnar um 3% - Verðbólguhraðinn liðlega 42% Kauplagsnefnd mun koma sam- an til fundar í dag til að ganga frá útreikningi framfærslu- vísitölunnar, miðað við verðlag í nóvemberbyrjun, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hækkunin frá síðasta mánuði í námunda við 3%. Verðbólguhraðinn, metinn samkvæmt þessari mánaðar- hækkun, er liðlega 42%, en þetta er svipuð verðbólga og í síðasta mánuði, en framfærslu- vísitala hækkaði milli mánað- anna september og október um 3,10%, sem jafngilti liðlega 44% árshækkun. Sérfræðingar gera ráð fyrir, að hækkun framfærsluvísitöl- unnar í desem'berbyrjun verði eitthvað minni, eða á bilinu 2—2,5%, sem jafngildir því, að verðbólguhraðinn sé á bilinu 27-34,5%. MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Morgunblaðið KÖE Ragnhildur Finnbogadóttir og Bjarni Kristófersson með 11 börnum sínum. F.v.: Sigriður, Finnbogi, Margrét, Guðbjörg, Kristófer (annar tvíburinn), Ingibjörg, Elín, Gestný, Katrín, Gestur, Ragnar. Á myndina vantar fjögur systkinanna; Marínó (hinn tvíburinn), Dag, Guðbjart Inga og Jón. Hafa ekki hitzt svona mörg síðan á jólum ’67 „Hér eru saman komin ellefu af fimmtán börnum okkar en ég held að við höfum bara ekki komið saman svona mörg síðan á jólunum '67,“ sagði Bjarni Kristófersson frá Fremri-Hvestu í Arnarfirði er blm. Mbl. leit inn á Hótel Sögu í gærkvöldi, en hann og kona hans, Ragnhildur Finnbogadóttir, höfðu boðið börnum sínum til kvöldverðar þar. „Ég var sautján ára þegar ég byrjaði á þessari vitleysu," sagði Bjarni og brosti. Ragnhildur: Börnin eru fimmtán fædd á tuttugu árum, þar af einir tvíburar. Yngsta barnið er jafngamalt elsta barnabarninu, en þau eru nú þrjátíu og átta fædd og fleiri væntanleg. Bjarni: Ellefu af börnum okkar eru búsett hér fyrir sunnan, flest í Hafnarfirði. Allar stelpurnar eru þar, þær eru átta, og strákarnir sjö ... nei, það er víst öfugt, það eru strákarnir sem eru átta. Þrír þeirra eru búsettir í heimabyggð sinni fyrir vestan og einn býr á Seyðisfirði. Hvernig var að hafa svona stórt heimili? Bjarni: Það var alveg dýrlegt fannst mér. Ertu sammála því Ragnhildur? Ragnhildur: Að sumu leyti já, því ég hef yndi af börnum, en það er líka tómlegt þegar þau eru farin og við orðin tvö í kotinu. Viðskiptaráðuneytið: Heimilar útflutning á hert- um ufea með 27% afelætti - Brýtur í bága við þær venjur, sem ríkt hafa Viðskiptaráðuneytið hefur gefið ís- lenzku umboðssölunni leyfi til út- flutnings á verulegu magni af hertum ufsa með 27% afslætti til Nígeríu. Það brýtur í bága við þá venju, sem ríkt hefur í þessum viðskiptum. Þar til fyrir skömmu hefur tíðkazt að gefa 20% afslátt á skreið, seldri til Níg- eríu. Hins vegar hefur verið talað um það að undanförnu að nauðsynlegt yrði að gefa 25% afslátt af ufsa til að létta á birgðum hér heima. Blm. Morgunblaðsins leitaði staðfestingar á þessu hjá Þórhalli Ásgeirssyni, ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneyt- inu, en hann vildi ekkert tjá sig um málið. í lok síðasta mánaðar hafði viðskiptaráðuneytið samband við Skreiðarsamlagið og skreiðardeild Sambandsins og spurði álits á því, hvort rétt væri að gefa íslenzku umboðssölunni leyfi til útflutnings á hertum ufsa með 27% afslætti. Fulltrúar Skreiðarsamlagsins og Sambandsins töldu að svo væri ekki. Þrátt fyrir að samráð skuli haft við skreiðarútflytjendur um afslátt, var fyrrgreind ákvörðun tekin í viðskiptaráðuneytinu. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja, að með þessu hafi íslenzka umboðssalan náð nær fuilfrá- gengnum samningi af Skreiðar- samlaginu og var þá aðeins gert ráð fyrir 25% afslætti á hertum ufsa. íslenzka umboðssalan hefur hins vegar ekki nægilegt magn af skreið á sínum snærum til þess að uppfylla þennan samning, sam- kvæmt heimildum Mbl., og þarf því að leita eftir henni hjá öðrum aðil- um. Þegar afsláttur sem þessi er gefinn, þýðir það lækkað verð til framleiðenda, en losar um sölu. Að sögn eins útflytjanda er það mjög óheppilegt að auka afslátt á þess- um tíma, þegar fyrir dyrum standa samningar um verð á næsta ári. Tveimur mönnum TVEIMUR sjómönnum af hornfirskum sfldarbátum var bjargað úr sjó aðfaranótt mánudags, en sjómenn- irnir eru skipverjar á Akurey SF 52 og Hafnarey SF 36. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hef- ur aflað sér voru skipverjar á Akurey að leggja netin og flæktist net utan um fót skipverjans og dróst hann útbyrðis. Svartamyrkur var á þegar þetta gerðist, en skipverjinn náði taki á netinu og hélt í það. Þegar tókst að ná netinu aftur inn var sjómaðurinn meðvitundarlaus í því, en skipverjar á Akurey hófu strax lífgunartilraunir og tókst sfldarsjó- bjargað þeim að koma félaga sínum til meðvitundar. Sam- kvæmt heimildum blaðsins gekk skipverjinn frá borði þegar komið var í land, en hann var þá strax fluttur í sjúkrahús og var líðan hans eftir atvikum í gærkvöldi. f hinu tilvikinu var um að ræða sjómann af Hafnarey SF 36, sem fenginn var til að skera úr skrúfu hringnótabáts sem var við veiðar á sömu slóðum. Var sjómaðurinn í froskbúningi, en missti af sér sundfit og bar hann burt vegna mikils straums í sjónum. Þó tókst fljótlega að bjarga honum og varð honum ekki meint af volkinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.