Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 23 Hluti öflugs lögregluliðs, sem sent var á vettvang eftir sprenginguna i bandaríska þinghúsinu á Capitol-hæð í fyrrinótt. Þinghúsið í baksýn. Simamynd AP. Vilja dauða- refsingu við fíkni- efnasmygli Bern, 8. nóvember. AP. TÍU manna hópur í Sviss hefur hafið baráttu fyrir því, að tekin verði í lög þar f landi dauðarefsing við fíkni- efnasmygli. Er það markmið þeirra að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Enda þótt ekki sé talið líklegt, að þeim takist að safna undir- skriftum þeirra 150.000 manna, sem þarf til þess að slík atkvæða- greiðsla geti farið fram, þá þykir þetta frumkvæði þeirra endur- spegla vaxandi áhyggjur fólks i Sviss yfir áframhaldandi aukn- ingu á fíkniefnaneyzlu í landinu. Opinberar tölur f Sviss gefa til kynna, að fjöldi þeirra dauðsfalla, sem rekja má tií fíkniefna, kunni að verða hærri þar í landi á þessu ári en nokkru sinni áður. Árlegur fjöldi slíkra dauðsfalla í Sviss hef- ur samt verið meiri að undanförnu en í flestum öðrum iðnvæddum löndum á Vesturlöndum. Sam- kvæmt skýrslu svissneska dóms- málaráðuneytisins var fjöldi lát- inna af völdum fíkniefna 109 á síð- asta ári en var 88 árið þar á und- an. Síðustu tölur frá Ziirich og Basel sýna, að slíkum dauðsföllum fer enn fjölgandi. íbúafjöldinn í Sviss er um 6,3 millj. og fjöldi dauðsfalla af völd- um fíkniefna í fyrra var 109 samkv. fram-nsögðu. í Frakklandi var fjöldi slíkra dauðsfalla 162 í fyrra, en þar eru íbúar 53,9 millj. Svisslend- ingar spar- samastir Sprengja sprakk í Bandarikjaþingi í fyrrinótt: SPARSEMI Svisslendinga er slík, að þeir standa þar langfremstir allra þjóða heims og hefur svo ver- ið undanfarin fjögur ár. Nam spari- fé þar í landi 14.620 dollurum á hvern íbúa í upphafi þessa árs, en næstir komu Japanir en voru þó langt á eftir með 9.072 dollara sparifé á mann. í þriðja sæti var Vestur-Þýzkaland með 7.435 doll- ara, en síðan komu Belgía með 7.251 dollara og Austurríki með 6.265 dollara í sparifé á mann. Bandaríkin voru í sjötta sæti og nam sparifé þar 5.996 dollurum á íbúa. Er frá þessu skýrt í nýútkom- inni skýrslu frá The International Savings Bank Institute. Inni í þessum tölum er sparifé, sem útlendingar eiga i viðkom- andi landi. En jafnvel þótt það sé dregið frá, þá eru Svisslendingar eftir sem áður langmesta sparn- aðarþjóð heimsins með 13.701 dollara sparifé á mann. Þannig er velgengni Svisslendinga fyrst og fremst að þakka „rótgróinni sparsemi" þeirra, segir í skýrsl- unni. Tíðindamaður Morgunblaðsins sneri sér til Seðlabanka íslands í gær og spurðist fyrir um, hvort sams konar tölur væru til varð- andi sparnað íslendinga, en fékk það svar frá talsmanni bankans, að þar sem ekki væri vitað við hvaða forsendur framangreindar tölur væru miðaðar, þá væri ekki unnt að láta í té neinar sambæri- legar tölur um sparnað íslend- Hefði getað banað mörgum þingmönnum Washington, 8. nóvember. AP. BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, skýrði frá þvf f dag, að sprengj- an sem sprakk skammt frá fundar- sal öldungadeildar Bandaríkjaþings á Capitol Hill í gær, hefði verið gerð úr „mjög öflugu sprengiefni með tímasetningarútbúnaði". Engin slys urðu á fólki við sprenginguna, sem varð um kl. 4 að íslenskum tíma í nótt. Funda- höldum öldungaráðsins lauk um miðnættið í gær og voru því allir á brott er sprengjan sprakk. Hópur sem nefnir sig „Vopnuðu andspyrnuhreyfinguna“ kvaðst ábyrgur fyrir sprengingunni og sagði hana vera til þess að mót- mæla innrás Bandarfkjamanna á Grenada og veru bandarískra her- manna i Líbanon. Þessi sami hóp- ur lýsti sprengingu í McNair- virkinu í Kolumbfurfki á hendur sér fyrir nokkru. Þrátt fyrir skemmdirnar sem urðu í þinghúsinu við sprenging- una mætti öldungadeildin til venjulegs þingfundar eftir hádeg- ið. Að sögn Howard Baker, öld- ungadeildarþingmanns og leiðtoga meirihlutans þar, er ekki að efa, að sprengjan hefði getað orðið ein- hverjum öldungadeildarþing- mannanna að fjörtjóni hefði hún sprungið á fundartíma. Lífið á Grenada færist smám saman í eðlilegt horf. Mynd þessi var tekin í St Georges, höfuðborg Grenada í gær og sýnir fólk sinna erindum sínum. Bandarískir hermenn eru á ferli innan um Grenadabúana. (AP-símamynd). Grenada: Fréttin um fjölda- grafír óstaðfest St (ieorges, Grenada, 8. nóvember AP. BANDARÍSKIR erabættismenn á Grenada og í Washington segjast vera sammála um, að engar fjölda- grafir hafi fundizt á Grenada. Guy Farmer, aðaltalsmaður bandaríska liðsins á Grenada, hefur hins vegar skýrt svo frá, að „mjög almennur orðrómur er á kreiki hér um slíkar fjöldagrafir". Bandaríska herstjórnin á Grenada hefur komið á fót skrif- stofu, sem á að taka til meðferðar allar bótakröfur óbreyttra borg- ara vegna tjóns á eignum þeirra af völdum hernaðaraðgerða Banda- ríkjamanna. í dag komu strax fram bótakröfur frá um 100 ein- staklingum vegn.?. skemmda á bif- reiðum þeirra, húsum og fyrir- tækjum. Frú Eugenia Charles, forsætis- ráðherra á Dominíku, skýrði blað- amönnum svo frá í dag, að hún teidi, að herlið Bandarikjamanna ætti að vera um kyrrt á Grenada um „stutt skeið" til aðstoðar frið- arsveitunum frá löndunum við Karíbahaf. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan ............ 14/11 Jan ............ 28/11 Jan ............ 12/12 Jan ............ 27/12 ROTTERDAM: Jan ............ 15/11 Jan ............ 29/11 Jan ............ 13/12 Jan ............ 28/12 ANTWERPEN: Jan ............ 16/11 Jan ............ 30/11 Jan ............ 14/12 Jan ............ 29/12 HAMBORG: Jan ............ 18/11 Jan ............. 2/12 Jan ............ 16/12 Jan ............ 30/12 HELSINKI: Helgafell ...... 14/11 Helgafell ....... 9/12 LARVIK: Hvassafell ..... 21/11 Hvassafell ...... 5/12 Hvassafell ..... 19/12 GAUTABORG: Hvassafell ..... 10/11 Hvassafell ..... 22/11 Hvassafell ...... 6/12 Hvassafell ..... 20/12 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafelb...... 11/11 Hvassafell ..... 23/11 Hvassafell ...... 7/12 Hvassafell ..... 21/12 SVENDBORG: Helgafell ...... 17/11 Hvassafell ..... 24/11 Hvassafell ...... 8/12 Helgafell ...... 13/12 ÁRHUS: Dísarfell ...... 10/11 Helgafell ...... 17/11 Hvassafell ..... 24/11 Hvassafell ...... 8/12 Helgafell ...... 13/12 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ..... 29/11 Skaftafell ..... 29/12 HALIFAX, KANADA: Skaftafelj^..... 30/11 Skaftafeir ..... 30/12 ^SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu '’ósth. 180 121 Reykjavík 'ii 28200 Telex 2101 Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.