Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Audi 100 CD reynsluekið Btlar Sighvatur Blöndahl -Virkilega skemmtilegir aksturseiginleikar — Frágangur mjög góður — gott rými ÞAÐ VAR engin tilviljun, að Audi 100 skyldi vera kjörinn bfll ársins 1983 í Evrópu, þar sem á ferðinni er einstaklega vel hannaður bfll, sem hefur minni vindstuðul en dæmi eru um á fjöldaframleiddum bfl, eða 0,30 Cw. Á dögunum gafst mér tækifæri til að reynsluaka bflnum í svokallaðri CD útfærslu, sem er vandaðasta útfærslan. Alls voru eknir liðlega 500 km um fjöl- breytilega vegi landsins. Fyrir utan vandaðan frágang vakti það sér- staka athygli mína hversu vel bfll- inn liggur á vegi, hvort heldur er ekið á steyptum vegi, eða á holótt- um sveitavegum. ÚTLÍT Hönnuðum Audi hefur tekizt ótrúlega vel upp í hönnun bíls- ins, ef litið er á útlitið. Línan er bæði klassísk og sportleg og bíll- inn samsvarar sér vel. Audi 100 er afturhár, en verður síðan rennilegur fram. Aðalljós bílsins eru frekar stór, án þess þó að vera klunnaleg. Þá má í raun segja sömu sögu um afturljósin, sem eru óvenjulega stór og sér vel á þau. Audi 100 er útbúinn með smekklegum álfelgum, sem gefa honum skemmtilegt yfir- bragð. DYR OG RÝMI Audi 100 er fjögurra dyra, en dyrnar eru óvenjulega stórar og opnast vel, þannig að allur um- gangur um bílinn er góður. Það vekur athygli hversu dyrnar falla vel að stöfum og ekki vottar fyrir tómahljóði þegar þeim er lokað. Þegar setzt er undir stýri verður þess strax vart, að rými fýrir ökumann er með ágætum. A það við um fótarými, hliðar- rými og loftrými. Það má í raun segja sömu sögu um farþegasæt- ið frammi í, sérstaklega er fóta- rýmið gott. Hvað rými aftur í varðar er það ágætt hvort heldur um er að ræða fótarými eða loftrými. Ágætlega fer um þrjá fullorðna. Hvað farangursrýmið áhrærir, þá er það mikið og lokið opnast ágætlega, sem auðveldar umgang. SÆTI OG INNRÉTTING Framsætin eru einstaklega vönduð, en það eru hefðbundin þýzk sæti, þ.e. stíf og veita góðan stuðning. Það verður að vísu að hafa hefðbundinn fyrirvara á ágætum sæta, en þar kemur til persónubundið mat hvers og eins. Það fer hins vegar ekkert á milli mála, að mjög hefur verið til framsætanna vandað. Þau eru klædd mjög skemmtilegu tau- áklæði, sem þægilegt er að sitja í. Stuðningur sætanna, þ.e. bakstuðningur, og hliðarstuðn- ingur, eru með miklum ágætum. Stillimöguleikar sætanna eru hefðbundnir, þ.e. hægt er að færa þau fram og aftur á sleða og síðan er hægt að breyta halla baksins. Hvað aftursæti bílsins áhrærir, þá er það af venjulegri gerð, þ.e. bekkur, sem þó hefur ákveðna formun til þæginda. Ágætlega fer um farþega, sem sitja í aftursætinu. Innrétting bílsins almennt er af vandaðri gerð, sérstaklega er skemmtilegt yfirbragð á dyrum bílsins. MÆLABORÐ Mælaborðið í Audi 100 er stílhreint, en jafnframt með sportlegu yfirbragði. Það er inu eru hins vegar stjórntæki fyrir þurrkur og neyðarljós bíls- ins. Hvað stýrishjólið sjálft áhrærir er það af heppilegri stærð og áferðin er góð, þ.e. hrjúf og lítil hætta á að renna. Flautan er í stórum fleti á stýr- ishjólinu. Fyrir ofan stjórntæki miðstöðvarinnar, sem eru á hefðbundnum stað, hægra megin í borðinu, eru rofar fyrir aftur- rúðuupphitar og þokuljós. Stjórntæki miðstöðvarinnar eru af frekar einfaldari gerðinni, jaðrar hreinlega við að þau séu of einföld í samanburði við aðra þætti. Miðstöðin virkar reyndar mjög vel. Audi 100 CD SKIPTING OG VÉL Audi 100 CD er knúinn 2,2 lítra, 136 hestafla vél og er upp- tak bílsins um 10,3 sekúndur í 100 km hraða, sem verður að teljast ágætt. Þá vakti það at- hygli mína, að benzíneyðsla bíls- ins var ekki nema liðlega 10 lítr- ar á hverja 100 km, þótt ekið Afturhár og stflhreinn. Stflhreint og sportlegt mælaborð. mjög samþjappað, þannig að álestur á mæla og handfjötlun stjórntækja er öll mjög góð. í aðalborðinu er stór hraðamælir með ferðamæli, en við hlið hans er stór snúningshraðamælir, en álestur á þessa tvo mæla er sér- staklega góður. Á vinstri vængn- um er síðan benzínmælir, en til hægri er eyðslumælir. sem skemmtilegt er að fylgjast með. Vinstra megin í stýrinu eru rof- ar fyrir aðalljós bílsins og stefnuljós. Hægra megin í stýr- AUDI Gerð: Audi 100 CD. Framleiðandi: Audi. Framleiðsluland: Vestur- Þýzkaland. Innflytjandi: Hekla hf. Verð: 720.000.- Afgreiðslufrestur: 2—3 mán- uðir. Þyngd: 1.210 kg. Lengd: 4.793 mm. Breidd: 1.814 mm. Hæð: 1.422 mm. Vél: 2,2 lítra, 136 hestafla, 5 strokka benzínvél. Hröðun: 10,3 sekúndur. Hámarkshraði: 200 km. Eyðsla: 10,3 lítrar/ blandaður akstur. Fjöðrun: Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli. Bremsur: Aflbrcmsur, diskar að fraraan og aftan. Skipting: Sjálfskipting, 3ja þrepa. Hjólbarðar: 185/70 HR 14. Beygjuradíus: 11,5 metrar. Farangursrými: 610 lítrar. Benzíntankur: 80 lítrar. Stýri: Aflstýri. Autíi h*f i væri frekar greitt og bíllinn, sem var reynsluekið væri sjálfskipt- ur. Vinnsla vélarinnar er með ágætum, eins og upptakið sínir reyndar glögglega. Samspil vélar og sjálfskiptingar er ennfremur ágætt, þannig að hann skiptir sér skemmtilega upp úr og er óvenjulega mjúkur í skiptingu. Lítið verður vart við högg, eins og oft vill vera í sjálfskiptum bílum. Þá er vert að geta þess, að staðsetning gírskiptingarinnar er góð milli sætanna í gólfinu. AKSTURSEIGINLEIKAR Eins og getið var um í upphafi kom það mér verulega á óvart hversu skemmtilega bfllinn ligg- ur á vegi, hvort heldur er á steyptum vegum eða úti á holótt- um íslenzkum sveitavegum. Bíll- inn er hæfilega stífur, þannig að hann leggst lítið sem ekkert niður í hornin þótt honum sé ek- ið greitt inn í beygjur. Fjöðrunin almennt mjög skemmtileg. Það vekur sérstaka athygli, að jafn stífur bíll og Audi í raun er, skuli vera jafn skemmtilegur úti á mölinni, eins og raun ber vitni. NIÐURSTAÐAN Niðurstaðan af þessum liðlega 500 km reynsluakstri um ólíka vegi landsins, er einfaldlega sú, að á ferðinni er virkilega skemmtilegur bíll, sem hefur fáa galla. Allur frágangur er til mik- illar fyrirmynda. Lína bílsins er virkilega skemmtileg og vind- stuðullinn að sama skapi lágur. Það fer mjög vel um ökumann og farþega og bíllinn hefur góða aksturseiginleika, eins og áður er getið um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.