Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Hin nýja bygging Icelandic Freezing Plants Ltd. (SH) í Grimsby. Hin nýja verksmiðja Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby: Byggingarkostnaður nam um 104 milljónum króna AÐ UNDANFÖRNU hafa sölusamtökin Sölumiöstöö hraö- frystihúsanna veriö talsvert í umræðunni og meöal annars vegna þess að sú skoðun hefur komið fram aö ekki hafi verið staðiö að sölu- og markaðsmálum erlendis með nógu kröftug- um hætti. Af því tilefni sneri Morgunblaðið sér til Guðmund- ar H. Garðarssonar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og leitaöi hjá honum upplýsinga um það, hvað fyrirtækið hefði gert sérstaklega í þessum málum í V.-Evrópu og einkum Englandi, en þar hefur lengi verið góður markaður fyrir íslenskan fisk og íslenskar fiskafurðir. Fer hér á eftir samantekt um starfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby, en þar hefur fyrirtækið reist nýja verksmiðju. Verksmiðjan í Grimsby Á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem haldinn var árið 1979, var eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur SH, haldinn í Reykjavík 31. maí 1979 samþykkir að fela stjórn SH að kanna með hvaða hætti megi efla sölustarfsemi í Englandi. Aðal- fundurinn veitir stjórninni heim- ild tji að ráðast í þær fram- kvæmdir sem hagkvæmastar reynast til að efla samkeppnis- aðstöðu samtakanna á þessum markaði í framtíðinni. Sérstak- lega verði athugað með leigu eða byggingu frystigeymslu í Eng- landi." Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna var stofnuð árið 1942 og allt frá þeim tíma hefur fyrirtækið átt mikil viðskipti við Bretland hvað varðar sölu á frystum fiski, en uppistaðan í sölu til Bretlands hefur lengi verið þorsk- og ýsu- flök. Samkvæmt samþykkt þeirri sem til var vitnað hér að framan og síðari samþykktum aðalfunda SH um uppbyggingu markaðs- starfs í V.-Evrópu, hefur nú verið byggð verksmiðja og söluskrif- stofa SH í Grimsby. Árið 1981 fengu samtökin land hjá Grimsby-borg sem var um 31000 fermetrar að stærð. Saman- stendur verksmiðjan af þremur meginbyggingum, en þær eru frystigeymsla, vélasalur og skrifstofa. Frystigeymslan er um 11.800 rúmmetrar að stærð, auk móttöku og afgreiðsluaðstöðu, en flatarmál byggingarinnar er 1.680 fermetrar. Önnur bygging- in samanstendur af vélasal, verk- stæði, lyftarageymslu, palla- geymslu, gæðaeftirliti og hluta vinnslusalar. Er byggingin rúm- lega 2.000 fermetrar að stærð. Þriðja byggingin er skrifstofu- bygging, en auk skrifstofa er þar matsalur, snyrting, búningsher- bergi og önnur aðstaða fyrir verkafólkið sem í verksmiðjunni vinnur. Er þessi bygging á tveim- ur hæðum, en flatarmál hennar er 930 fermetrar. Verksmiðja og Olafur GuAmundsson, framkvæmda- stjóri. þurrageymsla eru samtals 3.115 fermetrar og er þá byggt svæði um 7.725 fermetrar og heildar- gólfflötur 8.800 fermetrar. 35—40 starfsmenn Fyrsta skóflustungan að verk- smiðjunni í Grimsby var tekin 1. febrúar árið 1982, en nokkrar tafir urðu á byggingarfram- kvæmdum í byrjun, en þegar tæknilegir örðugleikar höfðu verið yfirstignir miðaði verkinu vel. Var frystigeymsla tekin í notkun í októberbyrjun árið 1982 og geymslurými þar er um 3.000 tonn. Að sögn forráðamanna SH hefur geymslan þegar sannað ágæti sitt og hefur hún verið fullnýtt síðustu mánuðina. Fyrsti hluti vinnslusvæðisins var tekinn í notkun í desember árið 1982 og var þá þegar hafist handa við niðursögun á flökum og skömmtum og í marsmánuði sl. hófst vinnsla á skömmtum í ídýfum og í brauðmylsnu. Eru nú tvær—þrjár vinnslulínur verk- smiðjunnar komnar á skrið með þjálfuðu starfsfólki og viðeigandi vélum, er þá fullnýtt það rými sem til ráðstöfunar er í því hús- næði sem tekið hefur verið í notkun fyrir framleiðslu. Þá er nú unnið að því að vélvæða aðal- vinnslusalinn. Fjöldi starfsfólks verksmiðju SH í Grimsby er nú á bilinu 35—40 manns, en það er bæði á skrifstofu, í verksmiðju og við frystigeymslu. Frá 1. janúar 1983 hefur nafn fyrirtækisins SH í Grimsby verið Icelandic Freezing Plants Ltd., en frá 1955 hefur SH verið eigandi fyrirtækisins Snax Ross Ltd., en það fyrirtæki hefur nú verið lagt niður. Byggingarkostn- aður um 2,5 millj- ónir punda Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna eignaðist Snax Ross Ltd. hinn 11. nóvember árið 1955, þeg- ar Jón Gunnarsson keypti það í þeim tilgangi að selja þar meðal annars verksmiðjuframleidda fiskrétti. Hefur Snax Ross Ltd. rekið allt að 28 „Fish and chips“-búðir í London, en vegna fjármögnunar verksmiðjubygg- ingarinnar í Grimsby hafa þær flestar verið seldar og andvirði þeirra lagt í bygginguna. Framleiðslu fyrirtækisins er pakkað í umbúðir með Icelandic, sem er vörumerki SH nafninu, en einnig er vörum pakkað undir nafni viðskiptavina fyrirtækis- ins, sé eftir því óskað. Má til gamans nefna að á meðal stærstu viðskiptavina Icelandic- nafninu Freezing Plants Ltd. er hið heimskunna fyrirtæki McDonald’s og er fiskafurðum þeim sem það fyrirtæki kaupir, pakkað undir þeirra nafni. Byggingarkostnaður verk- smiðju SH í Grimsby er um 2,5 milljónir sterlingspunda, sem jafngildir um 104 milljónum króna. Kostnaður við byggingu mannvirkja, að meðtöldum vél- um í frystigeymslu, loftræsti- og hitakerfi, gas og rafmagn, girð- ingu lands og frágang lóðar nem- ur rúmum 2,3 milljónum sterl- ingspunda, en lóðarverð var nær 160 þúsund sterlingspund. Fjár- mögnun byggingarinnar hefur að stórum hluta verð með lánum, sölu eigna SH í Bretlandi, en auk þessa hefur SH fengið framlag frá Efnahagsbandalagi Evrópu að upphæð 270 þúsund sterl- ingspund, en þetta er svokallaður svæðisstyrkur EBE, sem veittur er vegna uppbyggingar á jað- arsvæðum bandalagsins, en það Úr vinnslusal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.