Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
22_______________________
Gemayel
tvístíg-
andi í
Frakklandi
París, 7. nóvember. AP.
AMIN GEMAYEL, forseti Líbanon,
átti 35 mínútna langan fund með
Francois Mitterand forseta Frakk-
iands á laugardaginn, en f gær var
hann enn staddur í París, að því er
virtist óviss um hvert halda skyldi
næst á yfirreið sinni um Vesturlönd
og Arabaríkin, en hann hefur í tíu
daga umboð þjóðarsáttarfundsins í
Genf tii að leysa vandamálið um
brottför ísraelska hersins frá Líban-
on.
Þjóðarsáttarfundinum lauk á
föstudaginn og þótti hann þokka-
lega vel heppnaður. Deiluaðilar
náðu samkomulagi um ýmis mál,
en önnur ekki. Stærsta vandamál-
ið er brottflutningssamkomulag
Líbanonstjórnarinnar og ísra-
elsmanna. Talið var næsta víst, að
Gemayel hefði notað sunnudaginn
og gærdaginn til að hafa samband
við hin ýmsu stjórnvöld og þar
sem umboðstími hans er naumur
hafi hann fórnað dögunum til að
skipuleggja framhaldið almenni-
lega.
Mál margra er, að Gemayel
verði að hitta Ronald Reagan að
máli, en talið er ólíklegt að það
heppnist, því Reagan hélt af stað í
gær í ferð um Asíu.
Frakkland:
Hundar
bíta 3.500
bréfbera
árlega
París, 8. nóvember. AP.
FRANSKA póstþjónustan hefur
orðið miklar áhyggjur af slysum
á meðal bréfbera sinna fyrst og
fremst af völdum hunda. Því
hefur verið brugðið á það ráð að
efna til mikillar upplýsingaher-
ferðar til þess að gera almenn-
ingi Ijósar þær hættur, sem eru
því samfara að afhenda póst til
hundaeigenda.
Kemur þar fram, að 3.500
bréfberar eru bitnir af hund-
um á hverju ári í Frakklandi,
sem hefur í för með sér 55.000
veikindadaga. í 9 af hverjum
10 tilfellum ráðast hundarnir
aftan að bréfberunum, í 2 af
hverjum 3 tilfellum bíta þeir
bréfberana í fæturna en í 1 af
hverjum 5 tilfellum í hand-
leggina eða hendur og í 1 af
hverjum 7 tilfellum í rassinn.
Einn af hverjum þremur
árásarhundum er þýzkur fjár-
hundur. Þá kemur það enn-
fremur fram, að annar hver
bréfberi sem verður fyrir því,
að hundur bítur hann í starfi,
er sjálfur hundeigandi og
þriðji hver bréfberi, sem verð-
ur fyrir hundsbiti, hefur verið
bitinn áður.
Franska póstþjónustan ráð-
leggur bréfberum sínum eftir-
farandi: „Verið kyrr fyrir
framan hundinn og látið ekki
í ljós nein harkaleg geðbrigði.
Sýnið hvorki af ykkur ótta né
reiði." Við almenning hafði
póstþjónustan þetta að segja:
„Ykkur þykir vænt um hund-
inn ykkar. Ykkur þykir einnig
gott að fá póstinn til ykkar.
Komið því hundinum í skiln-
ing um, hver bréfberinn er.“
Snarpur jarðskjálfti olli
töluverðu tjóni í Belgíu
Liege, Belgíu, Bensberg, V-Þýskalandí, og Peking, 8. nóvember. AP.
JARÐSKJÁLFTI varð í nótt í borg-
inni Liege í austurhluta Belgíu. Lét
ein kona lífíö og a.m.k. 10 hlutu
minniháttar meiðsl. Nokkrir tugir
manna leituðu á náðir lögreglu,
skelfingu lostnir. Þá urðu umtals-
verðar skemmdir á eignum í skjálft-
anura, sem mældist 5 stig á Richter-
kvarða.
Upptök skjálftans voru um 120
kílómetra vestur af borginni, að
sögn jarðskjálftastofnunarinnar
belgísku í Briissel. Til samanburð-
ar má geta þess, að skjálftinn í
Tyrklandi í síðustu viku mældist
6,5 stig á Richter-kvarða. Styrk-
leikinn er þannig mældur skv.
kvarðanum, að við hvert stig, sem
hann hækkar, er um tíföldun
styrks að ræða.
Að sögn borgarbúa voru kipp-
irnir þrír talsins. Sá fyrsti fannst
kl. 00.49 og var jafnframt sá öflug-
asti. Tveir minni kippir fylgdu síð-
ar, sá fyrri kl. 02.13 og hinn síðari
kl. 02.30. Fyrsti kippurinn er jafn-
framt sá öflugasti, sem mælst hef-
ur í Belgíu frá árinu 1938.
Enn hefur ekki verið gerð tæm-
andi úttekt á skemmdunum, sem
urðu í Liege, en að sögn lögreglu
urðu þær umtalsverðar í sumum
tilvikum. Rúmlega 200.000 manns
búa í Liege, sem er jafnframt mik-
ii miðstöð iðnaðar í Belgíu.
Rúður brotnuðu víða í borginni
og skorsteinar hrundu af húsþök-
um. Mátti víða sjá glerbrot og
múrsteinahrúgur á gangstéttum
og var fólk beðið að vera sem
minnst á ferli af ótta við að frek-
ara hrun gæti orðið, sérstaklega
úr eldri húsum borgarinnar.
Frá Bensberg í Ruhr-héraðinu í
V-Þýskalandi bárust einnig fregn-
John Anderson stofnar
nýjan stjórnmálaflokk
Los Angeles, 8. nóvember. AP.
JOHN Anderson, fyrrum frambjóð-
andi til forseta, tilkynnti í dag, aö
hann hygöist stofna nýjan stjórn-
málaflokk í Bandaríkjunum. Hann
lét þess jafnframt getið, að hann
myndi bjóða sig fram til forseta á ný
færi flokkurinn þess á leit við hann.
Anderson sóttist eftir útnefn-
ingu Repúblikanaflokksins til for-
setakosninganna 1980, en þegar
það tókst ekki bauð hann sig fram
á eigin spýtur. Hann hlaut þá 7%
atkvæða. Hann er nú 61 árs að
aldri.
Hann lýsti því yfir í dag, að
Þjóðeiningarflokkurinn, en svo
nefnist hinn nýi flokkur, myndi
keppa við „hina tvo gömlu“, þ.e.
flokka demókrata og repúblikana.
Hann sagði þeim báðum hafa mis-
tekist að gera endurbætur á
skattakerfinu og koma á æski-
legum jöfnuði í ríkissjóði.
„Ég held, að báðir gömlu flokk-
arnir séu þegar allt of bundnir í
allt of stóran og flókinn vef
áhugamála, sem þegar hafa komið
þeim á kaldan klaka fjárhagslega
og gert þeim ókleift að koma á
umbótum í skattamálum," sagði
Anderson.
I yfirlýsingu sinni, samhliða til-
kynningunni um stofnun hins nýja
flokks, gagnrýndi Anderson m.a.
innrás Bandaríkjamanna á
Grenada og sagðist sjálfur vera
„um 180 gráður" frá stefnu Reag-
ans í utanríkismálum.
Lyf gegn löngun í
fikniefiii geföt vel
Newark, New Jersey, 8. nóvember. AP.
AÐ SÖGN vísindamanna hefur komið í Ijós, að lyf, sem enn er veriö að
gera tilraunir með, hefur reynst gagnlegt við að hjálpa fyrrum heróín- og
morfínneytendum við að halda sig frá eitrinu þegar þeir hafa á annað
borð jafnað sig líkamlega eftir meðferð vegna ofnotkunar eiturlyfja.
Hefur lyfið, naltrexone, verið mæli, en sá hængur hefur verið
reynt á 129 aðilum úr viðskipta-
og vísindaheiminum, sem ánetj-
uðust eiturlyfjum en fóru síðan í
meðferð, og gefist vel.
Til þessa hefur venjan verið sú
í meðferð eiturlyfjasjúklinga að
gefa þeim eiturlyf í minnkandi
á, að þau eru jafnframt vana-
bindandi. Naltrexone er það hins
vegar ekki og veldur ekki breyt-
ingum á skapgerðareinkennum.
Vísindamennirnir gáfu við-
komandi aðilum lyfið þrisvar í
viku í 6 mánuði. Var ætlunin að
reyna að halda aftur af hinni
sálrænu löngun í eiturlyf í þann
tíma og vonast síðan til þess, að
löngunin væri horfin að með-
ferðartímanum loknum.
Flestir hinna 129, sem tóku
þátt í tilrauninni, voru lausir við
alla löngun í heróín og morfín
12—18 mánuðum eftir að þeir
fengu síðustu lyfjagjöfina. Lyf
þetta er framleitt af Du Pont-
lyfjafyrirtækinu.
ir um að jarðskjálftakippur að
styrkleika 5,1 á Richter-kvarða
hefði mælst þar. Litlar skemmdir
urðu hins vegar og engin slys á
fólki. Skjálftinn fannst víða um
Ruhr-héraðið svo og í Vestfalen.
Nú er vitað um 34 dauðsföll af
völdum jarðskjálftans, sem varð í
Norður-Kína I fyrradag. Miklar
skemmdir urðu á eignum í skjálft-
anum, sem mældist 5,9 stig á
Richter-kvarða. Hafa hjálpar-
sveitir verið sendar á vettvang
með sjúkragögn og matvæli og
björgunarstarf gengið greiðlega,
enda rofnuðu samgönguæðar ekki.
Veður
víða um heim
Akureyri
Aþena
Amsterdam
Barcelona
Bankok
Beirút
Belgrað
BrUssel
Berlin
Buones Aires
Chicago
Dublin
Frankfurt
Feneyjar
Gent
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Jóhannesarborg
Kaupmannahöfn
Kairó
Las Palmas
Lissabon
Lundúnir
Los Angeles
Mallorca
Malaga
Madrid
Mexikóborg
Míami
Moskva
Mýja Delí
New York
Osló
París
Peking
Perth
Reykjavik
Rio de Janeiro
Róm
San Fransisco
Stokkhólmur
*7 léttskýjaó
18 skýjað
14 heiðskírt
20 þoka
33 heiðskirt
20 rigning
10 skýjað
16 heiðskírt
12 heiðskírt
25 rigning
12 skýjað
15 heiðskírt
8 þoka
16 skýjaö
8 skýjað
8 skýjað
25 heiðskirt
17 skýjað
23 rigning
10 rigning
25 skýjaö
23 skýjaö
20 rigning
17 skýjað
23 skýjað
22 skýjað
20 skýjað
18 skýjað
20 skýjað
27 skýjaö
10 skýjað
29 heiðskírt
16 heiðskírt
9 heiðskírt
17 skýjað
12 rigning
20 skýjað
-6 léttskýjað
32 skýjað
20 heiðskfrt
17 heiðakirt
10 skýjað