Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
36
Ása Ólafsdóttir og Inger Carlsson.
„Skál Behemont" (52) og „Be-
hemont bíður færis" (29), því að
það er einungis matsatriði hvor
sé hrifmeiri, — báðar eru þær
unnar í ull og mohair tgeitarull).
Aðrar myndir er vöktu athygli
mína og eru dæmigerðar fyrir
vinnubrögð hennar um þessar
mundir voru: „Skuggi" (30),
myndvefnaður úr ull, „íslandsför
Sancho Panza" (33), myndvefn-
aður úr ull og mohair og „Baby-
blue“ (58), sem er myndvefnaður
tilfinningum okkar. Ekki einu
sinni þögnin er með öllu þögul.
Á sýningu Jóns Laxdal í and-
dyri Norræna hússins eru 47
smámyndir af ýmsum toga.
Sumar eru gerðar úr íslenzkum
jarðvegi, eru einfaldar og dekor-
atívar í byggingu og yfir þeim er
viss þokki. Svo er allmikið af
litrænum innblástursverkum er
ekki rista djúpt þótt snotur séu.
Einna heillegastar eru myndir
þær sem bera svip af andlits-
dráttum og þar virðist Jón hafa
mest að segja. Sýning sem þessi
hefði betur sómt sér í anddyri
Þjóðleikhússins eða í Kristals-
salnum en Norræna húsinu, sem
á að vera myndlist vígt svipað og
Þjóðleikhúsið leiklistinni.
Tómstundaleikarar, jafnvel þótt
góðir séu, troða sannarlega ekki
upp í Þjóðleikhúsinu og fengju
það heldur aldrei.
Það er réttnefni hjá Jóni, að
nefna sýningu sína „Mynd-
þanka", og vissulega koma þær
áhorfandanum fyrir sjónir sem
einskonar hugleiðsla, eintal ger-
andans við myndflötinn.
Og vissulega má alltaf hafa
ánægju af að rýna inn í hugar-
heim afreksfólks í öðrum list-
greinum svo sem hann kemur
fyrir í meðhöndlun lista og
pentskúfs.
Bragi Ásgeirsson
>
lega megi virðast, er svo er kom-
ið, einmitt meira í ætt við sjálf-
stæði og frumkvæði en íhalds-
semi. — Menn rífa sig lausa frá
markaðslögmálum listheimsins
er gilda í 5—10 ár og taka svo
kúvendingu á undra skömmum
tíma. Við það verða myndir við-
komandi öllu upplifaðri og
stemmningaríkari sem á einmitt
við um verk Ásu Ólafsdóttur.
Með þessari sýningu sinni skipar
hún sér á bekk með athyglis-
verðustu vefjarlistakonum sinn-
ar samtíðar hérlendis.
Myndir Inger Carlson eru
fyrst og fremst textílar í bland-
aðri tækni ásamt því að hún
málar í efnið með acryl- og bat-
iklitum. Við þessa blöndu efna
nær hún mjög áhugaverðri og
fínlegri áferð, næsta óvenjulegri.
Hinar stóru myndir listakon-
unnar fundust mér athyglisverð-
astar einkum myndirnar „Textíl
Blásvört 1“ (1). „Textíl blásvört
11“ (5), „Textíl Blásvört IV“ (6)
og „Sjór“ (25). Myndir þessar eru
sambland af myndvefnaði úr
bómull, striga, silkitafti, gerfi-
silki, tjalddúk og segldúk ásamt
því að hún málar í verkin með
acryl- og batíklitum. Ásamt
textílunum sýnir hún teikningar
frá Krít sem eru í senn ryþmísk-
ar og kröftugar og bera sterkri
skapgerð vitni. Með myndum
sínum telst Inger Carlson ótví-
rætt góður gestur á íslenzkan
myndlistarvettvang.
Þetta er sýning sem yljar
manni um hjartaræturnar fyrir
fágun og sköpunargleði og er
sem slík vissulega heimsóknar-
virði.
Leikræn
tjáning
Jón Laxdal þekkja flestir af
góðu af sviði leiklistarinnar, en
færri munu hafa vitað að hann
málaði einnig í tómstundum sín-
um. Lifði meira að segja á sölu
eigin vatnslitamynda á námsár-
um sínum í Þýskalandi. Hann
hefur og haldið nokkrar sýn-
ingar í útlandinu og uppskorið
snotra dóma ýmissa listgagn-
rýnenda. Annars er það ekki óal-
gengt að leikarar gefi sig að mál-
aralist og haldi sýningar, um
það eru ótal dæmi, og einnig að
verkin komist í hátt verð fyrir
frægð leikarans.
Jón hefur látið hafa það eftir
sér, að myndlistin sé þögul tján-
ing og um flest ólík leiklistinni.
En nú er heilmargt þögul tján-
ing í leiklistinni svo og í tónlist-
inni — sagði ekki Beethoven, að
þögnin væri mikilvægasti tónn-
inn í tónverkunum? Á sama hátt
geta málverk orkað á skoðand-
ann líkt og rismikil hljómkviða
ekki síður en hárnákvæmur yfir-
gangur líkastur glissandó. Hér
er engin alhæfing til en ekkert
er með öllu þögult er hreyfir við
úr ull og hör. Klippimyndir Ásu
eru og sérstaklega skemmtilegar
í gáska sínum og léttleika. Ása
virðist hafa fundið sjálfa sig í
þessum vinnubrögðum sínum og
er vís til mikilla átaka í framtíð-
inni haldi hún sínu striki. Hún
hefur uppgötvað fáfengileika
þess að eltast við tízkustrauma
samtíðarinnar og einmitt það at-
riði gerir myndir hennar virkari
í nútíðinni og skemmtilegri í við-
kynningu. Slíkt er þótt undar-
Menningar-
legur vefur
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það er falleg og athyglisverð
sýning á myndvef, textílklippi,
teikningum og pappírsklippi-
myndum er Listmunahúsið við
Lækjargötu býður nú upp á. Eru
hér á ferðinni tvær listakonur á
besta aldri, þær Ása Ólafsdóttir
og skólasystir hennar frá List-
iðnaðarskólanum í Gautaborg
Inger Carlsson. Ásu þekkjum við
frá athafnasemi hennar hér í
Reykjavík á árum áður en hún
hefur verið búsett í Svíþjóð und-
anfarin ár, numið þar og starfað.
Hún hélt einkasýningu að Kjar-
valsstöðum fyrir tveim árum og
hefur auk þess haldið einkasýn-
ingu í Norðurlandahúsinu í
Þórshöfn fyrr á þessu ári, hefur
auk þess tekið þátt í fjölda sam-
og hópsýninga hérlendis, í Sví-
þjóð og Bandaríkjunum.
Inger hefur aftur á móti hald-
ið sig við samsýningar einvörð-
ungu hingað til og unnið við bún-
inga- og leikmyndagerð við ýmis
leikhús í Svíaríki um sex ára
skeið. Síðustu fimm árin hefur
hún verið búsett í Aþenu og unn-
ið þar að myndlist. Báðar eru
stöllurnar mjög vel menntaðar í
sínu fagi svo sem öll sýningin er
til vitnis um hvoru tveggja
vinnubrögðin sem uppsetningin.
f listsköpun sinni eru þær
hinsvegar gjörólíkar, Ása heldur
sig við hið íslenzka svið í hlut-
lægum myndum sínum jafn-
framt því að auðsæ er hin ís-
lenzka skapgerð í hinum óhlut-
lægu. Inger Carlson heldur sig
hins vegar við grísk hughrif að
mér finnst, kenni ég í myndum
hennar áhrif frá bláma Eyja-
hafsins en hér getur einnig verið
komin til samsvörun við heima-
slóðir og fánalitinn sænska.
Ása ölafsdóttir vann fyrrum
oft í mjög smáum formum og
það var næstum árátta hjá
henni að móta höfuð er minntu á
listtákn frumstæðra þjóða. Nú
er hún löngu komin yfir þetta
tímabil og hefur tekið út mikinn
þroska, — vinnur í fjölbreyti-
legum stærðum og er jafnvíg á
þær allar. Dæmi um þetta eru
kattarmyndir hennar, hin minni
Oddhagur en óhagsýnn
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Valgarður Stefánsson:
EITT RÓTSLITIÐ BLÓM
155 bls. Skjaldborg.
Akureyri, 1983.
Höíundur segir í formála að
menn spyrji: »Hver var Skúli
Skúlason? Hvar eru verk hans?
Hefur honum verið sýndur ein-
hver sómi? Hefur saga hans ekki
verið skrifuð?«
Undirritaður verður að viður-
kenna að hvort tveggja var honum
ókunnugt áður en þessi bók barst
honum í hendur: Höfundur og
söguhetja. Skúli Skúlason var einn
hinna mörgu sem verða snemma
efnilegir en fá ekki til fulls notið
hæfileika sinna og verða því hálf-
gerðir utangarðsmenn í þjóðfélag-
inu. Á kápusíðu er saga Skúla
dregin saman með fáum orðum:
»Árið 1893 veitti alþingi íslend-
ingi myndlistarstyrk í fyrsta
sinni. Styrkþeginn hét Skúli
Skúlason. Dvaldi Skúli í sex löng
ár í Kaupmannahöfn. Þar var
hann samtíma þeim Einari Jóns-
syni, Ásgrími Jónssyni og Þórarni
B. Þorlákssyni, sem réttilega eru
kallaðir brautryðjendur íslenskr-
ar myndlistar. Hljótt hefur verið
um nafn Skúla og verk eftir hann
er ekki að finna í sýningarsölum
listasafna.«
Valgarður Stefánsson er ungur
myndlistarmaður á Akureyri.
Þetta er hans fyrsta bók. Sögulegt
skáldverk er þetta í fyllsta skiln-
ingi orðanna, manna- og staða-
nöfn óbreytt, tiltækar heimildir
notaðar, annars getið í eyður.
Ekki er ég í aðstöðu til að sann-
prófa meðferð heimilda, en tel
ekki að órannsökuðu máli ástæðu
til að ætla að þær hliðar málanna
séu ekki í góðu lagi. Höfundur lifir
sig vel inn í gamla tímann, ekki
aðeins húsaskipan, klæðnað, við-
urværi og þar fram eftir götunum,
heldur líka andblæinn — þetta
sem vandasamast er að skynja og
lýsa: fínu blæbrigðin í hrynjandi
lífsins.
Sagan hefst á því (eftir að bæj-
arbrag á Akureyri hefur verið
lýst) að Skúla berst fréttin um
styrkinn. Akureyri var þá orðin
stórstaður — með sex hundruð
íbúa! Danskir kaupmenn og fjöl-
skyldur þeirra settu talsverðan
svip á bæinn. Og þarna var meira
að segja krá — Baukurinn —
þangað sem menn gátu skroppið
inn og fengið sér bjórglas eða
brennivínsstaup. Og þangað fer
Skúli strax og hann veit um styrk-
inn — til að halda upp á herleg-
heitin; og drekkur sig blindfullan.
Eins og fyrr segir hefur höfund-
ur sýnilega grúskað í gamla tím-
anum. Þó hefur hann ekki mjög
reynt að líkja eftir málfarinu um
aldamótin, enda naumast hægt
um vik, þar sem enginn er nú leng-
ur ofar moldu sem man orðræður
manna um það leyti sem saga
þessi hefst. Hins vegar má af bréf-
um, blöðum og bókum ráða nokk-
uð um talað mál á liðnum tíma.
Sum orð og orðasambönd úreldast
fljótar en önnur, t.d. þau sem lúta
að gleðskap og skemmtun. Einnig
orð sem ungt fólk notar um sjálft
sig og hugðamál sín. Þversagnir
ýmsar koma og fara. Valgarður
Valgarður Stefánsson
lætur Skúla svara séra Matthíasi
Jochumssyni þegar Matthías spyr
hann hvort hann hafi nokkur verk
meðferðis: »Það er mest lítið.« —
Orðasamband þetta kannast nú
flestir við. En er það nema nokk-
urra áratuga gamalt? Alltént
finnst mér það einhvern veginn
ekki í nítjándu aldar stíl. Ekki
kann ég heldur við að »heilsan fór
öll hrörnandi*.
Annars vantar ekki frásagn-
argleðina í þessa sögu. Valgarður
nýtur þess sýnilega að segja sögu
þessa sérkennilega og að mörgu
leyti misheppnaða listamanns.
Skúli hefur verið listrænum hæfi-
leikum gæddur, á þvi er enginn
vafi. En án er illt gengi nema
heiman hafi — heilsuleysi og
framtaksleysi herjuðu á hann
hvort úr sinni áttinni þannig að
listsköpun hans lenti í basli og úti-
deyfu. Var það þeim mun sár-
grætilegra þar sem þjóðin hafði í
upphafi styrkt hann rausnarlega í
fátækt sinni og ýmsir mætir menn
höfðu sýnt honum mikið traust.
Og ekki var Alþingi að fara í
manngreinarálit: Skúli var blá-
snauður og umkomulaus.
Nokkrar þjóðkunnar persónur
koma þarna við sögu og lýsir Val-
garður þeim frjálslega. Skemmti-
leg er t.d. lýsing sú sem hann
dregur upp af Ólafi Davíðssyni.
Þó saga þessi sé með talsverðum
byrjandabrag og stíllinn hefði
víða mátt vera slípaðri er hún vel
læsileg auk þess sem höfundur
hefur lagt alúð við gagnasöfnun<)g
heimilda. Vilji maður kynnast
mönnum og mannlífi á Akureyri
um aldamótin síðustu — þá er að
lesa Eitt rótslitið blóm.