Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
Starfsmadur Radíóbúðarinnar skýrir út eiginleika LISU á sérstakri kynningu, sem efnt var til í tilefni af markaðs-
setningu tölvunnar hér á landi. Morgunblaðið/ Kristján
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Stjórnunarfélag íslands
og Skýrslutæknifélag íslands:
Efna til námsstefnu
og sýningar um „Skrif-
stofu framtíðarinnar“
LlSA-tölvan frá Apple kynnt hér á landi:
Um 200 mannár fóru
í hönnun tölvunnar
„LISA er ótvírætt framtíðartölvan frá Apple, enda hefur fyrirtækið lagt
gífurlega áherzlu á að gera hana sem bezt úr garði. Það sézt glöggt á því, að
alls fóru liðlega 200 mannár í hönnun tölvunnar," sagði Fróði Björnsson,
deildarstjóri tölvudeildar Radíóbúðarinnar, á blaðamannafundi, þar sem
LISA var kynnt, en hún var að koma á markað hér á landi.
„Frá upphafi var lögð höfuð-
áherzla á að gera LISU sem þægi-
legasta i notkun, helzt þannig að
væntanlegir notendur þyrftu ekki
að hafa reynslu af tölvunotkun til
þess að geta nýtt sér hina fjöl-
mörgu möguleika hennar. Það má
í raun segja, að við hönnun LISU
hafi í fyrsta sinn verið alvarlega
hugsað um að aðlaga vélina að
vinnubrögðum notandans, í stað
þess að notandinn aðlagi sig að
kröfum vélarinnar," sagði Fróði
ennfremur.
Fróði sagði að í LISU væri ein
fullkomnasta örtölva, sem völ
væri á í dag, en vélin hefur milljón
stafa eigið minni. „Þrjár örtölvur
eru í vélinni til viðbótar, sem sjá
um diskettudrifin og lyklaborðið. í
kerfinu eru í raun sex mismun-
andi forrit, sem geta starfað sam-
an, það er ritvinnslukerfi, tvenns
konar grafísk forrit, LisaCalc
reikniforrit, gagnagrunns- og
áætlunarforrit. Þá er hægt að
færa upplýsingar milli forrita á
auðveldan máta.
Tvö innbyggð diskettudrif eru í
tölvunni með um 1,74 milljón
stafa geymslurými. Með vélinni
fylgir svokallaður harður diskur,
sem getur geymt 5 milljón stafi.
Þá er skjámynd tölvunnar með
þeirri skýrustu sem við þekkjum,"
sagði Fróði.
Fróði sagði að líkja mætti
skjámynd LISU við skrifborð. „í
skrifborðinu er skjalageymsla, þar
sem geymd eru skjöl pg pappírar,
teikniáhöld, reiknivél, klukka og
öll þau gögn og forrit, sem á þarf
að halda, ef svo má að orði kom-
ast. Notandinn tekur einfaldlega
þau gögn, sem hann þarf að nota
úr skjalageymslunni, með því einu
að benda á þau með músinni, sem
er bylting í tölvunotkun í heimin-
um. Músin, sem svo er nefnd, er
lítið stýritæki, sem notandinn
hreyfir eftir skrifborðinu og bend-
ir á þá hluti, sem hann kann að
vilja, Músina má í raun nota fyrir
lyklaborð, í flestum tilvikum er
aðeins nauðsynlegt að nota lykla-
borðið þegar þarf að slá inn tölur
eða texta," sagði Fróði.
LISA dregur sjálfvirkt úr birtu
á skjánum, ef hún er ekki í notk-
un, að sögn Fróða. „Um leið og
komið er við músina eða lykla-
borðið, stillir LISA birtuna á ný
og er tilbúin til vinnslu. Þegar vél-
in er sett í gang, byrjar hún á því
að framkvæma prófun á örtölvu-
búnaðinum, minniseiningunum og
öllum tengingum við jaðartæki, og
lætur vita ef eitthvað er öðru vísi
en það á að vera,“ sagði Fróði.
Loks kom það fram hjá Fróða,
að hann teldi LISU annað og
meira en venjulega einkatölvu.
„Hún ryður í raun braut nýrri
kynslóð tölva. Svo byltingarkennd
er LISA og svo margt nýtt hefur
hún upp á að bjóða, að það er í
raun ógerlegt að skýra það í orð-
um,“ sagði Fróði Björnsson, deild-
arstjóri tölvudeildar Radíóbúðar-
innar að síðustu á blaðamanna-
fundinum.
Stjórnunarfélag íslands og
Skýrslutæknifélag íslands efna sam-
eiginlega til námstefnu um efnið
„Skrifstofa framtí6arinnar“ og verð-
ur hún haldin í Kristalssal Hótels
Loftleiða á morgun, fimmtudag, 10.
nóvember. Þá standa félögin sam-
eiginlega að sýningu á tölvubúnaði,
skrifstofutækjum og skrifstofubún-
aði dagana 10.—16. nóvember og
verður hún haldin í Húsgagnahöll-
inni á Bíldshöfða.
Sigurjón Pétursson, formaður
Skýrslutæknifélags íslands, mun
setja ráðstefnuna, sem hefst
klukkan 13.30. Þá flytur Nick
Trufin, framkvæmdastjóri hjá
IBM í Kaliforníu í Bandaríkjun-
um, erindi, sem hann nefnir „The
Future Work Station for the Pro-
fessional Office Worker". Þá flyt-
ur Bandaríkjamaðurinn Clarene
Ellis frá Xerox erindi, sem nefnist
„Office System Intergrated: Why
is it so important?“.
Dr. Jóhann Pétur Malmquist,
Sú meinlega villa slæddist inn i
frétt á viðskiptasíðunni á dögun-
um, þegar fjallað var um afkomu
Elkem-samsteypunnar norsku, að
sagt var, að liðlega 200 milljónir
norskra króna hefðu orðið af
tölvufræðingur, flytur erindi, sem
nefnist Tölvukerfi á skrifstofu
framtíðarinnar. Þá flytur Niels
Birkemose Möller, framkvæmda-
stjóri hugbúnaðardeildar Digital
Equipment Corp. í Danmörku, er-
indi sem nefnist „Fremtidens
kontor". Þorvarður Jónsson, yfir-
verkfræðingur hjá Pósti & síma,
flytur erindi um gagnanet á Is-
landi og þjónustu Pósts & síma.
Sveinn Hjörtur Hjartarson, hjá
Hagvangi, flytur erindi um helztu
verkefni á skrifstofum og áhrif
nýrrar tækni á þau. Þá flytur Páll
Jensson, forstöðumaður Reikni-
stofnunar Háskólans, erindi um
skrifstofusjálfvirkni á íslandi.
Ráðstefnunni verður slitið
klukkan 17.00, en Jón Þór Þór-
hallsson, forstjóri Skýrsluvéla
ríkisins og Reykjavíkurborgar, er
fundarstjóri. Síðan mun Sigurður
R. Helgason, formaður Stjórnun-
arfélags íslands, opna sýninguna
„Skrifstofa framtíðarinnar".
rekstri fyrirtækisins fyrstu átta
mánuði ársins. Hið rétta er, að lið-
lega 20 milljóna króna hagnaður
varð af rekstri. Leiðréttist þetta
hér með.
Elkem:
Hagnaður — ekki tap
Innlend málning
ódýrari en erlend
Efna- og matvæladeild iðn-
tæknistofnunnar lauk í sumar
umfangsmiklum mælingum á
þurrefnishlutfalli í málningu, þ.e.
þess efnis, sem eftir situr á máluð-
um fleti þegar upplausnarefnin
hafa gufað út í andrúmsloftið.
Voru mæld sýni af mörgum teg-
undum utanhússmálningar frá
framleiðendum og innflytjendum,
sem þess óskuðu samkvæmt til-
mælum Verðlagsstofnunar vegna
verðkönnunar á hennar vegum.
Samskonar könnun fór fram á
fyrra ári, en reyndist ónákvæm,
þar sem upplýsingar um þurrefn-
isinnihald miðað við rúmmál, sem
komu frá framleiðendum sjálfum,
byggðust, þegar til kom, ekki á
sömu mæliaðferðum. óskaði Verð-
lagsstofnun því eftir, að þeir létu
óháðan aðila mæla þurrefnishlut-
fallið og varð úr, að flestir fengu
mælingu hjá Iðntæknistofnun.
Þar voru málningarsýnin með-
höndluð og mæld samkvæmt al-
þjóðlegum ISO-stöðlum.
Sýnin voru tekin af handahófi í
verslunum, í flestum tilfellum þrú
af hverri tegund, þ.e. úr þremur
mismunandi framleiðslulögunum.
Mæling þurrefnisins miðað við
rúmmál byggðist á hlutfallinu
milli lagþykktar á þornaðri máln-
ingu (þurrfilmu) og blautri
(blautfilmu) og samanburður á
verði fékkst með því að reikna
verð rúmmálseiningar þurrefnis
einstakra tegunda samkvæmt
formúlunni:
lítraverð málningar „í dós“
þurrefnislítraverð = ------------------------------------- x 100
rúmmálsþurrefni %
Við samanburð á þurrefnis- að hér var einungis um að ræða
lítraverði reyndist innlend fram- verðkönnun, en ekki verið að
leiðsla yfirleitt heldur ódýrari bera saman gæði.
en innflutt. Það skal tekið fram,
Fyrsti farmurinn af Hraun-málningu búinn til flutnings.
Málning hf. selur máln-
ingu til Bandaríkjanna
FORRÁÐAMENN Málningar hf.
hafa á þessu ári þreifað fyrir sér
með sölu á Hraun-málningu á
Bandaríkjamarkaði. Að sögn um-
boðsmanns Málningar í Banda-
ríkjunum hefur Hraun-málningin
vakið nokkra athygli og nefndi
sem dæmi um það, að bandarískur
„hótelhringur hefði pantað 20 tonn
til að mála eitt hótela sinna.
Málningar-menn segja þetta at-
hyglisvert, ekki sízt með hliðsjón
af því að Hraun-málningin var
valin eftir prófun á 45 máln-
ingartegundum, sem fást á Banda-
ríkjamarkaði. Þótti Hraun-máln-
ingin standa vel að vígi bæði hvað
snertir verð og gæði.
Þessi fyrsta sending af Hraun-
málningu til Bandaríkjanna er nú
tilbúin til flutnings. Forráðamenn
Málningar hf. binda að sögn mikl-
ar vonir við að framhald verði á
þessum viðskiptum, en fyrirtækið
hefur framleitt Hraun-málningu í
tvo áratugi.