Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 16

Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÖVEMBER1983 „Kristnin í heiminum er kvödd til að taka á vandamálum heimsins“ — segir biskup Is- lands hcrra Pétur Sigurgeirsson Fjórtánda Kirkjuþingi lauk 25. október síðastliöinn. Atti Morgun- blaðið í tilefni þess stutt samtal við biskup íslands, Pétur Sigurgeirsson, þar sem hann rakti í stórum drátt- um helstu atburði og niðurstöður þingsins. „Kirkjuþingið var hátíðarþing auk þess að vera mikið starfsþing, því aldarfjórðungur er liðinn frá því að fyrsta kirkjuþing var hald- ið og var þess minnst í upphafi," sagði biskup. „Þinginu er heimilt að sitja í tíu daga, voru þeir gjör- nýttir, bæði við nefndastörf og fundastörf, og voru alls fjörutíu mál tekin fyrir á þinginu auk fyrirspurna. Eitt af stóru verkefnum þings- ins er að undirbúa frumvörp að lögum um kirkjulega löggjöf. En þau fá þó aðeins gildi að Alþingi taki þau til umfjöllunar og af- greiðslu. Nú er kirkjulöggjöfin í endurskoðun í heild, en það stend- ur á að fá þessi mál fyrir þing. Tvö frumvörp eru í undirbúningi og verða lögð fram nú í upphafi Alþingis. Annað er um kirkju- sóknir, safnaðarfundi, sóknar- nefndir, héraðsfundi og fleira. Og hitt um að sóknargjald verði hundraðshluti af útsvarsstofni í stað nefskatts, auk nýmælis um að prófastsdæmum verði heimilt að stofna héraðssjóð. Á kirkjuþinginu var lagt fram frumvarp til laga um starfsmenn þjóðkirkjunnar og ennfremur Ljómnynd KEE. F.v. Sr. Jónas Gíslason dósent, Kristján Þorgeirsson, fulltrúi, sr. Magnús Guðjónsson, biskupsritari, biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, Gunnlaugur Finnsson, kaupfélagsstjóri. samþykkt tillaga um að stofna sérstakt kirkjumálaráðuneyti þar sem öll kirkjunnar málefni yrðu sett undir eitt. Þar sem starf kirkjunnar hefur með hverju ár- inu orðið umfangsmeira er full ástæða til að fá sérstakt ráðu- neyti. I þeirri fjármálaumræðu sem fram fór á þinginu kom meðal annars fram að fjárhagur kirkj- unnar er mjög þröngur, einkum hjá yfirstjórn þjóðkirkjunnar, og samþykkti fjárhagsnefnd í því sambandi tillögu þar sem bent er á mikilvægi þess að fjárskortur hindri ekki eðlilegt starf þjóð- kirkju íslands. Um skipulagsmál kirkjunnar og nefndastörf var almenn umræða, en könnun hefur verið gerð á nefndastörfum kirkjunnar al- mennt. Þá var rætt um reglur varðandi störf kirkjuráðs og kirkjuþings og töluverð umræða varð einnig um starf leikmanna, sem óhætt er að segja að sé í vax- andi mæli. Meiningin er að auka menntun þeirra með námskeiðum og í því sambandi var minnt á leikmannaskólann að Hólum í Hjaltadal. Umræða var um fallbeygingu á nafni Jesú og lauk henni með þessari ályktun: „Kirkjuþing beinir þeim tilmælum til Hins ís- lenska biblíufélags og kirkjuráðs, að íhugað verði hvort eigi sé tæki- legt og rétt að taka aftur upp hefðbundna fallbeygingu á orðinu Jesú í útgáfum Biblíunnar og Nýja testamentisins sem og við endurútgáfu sálmabókar og hand- bókar íslensku kirkjunnar." Þá kom til umræðu og sam- þykktar að setja á stofn þau emb- ætti sem heimild er fyrir í lögum. Er þar fyrst að nefna embætti sérstaks sjúkraprests sem einkum mundi sjá um skipulagningu sála- gæsluþjónustu á spítölum lands- ins, en á því er mikil þörf. Þá var í þessari umræðu lögð áhersla á að fá prest á Seltjarnarnes, og samþykkt áskorun um að áfram- hald yrði á starfi sendiráðsprests sem starfandi er London um stundarsakir, og hefur veitt að- stoð og þjónustu sjúkum sem þar leita sér lækninga. Kirkjuþing lét í ijós áhyggjur sínar vegna aukinnar eiturlyfja- notkunar og skorar á þá sem með samgöngur milli landa hafa að gera, hvort heldur á sjó eða í lofti, að taka fastari tökum á eitur- lyfjasmygli. Þá var samþykkt til- laga til þingsályktunar um um- ferðarmál, þar sem Kirkjuþing lýsti yfir eindregnum stuðningi við Umferðarráð og aðra sem vinna að fyrirbyggingu slysa í umferð hérlendis, og áréttaði ábyrgð kristins manns gagnvart öllu lífi. Þá komum við að einu stærsta máli þingsins, friðarmálinu, sem ég mundi kalla mál málanna. Þar var gerð eftirfarandi samþykkt: „Kirkjuþing 1983 skorar á Islend- inga og allar þjóðir heims að vinna að friði f heimi, stöðvun vígbúnaðarkapphlaups og útrým- ingu gjöreyðingarvopna. Þingið beinir því til stjórnmálaflokka og ríkisstjórnarinnar að fylgja þessu máli eftir bæði innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þingið lýsir yfir samstöðu sinni með þeim samtök- um sem vinna að friði, frelsi og mannréttindum á þeim grundvelli sem Kristur boðar. Og brýnir fyrir Islendingum að meta það frelsi sem þjóðin býr við og nýta það til þess að skapa réttlátari heim, þar sem almenn afvopnun verður liður í þeirri nýskipan efnahagsmála að lífsgæðum verði jafnað meðal jarðarbarna allra." Við látum þetta til okkar taka því samanber bæn Jesú um læri- sveinana (Jóhannes 17,15): „Ég bið ekki að þú takir þá úr heimin- um heldur að þú varðveitir þá frá hinu illa,“ er kristnin í heiminum kvödd til að taka á vandamálum heimsins. Á þinginu var 500 ára fæð- ingarafmælis Lúthers minnst með samkomukvöldi í Hallgríms- kirkju á meðan á þinginu stóð. Þar las Hjörtur Pálsson upp ljóð eftir sr. Bolla Gústavsson og dr. Gunnar Kristjánsson flutti ræðu um Lúther og sýndi litskyggnur. Kirkjukór Hallgrímskirkju söng undir stjórn Harðar Áskelssonar organista. Lauk samkomunni með andakt í Hallgrímskirkju. Þess var að auki minnst á þing- inu að næsta ár er biblíuár, en 400 ár verða þá liðin frá útgáfu Guð- brandsbibliu. I því tilefni sam- þykkti þingið eftirfarandi tillögu: „Þingið hvetur söfnuði landsins til þess að taka höndum saman um að auka útbreiðslu biblíunnar, jafnframt því sem áhersla verði lögð á notkun hennar. Meðal ann- ars með því að beita sér fyrir auknum biblíulestri og stofnun biblíuleshópa innan einstakra safnaða og kristilegra félaga." Kirkjuþing þetta var stórt þing þar sem mikið reyndi á að vinna og afgreiða þau miklu og merku mál sem inn á þingið komu og það bar gæfu til að standa saman um.“ Stjórnmálayfirlýsing 25. landsfundar Sjálfstæðisflokks: Ríkisstjórnin er á réttri leið - árangurinn er að koma í ljós Kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins er, að hver einstaklingur hafi frelsi og skilyrði til þess að njóta hæfileika sinna og atorku. Þá verður hagur þjóðarinnar bestur og af- koma þeirra sem minna mega sín tryggust. Um þessa frjálslyndu og víðsýnu stefnu, sem helgast af frelsi manna til að fjalla um eigin mál, hefur nær helmingur þjóðarinnar fylkt sér og gert Sjálfstæðisflokkinn að sterkasta stjórnmálaafli landsins. Frá upphafi hefur flokkurinn verið brautryðjandi helstu fram- faramála og sýnt í verki að hann gerir sér grein fyrir samhengi efnahagslegs, menn- ingarlegs og stjórnarfarslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Hann hefur staðið vörð um þjóðlega menningu og íslenska tungu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því jafnan verið kjölfesta stjórnmálalífs á íslandi og það afl sem megnað hefur að leiða þjóðina út úr ógöngum og örðugleikum til farsælli fram- tíðar. I Alþingiskosningum í apríl sl. fékk Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræðan stuðning kjósenda og fram hjá honum varð ekki geng- ið við myndun ríkisstjórnar. Það kom því í hlut Sjálfstæðisflokksins að hafa forystu um að tekist yrði á við einn erfiðasta efna- hagsvanda, sem þjóðin hefur átt við að etja á síðari tímum. Á liðnu vori blasti við efnahagsleg upp- lausn. Verðbólgan æddi áfram, erlendar skuldir voru komnar að hættumörkum, kaupmáttur rýrnaði stöðugt, atvinnuvegirn- ir voru að komast í þrot og atvinnubrestur framundan. Við þessar aðstæður tók Sjálf- stæðisflokkurinn að sér stjórn landsins ásamt Framsóknarflokknum. Ljóst var þegar í upphafi að gripa yrði til harkalegra aðgerða ef takast ætti að bægja frá þeirri hættu, sem vofði yfir atvinnulíf- inu. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hlutu því óhjákvæmilega að snerta alla landsmenn en með ýmsum ráðstöfunum var leitast við að draga úr áhrifum þeirra á þá sem úr minnstu hafa að spila. Árangur er þegar farinn að koma í Ijós og greinilegt að ríkisstjórnin er á réttri leið. Verðbólgan hefur lækkað úr 130% í 30% og stefnir enn niður á við. Vextir hafa lækkað og verðbólgan er nú komin niður fyrir vaxtastigið. Gengi krónunnar hefur verið stöðugt. Viðskiptahalli verður aðeins fjórð- ungur þess sem var á síðasta ári. Útþensla ríkisbáknsins hefur verið stöðvuð og í fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir verulegri minnkun ríkisumsvifa. Bein- ir og óbeinir skattar hafa verið lækkaðir á þessu ári og gert er ráð fyrir frekari skatta- lækkun á því næsta. Söfnun erlendra eyðslu- skuida hefur verið stöðvuð. Þessi árangur hefur náðst án þess að til atvinnuleysis hafi komið og leggur hann grundvöll að nýrri viðreisn atvinnulífsins. Ljóst er þó, að gíf- urlegir erfiðleikar steðja að flestum grein- um sjávarútvegsins einkum útgerðinni. Meiri óvissa er um aflabrögð en oft áður. Nauðsynlegt er að bregðast einarðlega við þessum mikla vanda m.a. til þess að treysta grundvöll þeirra byggðarlaga, sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir eindregnum stuðningi við ríkisstjórnina og hvetur hana til að tryggja til frambúðar þann árangur sem náðst hefur. Af fullri ein- urð verður að koma verðbólgunni, þegar á næsta ári, niður á það stig, sem er í helstu viðskiptalöndum íslendinga. Þannig skapast grundvöllur fyrir enn frekari vaxtalækkun- um, bættri afkomu heimila og atvinnuvega og heilbrigðu efnahags- og þjóðlífi. Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi frjáls- um samningsrétti og telur brýnt, að samið verði um kaup og kjör innan þeirra marka sem stöðugt gengi og ytri aðstæður setja atvinnuvegum og þjóðarbúi. I baráttunni við verðbólguna verður að gæta þess að afkoma þeirra sem verst eru settir verði tryggð, meðal annars með aðgerðum í skattamálum. Haldið verði áfram að lækka skatta og tolla, sem leggjast með miklum þunga á ýmsar neysluvörur jafnframt því sem unnið verði að heildarendurskoðun tollskrár. Tekju- skattur af almennum launatekjum verði af- numinn í áföngum. Ennfremur verði haldið áfram að jafna húshitunarkostnað og áhersla lögð á aðgerðir til orkusparnaðar. Minnka verður enn umsvif ríkisins, selja ríkisfyrirtæki, breyta viðskiptabönkum í eigu ríkisins í almenningshlutafélög og færa verkefni og tekjustofna til sveitarfélaga eft- ir því sem kostur er. Fjárfestingarlánasjóð- um verði heimiluð bein lánsfjáröflun. Hvarvetna verður að beita aðhaldi í ríkis- rekstrinum og leita nýrra leiða til að það fjármagn, sem ríkið hefur til umráða bæði til rekstrar og framkvæmda nýtist á sem bestan og hagkvæmastan hátt. Sýna verður fyllstu ábyrgð á ríkisfjármálunum og tryggja eftir föngum hallalausan rekstur ríkissjóðs. Atvinnuvegunum verður ávallt að búa þau starfsskilyrði að framleiðsla og framleiðni geti aukist og góður rekstur skilað arði. Með því móti verður atvinnuvegunum gert kleift að ná því réttmæta og eðlilega markmiði, að dagvinnulaun einstaklings nægi til fram- færslu meðalfjölskyldu. Afnema þarf mismunun milli rekstrar- forma í atvinnulífinu og tryggja að lítil fyrirtæki búi við sambærileg skilyrði af opinberri hálfu og hin stærri. Framtak ein- staklinga í atvinnurekstri verður að örva með því að draga úr skattlagningu á áhættufjármagni og afnema hömlur og höft. Þannig vex og dreifist þjóðarauðurinn og undirstaða efnahagsöryggis alþýðu manna styrkist. Með nauðsynlegum kerfisbreytingum verði þeim, sem ábyrgð bera á rekstri at- vinnuveganna, auðveldað að leysa þau vandamál, sem þeir standa nú frammi fyrir, einkum í landbúnaði og sjávarútvegi. Hlúa þarf að vaxtarsprotum atvinnulífsins og hagnýta orkulindir landsins í því skyni að skapa atvinnu fyrir þá sem koma á vinnu- markaðinn á næstu árum. Sérstakt átak verður að gera í nýrri markaðssókn og leita samstarfs við erlenda aðila, meðal annars um stóriðju. Fundurinn fagnar þeirri áfangahækkun orkuverðs til ÍSAL, sem þeg- ar er fengin, svo og því að endurskoðun samninga við Alusuisse skuli hafin. Stefna Sjálfstæðisflokksins er sú að hver og einn eigi þess kost að eignast íbúð. Landsfundurinn fagnar þeim áfanga, að lán Byggingarsjóðs ríkisins voru í haust hækk- uð um 50%. Menntun er forsenda framfara. Nauðsyn- legt er að menntakerfið hafi hliðsjón af þörfum atvinnulífsins bæði í nútíð og fram- tíð. Áhersla verði lögð á samstarf heimila og skóla. Menntun verður að miða að því að efla sjálfstæða hugsun þannig að einstakl- ingar verði færir um að leysa þau verkefni sem bíða þeirra í framtíðinni og hugvit og áræði fái að njóta sín. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að lokið verði við þá endurskoðun stjórnar- skrárinnar sem nú stendur yfir og þær breytingar á kosningaskipan sem samþykkt- ar voru á Alþingi sl. vor verði staðfestar. Sjálfstæðisflokkurinn mun enn sem fyrr hafa forystuna í hafréttarmálum og leggja áherslu á að ályktunum Alþingis í því efni verði fylgt fram þannig að Islendingar tryggi sér öll þau réttindi sem þeir eiga að alþjóðalögum. Sjálfstæðisflokkurinn telur að öryggi landsins sé best tryggt með þátttöku í Atl- antshafsbandalaginu og varnarsamstarfi við Bandaríkin. Nauðsynlegt er að íslend- ingar taki fullan þátt í stefnumörkun um varnir landsins. Fundurinn varar við hug- myndum um einhliða afvopnun vestrænna ríkja og hvetur til samninga um gagnkvæma afvopnun. Minnt er á að frelsi og mannrétt- indi eru forsendur raunverulegs friðar og baráttan fyrir friði verður ekki skilin frá baráttu mannkyns fyrir frelsi og mannrétt- indum. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að sátt- fýsi milli stétta og starfshópa og vinna að ótvíræðu jafnrétti karla og kvenna. Hann vill treysta stöðu fjölskyldu og heimilis, efla kirkju og kristilegt siðgæði og stuðla þannig að því að öflugt menningarlíf og heilbrigðar lífsvenjur þróist með þjóðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.