Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Leikrit Jóns Laxdal, Návígi, frumsýnt annað kvöld Návígi, nýtt leikrit eftir Jón Laxal, verður frumsýnt f Þjóðleikhúsinu annað kvöld, fimmtudaginn 10. nóvember. Þótt Jón Laxal sé kannski best þekktur sem leikari, hefur hann komið víða við innan landamæra listarinnar, skrifað leikrit, leikstýrt, þýtt verk Halldórs Laxness og fleiri höfunda á þýska tungu, skrifað frá eigin brjósti og málað. Fjöllistamað- ur vaeri sennilega nákvæmasta lýs- ingin. Ungur lenti hann í ferðalög- um, eins og góðkunningi hans Garð- ar Hólm, og hefur lengst af starfað í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, mest við leik og leikstjórn. Jón tók sér frí frá öðrum störfum nú í haust til að geta komið heim á fornar slóð- ir og tekið þátt í sviðsetningu verks síns, en hann og Brynja Benedikts- dóttir leikstýra Návígi í sameiningu. Blaðamaður gekk á þeirra fund í vikunni og knúði þau sagna um leik- ritið og undirbúninginn. Það lá vel á þeim, enda greinilega engin ástæða til annars. Dettur alltaf það sama í hug „Æfingar hafa gengið mjög vel,“ sagði Brynja. „Við höfðum aðeins sex vikur til stefnu og urð- um því að leggja hart að okkur, en MorgunblaAiA/RAX. Leikstjóri og höfundur, Brynja Benediktsdóttir og Jón Laxdal. vart texta. En auðvitað hjálpar það til að bæði ég og leikararnir þekkjum Jón. Kannski eru þau öll að leika Jón, tvö, þrjú eða fjögur andlit hans. Nú, svo þekki ég líka leikhúsheiminn sem Jón hefur hrærst í síðastliðin 25 ár, ég hef bæði leikið í þýskumælandi lönd- um og sett verk á svið með þýsk- um leikurum. Síðast en ekki síst er dásamlegt að hafa höfundinn sjálfan sprelllifandi sér við hlið á æfingum." Rithöfundurinn Jón Laxdal — Jón, hvers vegna tók leikar- inn Jón Laxdal upp á því að skrifa? „f rauninni var ég byrjaður að semja texta löngu áður en ég lærði leiklist. Það birtust eftir mig smá- sögur í blöðum og tímaritum þeg- ar ég var ungur maður. Neistinn hefur því alltaf lifað í mér. En það var þó ekki fyrr en ég tók til við að þýða verk Halldórs Laxness árið 1972 að þessi blundandi neisti vaknaði til lífsins á ný. Það ,flöfiíndurirm heflir ekki hug- mynd um hvað leikritið er gotf‘ - segir Brynja Benediktsdóttir, sem leikstýrir verkinu ásamt Jóni Kvikmyndagerðarmaður, höfundur og leikstjóri skála f kaffi. Róbert Arnfinnsson, Baldvin Halldórsson og Borgar Garðarsson. **■ Guðrún Þ. Stephensen, Baldvin Halldórsson og Borgar Garðarsson í hlutverkum sfnum. þetta hefur allt gengið eins og f sögu. Munar þar miklu að við höf- um nú fengið æfingaaðstöðu í gamla íþróttahúsinu, — húsi Jóns Þorsteinssonar." „Já, samvinna okkar Brynju hefur verið mjög auðveld og bráð- skemmtileg," sagði Jón. „Það er eins og okkur detti alltaf sami hluturinn í hug á sama augnablik- inu! Enda skilur Brynja fullkom- lega þá hugsun sem ég er að reyna að koma til skila og hefur haldið mikilli tryggð við textann." — Hvaða hugsun er það sem þú vilt koma á framfæri? Um hvað fjallar leikritið? Rannsókn á mannlegu eðli Brynja tekur að sér að svara þessu: „Við viljum helst ekki segja of mikið fyrir frumsýninguna. En í aðalatriðum er verkið rannsókn á mannlegu eðli, eða réttara sagt, það er reynt að draga fram ýmsa grundvallar eðlisþætti manneskj- unnar: langanir hennar, hvatir, fáfengilegheit og svo framvegis u „ V i n á 11 u , samlíf og tengsl," bætir Jón við. Brynja: „Það má kannski segja að það sé undiraldan í verkinu, það er að segja hið mannlega eðli, sem er aðalatriðið. Umgjörðin skiptir minna máli. Sjálf atburða- rásin eða framvinda i leikritinu er aðeins tæki til að koma ákveðinni hugsun á framfæri. En umgjörð verksins er ein- hvern veginn á þessa leið: Leikur- inn gerist á heimili kvikmynda- gerðarmanns, Paul að nafni, sem býr þar með konu sinni Rut. Rut er blíð kona af gyðingaættum, sem annast mann sinn af alúð og um- hyggju. í fyrsta þætti eru þau að undirbúa heimsókn elsku vinar síns, Rudolf, sem er leikstjóri. Þessi þrjú eru aðalpersónur leik- ritsins og eru leikin af Róbert Arnfinnssyni (Paul), Borgari Garðarssyni (Rudolf) og Guðrúnu Þ. Stephensen (Rut). Líf þeirra Paul og Rut hefur verið mjög við- burðaríkt og þau hafa kynnst eymd og allsnægtum af eigin raun. I Leikurinn gerist á þrennum tím- um, fyrst fyrir um það bil tíu ár- um, síðan nokkru seinna og loks í samtíðinni. Sviðið er allt krökkt af leikmun- um, sem leikararnir eru sífellt að handfjatla. Ég get skotið því hér inn í að það hefur ekki verið létt verk fyrir leikmunavörðinn okkar eða „props-meistarann“,. eins og hann er yfirleitt nefndur, Birgi Sveinbergsson, að koma öllu þessu dóti fyrir á sviðinu. En hvað um það. I heimsókn kemur vinsæll leikritahöfundur, sem er leikinn af Baldvin Hall- dórssyni. Samræðurnar á heimil- inu snúast um allt milli himins og jarðar, meðal annars um áform þeirra að kvikmynda verk höfund- ar, „Minningar konu“. Grátt gaman — Er þetta gleðileikur, sorgar- leikur, ádeila ... eða hvað? „Þetta er eiginlega alvarlegur gleðileikur, grátt gaman nefnir þýðandinn það, og mér finnst það vel að orði komist,“ svarar Brynja. „Leikritið fjallar um fólk, frægð og ógerða hluti," skýrir Jón. „Sannleikurinn er sá, að löngu áð- ur en ég kynntist Garðari Hólm hafði ég hugsað mikið um frægð- ina. Og það fólk sem gengur með bók eða annað listaverk i magan- um allt sitt líf, en kemur litlu sem engu frá sér. Tekur bókina með sér í gröfina. En samt hefur þessi óskrifaða bók verið eitt sterkasta aflið í lífi þess alla tíð. Af hverju er þessi bók ekki skrifuð? Þetta tónverk ekki samið? Þessi mynd ekki máluð? Kannski er það vegna ótta við viðbrögð annarra. Kjark- leysis og verkkvíða. Menn hugsa sem svo: Hvað er ég að rembast? Þetta hefur allt verið gert áður og miklu betur en ég get nokkurn tíma gert. Menn hafa fyrir framan sig meistaraverk Mozart og Beet- hoven, Shakespeare og Halldórs Laxness og svo framvegis. Mönnum hreinlega fallast hendur. Leikritið fjallar um fólk af þessu tagi. Bestu viðbrögð sem ég get óskað eftir hjá áhorfendum er að þeim þyki vænt um persónur leiksins, finni til með þeim.“ Margslungið lcikrit „Þetta er geysilega margslungið leikrit," sagði Brynja, „og ég vona að áhorfendur taki það inn með öllum skrokknum, sjón og heyrn. Höfundurinn er leikhúsmaður í orðsins fyllstu merkingu og skilur að verkinu er ekki lokið með orðum á hvítri örk. Hann skilur þætti leikaranna, leikstjórans og leikmyndamanns, allra hinna sem hlut eiga að máli til að fullskapa leiksýninguna — og hann verður ekki öfundsjúkur út í þessa aðila. Sjáðu til, ég hef heyrt um höf- unda sem þola hvorki né skilja að hönd sé Iögð á plóg, það er að segja, að leikhandrit sé hreinlega sviðsett. Þeir eiga þá ekki að skrifa leikrit heldur róman eða sjálfsævisögu. Leikhús er nefni- lega ekki bara hús, heldur fyrst og fremst leikari, sem nærist á og nýtir sér skáldið, leikstjórann og alla hina til að skapa sýningu. Sumir leikarar þurfa ekki þessa aðila, en þá verða þeir að búa yfir snilíi skáldsins, leikstjórans og svo framvegis. Chaplin gat unnið einn við að búa til leikhús. Marchau gat það og ýmsir fleiri. Má ég nefna dæmi um fslenska leikara sem þetta geta, Kjartan Ragnarsson og svo auðvitað Jón Laxdal sjálfur. En af því að Jón minntist á það áðan að ég væri heiðarleg gagn- vart textanum, þá vil ég minna á það að ég er alltaf heiðarleg gagn- kveikti bál í brjósti mér að berjast við að snúa unaðslegum texta Halldórs yfir á þýsku og áhuginn fyrir því að skrifa sjálfur vaknaði aftur.“ Hef lært heilmikið um textann síöustu vikurnar Nú var orðið tímabært að binda enda á samtalið. Jón átti að vera mættur í sjónvarpsviðtal innan tíðar svo það var aðeins tími fyrir eina lokaspurningu: Hvað tekur nú við hjá fjöllistamanninum Jóni Laxdal? „Ég verð hér á landi til 17. þessa mánaðar og mun lesa úr verkum mínum þann 16. í þýsk-íslenska bókasafninu. En daginn eftir fer ég til Berlínar og þar verð ég þeg- ar forsetinn okkar, frú Vigdís Finnbogadóttir, opnar íslenska menningarviku í Berlín þann 25. nóvember. Síðan mun ég halda til heimkynna minna í Svíss og hefj- ast handa við að vinna úr þeim hugmyndum sem ég hef fengið hér um minn eigin texta. Því ég hef lært heilmikið um textann á þess- um sex vikum sem ég hef unnið með þessu frábæra listafólki hér.“ Og við þetta hafði Brynja að bæta: „Það er svo sniðugt með höf- undinn að hann hefur ekki hug- mynd um hvað þetta er gott leikrit sem hann hefur skrifað. Hitt er svo annað mál að það gerir miklar kröfur til leikaranna, það krefst mjög fjölbreytilegs leiks, og sem betur fer höfum við úrvalsleikara í hverju hlutverki, sannkallaðar hríðskotabyssur! Og ekki má gleyma öðrum að- standendum þessarar uppfærslu. Ámi Bergmann þýddi leikritið úr þýsku og þar vorum við heppin. Leikmyndina gerði Björn G. Björnsson og naut við það að- stoðar Guðrúnar Sigríðar Har- aldsdóttur, sem einnig hannaði búningana. Um lýsinguna sér Hávar Sigurjónsson, en þau Guð- rún Sigríður og Hávar eru nýkom- in úr námi frá Bretlandi. Þetta er harðsnúinn hópur, sem hefur unn- ið erfitt verk vel á skömmum tíma.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.