Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 37
Leiklíst MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 ekki til mikils skaða því Ásu Sól- veigu er yfirleitt lagið að láta fólk tala saman með eðlilegum hætti. Hið daglega líf er vettvangur Ásu Sólveigar í Nauðug/viljug. Hvað varðar ýmsa hversdags- lega þætti þess var á snjallan hátt vikið að konunum, samræð- ur þeirra innan heimilis og utan veittu glögga innsýn í hinn af- markaða heim þeirra. Auk Guð- nýjar Helgadóttur lögðu þær sitt af mörkum Brynja Benedikts- dóttir og Edda V. Guðmunds- dóttir. Tvær karlfígúrur túlkaðar af Borgari Garðarssyni og Haraldi G. Haralds áttu sinn þátt í að bregða birtu fyndninnar á sviðið. Hið afskræmislega hlutverk Borgars sagði töluverða sögu, harmrænt og fáránlegt í senn. Krakkarnir sem komu fram stóðu sig með ágætum og ekki síst hinn ungi maður sem sýndi okkur heim unglingsins. Verk Ásu Sólveigar stendur vitanlega ekki eitt sér. Viðar Víkingsson er líka höfundur þess, Baldur Hrafnkell Jónsson, Oddur Gústafsson, Ragnheiður Valdimarsdóttir og Baldvin Björnsson. 'Kannski var textinn slitinn sundur nokkuð ógætilega með hinu tæknilega máli, en því tókst að miðla óhugnanlegu and- rúmslofti og líka fallegum svipmyndum úr náttúrunni, frá borg og nánasta umhverfi borg- ar. Þótt Nauðug/ viljug kæmi okkur ekki á óvart var hér tekist á við vanda nútímafólks með minnilegum hætti. Jóhann Hjálmarsson __________________________________I Er Ásgeir orðinn vitlaus? Jóhann Hjálmarsson Sjónvarp: NAUÐUGy VILJUG. Handrit: Asa Sólveig. Leikstjórn og kvikmyndagerð: Viðar Víkingsson. Kvikmyndataka og lýsing: Baldur Hrafnkell Jónsson. Hljóð og hljóðsetning: Oddur Gústafsson. Klipping: Ragnheiður Valdimarsdóttir. Leikmynd: Baldvin Björnsson. Fjölskyldufaðir á miðjum aldri sem alráðinn er í að fara að byggj a sýnir skyndilega merki þess að allt sé ekki með felldu hjá honum. Hann er á góðri leið með að gefast upp, varpa öllu frá sér: konu, börnum, heimili, því sem kennt er við borgaralegar skyldur. Stendur hann á tíma- mótum eða er hann blátt áfram orðinn vitlaus? Þessu veltir maður fyrir sér þegar skoðað er verk Asu Sól- veigar Nauðug/viljug. í því er fundinn hinn dæmigerði þjakaði samtímamaður sem tekur þátt í kapphlaupinu um lífsgæðin, réttara sagt dansar með án þess að gera sér grein fyrir hvert stefnir. Eða gerir hann sér grein fyrir því og vill hætta? Ásgeir er ekki líklegur til þess að brenna Úr sjónvarpsmynd Ásu Sólveigar, Nauðug/ viljug. allar brýr að baki sér, enda hressist hann undir lokin og bið- ur konu sína að fresta förinni til prestsins, þ.e.a.s. undirbúningi skilnaðar þeirra. Eiginlega verður maður skelfdur að horfa framan í per- sónuna Ásgeir sem Erlingur Gíslason leikur. Erlingur er í fyrstu yfirdrifinn í þessu hlut- verki, ber þjökunina með sér í hverjum andlitsdrætti. En eftir því sem á líður verður persónan heillegri og skilst að lokum. Hjördísi, konu Ásgeirs, leikur Guðný Helgadóttir. Túlkun hennar var frá upphafi þaul- hugsuð og markviss. Fyrst og fremst sætti það tíðindum hve mannlega drætti hlutverkið fékk þrátt fyrir ýmsar brotalamir frá hendi höfundar. Það kom niður á þessu hlutverki að samræður voru stirðlegar á köflum, en þó „Dag nokkurn breytist allt“ Bókmenntir Jenna Jensdóttir \1aud Reuterswárd: ída er einmana Tord Nygren teiknaði myndirnar. Jóhanna Sveinsdóttir þýddi. Iðunn Reykjavík 1983. í fyrra kom út bókin Svona er hún Ida. Þessi saga er framhald hennar. Nú er ída orðin sjö ára. Hún býr áfram í Stokkhólmi, er enn einkabarn foreldra sinna, á ennþá góða vininn hann afa. En besti vinurinn, Marteinn, er flutt- ur til Vesturáss og þótt hann hafi síðan komið í heimsókn smá fyrnist vináttan og rennur í tím- ans haf. Það heyrist ekki meira frá Marteini. Og nú er afi eini besti vinurinn. En afi sem alltaf hefur verið traust og hald lítillar stúlku bregst þegar mikið liggur við. Leikskólinn er að baki og við tekur alvöruskóli, þar sem börn læra að lesa, skrifa og reikna, læra að lífið er enginn leikur. Á þessum tímamótum bregst afi. Lítil stúlka berst tilfinninga- lega í spurn og litla sálin engist af óvelkominni andúð, sem hún elur með sér í vonleysi sínu. Afi er hrifinn að Maríönnu og ætlar að giftast henni. Litla afa- stelpan Ida er ekki lengur besti vinur hans. „fda hefur hitt Mar- íönnu. Maríanna er með þykkt, ljóst hár, mjög ljósa húð og kúpt enni. Það er stutt á milli augn- anna á henni. Hún er með stór brjóst sem hossast og handlegg- irnir fyrir ofan grófa olnbogana eru áberandi rauðleitir. Hand- leggirnir eru eins og litlir grísir. Maríanna er heimilishjálp á veg- um félagsmálastofnunar og hún hefur nú hjálpað afa í næstum ár.“ Skólinn byrjar. Kennslukonan gengur með „heljarstórt" barn í maganum. Öll börnin í bekknum fá að fylgjast með þessum merka viðburði. Og þau frétta af fæð- ingu drengsins Axels, þótt nýr kennari sé tekinn við bekknum. Nýi kennarinn — hann Mats Erik, er engum öðrum kennurum líkur. „Mats Erik er svo sannar- lega kennari sem gefur sér góðan tíma.“ Mats Erik hefur fund með foreLdrunum og börnunum. For- eldrarnir koma með eitthvað góð- gæti svo börnin geti haldið veislu. ída hlakkar mikið til, ekki síst vegna þess að hún hefur boðið afa. Allt er líka svo skemmtilegt, þar til afi dregur upp úr litlum posa sínum góðgætið sem hann kom með. Kemur hann með pylsu sem Maríanna bjó til. Afi hefur eyðilagt veisluna. Og Idu finnst svona fundir asnalegir. Stundum geta veikindi orðið lausn á vanda. ída fær rauðu hundana og það er enginn til að gæta hennar heima, nema Marí- anna.. Að mínu mati er sagan ída er einmana mjög góð saga. Höfund- ur fjallar hér um tilfinningalegt vandamál lítillar stúlku án þess að gera hana að einhverju sérlegu gáfnaljósi, sem á sér lausnir á hverjum fingri. Frásögnin er heilsteypt og sönn, atburðarásin lifandi. Sam- band barnanna og kennarans Mats Erik, er sagt með fáum orð- um, en lesanda gefin því meiri innsýn í persónuleika sem ekki er algengur í þeirri stétt. Athyglisvert er hve vel kennar- anum tekst er hann segir þeim frá dauða Marit litlu og móður hennar, sem fórust í bílslysi. Það er ástæða til að gleðjast einlæglega með höfundi hve vel honum hefur tekist nú, miðað við fyrri bók hans um Idu. Þýðingin er að sama skapi. Myndir þóttu mér skemmtilegar í fyrri bókinni eins og hér. Frágangur er góður. Aukahljóm- sveit í auka- hlutverki Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Tom Tom Club ('lose to the Bone Fálkinn „Talking Heads“ er einhver sú athyglisverðasta hljómsveit sem fram hefur komið nú hin seinni ár. Tónlistin er sérstök en höfðar þó til flestra og allar plötur hljómsveitarinnar eru góðar. Út frá „Talking Heads“ hefur verið stofnuð önnur hljómsveit og nefnist hún „Tom Tom Club“. Að nokkru eru félagarnir hinir sömu og í „Talking Heads", en þó nokkru fleiri auk þess sem David Byrne, forsprakki „Talking“, er ekki með. Tónlistarlega eru gæð- in ekki þau sömu. Lögin er „Tom Tom“ spilar eru einfaldlega ekki eins góð auk þess sem öll með- ferð og úrvinnsla er nokkuð öðruvísi. I fyrra sendi „Tom Tom Club“ frá sér fyrstu plötuna. Hún var hin þokkalegasta að öllu leyti fyrir utan lagið „Wordy Rapp- inghood" sem er fádæma skemmtilegt og gott. I sumar kom síðan út ný „Talking Heads“-plata sem hvorki reynd- ist fugl né fiskur og þá sérstak- lega miðað við fyrri plötur flokksins. Og um svipað leyti kom önnur „Tom Tom Club“- platan út. Á henni eru átta lög og í stuttu máli má segja það sama um hana og fyrstu plötuna. Eitt lag er mjög gott og annað stendur því nokkuð að baki. Besta lag plötunnar er „The Man with the 4-way Hips". Samt er sá munur á þessum tveimur fyrstu plötum hljómsveitarinnar að heildarsvipur þeirrar nýju er dá- lítið betri. Lögin vinna betur á, auk þess sem ekki virðist vera jafn tilgangslaust að gefa þeim góðan tíma eins og fyrstu plöt- unni. Tónlistin er sú sama og áð- ur, danstónlist undir áhrifum frá tónlistarsköpun svartra manna. En þrátt fyrir að lögin gefi til kynna að hér sé um góða plötu að ræða þá vantar eitthvað uppá, og hún bætir síðustu „TH“ ekkert upp. Vestur-þýskar tangir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.