Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 26

Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Jóhanna Sigurðardóttir alþingismað- ur. Kvenréttindafélag íslands: Hádegisfund- ur um launa- mál kvenna Kvenréttindafélag íslands held- ur hádegisfund í Lækjarbrekku fimmtudaginn 10. nóvember nk. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður kemur á fundinn og segir frá störfum framkvæmdanefndar um launamál kvenna. (Úr fréUatilkjnningu) Hallgrímskirkja: Náttsöngur í fornum tíð- arsöngsstfl NÁTTSÖNGUR í fornum tíóa- söngstíl vedur í kvöld miðvikudag klukkan 22.00 í Hallgrímskirkju, eins og gert hefur verið um nokkurt skeið. Sá háttur er hafður á að stundin hefst með listflutningi og síðan er hin aldagamla tíðagjörð sungin af öllum viðstöddum undir leiðsögn organista og prests. Tónlistarflutning að þessu sinni annast Sólveig Björling söngkona og Gústaf Jóhannesson organisti. Flytja þau aríur eftir Hándel. Líffræðifélag íslands: Fyrirlestur um vistfræði vatnasnigla „VISTFRÆÐI vatnasniglanna Lymnaea peregra og Gyraulus laevis í tveim næringarríkum laugum“, nefnist fyrirlestur sem Tryggvi Þórð- arson mun halda á vegum Líffræði- félags íslands í kvöld kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeild- ar Háskóla Islands. Fjallar fyrirlesturinn um rann- sóknir sem Tryggvi gerði í svoköll- uðum „Opnum" i ölfusi. Leiðrétting í FRÉTT Mbl. í gær um tilboð í gerð Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar féll niður næstlægsta tilboðið. Það átti fyrirtækið Loftorka hf., 18 milljónir 823 þúsund krónur. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. Leiðrétting í FRÉTT í Mbl. sl. sunnudag um íslenzka matarkynningu í Svíþjóð á vegum Nausts, féll niður í niður- lagi þakklæti til Flugleiða og Stéttarsambands bænda fyrir veitta mikilvæga aðstoð í sam- bandi við kynninguna. Ákveðið að Sörli 653 fari á heimaslóðir næsta vor Mynd I Sörli var sýndur á „Degi hestsins" á Melavellinum og er þessi mynd tekin við það tækifæri. Knapi er Aðalsteinn Aðalsteinsson. NÚ MUN afráðið að stóðhesturinn Sörli 653 frá Sauðárkróki fari á sínar fyrri heimaslóðir næsta vor og þá til eiganda síns, Sveins Guð- mundssonar á Sauðárkróki. Allt frá Landsmótinu 1978 hafa þeir Sigurbjörn Eiríksson, Stóra-Hofí, og Magnús Leópoldsson haft hest- inn til afnota, en það var einmitt á þessu móti sem Sörli hlaut fyrstur íslenskra hesta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi sín. Sörli hefur á undanförnum árum verið einn vinsælasti stóðhestur landsins og hefur hann verið notaður víða. Sörli, sem nú er nitján vetra, er við bestu heilsu og gafst mönnum kostur á að sjá hann á hrossamarkaðnum, sem haldinn var austur á Stóra-Hofi nú fyrir skemmstu. Höfðu menn orð á því hversu vel hesturinn liti út, en það vill því miður brenna við að stóðhestar á þess- um aldri og jafnvel yngri séu ekki vel útlítandi á þessum árs- tíma og jafnvel heysjúkir vegna vanhirðu. Að sögn Sveins mun Sörli eyða ævikvöldi sínu i Skagafirði og verður notaður eingöngu í hérað- inu meðan honum endist aldur til. Einnig kvað hann að hestur- inn yrði notaður á vegum Hrossaræktarsambands Skag- firðinga. Með heimkomu Sörla má segja að Skagfirðingar séu vel settir hvað varðar úrval stóðhesta því nú hafa þeir tryggt sér afnot af þeim þremur stóð- hestum sem hlotið hafa heiðurs- verðlaun fyrir afkvæmi. Hinir tveir eru Þáttur 722 frá Kirkju- bæ og Hrafn 802 frá Holtsmúla. Eins og áður segir hefur Sigur- björn notað Sörla í fimm ár og á hann nú orðið fjóra árganga undan honum og mun sá fimmti væntanlega líta dagsins ljós næsta vor. VK. Kristinn Sigmundsson söngvari kemur fram á fyrstu áskriftartón- leikum íslensku hljómsveitarinnar. íslenska Hljómsveitin: „Frá nýja heiminum“ - fyrstu áskriftartón- leikarnir FYRSTU áskriftartónleikar fs- lensku hljómsveitarinnar á öðru starfsári fara fram í Neskirkju fimmtudaginn 10. nóvember, kl. 20.30. Auk hljómsveitarinnar koma fram þau Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari, Pétur Jónasson gitarleikari og Kristinn Sigmundsson söngvari. Stjórnandi á þessum tónleikum, sem bera yf- irskriftina „Frá nýja heiminum", verður Guðmundur Emilsson. I raun og veru engar breytingar - segir Sigrún „ÉG HELD að fólk vilji í raun og veru enga breytingu. Þetta er eng- in breyting frá því sem áður var, þetta er í raun og veru sama flokksforystan. Það hefði þurft meiri breytingu til að ná betur til almennings og til að færa hinn al- menna flokksmann nær foryst- unni,“ sagði Sigrún Þorsteinsdótt- ir, sem bauð sig fram til varafor- manns í Sjálfstæðisflokknum, en laut í lægra haldi fyrir Friðrik Sophussyni. „Ég held að fólk hafi mjög fyrirfram mótaðar skoðanir og það er kannski ekkert við því að segja. Alla vega er það ekki opið fyrir nýjum skoðunum og tillög- um. Kjörið olli mér ekki per- sónulegum vonbrigðum, en mér hefði þótt það bjartara framtíð- arinnar vegna, ef fólk hefði verið opnara fyrir breytingum. Ég tel mig hafa haft mikið út úr þessu hvað reynslu snertir. Sjálfstæð- isflokknum og það sem ég tel hans grunnstefnu, finnst mér ekki sinnt sem skyldi, þ.e.a.s. frelsi og framtak einstaklingsins og hamingja fólksins. — Finnst þér það vera sterk forusta, sem valdist á landsfund- inum? „Ég hugsa að þetta sé sterk forusta fyrir vissan hluta af flokknum eins og hann er upp- byggður í dag, en ég er ekki viss um að þetta sé sterk forusta fyrir þjóðina. Flokkurinn á að vera fyrst og fremst fyrir þjóð- ina, hann er ekki takmark í sjálfu sér, heldur tæki til þess að vinna fyrir þjóðina. Ég held að það séu breyttir tímar framund- an, að fólk vilji fá að ráða meiru sjálft. Því er stjórnað mikið ofan frá eins og nú er háttað málum og ég kom einmitt inn á það at- riði i ræðum á fundinum. Það Þorsteinsdóttir Sigríður Þorsteinsdóttir. Morgunblaðið/ Ól.K.M. getur vel verið að mér skjátlist, en ég get ímyndað mér að þessi verði þróunin og þá er ég ekki viss um að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að taka á móti, ef þetta verður krafa tímans og krafa fólksins. En ég vona sann- arlega að þessi landsfundur eigi eftir að skila sér virkilega vel fyrir framtíðina," sagði Sigrún ennfremur. „Ég er sátt og ánægð með að hafa tekið þátt í fundinum á þennan virka og að mínu mati ábyrga hátt. Ef þessi nýja for- ysta sér um að koma raunveru- legum völdum til fólksins, þá verður hún góð framtíðarinnar vegna. Ef ekki, þá er yfirskrift fundarins „framtíðarinnar vegna" innantómt slagorð. Því ef framtíðin á að verða góð, hér á þessu landi, þá þarf þróunin að verða sú að fólk taki á virkari og ábyrgari hátt, þátt í stjórnmál- um. Stjórnmál eru jú ekkert annað en umfjöllun á daglegu lífi fólks, ráðstöfun á auði jarð- arinnar, hvort sem stjórnað er í Sjálfstæðisflokknum, Washing- ton, Kreml eða Tokyo," sagði Sigrún Þorsteinsdóttir að lokum. Ragnbeiður Tryggvadóttir og Harald G. Haraldsson í hlutverkum sínum. Aukasýning á Guðrúnu LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur auka- sýningu á leikritinu Guðrúnu fímmtu- dagskvöldið 10. nóvember, og verður þetta jafnframt allra seinasta sýning verksins. Höfundurinn, Þórunn Sigurðar- dóttir, byggir leikritið á Laxdæla- sögu, ástum Guðrúnar Ósvífursdótt- ur og sambandi hennar við þá fóst- bræður Kjartan Ólafsson og Bolla Þorleiksson. Leikendur í þessum hlutverkum eru: Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Jóhann Sigurðarson og Harald G. Haraldsson. Alls koma 9 leikarar fram í sýn- ingunni, Jón Ásgeirsson samdi tón- listina en höfundur er jafnframt leikstjóri. Batamerki nóvember komið út EINKUNNARORÐ Batamerkis Karnabæjar fyrir nóvember hafa verið valin. Höfundur reyndist vera Hildi- gunnur Högnadóttir á ísafírði. Ein- kunnarorðin eru: Augljós bati er allra hvati. I frétt frá Karnabæ segir svo m.a.: „Dómnefndinni fannst þessi ein- kunnarorð vel til fallin 1 dag. Við þörfnumst „augljóss bata“ til hvatn- ingar á erfiðum tímum. Til þess þarf þjóðin að standa saman, sem ein órofin fjölskylda og snúa vörn í sókn. Þá verður ekki langt 1 augljósan bata. Við þökkum Hildigunni kærlega fyrir einkunnarorðin og vísurnar og einnig þökkum við hinum fjölmörgu, sem hafa sent okkur tillögur um ein- kunnarorð og er aldrei að vita nema þau verði fyrir valinu á næstu mán- uðum. Við hvetjum alla til að senda inn einkunnarorð í anda þess jákvæða „tóns“ sem batamerki á að vera.“ Hildigunnur Högnadóttir er þriggja barna móðir á Isafirði, hús- móðir og verzlunarstjóri í verzlun- inni Penslinum. Tvítugsafmæli sjálf- stæðiskvenna í Eden Sjálfstæðiskvenfélag Árnessýslu heldur upp á 20 ára afmæli félagsins 12. nóvember nk. í Eden f Hveragerði. Dagskráin hefst kl. 21, en húsinu verð- ur lokað kl. 22. Formaður félagsins, Þuríður Har- aldsdóttir, flytur ávarp, Halldóra Rafnar formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna flytur ávarp, Dagfríður Finnsdóttir og Aðalheiður Jónasdóttir syngja tvísöng við und- irleik Glúms Gylfasonar, en hljómsveit Þorsteins Guðmundsson- ar mun leika fyrir dansi. Sætaferðir verða frá Selfossi, Stokkseyri, Eyr- arbakka og Þorlákshöfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.