Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 starf okkar. Við látum það ekki verða að áhrínisorðum, að Sjálf- stæðisflokkurinn móti ekki sjálfur pólitískan grundvöll sinn. Sjálfstæðisflokkurinn er sprott- inn af sterkum rótum. Við vitum, sjálfstæðismenn, hvað við viljum okkur sjálfum og framtíðinni. Við notum meginstefnu okkar til þess að fella þær hugmyndir í farveg og gera þær að veruleika. Við lát- um Sjálfstæðisflokkinn því aldrei verða að rótlausu þangi á vett- vangi stjórnmálanna. Þannig fellur sem fyrr allt í einn farveg. Við getum ekki vikist undan því hlutverki, sem aðstæð- urnar hafa fengið okkur. Það eru þáttaskil á flestum sviðum. Einnig í innra samstarfi okkar hafa orðið umskipti. Með þessum landsfundi staðfestum við fyrir fólkinu í landinu, að hreyfiöfl flokksins munu leggjast á eina sveif í þágu hugsjóna hans og fyrir þá framtíð sem við ætlum að vinna okkar sköpunarverk í smáu sem stóru. Við tignum þann sem traustar vörður hlóð. Við tignum þann sem ryður nýja vegi. Þessi orð Davíðs Stefánssonar eiga að brýna okkur tii þeirra miklu og vandasömu verkefna, sem framundan eru. Sjálfstæð- ismenn hafa reist traustar vörður í íslenskri þjóðfélagsskipan. Nú er það okkar sameiginlega að ryðja nýja vegi fyrir framtíðina. Góðir sjálfstæðismenn. Ég hef lýst því yfir, að ég er reiðubúinn til þess að taka kjöri flokksformanns á þessum lands- fundi, hljóti ég til þess traust. Þetta geri ég með þá reynslu að bakhjarli, sem ég hef öðlast í at- vinnulífi og stjórnmálum. En umfram allt ræður þar úr- slitum sannfæring um gildi sjálfstæðisstefnunnar og löngun til þess að gera hana að veruleika í þeirri framtíð íslensks þjóðfélags sem við ætlum að skapa. 15 Háskaleg áfengisstefna — eftirdr.Jón óttar Ragnarsson í fyrri greinum hefur verið fjallað um áhrif áfengisneyslu á heilsu og samfélag. í þessari grein verður fjallað um „áfeng- isstefnu stjórnvalda“ ef hægt er að kalla hana því nafni. Segja má að einungis einn þáttur þessarar „stefnu“ hafi heppnast, en hann er sá að halda meðalneyslunni í lágmarki með því að halda verði áfengisins í hámarki. Einhver kann að vera van- trúaður á að slíkt öfugt sam- band sé á milli meðalneyslu og verðs, en samanburður og ran- nsóknir víða um heim hafa sýnt að slíkt samband er oftast fyrir hendi. En til þess að fjalla um „áfengisstefnuna" í heild verð- ur að skoða miklu fleiri þætti en meðalneyslu og verð. Virðist brýnast að fá svör við fjórum spurningum er snerta þessi mál. Þessar spurningar beinast að því hvort núverandi „stefna“ ha- fi stuðlað að: 1. jákvæðum áfengisvenjum. 2. markvissri fyrirbyggjandi fræðslustarfsemi. 3. auknum áhuga á gæðum áfengis frekar en magni. 4. góðu fordæmi stjórnvalda. Spurning 1. Svar: nei. Vandfundin er sú þjóð á Vest- urlöndum sem misnotar áfengi í jafnríkum mæli og íslendingar. Kemur þetta e.t.v. berlegast í ljós yfir sumartímann á úti- skemmtunum unglinga. En það er ekki síður fullorðna fólkið sem misnotar áfengið með öllu sínu helgarþambi og tíðu ofneyslu. Er það sorgleg staðreynd á sviði þar sem for- dæmin skipta sköpum. Spurning 2. Svar: nei. Þrátt fyrir að áfengið sé hinn opinberi vímugjafí Islendinga (og verður vafalaust um langan aldur) gleymist sú staðreynd oft í umræðum um áfengismál fyrir ofstæki og þjarki um aukaatriði. Alvarlegra er þó hitt að um þennan hættulega vímugjafa (og aðra enn hættulegri vímu- gjafa) er ekki haldið uppi neinni markvissri fræðslu, hvorki í skólakerfínu né í fjöl- miðlum. Spurning 3. Svar: nei. Það sölu- og dreifingarkerfi sem hér tíðkast á áfengi telja margir vera það frumstæðasta sem fyrirfinnst með nokkurri vestrænni þjóð. Og áhrifin hafa ekki látið á sér standa! Þetta kerfi hefur án efa átt meiri sök á því en nokkuð ann- að að hér hefur ekki náð að myndast vínmenning sem kalla má því nafni, en stuðlað þeim mun meira að magndrykkju og helgarþambi. í fyrsta lagi er bjórinn, hinn upprunalegi vímugjafi íslend- inga, bannaður með lögum. Er hann þó sá áfengi drykkur sem hefur mest hollustugildi og stuðlar síst að misnotkun! FÆÐA OG heilbrigðT í öðru lagi er framboð á létt- um vínum með þeim endemum að ekki er eitt einasta af gæða- mestu borðvínum heims, hvort sem er frá Frakklandi, Þýska- landi eða Bandaríkjunum, fáan- legt í landinu! Á sama tíma er ríkið sjálft að vasast í því að framleiða þá sterku drykki sem eru ómerki- legastir og skaðlegastir allra. Er brennivínið sjálft eða „svarti- dauðinn“ þar auðyitað fremst í flokki. Fjórða spurning. Svar: nei. En það er ekki nóg að ríkið hafi hagnast drjúgum á því að framfylgja stefnu danskra ein- okunarkaupmanna, heldur ganga stjórnvöld á undan í vit- leysunni með „góðu fordæmi". Því óvíða fljóta sterku drykk- irnir ómældari en í veislum og móttökum hins opinbera. Er það án efa helsta skýring á hárri tíðni áfengissýki meðal stjórnmálamanna og diplo- mata. Lokaorð Núverandi „áfengisstefna“ ís- lenska ríkisins er ekki einasta úrelt, heldur er hún vanhugsuð og hefur sennilega átt stóran þátt í að stuðla að hinni tíðu misnotk- un áfengis á íslandi. Er mál þetta nú komið á það stig að spurningin er ekki leng- ur hvort heldur hverjir eigi, hvernig og hvenær, að endur- skoða íslensku áfengisslöggjöf- ina frá grunni. VÍKIHGUR ® 1 andstæöingar Viðureignt''f99j^^^a í Seljaskóla í kvöld kl. 20.15 Ath: aö koma upp Breiöholtsbraut niöur Jaö- arsel og inn Kleifarsel. Auövelt — ekki satt! Þú sperrir eyrun þegar þu heyrir hljóminn úrNýju CiD PIOMEER «SSBI|iTia -- -- HUOM-HEIMILIS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 SIMI 25999-17244 hljómtækjunum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.