Morgunblaðið - 10.11.1983, Side 16

Morgunblaðið - 10.11.1983, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 Afleiðingar skógaspjalla á Hálsi í Fnjóskadal — eftir Hákon Bjarnason Sjaldan er unnt að rekja land- skemmdir og uppblástur langt aftur í aldir og fylgjast með því hvernig gróður og jarðvegur verður tortím- ingunni að bráð. Sakir þess er lær- dómsríkt að kynnast því hvernig ís- lenskur stórskógur er upprættur fyrir röskum tveim öldum með þeim afleiðingum að eftir er lífvana og illræktanleg eyðimörk. Slíka sögu má rekja frá upphafi til enda á mel- unum norð-vestan við Háls í Fnjóskadal. f næstu grein er sagt frá hvflíkum erfiðleikum þaö getur vald- ið að endurgræða slíka eyðimörk svo að gagni komi. Útsýn af Vaðlaheiði yfir Eyja- fjörð á fögrum sumardegi hefur löngum verið rómuð af mörgum og talin ein hin fegursta hér á landi. En útsýni af heiðarbrúninni að austan er einnig tilkomumikil þegar allur Fnjóskadalur og Ljósavatnsskarð liggja fyrir fót- um vegfarenda en Mývatnsfjöllin blána lengst i austri. Austurhlíðar dalsins í suðurátt eru að mestu samhangandi birkiskógar allt frá ánni og upp undir efstu brúnir, en við norðurmörk Vaglaskógar ofan við gömlu brúna þrýtur skóglend- ið, og þar tekur við brún eyðimörk, afblásnir melar, sem teygja sig inn í Ljósavatnsskarð. Utar í daln- um austan megin skiptast á móar og afblásið land. Þessir melar norðan og vestan við Háls voru nefndir Hálsmóar á öldinni sem leið, en þar áður Hálsskógur. Frásögn Jarðabókar árið 1712 Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er skógurinn á Hálsi talinn einn af bestu raftskógum Fnjóskadals og verður ekki betur séð en að allt Hálsland hafi verið vaxið mjög álitlegum birkiskógi. Ljóst er af öllu, að samfelldur skógur hafi verið frá Fornastöðum þvert yfir mynni Ljósavatnsskarðs að Hálsi og þaðan að Vöglum. Árið 1712 voru 45 jarðir byggðar í Fnjóska- dal og var skógur á þeim öllum nema 6. Þær lágu við alfaraleiðir um dalinn og gefur það auga leið að þar hafi ásóknin í viðarkol komið fyrst og harðast niður. Af lýsingu Jarðabókarinnar að dæma hefur Fnjóskadalur verið mjög skógi vaxinn fram yfir 1700. Raftviðar- og timburskógur er tal- inn á mörgum jörðum og sæmi- legur skógur á flestum hinna 39 skógarjarða. Víða er kvartað um að útheysslægjur skorti því að engi sé smáfengið nema það sem henda má i smálágum innan um skóginn. Af slíku orðalagi er auð- sætt að skóglendið hefur verið all- þétt. Skömmu eftir að Jarðabókin er tekin saman hefur ásóknin í Fnjóskadalsskóga aukist mjög þar eð skógar í Eyjafirði eru á þrotum um þessar mundir. Síðan var gengið svo hart að verki næstu tvær aldirnar að um aldamótin 1900 voru aðeins eftir skógaleifar á 6 jörðum. Skógi hafði verið rutt af 33 jörðum á 200 árum og af því hlutust margskonar landspjöll eins og brátt skal að vikið. Skógaböðullinn á Hálsi Fáum árum síðar en Jarðabókin er tekin saman á Hálsi fæðist presthjónunum þar sonur, Jón Þorgrímsson að nafni. Hann verð- ur aðstoðarprestur föður síns 1736 og fær svo veitingu fyrir Hálsi 1739. Situr hann jörðina í 56 ár. Hann var talinn hraustmenni en ágengur og harðbýll. Gerði hann skóginn á Hálsi sér að féþúfu og ruddi hann svo gersamlega að árið 1773 er ekki talin nein hrísla uppi- standandi lengur. Séra Jón var kærður hvað eftir annað fyrir óleyfilega meðferð á skóginum, en gat ávallt vikið sér undan með til- kvöddum þingsvitnum þannig að lögum varð ekki komið yfir hann. Atferli séra Jóns er allvel lýst í grein í Ársriti Skógræktarfélags Islands árið 1939 og vísast til hennar ef einhver vildi vita meira um þetta. Úr Ferðabók Ólafs Olaviusar Árið 1777 átti Olavius leið um þveran Fnjóskadal á rannsóknaför sinni um landið. Hann hefur farið yfir Fnjóská á Nesvaði og síðan riðið göturnar heima að Hálsi og þaðan um Ljósavatnsskarð. I Ferðabókinni er eftirfarandi lýs- ing hans á þeirri leið: „Eftir því sem mér hafði verið sagt, bjóst ég við að sjá náttúru- fyrirbrigði í Fnjóskadal, sem sjaldgæft er á Islandi, en það er skógur og tré svo hávaxin, að ríð- andi maður með upprétta svipu gæti dulist undir þeim. En sú von brást. Líkaminn var horfinn, en skugginn einn eftir. Þó var mér einróma tjáð af kunnugum mönnum, að fyrir 20 árum hefðu slík tré vaxið hvarvetna þeim „Þeir, sem fara bfl- veginn um Laugardal og Biskupstungur, hljóta að taka eftir hroðalegri meðferð á skóglendi, sem var undurfagurt fyrir nokkrum árum. Sama sjón, og ekki feg- urri, blasir við efst á Rangárvöllum, og þeir, sem farið hafa um Skaptártungu með nokkurra ára millibili, hljóta að sjá hve birkið hefur víða orðið undan að láta fyrir of mikilli sauðbeit.“ Fyrri grein megin Fnjóskár, sem prestssetrið Háls stendur, og það þétt saman, en nú sést þar ekkert tré, hvorki stórt né lftið, ungt né gamalt, nema aðeins rætur sem sýna, að þarna hafi verið skógur, og litils háttar runnskógur hinum megin árinnar. Það er næstum því ótrú- legt, að slík eyðilegging skuli hafa getað átt sér stað á svo skömmum tíma, og þó er það því miður satt. Slík eyðing er hálfu hörmulegri en ella sakir skógleysis landsins, og mér virðist það sé ekki aðeins brot á tilskipuninni frá 10. maí 1755, heldur einnig gegn þeirri reglu og umhyggju, sem mönnum ber skylda til að sýna samtíð sinni og eftirkomendum er þeir höggva tré lÆ alin frá rót eða höggva annað tré inn að merg, láta það síðan standa og veslast upp engum til gagns, en höggva hins vegar næsta tré við það. Annars vildu menn ekki kenna illri meðferð eingöngu um eyðingu skógarins, en töldu fram ýmsar orsakir aðrar, svo sem: a) óhemjuleg snjóþyngsli mestan hluta vetrar; snjórinn hefði sveigt niður greinar trjánna og brotið þær, og hefði síðan kom- ið fúi í skóginn. b) Ókennilegir maðkar, sem komið hefðu fram fyrir 30 árum og hefðu sést skríða upp trjábolina, síðan hefðu blöðin visnað og greinarnar þar á eftir. c) Kuldinn, sem stafar af hafísnum, þegar hann er við land. En þegar á allt þetta er litið, mun hver maður sjá, að þetta eru aðeins aukaor- sakir, sem stutt hafa að eyðingu þessa skógar á svo skömmum Loftmynd af Hálsmelum í Fnjóskadal Gamla brúin yfir Fnjóskadal er neðst til vinstri á myndinni en prestsetrið á Hálsi í vegabugnum ofarlega til hægri. Fjarlægðin milli brúar og Háls er um 2,5 kflómetrar. Á myndinni eru melarnir Ijósir en lyng- og hrísmóar dökkir. Langi uppblástursgeirinn á miðri mynd frá brúnni og norður fyrir Háls er um 100 hektarar. (Mjndin er birt mea leyn Undmælinga fsianda.) Hákon Bjarnason tíma. Maðkarnir hafa að sjálf- sögðu ekki verið annað en hinn al- gengi (birkimaðkur) Phalaena betularia, sem lifir á blöðum birk- isins og etur þau, en veldur engum verulegum sjúkdómi í trénu. Um kuldann er það að segja, að tré þessi hafa alist upp við hann, svo að hann hefði ekki átt að valda þeim nokkru sérstöku tjóni, þótt kuldar væru að vísu óvanalega miklir árin 1771—1772, og þó að langvinn snjóþyngsli, ekki síst þegar veður er umhleypingasamt með spilliblotum, séu ekki hag- stæð skógargróðri, þá geta þau samt ekki valdið slíkri gereyðingu, sem hér var um að ræða.“ (rit Ó. Olavius: Feróabólt, Rvk. 1964. Þýóing Steindórs Steindórssonar.) Af þessari lýsingu er auðsætt að séra Jón hefur rutt alla sléttuna neðan og vestan við túnið á Hálsi á einum 25 árum, landsvæði sem er nokkuð á annað hundrað hekt- ara. En Olavius reið ekki um bera, örfoka mela. Þykkur jarðvegur, valllendi og lyngmóar tóku yfir allt landið, og það hefur verið ágætis beitiland og sjálfsagt notað til hins ýtrasta alla tíð. Síðari tíma heimildir Jón Kr. Kristjánsson, kennari, fræðimaður og fyrrum bóndi á Víðivöllum í Fnjóskadal, gaf mér eftirfarandi upplýsingar um Háls- land fyrir tveim árum. „Þorsteinn Sigurðsson, járnsmiður, (móður- bróðir Sigurðar Sigurðssonar, búnaðarmálastjóra), vinnumaður á Hálsi 1850—1856, segir að þá hafi ekkert af landinu verið farið að blása upp. Mest hafi þá verið lyngi og hrísi vaxnir móar en allur skógurinn þá eyddur." Enda var landið þá nefnt Hálsmóar eins og áður er sagt. Svo heppilega vill til, að geymst hefur vitnisburður frá því um 1860, sem segir frá upphafi land- skemmda. Séra Jón Þorsteinsson, prestur á Möðruvöllum í Hörgár- dal, fæddist á Hálsi 1849 og ólst þar upp. Hann segir svo í bréfi til Sigurðar Da\ íðssonar á Veturliða- stöðum í Fnjóskadal: „Fyrir sex árum fór ég síðast um á gamla Hálsi... Varð mér við það enn starsýnna en fyrr á eyðingu lands- ins. Var ég að bera það í huganum saman við það sem var þegar ég var lítill drengur og fór á stekkinn vestur á nesinu. Þá sást ekki á stein á öllu svæðinu frá Nesgötum, og því síður utar og fram úr, nema efst við Skógaklauf og byrjað var að renna sandi út frá Stórulágar- barminum.“ Bréf þetta er skrifað 1904, og stekkurinn, sem talað er um, er skammt í suðaustur af bænum í Nesi. Af þessu bréfi er ljóst, að land hefur ekki tekið að blása upp fyrr en um 1860 þegar sandur fer að renna úr Stórulágarbarmi, en sá staður er malarásinn beint austan og upp frá gömlu Fnjóskárbrúnni, þar sem þjóðvegurinn liggur upp á melana. Hann ber hátt yfir ána, og því mæðir suðvestanáttin á honum, en það er sú áttin sem veldur hvað mestu jarðvegsfoki á Norðausturlandi. Frá Stórulág- arbarmi er nú um tveggja og hálfs kílómetra löng og um fjögur til sex hundruð metra breið afblásin rák, um 100 hektara blásið og ör- eytt land. Að auki eru margar melskellur milli gróinna moldar- barða beggja vegna við aðalrák- ina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.