Morgunblaðið - 10.11.1983, Page 20

Morgunblaðið - 10.11.1983, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Umboð til umbóta HVÍTI minnihlutinn í SuAur-Afríku hefur samþykkt nýja stjórn- arskrá, sem kveður á um að kynblendingar og Indverjar og annað fólk af asískum uppruna, fái að kjósa til þings. Stjórn- arskráin var samþykkt með 66% atkvæða og P.W. Botha forsæt- isráðherra benti á að þetta væri miklu meiri stuðningur en búizt hafði verið við. Úrslitin eru talin mikill sigur fyrir hann og flokk hans, Þjóðernisflokkinn, sem nú hefur fengið umboð til að gera fleiri breytingar í kynþáttamálum Suður-Afríku. Margir kjósendur, sem venjulega kjósa ekki Þjóð- ernisflokkinn, greiddu hinni nýju stjórnarskrá atkvæði, því að þeir töldu hana til bóta þótt hún breytti litlu. Þeir vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið og rétt- indi blökkumanna verði einnig aukin. Kröfur um slíkt hafa auk- izt síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Sjálfur sagði Botha að stjórnarskráin útilokaði ekki að réttindi blökkumanna yrðu aukin síðar og aðstoðarmaður hans sagði að þrátt fyrir ströng ákvæði til að varðveita yfirráð hvítra manna þróuðust mál oft öðru vísi en ráð væri fyrir gert. Áhrifamikil blöð enskumæl- andi manna, sem venjulega eru andvíg ríkisstjórninni, studdu nýju stjórnarskrána. Sama gerði töluverður fjöldi enskumælandi manna, sem venjulega styður Framfarasinnaða sambands- flokkinn (PFP), sem er í stjórn- arandstöðu og berst fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í kyn- þáttamálum (apartheid). PFP hefur hins vegar barizt gegn stjórnarskrárfrumvarpinu síðan það var fyrst lagt fram fyrir sex árum, þar sem blökkumenn séu skildir út undan. PFP hefur því verið á sama báti og Ihaldsflokkur Andries Treurnicht, sem stendur lengst til hægri, þótt afstaða flokkanna byggist á ólíkum forsendum. Síð- an stjórnarskrártillögurnar litu fyrst dagsins Ijós hafa þær mætt geysiharðri andstöðu hvítra harðlínumanna, sem eru andvíg- ir hvers konar tilslökunum gagn- vart blökkumönnum, og flokkur Treurnicht var stofnaður vegna þess klofnings, sem stjórnar- skrármálið hefur valdið í röðum hvítra manna. Stuðningsmenn Treurnichts segja að stjórn- arskráin muni leiða til meiri- hlutastjórnar blökkumanna og leggja efnahaginn í rúst. Lýðveldisflokkurinn, sem er nýr smáflokkur, studdi einnig stjórnarskrána og leiðtogi hans, Vause Raw, segir að stjórn Botha hafi fengið „grænt ljós“ til að ganga lengra í umbótaátt. Fredrik van Zyl Slabbert, leið- togi PFP, sagði að hvítir menn hefðu stutt stjórnarskrána, þar sem þeir teldu umbætur nauð- synlegar, og gaf til kynna að flokkurinn mundi lýsa yfir stuðningi við hana nú þegar úr- slitin lægju fyrir. Ef ríkisstjórn- in túlkaði úrslitin sem umboð til umbóta teldi hann það skyldu stjórnarandstöðunnar að styðja slíka umbótaþróun, þótt gallar væru á stjórnarskránni. Samkvæmt nýju stjórnar- skránni skiptist þingið í þrjár deildir, deildir hvítra manna, kynblendinga og Indverja. Hver þingdeild fær lögsögu í málum síns kynþáttar, en „almenn" mál verða að hljóta afgreiðslu allra þingdeilda. Síðan er ætlunin að kjósa valdamikinn forseta, sem velur sér sjálfur ríkisstjórn, fær vald til að ákveða hvaða mál fari fyrir hvaða deild og stjórnar svokölluðu forsetaráði, sem getur hnekkt vilja þingdeilda kyn- blendinga og Indverja. Forsetinn getur beitt hinum miklu völdum sínum með stuðningi aðeins 30 af hundraði þingmanna og aðeins einnar þingdeildar. Ef blökkumönnum verða tryggð sömu réttindi og kyn- blendingum og Indverjum gengi það í berhögg við apartheid- stefnuna, sem gerir ráð fyrir að komið sé á laggirnar „sjálfstæð- um“ blökkumannaríkjum. Stjórnin lítur svo á að blökku- mennirnir séu borgarar þessara „heimalanda", fjórum slíkum ríkjum hefur þegar verið komið á fót og hið fimmta er í burðarliðn- um. En þjóðernissinnar gera sér grein fyrir því að helmingur blökkumanna, sem eru 21 millj- ón, býr í borgunum og umhverfis þær og að ekki er hægt að flytja þá þaðan, því að þá hryndi efna- hagskerfið til grunna. Botha var landvarnaráðherra í 12 ár og fréttaritari Observer tel- ur að hernaðarráðunautar hans hafi sannfært hann um nauðsyn þess að treysta betur valdastólpa hvíta minnihlutans. Því er spáð að á næstu 50 árum muni blökku- mönnum fjölga í 80 milljónir, en hvítir menn, sem eru tæpar þrjár milljónir, muni standa í stað. Því finnst hvítum mönnum að þeir þurfi að gera kynblendinga og Indverja að bandamönnum. Þeir vilja einnig fjölga í heraflanum og Botha hefur oft sagt að her- skylda án pólitískra réttinda komi ekki til greina. En Botha vill búa svo um hnút- ana að hinir nýju bandamenn ógni ekki pólitískum yfirráðum hvítra manna og í nýju stjórn- arskránni er reynt að finna leið til að skipta völdunum án þess að hvítir menn glati yfirráðum sín- um. Hún er þannig úr garði gerð að komið verður í veg fyrir hvers konar tilraunir, sem kynblend- ingar eða Indverjar kunna að gera til þess að hafa áhrif á stjórn landsins. Næsta skref Botha verður að koma á fót einhvers konar stjórn, sem fer með málefni borgar- blökkumanna og getur dregið úr hugsanlegum stuðningi þeirra við þjóðernissinnaða blökku- menn, sem reyna að kollvarpa ríkisstjórninni. Sérfræðingar Þjóðernisflokksins vinna að gerð áætlunar um þetta, en hingað til hefur ekkert verið gert að öðru leyti en því að borgarblökku- menn hafa fengið bæjarstjórnir. Botha mun síðan ræða við leið- toga kynblendinga, sem eru 2,7 milljónir, og Indverja, sem eru 800.000, um afstöðu þeirra til stjórnarskrárinnar. Herskáir leiðtogar Indverja og kynblend- inga hafa fordæmt þjóðarat- kvæðagreiðsluna, eins og við var búizt, og spá því að nýju þing- deildirnar verði hundsaðar. Flokkur hófsamra kynblendinga hefur hins vegar samþykkt að taka þátt í störfum hins nýja þings og leiðtogi hans, Allan Hendrickse, segir að hinn mikli stuðningur hvítra manna við stjórnarskrána muni auka stuðn- ing kynblendinga við hana. Leiðtogi helzta flokks Ind- verja, Þjóðlega alþýðuflokksins, Amichand Rajbansi, segir að flokkurinn vilji sjá hvernig stjórnarskráin reynist áður en hann taki afstöðu til hennar. Blökkumenn hafa reiðzt til- raunum, sem þeir segja að gerðar séu til að mynda bandalag hvítra manna, kynblendinga og Ind- verja gegn þeim, og hafa gert nýjar tilraunir til að sameinast. Þrjú ný bandalög blökku- manna hafa komið til sögunnar. Þeirra stærst er Sameinaða lýð- ræðisfylkingin (UDF), samtök 400 verkalýðsfélaga og annarra félagasamtaka, sem aðhyllast stefnu Afríska þjóðarráðsins. Um 200 samtök hafa sameinazt í félagsskap, sem kallast „Nation- al Forum“, og aðhyllist hug- myndir „vitundar“-hreyfingar Steve Biko. Loks hafa sex „heimalanda“-leiðtogar og nokk- ur bæjarráð og fyrirtæki blökku- manna myndað samtök (South African Federal Union), sem stefna að því að koma á fót þingi blökkumanna. Leiðtogi þeirra er ættarhöfðinginn Gatsha Butel- ezi, leiðtogi Zulumanna, sem harðast hefur gagnrýnt nýju stjórnarskrána og óttast að hún geti leitt til ofbeldisverka. Botha segir að nýju stjórn- arskránni verði hrundið í fram- kvæmd á seinni hluta næsta árs og líklega verður hann kjörinn forseti þegar þar að kemur. Þá verða ný þáttaskil í Suður- Afríku. Botha: verður hann valdamikill forseti? Þakjárns-útsala Viö köllum þetta útsölu, því nú seljum viö þakjárn á aöeins 119 kr. hvern metra. Frá Englandi: 2 m, 21/z m og 3 m, Bg. 28. Frá Belgíu: 2,4 m, 2,7 m og 3 m, Bg. 28. Tökum niöur þantanir í síma 38560 fyrir hádegi og í síma 42740 eftir hádegi. Afgreiöslustaöur: Smiðjuvegur 11, Kópavogi. Staögreiösla. Verslanasambandiö hf. NOACK FYRIR ALLA BÍLA 0G TÆKI Sænsku bilaframleiðendurnir VOLVO, SAAB og SCANIA nota NOACK rafgeyma vegna kosta þeirra. HVERFISGATA 56, SfMI 23700. NÓATÚN17, SÍMI23670. Með nýju afsláttarkortunum gefst þér nú kostur á að safna saman öllum úttektum þínum hjá Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna jafn- óðum og vinna til okeypis útlánsá myndefni síðar. Þegar þú hefur safnað 20 úttektum á kortið færðu að velja þér 3 spolur til afnota ókeypis. Þannig getur þú aftur og aftur fengið nýtt afsláttarkort og haldið saman úttektum þínum, vitandi það að slíkt borgar sig. Komdu, fáðu þér afsláttarkort strax í dag og kynntu þér f leiðinni allar nýju myndirnar sem voru að koma. Úrvalið aldrei meira. Nú er einnig hægt að taka út og skila spólum á hvorum staðnum sem er, hafi menn samninginn meðferðis. Athugið að i verslunarmiðstöð- inni að Nóatúni 17 eru þó aðeins VHS-spólur ennþá. y&RÁNK, A VIDEO nrm csc 0% y © [ími VIDEO L *’ PICTUMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.