Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 21 Mál og menning: „Litla rauða rúmið“ Barnabók eftir Ás- laugu Ólafsdóttur ÚT EK komin hjá Máli og menningu ný íslensk bók fyrir yngstu börnin: Litla rauða rúmið. Höfundur er Áslaug Ólafsdóttir, kcnnari á Kirkjubæjar- klaustri, en myndirnar gerði Kagnhild- ur Ragnarsdóttir. Eiginlega er litla rauða rúmið að- alpersónan í sögunni. Það er orðið gamalt rúm, því þrír bræður Ásu eru búnir að sofa í því og kunnu ágæt- lega við sig. Nú er komið að Ásu. En henni finnst svo þægilegt að sofa hjá pabba og mömmu og alveg ástæðu- laust að flytja sig. Þangað til Pési kcmur. Hann vill endilega fá að sofa í litla rauða rúminu ... Bókin Litla rauða rúmið er sett og prentuð hjá Formprenti, en útliti hannaði Repró, Valgeir J. Emilsson. (Úr fréUatilkynningn) Barna- og unglingabók: „Lassi í baráttu“ KOMIN er út ný bók eftir Thöger Birkeland, Lassi í baráttu. Þýðinguna gerði Sigurður Helgason, bókavörður, en útgefandi er Æskan. I frétt frá útgefanda segir m.a.: „í baráttu er fyrsta bókin í bóka- flokki um strák sem heitir Lassi. Hann elst upp í litlu sjávarþorpi, en aðstæður verða til þess að hann verður að flytjast til stórborgarinn- ar. Sagan segir frá baráttu Lassa i hörðum heimi stórborgarinnar. Hún lýsir því hversu ólík tilveran er á þessum tveim stöðum, þorpinu og borginni. Sagan er einkar vel rituð og held- ur lesandanum við efnið frá upphafi til enda. Hún gefur ljósa mynd af lífi sem ótrúlega mikill fjöldi barna og unglinga verður að búa við, en fæst okkar yrðu líklega ánægð með.“ Þá segir, að höfundur bókarinnar sé einn snjallasti barna- og ungl- ingbókahöfundur Dana og fáir njóti þar viðlíka hylli og hann. Bókin er 128 bls. að stærð. F^rsta skrefið í tölvuvæðingu fyrirtækis kostar aðeins lkrónu 67aura Hjá sumum verður kostnaðurinn aldrei meira en eitt símtal. Hjá fleirum á símtalið þó eftir að leiða til verulegra fjárfestinga í tölvubúnaði, því fyrir langflestfyrirtæki er tölvuvæðing nauðsynleg til þess að standast hina höröu samkeppni nútlmans. Þess vegna er mjög mikilvægt að tölvuvæðingin hefjist á réttum stað. I 7 ár hefur tölvudeild HeimilistæKja unnið að þróun og uppsetningu fjölda Wang tölvukerfa víðs vegar um land. Frábær framleiðsla Wang hentar nær öllum fyrirtæKjum og að viðbættri öruggri þjónustu og reynslu tölvudeildar Heimilistækja er tryggt að um framtíðarlausn sé að ræða. Hafið samband og notfærið yKkur reynslu okkar og ánægðra Wang notenda. við verðum hérna li'ka á morgunl Wang er skref í rétta átt Heimilistæki hf TOLVUDEILD-SÆTÚNI8-SÍMI27500 Opið í kvöld tíl kl. 20 TT Amr ATTP Skeifunni 15 niiVJliAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.