Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Koltvísýrmgurinn jókst
undir lok ísaldarinnar
- og nú fer óðum að hlýna
- eftir Önnu
Bjarnadóttur
Bananatré í Belgíu og hitabelt-
isloftslag í London? Rósarunnar í
Reykjavík og vínberjarækt við
Vopnafjörð? Getur verið að ung-
viði dagsins í dag eigi eftir að upp-
lifa þetta þegar það vex úr grasi
og aldurinn fer að hníga yfir
hann?
Rannsóknir vísindamanna
benda til að svo geti orðið. Þær
sýna fram á að koltvísýringur i
andrúmsloftinu fer sívaxandi
vegna brennslu lífrænna efna
eins og kola og olíu. Koltvísýr-
ingur hleypir sólargeislum inn í
andrúmsloftið en hamlar út-
geislun frá jörðinni. Hann hefur
sömu áhrif og gler á gróðurhúsi
og hitar þvi smátt og smátt upp
andrúmsloft jarðarinnar. Vís-
indamenn hafa rætt þessi gróð-
urhúsaáhrif koltvísýringsins
sín á milli á ráðstefnum í þó
nokkur ár, en almenningur fékk
fyrst verulegan áhuga á þeim
þegar Umhverfismálastofnun
Bandaríkjanna gaf út skýrslu
um málið fyrir nokkru. Þar er
því lýst hvernig gróður- og
loftslagsbelti munu færast til,
hluti heimskautaíssins bráðna
og yfirborð sjávar hækka um
nokkra metra. Loftslagsbreyt-
inga mun verða vart eftir um 15
ár samkvæmt skýrslunni, en
Morgunblaðið sagði frá henni á
sínum tíma.
Mikill fjöldi rannsókna liggur
að baki skýrslu umhverfisstofn-
unarinnar. Ein þeirra er sam-
eiginleg rannsókn landeðlis-
fræðideildar Kaupmannahafn-
arháskóla, jarðfræðideildar
New York-háskólans í Buffalo
og eðlisfræðideildar háskólans í
Bern á íslögum í Grænlands-
jökli. Starfið hófst árið 1971 og
stóð til 1981. 2038 m djúp hola
var boruð í ísinn og lög allt aft-
ur um 90.000 ár voru og eru enn
rannsökuð. íslög myndast svip-
að og árhringir í trjám og í
þeim má finna hin ólíkustu efni
sem andrúmsloftið hefur að
geyma og sest í ísinn. Sigfús
Johnsen, sem starfar bæði við
Háskóla íslands og Kaup-
mannahafnarháskóla, er meðal
þeirra sem vinna við þetta verk-
efni.
Hans Oeschger, prófessor í
Bern, er annar. Hann hefur
mestan áhuga á koltvísýringn-
um í ísnum og hefur skrifað
fjölda greina um efnið. Hann er
feginn athyglinni sem banda-
ríska skýrslan hefur vakið og
vonar að af henni muni jafnvel
leiða eitthvað gott. „Fólk fer
kannski að hugsa minna um
pólitík í Líbanon og á Grenada
og meira um umhverfið og nátt-
úruöflin," sagði hann.
Rannsóknir Oeschgers hafa
leitt í ljós, að koltvisýringurinn
í andrúmsloftinu jókst úr
0,0315%, eða 315 ppm í 340 ppm
á árunum 1958—1982. Rann-
sóknir á sýnishornum af íslög-
unum á Grænlandi sýna, að
koltvísýringsmagnið var um
260—280 ppm fyrir iðnbylting-
una en þá fór mannkyninu að
fjölga verulega og brennsla líf-
rænna efna að aukast. Svo mikil
Hans Oeschger eðlisfræðiprófessor
í Bern. Hann hefur sérstakan áhuga
á koltvísýringsmagninu í ísnum.
aukning koltvísýringsins hefur
ekki átt sér stað fyrr á tímum
stöðugs veðurfars, en undir lok
síðustu ísaldar, eða fyrir um
13.000 árum, jókst koltvísýr-
ingsmagnið nokkuð hratt úr 200
ppm í 280 ppm. Ekki er vitað
hvað olli þessari aukningu, en
Oeschger þykir þetta mjög
áhugaverð staðreynd.
Hann er ekki alls kostar
ánægður með afstöðu banda-
rísku vísindamannanna sem
sömdu skýrslu Umhverfismála-
stofnunarinnar. Þar er því
fleygt fram, að loftslagsbelti
muni færast norðar, sólstrand-
arveður færist frá Florida til
Boston, og gróðurbelti muni þar
af leiðandi einnig færast norð-
ar, kornakrarnir í Kansas fær-
ist norður til Kanada. Oeschger
telur þetta ekki eins einfalt og
látið er að liggja í skýrslunni.
Efnahagskerfi jarðarinnar er
að mestu reist á loftslagsbelt-
unum, eins og þau eru í dag, og
það verður ekki svo auðvelt
fyrir mannfólkið að laga sig að
nýjum aðstæðum, sérstaklega
ef þeirra verður vart eins fljótt
og skýrslan gefur í skyn.
Ef brennsla lífrænna efna á
jörðinni heldur áfram að aukast
á næstu árum, mun forði líf-
rænna efna verða uppurinn í
kringum 2200. En áður en það
gerist, mun koltvísýringsmagn-
ið fara upp í 1200 ppm og hita-
stigið hækka um ein 4 stig. Kol-
tvísýringsmagnið mun minnka
mjög hægt þótt hætt verði að
brenna lífrænum efnum og
hitastigið því haldast hátt.
Fjögurra stiga hærra hitastig
gæti brætt allan ís hafsins á
sumrin, en það hefur ekki gerst
í nokkrar milljónir ára. Yfir-
borð sjávar myndi hækka um
nokkra metra, Feneyjar færu í
kaf og íslendingar gætu vænt-
anlega flust af strandlengjunni
innar í landið, kannski þangað
sem gamli Vatnajökull er nú.
Eru útgerðarmenn
að verða brjálaðir?
- eftir Gísla
Kristjánsson
Dr. Sigurður Pétursson gerla-
fræðingur spyr þessarar spurn-
ingar í Morgunblaðinu 4. nóv. síð-
astliðinn. Það er með ólíkindum,
hvernig menn geta spurt. Þrátt
fyrir dr. -titla og óralanga skóla-
vist eru menn sífellt að spyrja
spurninga, en virðast lítið leggja
niður fyrir sér hvað spurningin
felur í sér.
Spurt er um brjálsemi útgerð-
armanna, en þó að ég sé ekki út-
gerðarmaður, þá finnst mér
spurningunni beint til okkar sjó-
manna.
Fyrir nokkrum árum skrifar
einhver gæðingur á ritvelli sjávar-
útvegsins að forkastanlegt sé að
rista fisk á kviðinn áður en honum
sé blætt út. Hvað ætla þessir
menn okkur sjómenn (útgm.)
vera? Óhæfa verkamenn eða
heilalausar skepnur? Ég er nú
sjálfur glaðari maður en það, að
ég telji mig og starfsbræður mína
óhæfa til verka úti á sjó. Það er
hægara um að tala en í að komast.
Að mínu mati er nauðsynlegt að
eiga doktora og fræðinga á öllum
sviðum atvinnulífsins. Ekki síst í
sjávarútvegi, en þeir verða þá að
virða aðra.
Ég held að haga megi störfum
þessara manna á annan hátt og
nýta krafta þeirra, útveginum bet-
ur til góða. Tilfellið er að velflestir
þeir, sem um þessi mál fjalla,
þekkja ekki til aðstæðna um borð í
fiskiskipunum. Ekki væri til dæm-
is óeðlilegt fyrir þessa menn, sem
geysast fram á ritvöllinn, að
kynnast málinu af eigin raun um
borð í fiskiskipunum, stórum og
smáum.
Skip okkar eru eðlilega mjög
misjafnlega búin hvað snertir
vinnuaðstöðu, en ég veit að sjó-
maðurinn gerir sitt besta til að
vanda meðferð aflans. Á því
byggjast launin okkar. Sjómaður
fær nefnilega greitt meira fyrir
velunnið starf en illa unnið.
Vegna þess hve skip okkar eru
misjafnlega vel búin hvað vinnu-
aðstöðu snertir, þá er oft erfitt að
framkvæma verkin eins og við
vildum gera þau.
En dr. Sigurður efar eðlilega
geðheilsu hjá þeim útgerðar-
mönnum, sem fjárfest hafa í full-
komnun skipa sinna, hvað varðar
aðstöðu sjómannsins til verksins,
sem er að koma með betra hráefni
að landi. Það er furðulegt hvað
alltaf þarf að klína því, sem miður
fer í gæðum hráefnisins, á sjó-
mennina.
Það er útþvæld tugga í mínum
eyrum, setningin „Lengi býr að
fyrstu gerð". Við verðum að hafa
möguleika til að framkvæma verk-
ið. Ég held að allir sjómenn og
útgerðarmenn, séu þess meðvitað-
ir að þeir eru með viðkvæmt hrá-
efni í höndum og það er víst að við
högum okkur samkvæmt því. Ég
segist halda, en ég ætla að segja
frá því, sem ég veit með vissu. Ég
er sjómaður á mb. Freyju RE 38
og höfum við fiskað þokkalega í
gegnum tíðina.
Á síðustu vetrarvertíð lögðum
við á land 940 t. Þessi afli fékkst á
3V4 mánuði og var veitt með
botnvörpu. Uppistaða aflans var
æjög góð ýsa. Veiðar fóru ein-
göngu fram á svæðinu frá Dyr-
hólaey að Reykjanesi. öllum afl-
anum var landað hjá Meitlinum í
Þorlákshöfn, þannig að ekki var
langt til löndunar.
í langflestum tilfellum gerðum
við að aflanum, en fyrir kom,
vegna mikils afla og ónógrar að-
stöðu um borð, að við urðum að
blóðga fiskinn og landa honum
þannig.
„Og nú held ég aö komið
sé að kjarna málsins. Allir
„fræðingar“ verða að
hætta að beina spjótum að
öðrum, taka sig taki og
beina starfskrafti sínum
að breyttri vinnslu á hrá-
efninu í landi. Afla nýrra
markaða fyrir þá vöru,
sem við fullvinnum hér í
okkar landi.“
Fiskinn blóðguðum við beint
niður í lest og var einn maður nið-
ri og ísaði fiskinn. Aldrei vorum
við lengur úti en 20—24 tíma með
óaðgerðan fisk. í lestinni lögðum
við, og gerum reyndar alltaf, tvö-
faldar hillur, til þess að minnka
þungann á fiskinum.
Á bátnum erum við átta menn
og allir orðnir fagmenn í sjó-
mennskunni. Menn í landi þurfa
að gera sér ljóst að sjómennskan
krefst kunnáttu og dugnaðar og
ekki vil ég trúa því að fólk af þess-
ari fiskveiðiþjóð trúi öðru. Ég
sagði að við værum átta á bátnum
og þeir sem til þekkja sjá að með
þennan afla var ekki alltaf setið
auðum höndum. Veðráttan við Is-
land er ekki sú blíðasta, sem um
getur, og vegna aðstæðna um borð,
sem eru ekki svo mjög frábrugðn-
ar því sem gerist á sambærilegum
bátum, þá var vinnutími langur.
En hvað snertir gæðamatið hjá
okkur, þá vorum við ánægðir með
það. Ég tel að ekki sé hægt að
koma með 100% fisk að landi. En
allt yfir 70% í fyrsta flokk á heilli
vetrarvertíð er frábær árangur.
Þeir sjómenn, sem því skila, hafa
ekki kastað til höndunum.
Dr. Sigurður minnist á aðferðir
gyðinga við sauðfjárslátrun. Ég
veit að dr. Sigurður er þarna að-
eins að taka dæmi og orðlengi ég
það ekki frekar. En það er einmitt
þessi samanburður á ósambæri-
legum hlutum, sem stingur hvað
verst, þetta er svipað og þegar
stjórnmálamenn eru að bera
okkur íslendinga saman við „hin
Norðurlöndin",* lönd sem telja
milljónir íbúa en við á þriðja
hundrað þúsunda. Við þurfum
fyrst að hugsa um okkur og sleppa
öllum samanburði þar til við verð-
um hæfir til samanburðar, sem ég
tel vanta mikið á. Lítum til Fær-
eyja.
Ég held að við stöndum á tíma-
mótum. Tímamótum sem krefjast
aðgerða en ekki sífellds barlóms
um fjárfestingar úr hófi og blóðg-
un á fiski o.s.frv. Laun útgerðar,
sjómanna og verkafólks í fisk-
iðnaði hafa hingað til og gera
áfram ef ekkert verður að gert,
byggst á aflamagninu. Og nú held
ég að komið sé að kjarna málsins.
Allir „fræðingar" verða að hætta
að beina spjótum að öðrum, taka
sig taki og beina starfskrafti sín-
um að breyttri vinnslu á hráefni í
landi. Afla nýrra markaða fyrir
þá vöru, sem við fullvinnum hér í
okkar landi.
Stjórnvöld ættu að huga meira
að þeirri stóriðju, sem nú þegar er
í gangi, þ.e. sjávarútvegi. Það er
til lítils barist ef ekki verður
breyting á. Dr. Sigurður segir í
grein sinni að útgerðarmenn hafi
aukið svo sókn sína í helstu nytja-
fiska okkar, að framundan sé ekk-
ert annað en eyðing þeirra. Halda
menn að sjómenn fari varhluta af
þessari sókn? Nei, ekki aldeilis. í
dag leggur sjómaðurinn meira á
sig fyrir hvert tonn sem fæst en
áður þegar nógur var fiskurinn og
kemur það fram í meira veiðar-
færasliti, sem sjómaðurinn lag-
færir og útgerðarmaðurinn borg-
ar. En spurningin er: Hvað á að
gera þegar afkoma sjómanna og
útgerðarmanna byggist á magn-
inu, sem borið er að landi?
Það er mikið talað um að
minnka þurfi veiði okkar en
minna heyrist, hvernig við, þessar
hræður sem í þessu störfum, eig-
um að komast í gegnum þetta.
Væri ekki ráð að allir afætuliðirn-
ir, sem við köllum svo, færu að
íhuga breytingar til hagsbóta?
Ég held að skriffinnskan og
pappírsflóðið, sem er í kringum
afurðina okkar, sé að ganga frá
þessu öllu. Ég hef þá skoðun að við
Islendingar allir sem einn verðum
að gefa meiri gaum að þeim mögu-
leikum, sem eru fyrir höndum í
betri nýtingu sjávarafla eftir að
við sjómennirnir erum búnir að ná
í hann.
Ég hef nú svo mikla trú á land-
inu okkar og möguleikum þess
ennþá að ég vil trúa því að við
getum snúið leiknum okkur í hag.
Sem ein besta fiskveiðiþjóð heims-
ins væri eðlilegt að við værum
ráðandi aðilar á erlendum mörk-
uðum. Við seljum úr landi fæðu,
sem öllum þjóðum er nauðsynleg.
Þar af leiðandi gætum við verið sá
aðilinn sem velur og hafnar. En
svo er ekki. Ástæðan? Vöruvönd-
un okkar á hráefninu í landi er
ekki nógu góð. Þetta verður ekki
rakið að öllu leyti til meðferðar
sjómannanna á fyrsta stigi í verk-
uninni. Það hljóta allir að sjá að
við verðum að gera átak í vinnsl-
unni í landi. Allir sjómenn eru
opnir fyrir því að bæta meðferðina
eins og kostur er á.
Nú segir einhver eflaust að
hægara sé um að tala en í að kom-
ast. Það er einmitt málið. Það sést
af þessu, svo ekki verður um villst,
að gagnrýni er einnig þörf í bákn-
inu, sem setur reglugerðir, sem
svo oft á tíðum eru með öllu
óframkvæmanlegar.
Ég held að allir geti verið sam-
mála mér í því, að með minnkun
afla verður að auka verðmæti af-
urðanna. Þetta gerum við í landi,
með annarri og betri fullvinnslu á
aflanum en tíðkast hefur. Hver
hún er? Því get ég ekki svarað, til
þess eru fræðingarnir. Við sjó-
menn skulum sjá um að afla hrá-
efnisins.
Málið allt snýst jú um að afla
tekna þjóðinni til handa. Að skað-
lausu held ég að taka mætti
starfskrafta úr öðrum greinum
(þjónustugreinum) og nýta þá í
þágu sjávarútvegs. En meinið er
að íslendingar eru ekki reiðubúnir
til að koma í „slorið" eins og einu
sinni var sagt við mig í spjalli.
Ég vitna mikið í skrif dr. Sig-
urðar Péturssonar, það er einung-
■