Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö.
Hræddir heims-
valdasinnar
Lév Kopelév er einn þeirra
sovésku menntamanna
sem ofsóttir voru í stjórnar-
tíð Stalíns. Kopelév er rit-
höfundur og bókmennta-
fræðingur. Hann var rekinn
úr sovéska kommúnista-
flokknum 1945 og dæmdur í
tíu ára fangelsi og fimm ára
útlegð 1947. Eftir dauða
Stalíns eða á árinu 1954 var
Kopelév leystur úr haldi og
endurreistur 1966. En á ný-
stalínstímanum í Sovétríkj-
unum undir forystu Leonid
Brezhnevs eftir að lokásam-
þykktin í Helsinki hafði ver-
ið undirrituð og slökunar-
skeiðið náð hámarki sætti
Lév Kopelév ofsóknum að
nýju í Sovétríkjunum. Hann
var rekinn úr Rithöfunda-
sambandi Sovétríkjanna
1975 fyrir að taka þátt í
starfi mannréttindanefndar
og fluttist til Vesturlanda
fyrir tæpum þremur árum.
í Morgunblaðinu á sunnu-
dag birtist fróðleg grein eftir
Lév Kopelév, þar sem hann
tekur sér fyrir hendur að
leiðrétta þann „misskilning"
sem hann telur ríkja hjá
alltof mörgum á Vesturlönd-
um þegar tekin er afstaða til
Sovétríkjanna. Kopelév er
þeirrar skoðunar að ekki eigi
að meta Sovétstjórnina á
þeim forsendum að þar ráði
marxistar-lenínistar sem
stefni að heimsyfirráðum.
Hann segir að hin eiginlega
hugmyndafræði þeirra sem
tróna í Sovétríkjunum hafi á
síðari árum „fengið á sig æ
greinilegra yfirbragð ríkis-
sinnaðrar, þjóðernissinnaðr-
ar eða öllu heldur þjóðremb-
ingslegrar stórveldis-
hugmyndafræði". Marxism-
inn-lenínisminn sé notaður
til að veiða „nytsamar mýs“
erlendis og í skjóli þeirrar
hugmyndafræði séu „fórn-
fúsir samsærismenn ginntir
til dáða, ódýrir njósnarar og
flugumenn fengnir til starfa
fyrir málstaðinn; forvígis-
menn og brautryðjendur
fyrir síaukna sovéska
nýlendusókn í öllum heims-
hlutum." Segir Kopelév að
það sem ráði ferðinni hjá
æðstu stjórnendum Sovét-
ríkjanna jafnt í vígbúnaði
sem á öðrum sviðum sé ótti
þeirra við að missa eigin for-
réttindi. Þessi ótti sovésku
yfirstéttarinnar hafi leitt til
ofsókna gegn öllum andófs-
hreyfingum, blóðbaðsins í
Ungverjalandi 1956, innrás-
arinnar í Tékkóslóvakíu 1968
og innrásarinnar í Afganist-
an 1979. Telur Kopelév að
ekki beri að ýta undir þenn-
an ótta sovéskra valda-
manna en bætir við að það
kynni að vera ennþá hættu-
legra að veita þeim einhliða
tilslakanir og halda áfram
viðskiptum við þá eins og
ekkert hafi í skorist. Mikil-
vægast sé að fá þá ofan af
mannréttindabrotum.
Lév Kopelév getur því mið-
ur ekki frekar en aðrir fellt
endanlegan dóm um það
hvað fyrir sovéskum valda-
mönnum vakir. Það kann að
vera rétt hjá honum að það
sé misskilningur hjá mörg-
um á Vesturlöndum að
Kremlverjar stefni mark-
visst að heimsyfirráðum í
samræmi við kenningar
Marx og Leníns. En það er
ekki betra að sölsa undir sig
æ fleiri ríki í nafni þessara
kenninga þótt það sé gert
vegna „þjóðrembingslegrar
stórveldis-hugmyndafræði"
með aðstoð „nytsamra músa“
og í hræðslu- og óttakasti.
Niðurstaða Kopelévs er sú
sama og allra annarra sem
gera sér grein fyrir hættu-
legu eðli sovéska valdakerf-
isins, að það verður að mæta
því af festu og í styrkleika án
þess að gera einræðisherr-
ana svo hrædda um eigin
stöðu að þeir grípi til óhæfu-
verka og grandi jafnvel öllu
mannkyni.
Miðað við reynslu Kopel-
évs sjálfs er eðlilegt að hann
telji mikilvægast að Vestur-
lönd beini kröftum sínum
einkum að því að fá sovéska
valdamenn til þess að auka
mannréttindi í kommúnista-
ríkjunum. En það er mis-
skilningur hjá Kopelév ef
hann heldur að þetta hafi
ekki verið reynt. Utanrík-
isstefna Jimmy Carters, for-
seta Bandaríkjanna á undan
Ronald Reagan, byggðist að
verulegu leyti á því að berj-
ast fyrir mannréttindum. Á
þeim tíma var korn ekki selt
til Sovétríkjanna vegna
mannréttindabrota. Þá var
talið jafn óheppilegt að
Bandaríkjastjórn gæfi út yf-
irlýsingar um mannréttindi
eins og nú að Bandaríkja-
stjórn segist ekki ætla að
láta undan síga í vígbúnað-
armálum.
42. fiskiþing haflð
42. FISKIÞING hófst í gær í húsi
Fiskifélags íslands. Þorsteinn Gísla-
son, fiskimálastjóri, setti þingið en að
því loknu voru flutt ávörp og fram-
söguerindi.
Sjávarútvegsráðherra Halldór
Ásgrímsson ræddi ástandið í
sjávarútvegsmálum, stöðuna miðað
við tillögur fiskifræðinga um
200.000 lesta þorskafla á næsta ári,
markaðsmál og skipulagningu veiða
á næsta ári. Ingvar Hallgrímsson,
fiskifræðingur, ræddi meðal annars
um rækjuveiðar og veiðar á öðrum
krabbadýrum. Geir Arnesen, að-
stoðarframkvæmdastjóri Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins,
flutti erindi um starfsemi stofnun-
arinnar. Flutt var skýrsla fiski-
málastjóra og Hilmar Bjarnason
ræddi nýja möguleika í veiðum og
vinnslu og urðu talsverðar umræður
um það mál. Fiskiþingi verður fram
haldið í dag, þriðjudag,. og áætlað
er að því ljúki á föstudag. Þingfor-
seti var kosinn Hilmar Bjarnason,
varaforseti Ingólfur Stefánsson,
fundarritari Jón Páll Halldórsson
og vararitari Benedikt Thorarensen.
Fylgjandi fækkun togara
á þéttbýlissvæðunum
— segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra
„AFTURKIPPURINN í sjávarútveg-
inum, sem hófst 1982, hefur haft víð-
tæk áhrif á efnahagslífið í landinu.
Þær upplýsingar, sem nú berast frá
fiskifræðingum um ástand þorsk-
stofnsins, eru ógnvekjandi. I þjóð-
hagsáætlun fyrir árið 1984 var gert
ráð fyrir sömu aflabrögðum og á
þessu ári. Við þær aðstæður var áætl-
að að sjávarafurðir yrðu 77% af út-
flutningstekjum þjóðarinnar," sagði
sjávarútvegsráðherra, Halldór As-
grímsson, í upphafi ávarps síns á
Fiskiþingi í gær.
„Ef farið verður eftir tillögum
fiskifræðinga um 100.000 lesta
minni þorskafla á næsta ári, þýðir
það 15% samdrátt í sjavarútvegs-
framleiðslunni eða 2.300 milljónir
króna, sem eru um 10— 11% sam-
dráttur í heildarútflutningsfram-
leiðslu þjóðarinnar. Það er því
augljóst hversu mikilvægur sjáv-
arútvegurinn er íslenzku efna-
hagslífi," sagði Halldór Ásgríms-
son ennfremur.
Þá sagði Halldór, að 100.000
lesta samdráttur, sem ekki yrði
bættur með öðrum veiðum og ann-
arri framleiðslu, hlyti að leiða til
nokkurs atvinnuleysis. Þá rakti
hann markaðsmál og þróun þeirra
á undanförnum árum og gat þess
hve mikilvægt væri að Bandaríkja-
menn ykju fiskneyzlu sína.
Þá vék Halldór að hugmyndinni
um fækkun togara og gat þess, að
hann hefði aldrei tilgreint neina
ákveðna tölu í því sambandi. Það
yrði að kanna það hvernig hægt
væri að fækka togurunum og þá á
hvaða svæðum það yrði gert. Sagð-
ist hann fylgjandi því að fækkunin
yrði helzt á þéttbýlissvæðum, þar
sem möguleikar væru á annarri
atvinnuuppbyggingu í stað sjávar-
útvegsins. Sem dæmi mætti nefna
að rætt væri um það að stækka
álverið í Straumsvík um helming,
en ekki væru uppi neinar hug-
myndir um uppbyggingu orkufreks
iðnaðar á Vestfjörðum.
Markaðsverð og
sölumöguleik-
ar liggi fyrir
— áður en farið verður út í veiðar á nýjum fiskistofnum
FULLTRÚAR á fiskiþingi voru yfir-
leitt sammála um það er rætt var
um nýja möguieika í veiðum og
vinnslu, að tilgangslítið væri að
ræða um eða reyna veiðar á van-
eða ónýttum fískistofnum fyrr en
markaðsverð og sölumöguleikar
lægju fyrir. Þá töldu sumir fulltrúa
einnig, að breyta þyrfti lögum um
fískveiðar hvað varðaði möskva-
stærð, svo unnt yrði að veiða sumar
hinna smærri tegunda eins og lang-
hala til dæmis.
Hilmar Bjarnason hafði fram-
sögu um þetta mál og rakti hann
tillögur hinna ýmsu deilda Fiski-
félags íslands um þetta mál.
Hann gat þess meðal annars að
landsbyggðarmönnum sýndist að
nær hefði verið að verja fjármun-
um til að auka hafrannsóknir og
leita markaða fyrir sjávarafla, en
byggja sífellt fleiri verslunar-
hallir á höfuðborgarsvæðinu, þar
sem ærið nóg virtist vera af þeim
fyrir. Hilmar minntist á nokkrar
fiskitegundir, sem til greina kæmi
að auka veiðar á og nefndi út-
hafsrækju, skarkola og aukningu
dragnótaveiða, langhala, smokk-
fisk og laxveiðar í sjó.
Smyslov og Ribli
skiptust á mistökum
TAFLMENNSKA þeirra Smyslovs og
Riblis hefur valdið töluverðum von-
brigðum um helgina. Á laugardaginn
leit út fyrir harða baráttu í þriðju
skákinni þegar þeir öllum að óvörum
ákváðu að leggja niður vopn eftir að-
eins sextán leiki. í gærkvöldi fékk Ri-
bli síðan frábært tækifæri til að ná
forystunni í einvíginu eftir ónákvæma
byrjun heimsmeistarans fyrrverandi,
en lék þá sjálfur af sér og Smyslov
greip tækifærið og rétti úr kútnum.
Þegar fjórða skákin átti síðan að
fara í bið eftir 44 leiki, var staðan svo
hnífjöfn að hvorugur sá ástæðu til að
tefla frekar. Taflmennska þeirra hefur
því verið allt annað en óaðfínnanleg
upp á síðkastið.
3. skákin:
Hvítt: Vassily Smyslov
Svart: Zoltan Ribli
('olle-hyrjun
I. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. e4
Smyslov er ekki í miklum vígahug
eftir tap í annarri skákinni. Colle-
byrjunin er einhver sú allra róleg-
asta sem völ er á. Hér áður fyrr
beitti Guðmundur S. heitinn Guð-
mundsson henni að staðaldri.
3. — c5, 4. Bd3 — Rc6, 5. (ÞO — Be7,
6. b3 — b6, 7. a3 — Bb7, 8. Bb2 —
Hc8, 9. Rbd2 — 0-0, 10. De2 — He8,
II. Iladl — Bf8, 12. dxc5
Með þessu veikir Smyslov stöðu
sína á miðborðinu, en fær í staðinn
viss sóknarfæri.
12. — bxc5, 13. Rg5 — e5, 14. c4 —
Rd4!
Óvæntur leikur. Eftir 15. exd4?!
— exd4, 16. Rge4 — Rxe4, 17. Rxe4
— f5, stendur svartur betur.
15. Del — Db6, 16. f4!
Enn þreifar Smyslov fyrir sér á
kóngsvæng.
16. — e4!
í þessari flóknu og tvísýnu stöðu
féllust kapparnir síðan á jafntefli.
Framhaldið gæti t.d. orðið: 1) 17.
exd4? — exd3, 18. Dh4 — He2, með
sterku frumkvæði svarts. 2) 17. Bbl
— Rxb3 (17. — h6,18. exd4 er hæp-
ið), 18. Dh4 — h6, 19. Bxf6 — hxg5,
20. fxg5! með afar óljósri stöðu.
4. skákin:
Hvítt: Zoltan Ribli
Svart: Vassily Smyslov
Slavnesk vörn
1. d4 — d5, 2. c4 — c6, 3. Rc3 — Rf6,
4. e3
Nákvæmasta leikjaröðin gegn
Smyslov, því heimsmeistarinn
fyrrverandi hefur teflt afbrigðið 4.
Rf3 — dxc4 í næstum 40 ár með
góðum árangri.
4. — e6, 5. Rf3 — Rbd7, 6. Bd3 —
dxc4, 7. Bxc4 — b5, 8. Bd3
Grunnstaðan í Meran-vörn.
Smyslov hefur vart undirbúið sig
sérstaklega fyrir að tefla þetta af- *
brigði, því hann teflir framhaldið
mjög ósannfærandi.
8. — a6, 9. e4 — c5, 10. d5 — Bb7.
Hér er 10. — c4, 11. dxe6 — fxe6,
12. Bc2 — Bb7 langalgengast.
11.0-0 — Be7. i
Svartur þolir ekki að opna taflið i
með 11. — exd5 fyrr en hann hefur i
lokið liðsskipan sinni. ;
12. Bf4! — Rh5, 13. Be3 — e5.
Dapurlegur leikur, því biskupinn ]
á b7 verður alveg áhrifalaus.
14. a4! — b4, 15. Rbl
Hvítur hefur náð yfirburðastöðu
og býr sig undir að hertaka c4-reit-
inn með riddara. i
15. — 0-0, 16. Rbd2 — He8, 17. Hel
— Bf8, 18. g3 — g6, 19. Hcl
Hér átti hvítur fjölmargar leiðir
til að viðhalda stöðuyfirburðum sín- i
um. T.d. 19. Dc2 — Rhf6, 20. Bfl og
næst 21. Rb3 eða 21. Rc4, eða 19. 1
Rc4! - Rhf6 (19. - Bxd5?, 20. exd5
— e4, 21. Bg5! gekk ekki fyrir svart !
í þessari stöðu), 20. Rfd2 og hvítu ;
riddararnir fara brátt að njóta sín á
drottningarvængnum.
19. — Rhf6, 20. Rb3? ]
Ribli hyggst sækja að svarta peð-
inu á c5, en hefur misreiknað sig
illilega. Þessi leikur þarfnaðist
meiri undirbúnings, 20. Dc2 eða 20.
Bbl var því miklum mun betra.