Morgunblaðið - 29.11.1983, Qupperneq 41
Keppnin „Sterkasti maður heims“
Jón Páll í
öðru sæti
Sjá nánar bls. 22.
Bjarni varfr
í þriðja sæti
OPNA skandinavíska meist-
aramótiö í júdó fór fram um
• Bjarni fékk bronsverðlaun
helgina í Helsinki. Bjarni
Friöriksson hreppti þriöja
sætiö í 95 kg flokki, og var
hann eini íslendingurinn
sem komst á verölaunapall í
þessu sterka móti. En kepp-
endur voru frá Japan, Rúss-
landi, Frakklandi og
A-Þýskalandi, auk Norður-
landanna.
Bjarni tapaöi í undanúrslitum
fyrir Japana eftir haröa viöur-
eign. Þessi sami Japani varö svo
sigurvegari í mótinu í 95 kg
flokknum, en hann sigraöi Dana í
úrslitaglímunni
Fimm íslenskir júdómenn tóku
þátt í mótinu í Helsinki, en vegna
þrengsla i blaöinu veröur frekari
frásögn af mótinu aö bíöa til
morguns.
HOLMES
SIGRAÐI
FRAZIER
LARRY Holmes varði heims-
meistaratitilinn í þungavigt á
sunnudaginn í Las Vegas er
hann gerði sér lítið fyrir og
sigraði andstæðing sinn,
Marvin Frazier, strax í fyrstu
lotu. Yfirburðir Holmes voru
mjög miklir og komu þeir
strax í Ijós.
Holmes hefur nú keppt 44
sinnum í þungavigt í hnefa-
leikum og aldrei tapað
keppni. Þar af hefur hann
sigraö í 32 keppnum með rot-
höggi. Holmes hefur nú fullan
hug á því aö draga sig í hlé.
Hætta á hátindi frægðar
sinnar. Það er þó eitt sem
gæti freistað hans. Hann vill
frá 100 milljónir dollara fyrir
sína síðustu keppni ef af
henni verður. Þá myndi hann
mæta Coetzee frá S-Afríku.
Sjá frétt á bls. 25.
Asgeir skoraði, fékk
hæstu einkunn og
er í liði vikunnar
• Þaö er erfítt aö gera betur en Asgeir geröi um síöuatu helgi. Hann
skoraöi glæsilegt mark, fékk hæstu einkunn sem hægt er aö fá fyrir
leik sinn og er í liöi vikunnar í V-Þýskalandi.
GR-sveitin í 10.—11.
GR-SVEITIN varö í 10. til 11. sæti
á Evrópumóti klúbbliða i golfi
sem lauk á laugardaginn, en þaö
fór fram í Marbella á Spáni.
i sveitinni voru Sigurður Pét-
ursson, Óskar Sæmundsson og
Ragnar Ólafsson. 19 sveitir kepptu
á mótinu, og voru leiknar 72 holur,
18 holur á dag. Fyrirkomulagið var
þannig aö skor tveggja bestu í
hverri sveit gilti hvern dag. ís-
lenska sveitin lék samtals á 636
höggum, jafnmörgum og Sviss. it-
alska sveitin varö sigurvegari, hún
lék samtals á 605 höggum. Árang-
ur íslensku keppendanna var
þannig:
Siguröur Pétursson 76-80-80-78=314
Óskar Sæmundsson 79-86-80-83=328
Ragnar Ólafsson 82-80-84-93=339
ÁSGEIR Sigurvinsson fékk mjög
góöa dóma í blööum í V-Þýska-
landi fyrir leik sinn um helgina
gegn Eintracht Frankfurt. Ásgeir
fékk 1 í einkunn, sem er afar
sjaldan gefið, og er í liöi vikunnar.
Þá er markiö sem hann skoraöi
álitiö eitt af þremur fallegustu
mörkum sem skoruö voru um
helgina.
Stuttgart er nú í efsta sæti í
deildinni, hefur 21 stig eftir 15
leiki, eöa jafnmörg stig og Bayern
og Hamborg. Stuttgart er hins
vegar meö bestu markatöluna.
Liöið hefur skoraö 31 mark, en
fengiö á sig 15 mörk. Liö Fortuna
DUsseldorf hefur skoraö flest
mörk í deildínni í ár, 37 eftir 15
leiki.
Ásgeir hefur nú skoraö í síöustu
þremur leikjum sínum meö Stutt-
gart, eöa í hverjum leik eftir aö
hann skipti um knattspyrnuskó.
Ekki vildi nú Ásgeir þakka skónum
velgengnina, heldur hló viö þegar
viö minntumst á þaö og sagöi aö
þeir væru ekki frábrugðnir venju-
sæti
Danir uröu i ööru sæti á 606 högg-
um og Vestur-Þjóöverjar nældu í
þriöja sætiö, sveit þeirra lék á 609
höggum.
Þess má geta aö Siguröur Pét-
ursson var meö 18. besta árangur
en keppendur voru 57. Vel af sér
vikiö hjá Siguröi.
legum knattspyrnuskóm, þetta
væri bara hjátrú aö skipta um skó.
Aö sögn Ásgeirs, þá var aldrei
spurning um aö Stuttgart ynni leik-
inn. Liöiö heföi verið undir, 1—0,
en eins og svo oft áöur jafnaö og
átt síöan allskostar viö mótherjana
og sigrað örugglega. Síöari hálf-
leikurinn var sérlega vel leikinn af
hálfu Stuttgart.
Ásgeir fann fyrir verkjum í
hnénu eftir leikinn, og lét lækni
liösins líta á hnéö, en hann gat
ekki séö neitt athugavert í fljótu
bragði. Ásgeir haföi fundiö fyrir
þessu í vikunni fyrir leikinn og æföi
ekkert daginn fyrir leikinn. En síö-
an var allt í lagi í sjálfum leiknum,
þar sem Ásgeir fékk sérstakt hita-
krem á hnéö. Vonandi reynist
þetta ekki alvarlegt, sagöi Ásgeir,
en þetta veldur mér nokkrum
áhyggjum.
— ÞR
Leikur Pele með
Cosmos aftur?
PELÉ, Edson Arantes do Nasc-
imento, brasilíski knattspyrnu-
maöurinn heimsfrægi, íhugar
nú tilboö um aö taka fram
skóna á nýjan leik og spila eitt
keppnistímabil meö New York
Cosmos í Bandaríkjunum.
Honum hafa veriö boönar
fimm milljónir dollara fyrir aö
leika meö liöinu keppnistímabiliö
1984 til 85. „Vandamáliö er aö ég
hef þegar kvatt,“ sagði Pelé í viö-
tali viö brasilískt dagblaö um
helgina. „En ég verö aö hugsa
mig vandlega um áöur en ég
neita þessa góöa tilboöi." Pelé
starfar hjá Warner-fyrirtækinu,
eigendum Cosmos-liösins, og
hefur hann lofaö forráðamönnum
þess aö ákveða sig fyrir miöjan
desember.
En taki Pelé tilboöinu veröur
þaö ekki eingöngu vegna pen-
inga. „Forráöamenn Warner
sýndu mér svart á hvítu hve
áhorfendum hefur fækkaö geysi-
lega á knattspyrnuleikjum hér í
Bandaríkjunum, og þeir telja aö
áhugi fólks kunni aö vakna á ný
komi nýtt blóö í íþróttina. Þetta
haföi mikil áhrif á mig.“ Pelé lék
þrjú ár með Cosmos, 1975 til 77,
og þá voru 60.000 manns aö
meöaltali á heimaleikjum liösins.
Á kveöjuleik hans voru 78.000
manns — 58.000 fleiri en er hann
byrjaði hjá félaginu.
Pelé hefur haldiö sér í góöu
formi. „Ég geri mikiö af æfingum
og hef haldiö sömu þyngd og áö-
ur, 70 kílóum," segir hann. Hann
flutti frá Brasilíu fyrir tíu árum og
kemur þangaö sjaldan. Hann býr
nú í New York.