Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 37 Hluti fundarmanna i Garðabæ, en fundurinn var haldinn í nýbyggingu Garðaskóla. Morgunbiað/RAx. ur, ef ríkisvaldið gæti með ein- hverjum hætti greitt úr því máli. Meginverkefni núna sagði Þorsteinn að tryggja stöðu þeirra sem við lökustu kjörin búa. Þetta yrðu aðilar að gera sér ljóst, en reynsla undangenginna ára sýndi að aðilum vinnumarkaðarins hefði ekki tekist þetta og fram hjá því væri ekki hægt að horfa. Hann sagði að unnt ætti að vera að ná þessum markmiðum í kjarasamn- ingum, eins gætu stjórnvöld náð fram millifærslum í gegnum skattakerfið og tryggingakerfið. Þorsteinn sagði síðan að stjórn- völd væru að leggja síðustu hönd á breytingar á lögum um tekjuskatt og eignaskatt, sem fælu í sér slíka millifærslu og miðuðu að því að tryggja óbreytta greiðslubyrði að meðaltali á milli ára. - O - Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í lok framsöguræðu sinnar: „Við munum ekki bæta lífskjörin í framtíðinni ef við ætlum að loka augunum fyrir hinum bitra veru- leika og hinum köldu staðreyndum og það skiptir höfuðmáli að fólkið í landinu sé reiðubúið að ganga með ríkisstjórninni þennan veg.“ Að lokinni ræðu Þorsteins voru leyfðar fyrirspurnir og svaraði Þorsteinn þeim í lok fundarins. Auk hans sátu þingmenn kjör- dæmisins fundinn. öðrum fremur mótað efnahags- stefnu undangenginna ára og meginsjónarmið þess hefur verið það að arðsemissjónarmið mættu ekki ráða stefnunni í atvinnumál- um, þar eigi félagsleg viðhorf að ráða ríkjum. Við höfum í allt of ríkum mæli fylgt þessum sjón- armiðum Alþýðubandalagsins í atvinnuuppbyggingu. Við þurfum því að breyta stjórnunaraðgerðum þannig að við getum tryggt há- marksafrakstur og í því dæmi má nefna að hafið er starf við endur- skoðun á kerfi fjárfestingarlána,! þá er einnig verið að vinna að; endurskoðun á lögum um við- skiptabanka og Seðlabanka. Þorsteinn sagði síðan að stærstu verkefnin á næstunni væru annars vegar lausn hins bráða vanda í útgerðarmálum og hins vegar kjarasamningarnir sem nú færu í hönd. Ljóst væri að ekki yrði unnt að fara hefðbundn- ar leiðir í útgerðarmálum, þ.e. gengisfellingaleiðina. Sú leið fjölgaði ekki fiskunum í sjónum, eða lækkaði olíuverð. Hún magn- aði einvörðungu verðbólgu og ringulreið í þjóðfélaginu. Ekki væri ákveðið á þessu stigi, hvaða leiðir yrðu fyrir valinu en ljóst væri að engar ákvarðanir yrðu teknar nema með víðtækri sam- stöðu ríkisvalds og hagsmunaað- ila. Hið sama væri að segja varð- andi kjarasamninga, en staðreynd væri að ekkert yrði til skiptanna á komandi ári. — Við erum ekki að skipta ágóða, við þurfum að jafna niður tapi, sagði hann. Hann kvað sjálfstæðismenn reiðubúna að koma inn í kjarasamningaviðræð- ríkið borga mismuninn. Það síðasta er nú leið sem und- irritaður aðhyllist. Það stoðar lítið að segja að bankarnir og ríkið geti þetta ekki, þeir verða. Einkum Seðlabankinn. Hann hefur okrað mest og verið leiðandi í okrinu. Hann getur skammarlaust endurgreitt það ránsfé sem hann hefur dregið til sín frá viðskiptabönkunum og for- ráðamenn hans leyfa sér að kalla opinberlega „eigið fé“ bankans. Nú á að reisa musteri fyrir ránsféð höfðingjunum til dýrð- Jeika. Hvar er nú arðsemin? Sérfræðingum Seðlabankans ætti varla að vefjast tunga um haus í þeim efnum. Arðsemina á borðið. Tafarlaust. Það er illþolandi fyrir okkur sem erum að reyna að gera heiðarlega tilraun til þess að reka útgerð í land- inu að vera neyddir til þess að vera betlandi í lánastofnunum. Milli þess sem svarað er í síma og sagt „Þvi miður, enginn peningur til. Hringdu á morgun, góði.“ Stjórnendum peningamála og stjórnmála tilkynnist hér með aö undirritaöur álítur svona hlutskipti fyrir neðan virðingu þeirra sem stjórna 75% gjaldeyrisöflunar þjóð- arinnar. Sem betur fer er þetta ekki hlutskipti allra. Hvernig væri bara að allir færu í að flytja inn Cocoa Puffs eða dömubindi (þunn og þægileg) eða eitthvert skran. Nei — það er framleiðslan í landinu sem er grundvöllur þess að hægt sé að búa í þessu landi. Ég ætla að minna á að sjávarútvegur er ekki styrktur um túskilding af ríkinu. Hann stendur undir 75% gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar og er burðarásinn í íslensku efna- hags- og atvinnulífi. Islenskur sjávarútvegur verður að keppa við ríkisstyrkta keppi- nauta á erlendum vettvangi. Is- lendingar hafa hingað til verið í forystu fremstu fiskveiðiþjóða heims. Stjórnendur i sjávarútvegi verða að fá að sinna framtíðinni. Það er glæpsamlegt að skapa sjáv- arútveginum þannig skilyrði að „stjórnendur" atvinnugreinarinn- ar komist aldrei lengra en redda fyrir horn frá degi til dags, og leiðir af sér stórtjón. Sú upphæð sem sjávarútvegur- inn skuldar í vanskilum i dag er svo há að fyrir hana mætti kaupa þriðjung álversins og staðgreiða það. Það mætti byggja fyrir þessa upp- hæð tvær kísilmálmverksmiðjur. Það er best að sleppa tölum. Þess- ar staðreyndir tala sínu máli. Þarna er nú „hagnaðurinn" sem Þjóðhagsstofnun hefur verið að reikna út og gengisskráningin hef- ur miðast við í tíð síðustu ríkis- stjórnar. Verkin sýna merkin. „Af ávöxtunum skulum við þekkja þá“, þannig auglýsti ágæt verslun einu sinni, „ávextir” Þjóðhagsstofnun- ar og Seðlabankans eru fólgnir í því ástandi sem nú ríkir í sjávar- útvegi eftir mestu aflaár sögunn- ar. Að lokum þetta: í núverandi ríkisstjórn eru mikilhæfir menn. Ég leyfi mér hér með að skora á þá að taka myndarlega á þessum málum og láta alls ekki sagnfræð- inga í hagsögu glepja sér sýn. Kristinn Pétursson starfar rið iít- gerð og innllutning á Bakkafirði. SMAMP°° KOUOtf ’^ttALcoNDrrio'^ i WtlMROSÍ o* VHAMIN l HENNA HENHA SHAMPOO ^oabutte* MOKTOIUS»» Vale of Health er nýr flokkur náttúruefna, sem Vale og Health Organic Products Company hefur þróað, og stuðlar að heilbrigði húðar og hárs. Hvíta matt-flaskan frá Vale of Health er full af gæðum ómengaðrar náttúru. Leitið því í versluninni að hvítu flöskunni, sem á stendur „Vale of Health". Vandaður litprentaður upplýsingabæklingur á íslensku liggur frammi á öllum útsölustöðum. Heildsölubirgðir: Friðrik Björnsson heildv. Sími 77311

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.