Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Hér tekur Ásdís Einarsdóttir við útskriftarskírteini sínu úr hendi Ingimars Korsell, prorektos við Stokkhólmshá
skóla. Við hlið hans stendur Kjell Lundström, lektor við sama skóla.
Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, ávarpar hina nýútskrifuðu
heyrnleysingjakennara og gesti við útskriftina.
Blaðburóarfólk
óskast!
Austurbær Ingólfsstræti og Neöstaleiti
Því eldd aó
gefa okkur sjálfum
blöndunartækió
í jólagjöf?
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2, REYKJAVÍK.
Heyrnleysingjakeimarar útskrif-
aðir í fyrsta sinn hér á landi
MENNTUN heyrnleysingjakennara á
íslandi hefur til skamms tíma ekki
verið í boði og þeir sem hafa aflað sér
slíkrar sérmenntunar sótt hana er-
lendis frá. Úr þessu hefur verið bætt
og þann 12. þessa mánaðar luku sext-
án heyrnleysingjakennarar sérnámi
hér á landi á vegum Kennaraháskól-
ans í Stokkhólmi. Skipulag og upp-
bygging kennsiunnar var í höndum
Kennaraháskólans í Stokkhólmi og
miðaðist námið við kröfur sem sá
skóli gerir til menntunar heyrnleys-
ingjakennara. íslenskir sérfræðingar
önnuðust þann þátt kennslunnar sem
sérstaklega laut að íslenskum aðstæð-
um.
í ræðu sinni við útskriftina sagði
menntamálaráðherra, frú Ragn-
hildur Helgadóttir, m.a. að með
þessu væri merkilegu starfi lokið,
sem ef til vill ætti eftir að marka
tímamót í menntun sérkennara á
íslandi.
Kennslan hófst í byrjun árs 1982,
eftir að skólastjóri heyrnleysingja-
skólans, Guðlaug Snorradóttir,
hafði leitað eftir samstarfi við
norræna háskóla um sérmenntun
heyrnleysingjakennara. Kennara-
háskólinn í Stokkhólmi varð fyrir
valinu, enda hafði sá skóli unnið
sambærilegt verkefni á Álandseyj-
um. Var kennt jöfnum höndum á
kvöldin, um helgar og í jóla-, páska-
og sumarleyfum og var Ólafur H.
Kristjánsson, fyrrv. skólastjóri,
ráðinn námsstjóri til að sjá um
framkvæmd námsins.
Kennslan fór að mestu fram á Is-
landi og komu ellefu sænskir lekt-
orar hingað, héldu fyrirlestra og
kenndu í lengri eða skemmri tíma.
Hluti námsins fór fram fyrir til-
stilli Bréfaskólans. Jafnframt fóru
nemendur í námsferðir utan. Átta
íslenskir sérfræðingar önnuðust
síðan uppbyggingu kennslunnar
með hliðsjón af íslenskunni, ís-
lenska táknmálinu og félagslegum
aðstæðum íslenskra heyrnleys-
ingja.
Skilyrði Svíanna fyrir námi hvers
og eins var að viðkomandi nemandi
hefði kennara- eða fóstrumenntun
og hefði starfað í fjögur ár eða
lengur við Heyrnleysingjaskólann.
Þá kenndu nemendur þar að tveim-
ur þriðju hluta samhliða náminu.
Að sögn Guðlaugar Snorradóttur,
skólastjóra Heyrnleysingjaskólans
reyndist þetta námsfyrirkomulag
æskilegt í alla staði þar sem nem-
endur höfðu strax í upphafi náms
allgóða starfsreynslu og ekki síst
fyrir það að þeir störfuðu við
heyrnleysingjakennslu meðan á
náminu stóð og gátu jafnhliða tengt
hinn bóklega og verklega þátt sam-
an.
íslensku heyrnleysingjakennar-
arnir eru Ásdís Einarsdóttir, Bára
Kjartansdóttir, Bjarney Njálsdótt-
ir, Daníel R. Dagsson, Díana Arth-
úrsdóttir, Dóra Ástvaldsdóttir,
Gunnar Salvarsson, Jóhanna Ásdís
Þorvaldsdóttir, Málfríður Gunn-
arsdóttir, Sigurgeir Þorbjörnsson,
Sólveig Helga Jónasdóttir, Sigríður
Ólafsdóttir, Steinunn Karlsdóttir,
Valgerður Stefánsdóttir, Viktoría
Jónsdóttir og Þórey Torfadóttir.
Um húsgagnaiðn-
að að gernu tilefni
- eftir Halldór
Guðmundsson
KRISTBJÖRN Árnason húsgagna-
smiður segir í grein sinni þann 15.
október sl. um innlendan húsgagna-
iðnað, að innanhúsarkitektar hafi
verið fengnir til að skipuleggja
Menningarmiðstöðina við Gerðu-
berg og Hrafnistu í Hafnarfirði.
Einnig er hann yfir sig undrandi, að
þessir menn skulu ekki taka sig til
og hanna húsgögn í þessar bygg-
ingar.
Fyrir það fyrsta voru það ekki
innanhúsarkitektar sem hönnuðu
Menningarmiðstöðina við Gerðu-
berg, heldur þeir Halldór
Guðmundsson og Gísli Halldórsson
arkitektar, Teiknistofunni hf., Ár-
múla 6, sama máli gegnir um
Hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafn-
arfirði en það hús hannaði Halldór
Guðmundsson arkitekt, Teiknistof-
unni Ármúla, en Kristbjörn þekkir
sjálfsagt ekki muninn á þessum
starfsheitum.
Hvað varðar útboð og hönnun
húsgagna í þessar byggingar má
geta þess, að húsgögn í Menning-
armiðstöðina við Gerðuberg voru
boðin út.
Eftir að tilboð voru opnuð var
ákveðið að semja við þrjú innlend
húsgagnafyrirtæki.
Þau erlendu húsgögn sem nú eru í
Menningarmiðstöðinni við Gerðu-
berg eru tilkomin vegna þess, að eitt
þessara íslensku fyrirtækja brást og
verkkaupi dreginn með svör í marg-
ar vikur áður en fram kom, að þessi
aðili gat alls ekki framleitt þá vöru
sem hann hafði boðið.
Hvað varðar Hrafnistu í Hafnar-
firði má geta þess, að þeir
Hrafnistumenn hafa yfirleitt reynt
að velja íslenskt fremur en erlent,
en í þessu tilfelli var um að ræða
sérhæfð húsgögn, sem lítið var
framleitt af hér á landi. Eftir ítar-
lega athugun á verði og gæðum var
ákveðið að velja innflutt húsgögn,
þó þannig að þau væru öll yfirdekkt
hér á landi með íslensku ullar-
áklæði.
Ég vil taka fram, að ég styð ein-
dregið uppbyggingu íslensks hús-
gagnaiðnaðar og fagna þeirri um-
ræðu, sem orðið hefur um þau mál,
en þá umræðu verður að byggja á
traustum grunni, ekki handahófs-
kenndum sögusögnum.
Halldór Guðmundsson er arkitekt
FAÍ
Alþingi:
Málefni sjávarútvegs á dagskrá
★ ★ Sjávarútvegur kom mjög við
þingstörf í gær. Halldór Ás-
grímsson, sjávarútvegsráðherra,
mælti fyrir frumvarpi um ríkis-
mat sjávarafurða, sem m.a. gerir
ráð fyrir því að ferskfisk- og
afurðamat verði skilið að, sett á
stofn sérstakt fiskmatsráð o.fl.
Frumvarpið fékk misgóðar undir-
tektir, var einkum gagnrýnt af
talsmönnum Alþýðubandalags.
★ ★ Þá mælti sjávarútvegsráðherra
fyrir frumvarpi um Verðjöfnun-
arsjóð sjávarútvegsins (verðbætur
vegna ógreidds skreiðarútflutn-
ings) og frumvarp til staðfest-
ingar á bráðabirgðalögum frá 5.
apríl sl. um Fiskveiðasjóð, lán til
hagræðingar í fiskiðnaði og sjálf-
skuldarábyrgð ríkissjóðs á allt að
120 m.kr. láni var afgreitt til
þriðju umræðu í neðri deild.
★ ★ Sverrir Hermannsson, iðnað-
arráðherra, mælti fyrir frumvarpi
til breytinga á lögum um
lagmetisiðnað (komið frá neðri
deild), þ.e. um einkarétt Sölu-
stofnunar lagmetis á sölu lagmetis
til A-Evrópuríkja. Þrátt fyrir efni
frumvarpsins, kvaðst ráðher,ra
„þegar í stað láta hefja athugun og
úttekt á þessu fyrirkomulagi" og ef
rétt þyki, að beztu manna yfirsýn, að
breyta hér til, verði málið á ný lagt
fyrir Alþingi.
★ ★ Þá komu bráðabirgðalög um
„fjármálaráðstafanir til verndar
lífskjörum“ til annarrar umræðu í
efri deild. Eyjólfur Konráð Jóns-
son (S) mælti fyrir nefndaráliti
stjórnarliða, er lögðu til að frum-
varpið yrði samþykkt. Breyt-
ingartillögur stjórnarandstöðu,
sem fjölluðu um að sá hluti per-
sónuafsláttar, sem ekki nýtist til
lækkunar á gjöldum, skuli greidd-
ur skattaðila í desembermánuði,
og um greiðslur sérstakra barna-
bóta, voru felldar.
★ ★ Frumvarp um norrænan fjár-
festingarbanka, hækkun á hlut ís-
lands, kom til fyrstu umræðu í efri
deild, afgreitt frá neðri deild.